Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN 23 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Áhugaleysi stjórn- valda að bæta heilsu og spara í heilbrigðiskerfinu Þann 1. desember síðastliðinn birtist viðtal í Morg- unblaðinu við Stein- dór J. Erlingsson, doktor í vísindasagn- fræði, undir heitinu „Þörf á skýrari reglum í lyfjaiðnaði“. Innihald greinarinnar segir frá þeim stað- reyndum sem rann- sóknir hafa staðfest að lyfjafyr- irtæki hafa vísvitandi hagrætt rannsóknum sér í hag, þessar „fölsuðu“ rannsóknir eru notaðar til að markaðssetja lyf á blekkj- andi máta, stórum hluta markaðs- setningar er beint að læknum og það hefur meðvitað og ómeðvitað áhrif á ávísunarhegðun þeirra og aukaverkanir af lyfjum geta verið alvarlegar. Greininni var síðan fylgt eftir næstu tvo daga í Morgunblaðinu (2. og 3. des.), fyrst með viðtali við Geir Gunnlaugsson landlækni og svo daginn eftir við Rannveigu Gunnarsdóttur, forstjóra Lyfja- stofnunar, og Birnu Jónsdóttur, formann Læknafélags Íslands. Það sem vekur furðu mína og vonbrigði er þau svör, eða réttara sagt, þeir innihaldslausu frasar sem Geir landlæknir og Birna gáfu sem engan veginn svarar þeim alvarlegu vandamálum sem Steindór vekur athygli á. Það er augljóst að „nálarauga“ Lyfja- stofnunar og siðalög lækna sem þau vísa í eru greinilega engin lausn á þessu vandamáli. Geir og Birna tilheyra fagstétt sem miðar eða a.m.k. segist miða ákvarðanir sínar við vísindalegar staðreyndir, en þegar rannsóknir segja að lyfjafyrirtæki falsi/hagræði rann- sóknum í stórum stíl, markaðs- setning sé sett fram á blekkjandi máta og þetta hafi meðvituð og ómeðvituð áhrif á ávísunarhegðun lækna sem raunverulega vita ekki hvaða áhrif eða gagn er af lyfjum þar sem upplýsingaflæði til þeirra er byggt að hluta á fölskum rann- sóknum, sem á endanum þýðir óþarfa aukaverkanir og dauðsföll sjúklinga og aukinn kostnað fyrir ríki og sjúklinga, þá þýðir ekki að hunsa þær niðurstöður. Aug- ljóslega er breytinga þörf. Sem dæmi um hversu ófor- skömmuð lyfjafyrirtækin geta ver- ið þá sýndi rannsókn á markaðs- efni sem lyfjafyrirtæki gáfu út til lækna að 94% af upplýsingum í þeim byggir ekki á sönnuðum, vís- indalegum grunni (birt í BMJ 27. febr. 2004). Og hver eru áhrifin af þessu? Enginn veit það raunverulega en rannsókn sem birt var í Journal of the American Medical Association árið 2000 gæti gagnast sem vís- bending. Hún sýndi að á árs- grundvelli deyja 225 þúsund manns í Bandaríkjunum einum saman vegna læknismeðhöndl- unar. Af því er stærsti hlutinn, 106.000 manns, vegna aukaverk- ana lyfja þar sem rétt lyf var gef- ið í samræmi við greiningu. Aðrar aukaverkanir en dauðsföll eru margfalt algengari. Það á ekki að þurfa eitthvert greindarvísitölulegt ofurmenni til að sjá að ef læknar fá rangar upp- lýsingar varðandi lyfjameðhöndlun þá aukast líkurnar á rangri með- höndlun sjúklinga og það veldur líkamlegum sem andlegum skaða og fjárhagslegum kostnaðarauka. Ein falin aukaverkun við þetta er að almenningur missir álit á læknum því þótt vandamálið í grunn- inn sé lyfjafyrirtækin þá má ekki gleyma að læknarnir okkar eru á framlínunni og léleg- ur árangur af með- höndlun mun túlkast sem glöp af þeirra hálfu þegar sannleik- urinn er sá að þeir eru jafn mikil fórn- arlömb þessa ástands og við hin þar sem þeir fá ekki réttar upplýsingar til að byggja sína meðhöndlun á. Reyndar er ég hissa á því að það hafi ekki myndast hópur eða félag lækna hér á landi eins og erlendis sem berjast á móti þessu ástandi þar sem orðspor þeirra er í húfi. Ein af stoðum hvers samfélags er að hafa heilbrigðiskerfi sem þegn- inn ber fullt traust til og leitar til ef þörf er á. Þegar rannsóknir sýna skýrt að ástandið er eins og lýst er hér að ofan skil ég ekki þessi svör sem Geir og Birna gefa við þarflegri ábendingu Steindórs. Viljum við ekki öll sjá aukið öryggi sjúklinga, bættan árangur af læknismeð- höndlun og minnkuð útgjöld heil- brigðiskerfisins? Steindór bendir á nokkur atriði þar sem hægt er að bæta ofanverða upptalningu stór- lega. Af hverju opinberir yfirmenn stofnana sem hafa með þessi mál að gera koma með ódýra, inni- haldslausa frasa í stjórnmálastíl við ábendingu sem þessa er mér hulin ráðgáta. Ég er orðinn ónæmur fyrir svona svörum frá stjórnmálafólki sem er að rífast um mislæg gatnamót en þegar við erum