Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 4
FRÉTTASKÝRING Egill Ólafsson egol@mbl.is Þeir samningar sem stjórnvöld gerðu á síðasta ári um uppgjör vegna Icesave-samninganna fólu í sér að greiddir yrðu 5,55% vextir af Ice- save-skuldinni og greiðslum skyldi ljúka 2024. Reyndar var gert ráð fyr- ir þeim möguleika að hægt væri að lengja í láninu til 2030 eða jafnvel lengur. Óljósara var hins vegar hversu mikið Íslendingar þyrftu að greiða samkvæmt samningunum, en flestir töluðu um hundruð milljarða frekar en tugi milljarða. Upphaflegir samningar voru und- irritaðir 5. júní 2009, en þeir gerðu ráð fyrir að Bretar og Hollendingar veittu Tryggingasjóði innstæðueig- enda og fjárfesta lán til 15 ára til að greiða Icesave-skuldbindingarnar í Bretlandi og Hollandi. Sjóðurinn, sem var á ábyrgð ríkisins, átti síðan að greiða lánið til baka á 15 árum. Samningarnir gerðu ráð fyrir að ekki væru greiddar afborganir af láninu fyrstu 7 árin, en reikna átti vexti frá 1. janúar 2009. Endur- greiðslur áttu að hefjast árið 2016 og greiða átti skuldina upp á 8 árum með fjórum jöfnum greiðslum á ári. Vextir á láninu áttu að vera 5,55% og átti að leggja ógreidda vexti við höfuðstólinn. Þegar samningurinn var kynntur á Alþingi kom strax fram hörð gagn- rýni á hann. Eftir langar umræður var samningurinn samþykktur með ströngum skilyrðum sem þingmenn í stjórn og stjórnarandstöðu tóku þátt í að semja. Stjórnvöldum var falið að ræða þessi skilyrði við bresk og hol- lensk stjórnvöld. Þau féllust á sumt en annað ekki, en viðauki við samn- inginn var lagður fyrir Alþingi um haustið. Alþingi hafði lagt áherslu á að sett væru efnahagsleg viðmið inn í samn- inginn, sem þýddi að ef efnahagsþró- un á Íslandi yrði ekki eins jákvæð og vonast var eftir yrðu afborganir af Icesave-skuldinni lægri. Alþingi vildi fá ákvæði inn í samninginn um að það sem eftir stæði af lánsupphæð- inni árið 2024 myndi falla niður. Á þetta féllust Bretar og Hollendingar ekki, en þeir samþykktu hins vegar að setja inn ákvæði um efnahagsleg- ar forsendur, sem þýddi lægri af- borganir ef hagvöxtur yrði undir til- teknum mörkum. Viðaukasamn- ingurinn gerði síðan ráð fyrir að ef eitthvað stæði eftir af lánsupphæðinni árið 2024 yrði lánstíminn fram- lengdur til 2030 og jafnvel lengur ef þurfa þætti. Engin breyting var gerð á vaxtaprósent- unni í viðaukasamn- ingnum. Forsetinn vísaði samningnum til þjóðar- innar og hann var felldur. Lánið var til 15 ára með 5,5% vöxtum  Íslensk stjórnvöld sömdu tvisvar um Icesave á síðasta ári Morgunblaðið/Jakob Fannar Synjun Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vísaði Icesave-lögunum til þjóðarinnar, en þeim var hafnað. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 BAKSVIÐ Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Samninganefnd Íslands vegna Ice- save hélt til Lundúna í gærmorgun, til viðræðna við bresku og hollensku samninganefndirnar. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hélt sendinefndin héðan af landi í gærmorgun, með það að markmiði, að nefndarmenn gætu sett stafi sína undir samningsdrög, sem yrðu þá væntanlega nefnd vilja- yfirlýsing (e. A Letter of Intent). Seint í gærkvöld lá ekki fyrir nið- urstaða um það hvort það markmið næðist og ekki hafði verið afráðið hvernig fundarhöldum yrði háttað í dag. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins eru ekkert mjög stórt ágreiningsefni þjóðanna óumsamin, en þó eru ákveðin mál sem samn- inganefndir þjóðanna hafa ekki náð saman um. Samkvæmt sömu heim- ildum mun þeirra stærst vera ágreiningur íslensku samninga- nefndarinnar við þá bresku, sem gerir kröfu fyrir hönd breska ríkis- sjóðsins, að hann fái ákveðna hlut- deild í vöxtum og betri heimtum eigna gamla Landsbankans, verði sú raunin að endurheimtur verði betri en reinað hefur verið með. Gengur krafa Bretanna m.a. út á það að þeir fái vexti sem söfnuðust á kröfu Bret- anna fram að kröfulýsingu. Mun í þessum efnum vera tekist á um upp- hæð á bilinu 15 til 20 milljarðar króna. Á þessa kröfu hefur íslenska nefndin ekki fallist. