Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 30
9. desember 1749 Skúli Magnússon var skipaður landfógeti, fyrstur Íslendinga. Hann gegndi embættinu í 44 ár. 9. desember 1982 Ásmundur Sveinsson mynd- höggvari lést, 89 ára. „Einn af mikilhæfustu listamönnum þjóðarinnar,“ sagði í for- ystugrein Morgunblaðsins. Björn Th. Björnsson sagði í Þjóðviljanum að verk Ás- mundar væru „mikill klettur í menningu okkar“. 9. desember 1982 Kvikmyndin E. T. var frum- sýnd í Laugarásbíói. Það var frumsýning í Evrópu á þessari mynd sem var betur sótt en flestar aðrar. „Langt og spennandi ævintýr,“ sagði DV. 9. desember 2000 Mikið tjón varð þegar fisk- vinnsluhús Ísfélags Vest- mannaeyja brann, en það var einn fjölmennasti vinnustað- urinn í bænum. „Þetta er reið- arslag fyrir bæjarfélagið,“ sagði Guðjón Hjörleifsson bæj- arstjóri í samtali við Morgun- blaðið. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … 30 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Sudoku Frumstig 7 5 6 8 3 2 8 6 7 6 5 3 3 4 5 7 2 2 4 1 6 5 8 1 8 5 7 4 3 7 1 2 8 4 1 4 7 3 3 2 1 2 3 5 9 8 9 2 7 4 5 9 7 1 8 6 6 1 7 9 5 8 7 9 1 3 6 2 3 1 2 6 2 7 5 3 1 8 3 5 1 7 6 9 2 4 8 9 4 6 8 1 2 7 5 3 8 2 7 5 3 4 6 9 1 7 3 5 9 4 1 8 6 2 6 9 4 2 8 3 1 7 5 2 1 8 6 7 5 4 3 9 4 7 9 1 5 8 3 2 6 5 8 3 4 2 6 9 1 7 1 6 2 3 9 7 5 8 4 1 8 5 2 3 7 9 6 4 4 7 2 1 9 6 5 3 8 9 6 3 4 5 8 1 7 2 5 4 1 3 6 9 8 2 7 6 3 8 7 1 2 4 9 5 2 9 7 8 4 5 6 1 3 7 2 9 6 8 4 3 5 1 3 5 4 9 7 1 2 8 6 8 1 6 5 2 3 7 4 9 1 4 2 7 9 8 6 5 3 9 3 6 1 5 4 2 7 8 8 5 7 3 2 6 4 1 9 3 6 4 9 1 5 7 8 2 2 9 5 6 8 7 3 4 1 7 8 1 2 4 3 9 6 5 5 1 9 4 6 2 8 3 7 4 7 8 5 3 9 1 2 6 6 2 3 8 7 1 5 9 4 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er fimmtudagur 9. desember, 343. dagur ársins 2010 Orð dagsins: Vakið því, þér vitið eigi, hvaða dag Drottinn yðar kemur. (Matth. 24, 42.) Nú er ljóst að heimsmeistara-keppni karla í knattspyrnu verður haldin í Rússlandi árið 2018 og í Katar árið 2022. Áður en ákvörð- unin var tekin var kastljósi fjölmiðla beint að því hvernig ákvarðanir væru teknar innan FIFA, alþjóðaknatt- spyrnusambandsins, og voru sér- staklega breskir fjölmiðlar duglegir við að segja að spilling hefði grafið um sig innan samtakanna. Í gær sagði Junji Ogura, forseti japanska knattspyrnusambandsins, sem einn- ig situr í framkvæmdastjórn FIFA, að fréttir breskra fjölmiðla hefðu skemmt fyrir tilraunum Breta til að fá að halda keppnina. x x x Kveikjan var að blaðamennSunday Times leiddu tvo menn, sem sátu í framkvæmdastjórn FIFA, í gildru. Annar þeirra, Níger- íumaðurinn Amos Adamu, bauð at- kvæði sitt um hver fengi að halda HM fyrir 570 þúsund evrur, hinn, Reynald Temarii frá Haíti, fyrir 1,6 milljónir. Þessir tveir menn voru úti- lokaðir frá atkvæðagreiðslunni og sviptir öllum embættum. x x x ÍDer Spiegel var fjallað um FIFAundir fyrirsögninni Syndafall í Zürich. Þar er rakið mál ISL/IMM, sem markaðssetti heimsmeistara- keppnina þar til samsteypan fór á hausinn 2001. Kom fram að ISL/ ISMM hefði samtals greitt 138 millj- ónir svissneskra franka í mútur, þar á meðal meðlimum í framkvæmda- stjórn FIFA. Þeir sluppu við refs- ingu gegn því að endurgreiða 5,5 milljónir svissneskra franka. x x x Víkverji gerir sér grein fyrir þvíað miklir peningar eru í húfi í knattspyrnunni. Og miklir peningar eru ávísun á spillingu. Að