Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Góður vinur er genginn. Menn safna ýmsu um ævina og kosta oft miklum fjármunum til. En dýrmætasta söfnunin er ekki kostn- aðarsöm. Það er söfnun minning- anna og hún felst í því að vera til, lifa lífinu í samfélagi við fólk, helst gott fólk. Og það er við fráfall góðra vina sem minningarnar birtast manni og raðast upp. Nú þegar ég kveð vin minn Kol- bein Inga Kristinsson, sem ég hefi þekkt og átt nána samleið með í rúm 60 ár, birtast mér einungis góðar minningar. Það er dýrmætt, sem aldrei er hægt að fullþakka, að hafa fengið að eiga samleið með manni sem skilur eftir sig svo góðar minningar sem ég á af samleið minni með Kolbeini á lífsgöngu minni. Hann var heilsteyptur mað- ur, sem var hægt að treysta. Mér eru mjög minnisstæð fyrstu kynni mín af Kolbeini. Ég var 17 ára, sveitadrengur, nýfluttur til Selfoss með foreldrum mínum. Bróðir minn og vinur okkar hafði manað mig til að hlaupa um 10 km vegalengd á tilteknum tíma, og mér tókst það. Kolbeinn hafði spurnir af þessu og tók mig tali og hvatti mig til íþróttaiðkana. Á þessum árum var Kolbeinn þekktur fyrir það, að þegar Selfoss- bændur lögðu net fyrir laxinn í Ölf- usá, þá lagði Kolbeinn net fyrir alla þá, sem hugsanlega höfðu einhvern neista í sér til einhverra íþróttaiðk- ana. Kolbeinn var mikill afreksmaður í íþróttum á þessum tíma. Hann var í landsliði Íslands í frjálsum íþrótt- um, og þótti manni mikið til þessa frækna íþróttamanns koma. Hann var driffjöðrin í starfi Ungmenna- félags Selfoss á þessum árum og hafði með afrekum sínum mikil áhrif á unga fólkið á Selfossi að stunda íþróttir. Hann var sívakandi að hvetja menn til dáða á þessu sviði. Óhætt er að fullyrða, að með þessu vann Kolbeinn ómetanlegt ræktunarstarf meðal æskunnar, sem ekki verður metið til fjár, en minnast skal með þakklæti. Síðar lágu leiðir okkar beggja til Reykjavíkur þar sem ég og kona mín áttum mikil samskipti við Kol- bein og elskulega konu hans, Þor- björgu Sigurðardóttur. Segja má að fljótlega hafi skapast vinátta sem haldist hefur æ síðan við þessi elskulegu hjón. Við höfum notið þess að eiga sameiginlegar stundir með þeim, einnig eftir að þau fluttu aftur til Selfoss. Ekki er svigrúm að tíunda allar góðu stundirnar sem við höfum átt með þessum góðu hjónum. Ég vil þó geta sérstaklega komu þeirra til okkar hjónanna fyrir rúmum tveim árum í sumarhús sem við höfðum komið okkur upp. Þá færðu þau okkur reynitré sem blasir nú við öll- um sem í bústaðinn koma. Þau gáfu okkur einnig listaverk, fallegt mál- verk eftir Þorbjörgu, sem prýðir bústaðinn okkar. Stundin sem við áttum saman í bústaðnum er okkur mjög dýrmæt og í hvert skipti sem við komum í bústaðinn minna reyni- tréð og málverkið okkur á trausta og dýrmæta vináttu góðra hjóna, sem við fengum að njóta á lífsgöngu okkar. Kona hans, Þorbjörg Sigurðar- dóttir, sem lifir mann sinn, var hon- um samhentur lífsförunautur, glæsileg kona og myndarleg hús- móðir svo af ber. Kolbeinn Ingi Kristinsson ✝ Kolbeinn IngiKristinsson fædd- ist í Tungu í Gaul- verjabæjarhreppi hinn 1. júlí 1926. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suðurlands 30. nóvember 2010. Útför Kolbeins fór fram frá Selfoss- kirkju 7. desember 2010. Við Hanna og okk- ar fjölskylda sendum Þorbjörgu og hennar fjölskyldu allri ein- lægar samúðarkveðj- ur. Magnús L. Sveinsson. Kolbeinn kom inn í líf okkar ásamt Þor- björgu konu sinni þegar systir okkar Edda giftist Sigurði K. Kolbeinssyni. Með fjölskyldunum tókust vináttubönd sem aldrei hefur borið skugga á. Þau heiðurshjón hafa sýnt okkur eindæma væntumþykju og elskulegheit frá fyrstu kynnum. Nú er Kolli horf- inn sjónum okkar. Tryggur og góð- ur samferðamaður, höndin hlý og traust, blik í augum, svip- urinn hreinn og bjartur. Orðin heið- ríkja og prúðmennska koma upp í hugann. Við sóttumst eftir að vera í návist hans. Lífið langt og gjöfult, heilsan góð þar til undir það síðasta. Hvað getum við beðið um meira? Samt erum við kröfuhörð og hefðum viljað njóta nærveru hans miklu lengur. Yndið hans