Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 34
34 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010  Gísli Hrafn, Einar og Jón opna samsýningu í Gallerí Tukt, Hinu Húsinu, Pósthússtræti 3-5 laug- ardaginn 11. desember á milli kl.16.00 og 18.00. Verkin á sýning- unni eru öll unnin á þessu ári og eru afar fjölbreytt að efniviði og inni- haldi. Sýningin stendur til 1. janúar 2011 og er opin alla virka daga. All- ir eru velkomnir á opnunina eða síðar. Sýningaropnun í Gallerí Tukt Fólk Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hljómsveitin Ég, sem rekin er af Róberti Erni Hjálmtýssyni og er í raun eins manns sveit hans, gaf í haust út sína þriðju breiðskífu, Lúxus upplifun. Róbert mætti kalla költ- listamann, þeir fáu sem hlýtt hafa á tónlist hans og sótt tónleika tilbiðja hann sem snill- ing (ég þar með talinn) á meðan restin af heiminum missir því miður af. Kannski að breyting verði á nú, a.m.k. er hið bráðfallega „Tíu fingur og tær“ farið að hljóma á Rás 2 og í kvöld verður platan kynnt með pompi og prakt á Sódómu. „Það tók langan tíma að koma þessu út,“ segir Róbert í laufléttu og æði-hnyttnu spjalli. „Það voru ýmsir sem höfðu sýnt því áhuga að gefa út en svo bökkuðu þeir allir. Ég gef hana því sjálfur út en Kimi dreifir.“ Róbert segir ekki mikinn mun á vinnslu plötunnar og þeirra sem á undan komu, hann hafi þó verið meira einn í þetta sinnið og nú var klósettaðstaða í hljóðverinu. „Það kemur fram í upplýsingabæklingi að upptökur hafi farið fram á bilinu 2005 til 2008. Þannig að það mætti ætla að eitthvað hafi gerst á undanförnum tveimur árum og það eru fleiri plötur í vinnslu. Ímynd fíflsins er ein þeirra og svo er það platan Er þetta Ég?, þar sem ég mun ekki snerta á neinum hljóðfærum. Umslagið verður síðan spegill.“ Lög Róberts fara sínar eigin leiðir, þau skipta óforvarandis um takt og gripin eru ekki alveg eftir gítarbókunum. „Ætli þetta sé ekki bara minn stíll? Ég vil ekki vita neina tónfræði, ég vil ekki vera í neinu boxi né tilheyra neinu. Ég held að vísu með Liverpool en það er fæðingargalli. Ég vil ekki hafa þetta eins og skákborð, þar sem allt er fyrirfram ákveðið. Lögin fara bara eitt- hvað, ég byrja á einhverju og fer svo bara eitthvað með lagið.“ Aðspurður hvort hljómsveit hans eigi ekki erfitt með að læra lögin segir að hann að hún sé enga stund að pikka þetta upp. „Strákarnir hafa verið með mér frá byrjun og vita að hverju þeir ganga. Menn segja bara: „Já, það er Róbertsgripið hér og þetta grip þar. Ekkert mál“.“ „Ég vil ekki vera í neinu boxi,“ segir Róbert í Ég Morgunblaðið/Ernir Snillingur Róbert Örn Hjálmtýsson.  Tónlistarnördarnir og ofursnill- ingarnir í Agent Fresco ætla að kikkstarta jólaopnunartíma Havar- ís næstkomandi fimmtudag kl. 21 með ókeypis tónleikum. Þeir eru að kynna nýútkomna breiðskífu sína um þessar mundir, en A Long Time Listening hefur fengið af- bragðs dóma og viðtökur og rýnir blaðsins ræddi um rokkplötu þessa árs og þeirra síðustu. Platan verð- ur á „einhverju agalega fínu til- boði“ eins og segir í tilkynning- unni. Agent Fresco spilarí Havarí  Hann Steve Brodsky, söngv- ari/gítarleikari úr hinni goð- sagnakenndu Cave In, mun leggja leið sína til Íslands og troða upp á Sódómu Reykjavík fimmtudag- inn 16. desember nk. Tónleikarn- ir eru í beinu framhaldi af tón- leikaferð um Bretland ásamt Scott Kelly úr Neurosis og Shri- nebuilder. Þungarokksgoðsögn til landsins  Northern Wave-stuttmyndahá- tíðin mun fara fram í fjórða sinn í Grundarfirði (á Snæfellsnesi) 4.-6. mars næstkomandi. Í kring- um hundrað myndir hafa nú þeg- ar borist en skilafrestur er 1. jan- úar næstkomandi. Frekari upplýsingar um hátíðina og um- sóknareyðublöð má finna á nort- hernwavefestival.com. Meðfylgj- andi mynd er frá verðlauna- afhendingu í fyrra. Northern Wave framlengir skilafrest Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Samnefnd plata Apparatsins, eða Apparat Organ Quartet eins og hann kallast á ensku (Orgelkvart- ettinn Apparat á íslensku), kom út árið 2002 á vegum TMT Entertain- ment, sem þá var undirmerki Thule, en var svo endurútgefin með aukn- um hljómgæðum þremur árum síð- ar á vegum 12 tóna. Allar götur síð- an platan kom upprunalega út hafa aðdáendur verið að bíða eftir nýjum skammti en sveitin varð fljótlega af- ar vinsæl tónleikasveit þrátt fyrir óvenjulega mannaskipan. Platan, Pólýfónía, er nú loks komin út og fagna efalaust margir mikið og inni- lega og ekki þá síst meðlimir sjálfir. Rispur „Við höfum verið svo vitlausir að vera að lofa þessari plötu ár eftir ár,“ segir Úlfur Eldjárn en með honum í sveitinni eru þeir Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Krist- insson, Jóhann Jóhannsson og Arn- ar Geir Ómarsson sem sér um trumbuslátt enda er kvartettinn réttnefndur stærsti orgelkvartett heims. „Svo hættum við á endanum að tala um plötuna, enda allir hættir að taka mark á því að hún kæmi nokk- urn tíma út.