Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 31
DAGBÓK 31 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Grettir Smáfólk Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand MEÐ ÞVÍ AÐ BÓNA GÓLFIÐ REGLULEGA LOSNA ÉG VIÐ AÐ ÞURFA AÐ GANGA NOKKUÐ SNIÐUGT, EKKI SATT? ÉG ER MEÐ AÐRA SPURNINGU UM SÓLMYRKVANN GETUR MAÐUR SÉÐ HANN HVAR SEM ER Á LANDINU? NEI, BARA Á VISSUM STÖÐUM MAÐUR HEFÐI NÚ HALDIÐ AÐ ÞAÐ VÆRI EKKI MIKIÐ MÁL AÐ BÓKA SÓLMYRKVA ÆI NEI! VÉLKÖTTURINN ER FASTUR UPPI Í TRÉ! VIÐ VERÐUM AÐ HRINGJA Í 112 OG FÁ EINHVERN TIL AÐ BJARGA HONUM!! ÞAÐ VIRÐIST VERA ÓÞARFI EFTIR ALLT SAMAN SAGT ER AÐ ÁFENGI HRESSI BÆÐI MINNI OG MÁL ÖLLUM HLUTUM FREMUR! ÞETTA KVÆÐI VAR ORT UM KAFFI, EKKI ÁFENGI! GILDIR EINU! VIÐ ERUM GREINILEGA ÓLÍK ÞEGAR ÞAÐ KEMUR AÐ ÞVÍ AÐ TAKAST Á VIÐ ÁHYGGJUR ÉG VIL TALA UM ÞÆR EN ÞÚ VILT REYNA AÐ GLEYMA ÞEIM EIGUM VIÐ AÐ TALA BETUR UM ÞAÐ SEM ÞÚ HEFUR ÁHYGGJUR AF? NEI, ÞAÐ ER ENGIN ÁSTÆÐA TIL AÐ HAFA ÁHYGGJUR ÉG GAT EKKI LEYFT HENNI AÐ HNÝSAST MEIRA Í MÍN MÁL EÐA HLAUPIÐ EFTIR VEGGJUNUM! EINS GOTT AÐ ÉG GET FARIÐ STIGANN Simmi hvar ertu? Ég er búin að reyna svo mikið að ná í Simma og Jóa, búin að senda þeim skilaboð en ekkert gengur. Í þætti hjá þeim var kona, mamma annars þeirra, að fara með ljóð eftir manninn minn, Elías Mikael Vagn Þórarinsson, og var það bara gott hjá henni. En það er ekki rétt að Elías Mikael Vagn hafi gefist upp á sínum Keldudal og flutt til Reykjavíkur. Hann flutti bara frá Hrauni í Keldu- dal til Arnarnúps í sama dal. 1967 fluttum við inn fyrir fjörurnar að Sveinseyri og bjuggum þar til árs- ins 1988 er hann lést. Ég flutti þaðan 10 ár- um seinna. Elías flutti því aldrei til Reykja- víkur. Ég bið ykkur að láta mér í té símanúmer hjá þessari konu, en mig langar að tala við hana og vita hvar hún fékk þessar fréttir um Elías. Sími minn er 456-8153. Kristjana Sigríður Vagnsdóttir. Ást er… … að standa með manninum þínum, þó að horfur séu svartar. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Vinnustofa kl. 9, gönguhópur kl. 10.30, vatnsleikfimi kl. 10.45, upplestur úr nýjum bókum virka daga til jóla kl. 12.15, myndlist og prjóna- kaffi kl. 13, bókm.kl. kl. 13.30. Árskógar 4 | Handavinna/smíði/ útskurður kl. 9. Botsía kl. 9.30. Helgi- stund kl. 10.30, myndlist kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Á morgun kl. 10 er helgistund með sr. Hans Markúsi, kl. 13 koma börn úr 7. bekk Álftamýrarskóla í heimsókn, lesa jólasögur og ljóð. Dalbraut 27 | Handavinnustofa kl. 8. Jólasokkasýning. Digraneskirkja | Leikfimi kl. 11. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids kl. 13. Félagsheimilið Boðinn | Jóga kl. 9, handavinna kl. 13. Félagsheimilið Gjábakki | Rammavefn- aður kl. 9.05, leikfimi kl. 9.15, málm- og silfursmíði kl. 9.30, morgunverðarhlað- borð kl. 10, bókband kl. 13, bingó kl. 13.30, myndlistarhópur kl. 16.15. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Handavinna kl. 9, ganga kl. 10, handa- vinna og brids kl. 13, jóga kl. 18. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Gönguhópur kl. 11, handavinnuhorn og karlaleikfimi kl. 13, botsía kl. 14, Garða- kórinn, æfing kl. 16. Félagsstarf Gerðubergi | Helgistund kl. 10.30, sr. Guðmundur Karl Ágústs- son. Vinnustofur e. hádegi, m.a. mynd- list, búta- og perlusaumur. Sunnud. 