hún Obba. Gæðakona, gjóðhjörtuð, gjafmild og skemmti- leg. Það er erfitt og sárt að sjá á eftir eiginmanni sínum til 60 ára. Þeirra samband var einstakt, umvafið, kærleik og virðingu fyrir hvort öðru. Nöfnin Obba og Kolli eru okkur svo töm. Við getum ekki skilið þau að, kunnum ekki að segja annað nafnið og sleppa hinu. Þau verða alltaf eitt í hugum okkar. Kannski fáum við leyfi Obbu til að kalla hana stundum Ollu. Eitt er það sem við lærðum hjá þeim hjónum og fékk nýja merk- ingu. Það var að skála, þetta kunnu þau vel og kenndu okkur rétta „ritualið“ á hátíðisdögum. Alltaf að horfast í augu við alla sem sátu við borðið. Þau dönsuðu líka af innlifun, Kolli með gamla góða skiptisporið og Obba alltaf eins og nýástfangin þegar herr- ann sveiflaði henni um gólfið. Siggi, okkar kæri tengdasonur og mágur, hefur nú misst yndislegan föður og vin. Einkasonurinn, það mæðir mikið á þegar ekki eru önnur systkini til staðar. Hann hef- ur setið við sjúkrabeð föður síns í tvær vikur ásamt Obbu. Tekist í hendur, þeir vissu báðir að kveðjustundin var ei langt undan. Edda og stelpurnar umvöfðu Kolla sinn og hann fékk styrk og hlýju frá sínum nánustu alla leið. Við kvöddum Kolbein á sólríkum frostköldum degi á Suðurlandi með- an hann var enn til staðar. Það var mikilvægt, fallegt og tregablandið. Við þökkum allar góðar stundir í Tanganum við Ölfusá. Þar hefur miðsumarsdraumurinn birst okkur í grasinu græna, blómunum bleiku við ána hvítu og bláu. Sagan öll frá í gamla daga, hlegið á meðan við inn- byrðum fegurðina. Þar hafa hjörtu okkur slegið af sannri gleði yfir til- verunni ásamt fjölskyldunni og okkar kæra vini, Kolbeini Inga Kristinssyni. Vertu sæll fallni félagi, við skál- um við gott tækifæri og munum þá eftir að horfast í augu. Karí Karólína, Birna og Erling- ur, Ellisif og Hafliði, Sunna og Davíð og aðrir afa Kolla aðdá- endur. Í dag er kvaddur hinstu kveðju einlægur vinur minn allt frá bernsku og æskuárum, Kolbeinn Ingi Kristinsson á Selfossi. Hann fæddist á bænum Tungu í Gaul- verjabæjarhreppi en þar höfðu sett bú sitt foreldrar hans, Sigríður Halldórsdóttir frá Kárastöðum í Þingvallasveit og Kristinn Ög- mundsson frá Hjálmholti í Flóa. Framtíð hins unga sveins virtist brosa við í faðmi ungra og ódeigra foreldra sinna. Svo reið höggið mikla yfir, faðirinn andaðist. Unga móðirin fluttist með litla drenginn sinn til annarra staðhátta þar sem hún með æðruleysi og dugnaði sá þeim mæðginum farborða. Svo liðu árin með sínum marg- breytileik. Vinátta var góð milli for- eldra minna og Sigríðar móður Kol- beins. Kom þar, að Kolbeinn kom til sumardvalar að Seljatungu. Er ekki af því að segja nákvæmlega nema hvað hinn ungi sveinn kom vel fyrir í sveitinni sem án efa varð til þess að sumrum fjölgaði sem hann dvaldist hjá okkur. Ekkert verkefni var honum fengið sem hann ekki stóðst og skilaði með sóma. Kolbeinn var vandaður maður í hvívetna, viljasterkur, gætinn og hreinskilinn. Frjálsar íþróttir voru honum um langt skeið hugðarefni sem hann rækti af ákefð og sam- viskusemi. Undirstaðan var góð og sigrarnir margir. Má heita að hins sama gætti í hverju því viðfangsefni sem hann tók að sér í hinu hvers- dagslega lífi. Hann var hamingjumaður í heim- ilislífi og gekk ungur að kvænast æskuástinni sinni, Þorbjörgu Sig- urðardóttur sem af snilli sinni rækti stöðu eiginkonunnar. Fjölskylda mín vottar Þorbjörgu, Sigurði syni þeirra hjóna og fjölskyldu, einlæga samúð sína. Gunnar Sigurðsson frá Seljatungu. Í dag verður hann jarðsunginn frá Selfosskirkju, Árborg, eftir al- varleg veikindi. Kolbeinn var góður vinur og félagi og er hans nú mjög saknað. Hann var gætinn og hóg- vær en hafði samt sínar fastmótuðu skoðanir ef því var að skipta. Leið hans lá til verslunarstarfa og hófust þau hjá Kaupfélagi Ár- nesinga á Selfossi og var hann þar um tíma. Á þessum árum var form dagvöruverslana að breytast úr því að afgreiða vörur yfir búðardiskinn – til þess sem er allsráðandi í dag, þar sem viðskiptavinurinn tekur sjálfur saman þær vörur sem hann vill kaupa. Kolbeinn fór til frænda vorra