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gærkvöld ekki skilja hvers vegna það hafi átt að vera markmið samn- inganefndarmannanna íslensku, að setja stafi sína á eitthvert plagg í Lundúnum. „Það eina sem þeir hafa umboð til þess að gera, er að kanna hvort það er komið fram nýtt tilboð frá Bretum og Hollendingum og koma svo heim og kynna okkur það,“ sagði Sigmundur Davíð. Fæst orð hafa minnsta ábyrgð Niels Redeker, upplýsingafulltrúi hollenska fjármálaráðuneytisins, sagði í samtali við Morgunblaðið síð- degis í gær, að þeir hollensku emb- ættismenn sem væru í viðræðunum fyrir hönd hollenska fjármálaráðu- neytisins væru bjartsýnir á að lyktir málsins væru skammt undan. „Við höfum vitanlega átt í viðræð- um svo vikum skiptir og ég held að það sé alveg óhætt að segja að við séum nálægt því að ná samkomulagi. Við bíðum nú tveggja lögfræðilegra álitsgerða frá Íslandi og að þeim fengnum held ég að fátt sé eftir, en ég get því miður ekki sagt fyrir um hversu langan tíma það tekur að ljúka þessu. Fæst orð hafa kannski minnsta ábyrgð í þessum efnum, því við höfum oft áður sagt að viðræður væru á lokastigi,“ sagði Redeker. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins í gærkvöld voru lögfræði- legu álitsgerðirnar sem Redeker til- greindi í samtali við Morgunblaðið, ekki neitt til þess að hafa áhyggjur af. Þær hafi snúist um heimildir, eins og greiðsluheimildir, sem altítt sé að óskað sé eftir í slíkum samningavið- ræðum og þær lægju nú fyrir, en þó með þeim fyrirvara að gengið yrði frá samningi á milli ríkisstjórna Ís- lands, Bretlands og Hollands. Þríhliða Ice- save-viðræður í Lundúnum  Markmið að undirrita samningsdrög Morgunblaðið/Kristinn Alvarlegur Steingrímur J. Sigfús- son, fjármálaráðherra. Ræddu Icesave í utanríkismálanefnd » Þeir Steingrímur J. Sigfús- son, fjármálaráðherra, Össur Skarphéðinsson, utanríkis- ráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráð- herra, mættu á fund utanríkis- málanefndar í gærkvöld, þar sem Icesave var rætt. » Í máli ráðherranna kom fram að ekki yrði gengið frá neinu endanlega á fundunum í Lundúnum. Það yrði Alþingi sem á endanum fjallaði um Icesave og tæki pólitíska af- stöðu til málsins. Fjármálakreppan afhjúpaði alvarlega veikleika í evrópskri innistæðuvernd og gróf undan trú innistæðueigenda á fyrirheitið um ákveðna lágmarks- tryggingu innistæðna. Þetta er nið- urstaða Tobiasar Fuchs, fræðimanns við Evrópska háskólann í Þýskalandi, í grein í desemberhefti lagatímarits- ins EWS, Europäisches Wirtschafts- und Steuerrecht. Fuchs segir í greininni að í reglu- verki Evrópusambandsins sé ekki kveðið á um að ríkissjóður tiltekins lands beri ábyrgð á því að nægt fé sé fyrir hendi í tryggingasjóðum til að greiða lágmarkstryggingu. Tilskipun Evrópusambandsins 19/94/EC skuld- bindi því ekki íslenska ríkið til að að- stoða tryggingasjóð innistæðna með því að leggja til fé. Hann lýsir jafnframt í greininni til- raunum og hugmyndum um að breyta regluverkinu til að bæta upp fyrir þennan galla í innistæðutrygg- ingum. Evrópusambandið hafi reynt að leyna því að innistæðutrygg- ingakerfið væri ekki fullnægjandi. Breytingunum sé ætlað að sverfa af vankanta, sem Bretar og Hollend- ingar segi að ekki séu fyrir hendi í rökstuðningi sínum fyrir því að Ís- lendingar hafi brotið gegn reglunum um innistæðutryggingar. kbl@mbl.is Ríkissjóðir ekki ábyrgir Morgunblaðið/Ómar Alþingi Íslenska ríkinu ber ekki skylda til að greiða Icesave-skuldbindingar Landsbankans að mati þýsks fræðimanns. Málið kemur til kasta Alþingis.  Þýskur fræðimaður telur að tilskipun ESB skuldbindi ekki ríkið til að leggja Tryggingasjóði innistæðueigenda til fé Landsbankinn stofnaði um 340 þúsund Icesave-reikninga í Bretlandi og Hollandi á ár- unum 2006-2008. Því miður gekk bankanum mjög vel að safna innlánum í þessum löndum. Í Bretlandi voru rúm- lega 4,5 milljarðar punda á reikningunum þegar bankinn hrundi, en tæplega 1,7 millj- arðar evra voru á reikning- unum í Hollandi. Samkvæmt samningnum átti íslenski tryggingasjóð- urinn að ábyrgjast að hámarki kröfu að fjárhæð 20.887 evrur fyrir hvern innstæðueig- anda, auk vaxta. Þetta voru samtals um 1200 milljarðar ís- lenskra króna. Nota átti eignir Lands- bankans til að greiða inn- stæðueigendum til baka, en óvissa ríkti um hversu mikið af þessum eignum myndi endurheimtast. 1200 millj- arða skuld ICESAVE-REIKNINGARNIR Gullfallegar smásagnir Ljóðrænar og gullfallegar smásagnir um ævintýri hvunndagsins. salka.is „Það er einhver tærleiki í textum Þóru sem gerir þá bæði aðgengilega og heillandi, jafnt þá kómísku sem þá alvörugefnu.“ Úlfhildur Dagsdóttir, Bókmenntir.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.