því er hins vegar enginn sómi fyrir knattspyrn- una og það er undarlegt að heyra að frammámenn í knattspyrnunni taka ákvarðanir um það hverjir fái að halda heimsmeistaramót og hverjir ekki á grundvelli þess hvort umfjöll- un fjölmiðla er jákvæð eða neikvæð. víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 fávís, 4 gleðjast yfir, 7 mjúkir, 8 dökk, 9 rödd, 11 fæða, 13 flanar, 14 á fiski, 15 sorg, 17 grotta, 20 bókstafur, 22 tölum, 23 bleytukrap, 24 langloka, 25 fundvísa. Lóðrétt | 1 stygg, 2 kven- menn, 3 líffæri, 4 viljugt, 5 mjó, 6 virðir, 10 skrökv- uðum, 12 sár, 13 óhljóð, 15 klettur, 16 leiktækjum, 18 úrkomu, 19 kaka, 20 æpa, 21 tjón. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 reffilegt, 8 lækur, 9 kamar, 10 net, 11 strit, 13 arinn, 15 stöng, 18 safna, 21 rót, 22 launi, 23 akarn, 24 handlanga. Lóðrétt: 2 eykur, 3 fornt, 4 lykta, 4 gemsi, 6 flas, 7 grín, 12 inn, 14 róa, 15 sæla, 16 önuga, 17 grind, 18 staka, 19 flagg, 20 asni. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 a6 5. Be2 Rf6 6. Rc3 Dc7 7. 0-0 Bb4 8. Dd3 Rc6 9. Rxc6 dxc6 10. f4 0-0 11. e5 Hd8 12. Dh3 Bxc3 13. bxc3 Rd7 14. Be3 c5 15. Hf3 Rf8 16. Bd3 b6 17. Dh5 Bb7 18. Hh3 g6 19. Dh6 Dc6 20. Hg3 Hd7 21. f5 exf5 22. Bg5 Re6 23. Bf6 f4 Staðan kom upp í einvígi Friðriks Ólafssonar og hins argentíska Her- mans Philniks sem haldið var í Reykjavík árið 1957. Friðrik hafði hvítt og knésetti svartan með snoturri mát- fléttu. 24. Dxh7+! og svartur gafst upp enda mát eftir 24. … Kxh7 25. Hh3+ Kg8 26. Hh8#. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Blái borðinn. Norður ♠642 ♥98 ♦108532 ♣Á105 Vestur Austur ♠ÁK109753 ♠DG8 ♥62 ♥K74 ♦4 ♦G6 ♣974 ♣KG832 Suður ♠-- ♥ÁDG1053 ♦ÁKD97 ♣D6 Suður spilar 7♦. Stóri tvímenningur bandarísku haustleikanna er keppnin um bláa borð- ann (Blue ribbon pairs). Sigurvegarar í Orlando voru „tilbúningur á staðnum“ – bandaríski spilarinn Jay Broker og hol- lenski landsliðsmaðurinn Jan Jansma. Þeir fengu topp fyrir að segja alslemmu í tígli, sem vannst á svíningu. Broker hóf sagnir í suður með lát- lausri opnun á 1♥. Vestur lét 2♠ duga, Jansma og austur sögðu pass, en Brok- er krafði með 3♠. Vestur sýndi vaxandi kjark með dobli og Jansma meldaði tíg- ulinn. Broker krafði áfram með 4♠ og aftur doblaði vestur, hvergi smeykur. Broker redoblaði, Jansma sagði 5♣, Broker tók einn aukasnúning með 5♠ og Jansma staðfesti að hann ætti fyrsta vald með 6♣. Miðað við sagnir vesturs virtist ♥K líklegur í austur og Broker skaut á 7♦. Beint í mark. Helgi Harðarson bifvélavirki ætlar ekki að taka sér frí úr vinnunni í dag þótt hann fagni hálfrar aldar afmæli. Hann er nýkominn frá Bandaríkj- unum og segist ekki kunna við að taka sér frí. Helgi hefur starfað hjá Frumherja í rúm sjö ár og rekur skoðunarstöð fyrirtækisins við Gylfaflöt. „Við fórum á bílasýningu í Daytona í Bandaríkj- unum, stór hópur sem hefur farið á þessa sýningu í þrettán ár,“ segir Helgi. „Við erum flestir með bíladellu, en að þessu sinni var það konan mín, Guðrún Sóley Guðnadóttir, sem stakk upp á að við skelltum okkar, meðal annars vegna afmælisins.“ Um áhugamál segir Helgi að bílar og mótorhjól séu ofarlega á blaði. „Mér finnst gaman að fara út á mótorhjólinu, en áhugamálin eru þó flest tengd fjölskyldunni. Í dag á ég von á börnunum fjórum og barnabörnunum tveimur í heimsókn, auk nánustu vina. Ég hef oft haldið upp á afmælin, en læt þrengsta hópinn duga að þessu sinni.