“ Úlfur segir að þeir félagar hafi legið í plötunni í rispum og það hafi komið að þeim tímapunkti að þeir hafi séð að það væri óþarfi að hespa þessu af þar sem fólk væri hvort eð er orðið vant því að bíða. „Þannig að við ákváðum að klára þetta þannig að allir yrðu sáttir. Þessi biðtími er ekki sökum ritstíflu eða neins slíks, þvert á móti. Upp- haflega ætluðum við að vera mjög snöggir að þessu en það tók þó- nokkurn tíma að koma fyrstu plöt- unni frá (kvartettinn var stofnaður 1999). Planið var að byggja plötuna á þessum tónleikagír sem við vorum í og vinna hana tiltölulega hratt en við komumst að því þegar á hólminn var komið að þetta var ekki svona einfalt. Við erum líka allir frekar miklir stúdíókallar og vildum því liggja yfir þessu.“ „Apparat House“ Úlfur segir að stundirnar hafi verið ljúfar í „Apparat House“ eins og hann nefnir það oftar en einu sinni, raddblærinn sveipaður dulúð. „Platan var unnin með fleiri hljóðfærum en við getum notast við á tónleikum; viðkvæm hljóðfæri sem þola ekki miklar hitabreytingar t.d., stór hljóðfæri sem við komumst ekki með upp á sviðið o.s.frv. Þann- ig að munurinn, þannig séð, á stúd- íó-Apparatinu og tónleika- Apparatinu er þónokkur.“ Sveitin er skipuð mektarmönnum úr íslensku tónlistarlífi sem allir eiga sinn feril og því eðlilegt að spyrja hvernig gangi að vera sam- vinnufús og auðmjúkur. „Jú jú, þetta er fimm turna tal,“ segir Úlfur kímileitur. „Samstarfið gengur vel – en ekki hratt. Jóhann býr t.a.m. erlendis en fjarvinna hef- ur gengið með miklum ágætum. Hann vinnur þá í NTOV-hljóð- verinu sínu á meðan við erum stað- settir í „Apparat House“. Svo send- um við pakka og hugmyndir á milli.“ Tilraun Úlfur vill ekki beinlínis klína töf- unum á það að þeir félagar séu upp- teknir og erfitt hafi verið að koma mannskapnum saman, frekar að verklagið sé svona. „En það var merkilegt að upplifa það að það gerðist mjög mikið á lokasprettinum, síðustu mánuðina tóku sum lögin á sig nýja og annars konar mynd.“ Þegar Apparatið kom saman í fyrsta skipti átti það bara að vera eitt kvöld, var liður í einni uppá- komu Tilraunaeldhússins. „Við fundum það strax, þegar við vorum leiddir saman, að þetta var hljómsveit sem okkur langaði til að vera í,“ segir Úlfur. „Organistinn er venjulega dálítið einmana í hljóm- sveitum, er svona úti á kantinum og þessi hljómsveit réðst gegn því, þar sem við erum fjórir saman í for- grunni. Við höfðum starfað sem hljómborðsleikarar eða einmana raftónlistarmenn og þetta var skemmtileg tilbreyting frá því. Og svo ég tali út frá mér persónulega er þetta sú hljómsveit sem mig langaði alltaf til að sjá á tónleikum – með fullri virðingu fyrir öllum þeim ágætu hljómsveitum sem ég hef starfað með í gegnum tíðina.“ Tónleikarnir verða eins og áður segir á Nasa í kvöld og hefjast kl. 21.00. Einnig koma Sykur, DJ Flug- vél og geimskip og Junichi Mats- umoto fram. Fimm turna tal  Orgelkvartettinn Apparat heldur útgáfutónleika á NASA í kvöld  Átta ár frá síðustu plötu Biðtíminn ekki sökum ritstíflu að sögn Úlfs Eldjárns Apparatmenn Hörður Bragason, Sighvatur Ómar Kristinsson, Úlfur Eldjárn, Arnar Geir Ómarsson og Jóhann Jóhannsson. Siggi Eggerts hannaði UMSLAGIÐ GÓÐA Umslagið, sem hefur þegar verið valið umslag ársins af tveimur íslenskum dagblöðum, var hannað af Sigga Eggerts. Úlfur segir að Apparatmeðlimir hafi verið að vandræðast með umslagið – sem er þeim mikið hjartans mál – lengi vel en svo dottið niður á Sigga. Hann hafi unnið umslagið nánast eins og hann hafi verið meðlimur í Apparatinu, hafi verið fullkomlega á þeirri línu sem Apparatliðar lögðu upp með. „Úrvinnsluhæfileikar hans voru með miklum ágætum,“ segir Úlfur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.