handan Atlantsála og kynnti sér kjörbúðarekstur, sem þar þótti gefast vel. Heim kominn var hann falaður til þess að stýra Egilskjöri sem þá var verið að opna á horni Laugavegar og Snorrabrautar og gerði það með myndarbrag svo sem vænta mátti. Þá var hann m.a. fenginn til ráð- gjafar um fyrirkomulag og rekstur verslunarinnar Kjöt og fiskur í Seljahverfi, sem verið var að opna um þær mundir, var hann þar til halds og trausts um skeið. Seinna opnaði hann svo sína eigin kjörbúð, Kostakaup í Skipholti, og rak af meðfæddri snyrtimennsku og dugnaði í mörg ár. Þá gerðist hann meðlimur í Kaupmannasamtökum Íslands og þar var vel tekið eftir þessum til- lögugóða félaga. Í tilefni af 60 ára afmæli hans árið 1986 var hann sæmdur gullheiðurs- merki Kaupmannasamtakanna fyr- ir vel unnin störf. Ljóst er að margir vildu njóta starfa hans, því nú kom að því að hann var fenginn til að sjá um rekstur verslunar og iðnaðar hjá Höfn á Selfossi, en eins og margir muna var sú verslun beint á móti Ölfusárbrú þegar komið var frá Reykjavík. Má því segja að hann hafi setið um þjóðbraut þvera. Kolbeinn var félagi í Frímúrara- hreyfingunni og var þar vel metinn sem annars staðar. Hann var einnig m.a. félagi í Kaupmannaklúbbnum sem er félagsskapur eldri fv. kaup- manna, þar sem menn hittast einu sinni í mánuði með rjúkandi kaffi- bolla og rifja upp gamlar og góðar minningar sem og að kryfja dæg- urmálin. Við félagarnir minnumst hans með virðingu og eftirsjá. Við biðjum hæstan höfuðsmið að blessa hann og styrkja og fyrir hönd Kaupmannaklúbbsins sendi ég fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Hreinn Sumarliðason. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, vinur, afi og langafi, TRYGGVI SIGURÐSSON, Hlaðhömrum 2, 270 Mosfellsbæ, lést laugardaginn 20. nóvember. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Hlaðhömrum og Eir. Sigurbjörg Tryggvadóttir, Konráð Skúlason, Steinþór Tryggvason, Sigurlaug Stefánsdóttir, Sesselja Hrönn Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY GUÐMUNDSDÓTTIR, Barðavogi 14, andaðist á dvalarheimilinu Grund aðfaranótt mánudagsins 6. desember. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju þriðjudaginn 14. desember kl. 13.00. Ólafur H. Þorbjörnsson, Guðmundur Hall Ólafsson, Hrafnhildur Þ. Ingvadóttir, Arndís Ólafsdóttir, Ciambra Robert Ciambra, Gunnhildur Ólafsdóttir, Yngvi Ólafsson, Benedikt Ólafsson, Sólveig Sveinsdóttir, Hilmar Ólafsson, Lilja Guðmundsdóttir, Ólafur Ólafsson, Linda Ingadóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs sonar okkar, bróður, mágs og frænda, ARNAR EGILS PÁLSSONAR lögfræðings. Sérstakar þakkir viljum við færa séra Rögnu Karítas Pétursdóttur, fyrir ómetanlega hlýju og kærleik. Páll H. Kristjánsson, Rósa Helgadóttir, Bjarnveig Pálsdóttir, Hallur Ágústsson, Unnur Lea Pálsdóttir, Pétur H. Pétursson, Viktor Stefán Pálsson, Margrét Björk Ólafsdóttir, Íris Björk Pálsdóttir, Bjarni Arnaldsson, Páll Ágúst, Sigríður Herdís, Andri Berg, Sara Rós, Rósa Björk, Anton Breki, Brynhildur Sif, Glódís Ólöf og Róbert Dagur. ✝ Móðir mín, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SIGRÍÐUR HÓLM SAMÚELSDÓTTIR, sem andaðist fimmtudaginn 2. desember, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugardaginn 11. desember kl. 14.00. Sara Hólm, Jón Árni Gunnlaugsson, Jón Árni Jónsson, Dögg Kristjánsdóttir, Heiðdís Jónsdóttir, Gunnar Sæþórsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingimundur Kristinsson, Sara Jóhanna Jónsdóttir, Kristján Snorri Ingólfsson, Júlíana Ingimundardóttir, Jón Ingvi Ingimundarson, Emilía Ísis Kristjánsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, THEÓDÓR EÐVARÐ MAGNÚSSON, Asparfelli 2, Reykjavík, lést á líknardeild Landakoti, fimmtudaginn 2. desember. Útför fer fram frá Akraneskirkju föstudaginn 10. desember kl. 14.00. Magnús Eðvarð Theódórsson, Katrín Jóna Theódórsdóttir, Hrönn Theódórsdóttir, Matthías Harðarson, Guðjón Theódórsson, Ellen Ólafsdóttir, Steindór Rafn Theódórsson, Brynja Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.