“ Helgi segir að starfið hafi lítið breyst í kreppunni. Hins vegar loði við Íslendinga að vera á síðustu stundu með alla skapaða hluti. „Hér fyllist alltaf allt síðustu daga mánaðar og það er eins og fólk vakni ekki fyrr en rétt fyrir sekt.“ Helgi Harðarson bifvélavirki Fimmtugsferð á bílasýningu Flóðogfjara 9. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur Reykjavík 2.14 0,7 8.33 4,0 14.52 0,7 20.53 3,5 11.06 15.35 Ísafjörður 4.15 0,5 10.27 2,3 17.00 0,5 22.43 1,9 11.47 15.04 Siglufjörður 0.56 1,1 6.29 0,4 12.47 1,4 19.08 0,2 11.32 14.45 Djúpivogur 5.43 2,2 12.00 0,6 17.46 1,9 10.44 14.56 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Það getur skipt sköpum að beita rétt- um aðferðum til þess að ná árangri. Reyndu að velja úr þannig að þú getir sinnt því sem skiptir raunverulegu máli. (20. apríl - 20. maí)  Naut Mikilvægar manneskjur eru á sveimi í kringum þig. Enginn er fullkominn og heim- urinn ferst ekki þótt eitthvað sitji á hakanum. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Stilltu þig um að fá fjármál eða ótil- greinda dauða hluti á heilann. Skemmtilegar samræður og óvæntir endurfundir munu setja svip sinn á daginn. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Nú verður ekki lengur hjá því komist að leysa þau mál sem hvílt hafa á þér. Líttu í kringum þig og sjáðu hvað lífið er í raun dásamlegt og gaman að taka þátt í því. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Þú gantast með það að það séu vissir hlutir sem þú vilt alls ekki vita. Láttu óreið- una ekki fara í taugarnar á þér þar sem þetta er aðeins tímabundið ástand. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Það hefnir sín alltaf að sópa vanda- málunum undir teppið. Farðu varlega. Ef þú gætir þess að halda þér vakandi munu ást og auðæfi falla þér í skaut. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú nærð ekki árangri heima fyrir í dag nema með því að vinna bug á spennu eða ágreiningi í samskiptum við þína nánustu. Að skipta um gír gæti gefið gull í mund. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einhverjir draugar úr fortíðinni eru að vefjast fyrir þér. Reyndu að láta sem ekkert sé, því að mál munu upplýsast. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú ert örugg/ur um möguleika þína, þó að aðrir séu það hugsanlega ekki. Vinsældir þínar slá met, þú velur úr tilboðum. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Bara örlítil stefnubreyting hefur afgerandi áhrif á það hvar þú endar að leið- arlokum. Samstarfsfólki líkar margt í fari þínu og óttast þig ekki. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þér gengur einstaklega vel í dag. Eitthvað er að brjótast um í þér og nauðsyn að þú fáir málin á hreint sem fyrst. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Hundruð kynslóða hafa trúað því að maður fæðist inn í ákveðna stétt og að þar við sitji. Þessu trúir þú ekki, sem betur fer. Stjörnuspá Ragnar Olsen verður sjötugur á morgun, 10. desember. Í til- efni þess að hafa náð þessum merka áfanga ætlar hann að taka á móti vin- um og ættingjum með fjölskyldu sinni í Röst á Hellissandi laugar- daginn 11. desember frá kl. 18. 70 ára Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.