Morgunblaðið - 09.12.2010, Page 16

Morgunblaðið - 09.12.2010, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Tekið er á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar: Bnr. 101-26-66090 – Kt. 660903-2590. Tökum á móti matvælum og fatnaði að Eskihlíð. Upplýsingar í síma 551-3360 og 892-9603. Jólaúthlutun verður dagana 14, 15, 21. og 22. desember í Eskihlíð 2-4. Skráning í síma 892 9603. Jólasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands er hafin fyrir starfsstöðvar okkar í Reykjavík, á Akureyri og í Reykjanesbæ. Þúsundir einstaklinga eru nú án atvinnu, auk þeirra fjölmörgu sem minna mega sín í þjóð- félaginu og eiga um sárt að binda. Leggjum okkar af mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Fjölskylduhjálp Íslands | Eskihlíð 2-4 | Sími 551 3360 og 892 9603 fjolskylduhjalpin.net | fjolskylduhjalp@simnet.is Athugið að við erum einu óháðu og sjálfstætt starfandi hjálparsamtökin, áttunda árið í röð. þingisreitnum. Sjónarmið breytast oft hratt og fyrir ekki margt löngu stóð til að rífa Kristjánshús og Blöndahlshús og byggja þar upp á nýtt. Af því varð ekki heldur var ákveðið að byggja Skálann næst þinghúsinu, en vernda og endurgera götumyndina við Kirkjustræti. „Fyrir nokkrum árum var framtíð- arstefnan á Alþingisreitnum mörkuð og flutningur Skúlahúss frá Von- arstræti á horn Kirkjustrætis er liður í þeim áætlunum,“ segir Helgi. „Ætl- unin er að byggja til suðurs frá Skúla- húsi meðfram Tjarnargötunni og síð- an eftir Vonarstræti að Oddfellowhúsinu. Á þessum reit verð- ur framtíðarhúsnæði þingsins með góðri aðstöðu fyrir nefndir þingsins og skrifstofur þingmanna. Endurbætur á Skjaldbreið brýnar  Fjármagn til stórra framkvæmda á vegum Alþingis er ekki fyrir hendi  Þingið greiðir um 152 millj- ónir króna í húsaleigu á næsta ári  Skúlahús varið skemmdum á nýja staðnum við Kirkjustræti BAKSVIÐ Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Engar áætlanir eru um að leggja í stórframkvæmdir á Alþingisreitnum á næsta ári. Skúlahús, sem um síðustu helgi var flutt úr Vonarstræti yfir í Kirkjustræti, verður varið skemmd- um, en óljóst er með aðrar fram- kvæmdir. Skjaldbreið stingur í stúf í þeirri götumynd sem nú blasir við í Kirkjustræti og er talið brýnt að ráð- ast í endurbyggingu hússins. Alþingi leigir talsvert af húsnæði í miðborginni og er áætlað að leigu- kostnaður þingsins verði samtals um 152 milljónir króna á næsta ári. Nú er Alþingi nánast alveg með lengjuna norðan Austurvallar á leigu. Skrif- stofur fyrir starfsemi þingsins eru þannig á efri hæðum húsanna frá Austurstræti 14, fyrir ofan Cafe Par- is, að Sjálfstæðishúsinu gamla. Þá er þingið með skrifstofur á leigu í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti 6 og hefur þingflokkur Vinstri grænna verið þar til húsa. Einnig má nefna að umboðsmaður Alþingis er með húsnæði á leigu í Álftamýri, en forsætisnefnd þingsins hefur samþykkt að starfsemi hans flytjist í Þórshamar við Templara- sund þegar starfsemin sem nú er þar flyst yfir á Alþingisreitinn. Ekki fé til stórra framkvæmda „Á næsta ári er ekki neitt fé til stórra framkvæmda á vegum Alþing- is,“ segir Helgi Bernódusson, skrif- stofustjóri Alþingis. „Það sem við blasir er að koma Skúlahúsi í notkun, en fyrst í stað munum við hafa hita á húsinu og verja það skemmdum. Við reynum að gera það sem við getum án þess að leggja í mikinn kostnað. Mest aðkallandi í Kirkjustræti er að taka forskalninguna af Skjaldbreið, gera húsið upp og koma í einhverja notkun. Húsið er í niðurníðslu og hefur ekki verið notað af Alþingi í yfir áratug.“ Framkvæmdir á Alþingisreitnum og húsnæðismál þingsins til framtíðar hafa verið í deiglu í áratugi. Á ald- arafmæli Alþingishússins árið 1981 var samþykkt þingsályktun um að framtíðaraðstaða þingsins yrði á Al- Ljósmynd/Magnús Ólafsson/Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Breyting Götumynd af Kirkjustræti 2-16 frá um 1910. Hjálpræðisherinn, Kaffibúðin Ásbyrgi, Skjaldbreið konditori og cafe, Alþingishúsið og Dómkirkjan. Batteríið Arkitektar hefur talsvert komið að skipu- lagsmálum á Alþingisreitnum og við Kirkjustræti og hvetur Sigurður Einarsson arkitekt til þess að sem allra fyrst verði hafist handa við endurgerð Skjald- breiðar. „Verkefnið er mannfrekt og það er innlent verkefni sem kallar á mikla smíða- og snikkaravinnu. Miðað við þær aðstæður sem nú eru á Íslandi, og þá ekki síst í byggingariðnaði, sé ég ekki að eftir neinu sé að bíða með að ráðast í endurgerð þessa sögufræga húss í hjarta borgarinnar,“ segir Sigurður. „Húsið var forskalað um miðja síðustu öld og búið er að afmá mörg persónuleg einkenni af því. Það þarf að skræla pússninguna utan af húsinu og gera það aftur að bárujárnshúsi eins og það var upphaflega, en baka til er Skjaldbreið enn bárujárnsklædd. Við vonum að flutningurinn á Skúlahúsi veki fólk til umhugsunar um götumynd Kirkjustrætis og að aumingja Skjaldbreið fái þær fjárveitingar sem hún á skilið,“ segir Sigurður. Hugmyndin er að Skjaldbreið verði endurbyggð í sem næst upprunalegri mynd. Á fyrstu hæð hússins er samkomusalur sem skreyttur er með útskornum súlum sem talið er að séu verk Ríkharðs Jónsonar. Fyrirhugað er að tengja Skjaldbreið og Skúlahús. Skræla þarf pússninguna af og klæða húsið bárujárni Kirkjustræti » Kirkjustræti hét fyrst Kirkjustígur, þá Kirkjubrú og loks Kirkjustræti. » Austast við Kirkjustræti stendur Dómkirkjan, sem var vígð árið 1796. » Alþingishúsið var fullgert 1881. Kringlan var byggð 1908. Skálinn var tekinn í notkun 2002. » Endurgerð Kristjánshúss og Blöndahlshúss við Kirkjustræti 10 og 8b lauk 1996. Kristjánshús var upphaflega byggt 1879, en Blöndahlshús 1905. » Kirkjustræti 8 var lengi þekkt sem Hótel Skjald- breið. Húsið er timburhús á kjallara, reist árið 1906. » Skúlahús er nú komið á reitinn númer 4 við Kirkjustræti, en stóð áður við Vonarstræti 12. Hús- ið var byggt árið 1908. » Hús Hjálpræðishersins við Kirkjustræti 2 er steinhús, byggt árið 1916. Framtíðin Skúlahús komið á sinn stað á horninu og búið að klæða Skjaldbreið með rauðu bárujárni. Tölvumynd/Batteríið Arkitektar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.