tala um heilbrigði og líf fólks þá gróflega misbýður mér. Manneskja sem er heil í sínu starfi og ber hagsmuni fólksins fyrir brjósti myndi einfaldlega segja: „Já, sæll, takk fyrir þetta, Steindór minn“, slökkva á fésbók- inni, bretta upp ermar og ganga í málið eftir að lesa viðtalið við Steindór. Vonandi verða ábendingar Steindórs teknar alvarlega en ekki sópað undir teppið með ódýrum, innihaldslausum frösum. Til dæm- is væri hægt í dag að banna lyfja- fyrirtækjum að markaðssetja til lækna með einu pennastriki. Það væri skref í rétta átt. Eftir Harald Magnússon » Setning skýrra reglna um samskipti lækna við lyfjafyrirtæki gæti leitt til stórsparn- aðar í heilbrigðiskerfinu og aukið öryggi sjúk- linga. Haraldur Magnússon Höfundur er osteópati, þ.e. í löggildri heilbrigðisstétt, og er áhugamaður um bætt heilsufar. - nýr auglýsingamiðill 569-1100 finnur@mbl.is Þegar horft er til sögu núverandi efna- hagshruns gleymist að taka tímabil kalda stríðsins með í reikn- inginn. En á þeim tímum, á árunum kringum 1960-1990, var ekki mögulegt að viðhafa alþjóðavæðingu; hnattrænt kapítalískt efnahagskerfi, vegna skiptingar kjarnorkuvopna-risaveldanna á heiminum niður í áhrifasvæði sín á millum. Því má líta svo á, að Ísland og hin Vesturlöndin hafi þá verið að fara á mis við stórfelldan hagvöxt sem þau hefðu annars getað fengið. En einnig voru þau eflaust að taka á sig til viðbótar aðra lífs- kjaraskerðingu, í formi ótta við hið yfirvofandi kjarnorkustríð milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, sem hefði verið þess megnugt að gereyða bæði Íslendingum og ná- grannaþjóðunum. En hugsandi Íslendingum mátti þá vera ljóst að tilgangslítið væri þá t.d. að eignast börn, ef ekki væri hægt að tryggja þeim framtíð. Og þá hefur það hugsanlega stuðlað að því að menn fóru þá að eignast færri börn; sem hefur síðan leitt til tilheyrandi minnkandi fram- kvæmdasemi við barnauppeldi. En það hlýtur að vera barnauppeldið sem er einna stærsti hvatinn til yfirvinnu fólks almennt. Eftir á að hyggja getum við nú jafnað öll- um þessum neikvæðu lífskjaraþáttum við missi ígildis tuga pró- senta í efnalegri af- komu Íslendinga. Þegar svo gereyðing- arógn kalda stríðsins var aflétt, kringum 1990, er líklegt að áhrif kalda stríðsins við að þrýsta niður framkvæmdavilja fólksins og grundvallarlegum efna- hagsgæðum hafi kallað fram and- hverfu sína, þannig, að fólk reyndi að hefna fyrir efnahagslega stöðn- un, sem og flokkadráttaóvild í garð náunga síns, með því að gerast brátt einsleitir efnahagsvíkingar út á við, og sjást ekki fyrir. Allt átti nú að kaupa fyrir börnin okkar (og svo jafnvel að fjölga börnunum og fólk- inu í landinu með því að kaupa inn nýbúa?). Og svo kom hrunið, 2008. Þá neyddust landsmenn til að hægja á sér aftur; líkt og komið væri nýtt kaldastríðstímabil. Og líkt og þá leitum við einnig, í ístöðuleysi okkar, til náðarfaðms hugmyndafræði stórvelda- samsteypa. Þar kemur Evrópusam- bandið í stað Nató og Sovétríkjanna áður. Aftur er síðan gripið til vopna kaldastríðsins og kreppuáranna, og menn settir undir grun um að vera nú orðnir landráðamenn, land- sölumenn og kvislingar, til vinstri og hægri, svo undrum sætir. Sómakærum blaðaskrifurum þyk- ir nú aftur viturlegt að fara að feta krappan línudans sjálfsritskoðunar- innar, þó að meiðyrðalögin séu nú reyndar fyrir bí. Því þeir vilja ekki eiga á hættu að ata sig óþarfa auri í leðjuslagnum um ESB. En það styttist þó í að hver maður neyðist til að taka slaginn.. Eitt getum við þó þakkað okkur fyrir: Þeir peningar sem útrásarvík- ingarnir töpuðu í útlöndum hljóta að hafa lent í vösum venjulegs fjöl- skyldufólks að mestu leyti og þann- ig endað í barnauppeldi þess. Og jafnvel hjá hinum ofurríku endar auðurinn að lokum í fjölskylduupp- eldi hjá þeim og erfingjum þeirra. Því ættum við að eiga heiður skilið fyrir að hafa lagt þannig mikið til uppeldismála og þróunaraðstoðar heimsins og að fá að njóta þess seinna þegar kemur að kröfum al- þjóðastofnana um framlag okkar til velferðarmála í útlöndum. Útrásin sem kaldastríðsarfleifð Eftir Tryggva V. Líndal Tryggvi V. Líndal » Og svo kom hrunið, 2008. Þá neyddust landsmenn til að hægja á sér aftur, líkt og komið væri nýtt kaldastríðs- tímabil. Höfundur er þjóðfélagsfræðingur og skáld

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.