12. des. kl. 14 syngur Gerðubergskórinn í Fella- og Hólakirkju. Hraunbær 105 | Jógaleikfimi kl. 9.30, félagsvist kl. 13.30. Hraunsel | Rabb kl. 9, qi-gong kl. 10, leikfimi kl. 11.20, glerskurður kl. 13, jóla- fundurinn kl. 14, pílukast kl. 13.30. Hvassaleiti 56-58 | Botsía kl. 10, hann- yrðir kl. 13, félagsvist kl. 13.30. Hæðargarður 31 | Bútasaumssýning listasmiðju og myndlistarsýning Erlu Þorleifsdóttur. Íþróttafélagið Glóð | Sundlaug Kóp.: Ganga kl. 16.30, Hringdansar í Kópa- vogsskóla kl. 17. Korpúlfar Grafarvogi | Sundleikfimi á morgun kl. 9.30, listasmiðjan opin kl.13- 16 alla föstudaga. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Hand- verks- og bókastofa kl. 13, botsía kl. 13.30, kaffiveitingar kl. 14.30, Á léttum nótum – þjóðlagastund kl. 15. Ath.: föstudaginn 10. des. verður jólabingó í Lönguhlíð. Laugarneskirkja | Aðventusamvera kl. 14. Sigurbjörn Þorkelsson les frum- samda jólasögu og börn úr Tónskóla Sig- ursveins flytja tónlist. Veitingar í boði safnaðarins. Norðurbrún 1 | Botsía kl. 10, handa- vinna kl. 9/13, leirlistarnámskeið kl. 9/ 13, útskurður kl. 9. Vesturgata 7 | Miðv. 15. des. kl. 16.15 verður farið suður með sjó að skoða ljósadýrðina. Upplýsingar í síma 535- 2740. Takmarkaður sætafjöldi. Vesturgata 7 | Handavinna kl. 9 15, glerskurður (Tiffanys), ganga kl. 11.30. Kertaskreytingar kl. 13 og kóræfing, leik- fimi kl. 14.30. Vesturgata 7 | Á morgun kl. 15 syngur Svavar Knútur nokkur lög. Vitatorg, félagsmiðstöð | Bókband, postulínsmálun, morgunstund, botsía, upplestur, handavinna eftir hádegi, spil- að. Hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofan opnar. Þórðarsveigur 3 | Jólabingó í salnum, Þórðarsveig, kl. 13.30, góðir vinningar. Steinunn P. Hafstað orti vísu semhún heimfærði á févana ein- staklinginn sem fékk lottóvinning einn daginn. Höndlað margt ég hef, sem brást, heyrt í röddum yfir hlakka: „Fölskvaleysi, fé og ást færðu vart í einum pakka.“ En eitthvað bögglaðist þessi vísa fyrir henni, ef svo má að orði kom- ast, því hún breytti vísunni lítillega: Höndlað margt ég hef, sem brást, heyrði oft í þessu ströggli, að fölskvaleysi, fé og ást fengist vart í einum böggli. Að lokum sendi hún umsjónar- manni kveðju með svofelldum orð- um: „Ég fylgist ekki með afmælis- dögum, en eftir að ég las vísnahorn- ið í morgun langar mig að óska þér til hamingju með fertugsafmælið og senda þér smálífsspeki í ljósi reynslunnar. Ekki halda, að allt sé best, þá æskufjör þig hvetur. Á miðjum aldri magnast flest, ef miklast ekki Pétur!“ Ófáar vísur hafa verið ortar í til- efni af hinum og þessum stórafmæl- um og öðrum minni. Guðjón Þór- arinsson frá Enni orti á 75 ára afmæli sínu: Dansað hef og drukkið vín, dregist baugs að línu. Og einnig stundum aukið grín á afmælinu mínu. Á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar 17. júní árið 1911 orti Sveinn Hann- esson frá Elivogum: Þú komst sem ljós, er lýsir myrka vegi og ljóma slær á hæð og slétta grund. Á hundrað ára afmælis þíns degi þér einum helgum þessa gleðistund. Guðmundur Illugason þakkaði fyrir sig eftir sjötugsafmælið í bundnu máli: Alla geisla er að mér vendu á afmælisdegi mínum, þakka ég öllum þeim er sendu í þessum fjóru línum. Og það eru ekki bara mann- eskjur sem eiga afmæli, heldur líka bæir. Sigrún Fannland frá Sauðár- króki orti á sínum tíma: Hallar degi. Við stefnum á Stapann. Stefán þar heldur vörð. Við ætlum að heils’ upp á afmælis- barnið og ökum niður í Fjörð. Því nú er hann orðinn aldargamall okkar skagfirski bær. Fóstrað sem hefur æsku og elli og okkur er jafnan kær. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af lottói og afmælum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.