Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Nú er komið í ljós að þeir semkosnir voru til setu á stjórn- lagaþinginu svokallaða eru enn um- boðslausari en talið var.    Vitað var að Al-þingi hafði bú- ið þannig um hnút- ana að stjórnlaga- þingið væri í raun ekki þing nema að nafninu til. Það væri í raun bara einhvers konar fundur eða ráðstefna. Al- þingi ákvað að völd ráðstefnunnar væru engin og að ekkert þyrfti að gera með ályktanir sem frá henni kæmu. Hún hefði ekki umboð til neins.    Öllum mátti þá þegar vera ljóstað stjórnlagaráðstefnan var aðeins kölluð saman til að dreifa at- hygli almennings frá raunveruleg- um og mikilvægum viðfangsefnum sem stjórnvöld réðu ekki við.    Að kvöldi kjördags var ljóst aðþjóðin hafði hafnað hugmynd- inni um að þörf væri á slíkri ráð- stefnu. Næstum tveir þriðju hlutar kjósenda hundsuðu kosninguna. Þar með var orðið ljóst að fulltrúar á ráðstefnunni hefðu hvorki umboð frá Alþingi né kjósendum.    Nú er komið í ljós að einungistæplega 20% kjósenda kusu einhvern þeirra 25 sem völdust á ráðstefnuna. Rúmlega 80% kjós- enda kusu engan þeirra sem þar sit- ur. Það er án efa einstakt í sögu lýðræðislegra kosninga.    Þó að það hafi ekki verið ætluninmeð þessari rándýru leiksýn- ingu ríkisstjórnarinnar má segja að niðurstaðan af henni sé sú, að hér eftir dettur engum í hug að það að viðhafa persónukjör eða að hafa landið eitt kjördæmi séu nothæfar hugmyndir. Yfir 80% kjósenda án „þing“fulltrúa STAKSTEINAR Veður víða um heim 8.12., kl. 18.00 Reykjavík 2 súld Bolungarvík 2 alskýjað Akureyri -2 skýjað Egilsstaðir -9 heiðskírt Kirkjubæjarkl. -2 alskýjað Nuuk 5 skúrir Þórshöfn 0 skúrir Ósló -20 skýjað Kaupmannahöfn -1 skýjað Stokkhólmur -7 skýjað Helsinki -2 alskýjað Lúxemborg 0 snjóél Brussel -1 þoka Dublin -1 léttskýjað Glasgow -2 léttskýjað London 2 skýjað París 0 snjókoma Amsterdam -1 heiðskírt Hamborg -2 skýjað Berlín -2 snjókoma Vín 3 þoka Moskva -2 þoka Algarve 17 þrumuveður Madríd 12 léttskýjað Barcelona 17 léttskýjað Mallorca 17 léttskýjað Róm 17 léttskýjað Aþena 15 heiðskírt Winnipeg -20 léttskýjað Montreal -8 skafrenningur New York 0 heiðskírt Chicago -7 léttskýjað Orlando 11 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 9. desember Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 11:06 15:35 ÍSAFJÖRÐUR 11:47 15:04 SIGLUFJÖRÐUR 11:32 14:45 DJÚPIVOGUR 10:44 14:56 Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar- kaupstaðar fyrir árið 2011 var lögð fram á fundi bæjarstjórnar í gær ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2012 til 2014. Í tilkynn- ingu frá bæn- um kemur fram m.a. að rekstrarniðurstaða A- og B-hluta fyrir árið 2011 sé já- kvæð um 306 milljónir kr. Heildar- eignir samstæðunnar eru áætlaðar um 43,8 milljarðar kr. í árslok þessa árs. Skuldir og skuldbind- ingar eru áætlaðar um 35 millj- arðar kr. og eigið fé er 8,7 millj- arðar. Vatnsgjald og holræsagjöld og lóðarleiga verða hækkuð Útkomuspá fyrir árið 2010 gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða A- og B-hlutans verði jákvæð um 1.467 m. kr. en í árið 2009 var nið- urstaða í A- og B-hluta neikvæð um 1.513 m. kr. Frá árslokum 2009 hafa heildarskuldir bæjarins minnkað í 35.975 m.kr. eða um 5.688 m.kr. vegna niðurgreiðslu skulda og hagstæðs gengis. Samkvæmt tilkynningu er gert ráð fyrir óbreyttum tekjum vegna fasteignaskatts. Stofn til útreikn- ings fasteignagjalda sem innheimt eru á árinu 2011 miðast við fast- eignamat eigna sem birt var í sum- arbyrjun en endurmat ársins leiddi til að matsstofn Hafnarfjarðar- bæjar lækkaði umtalsvert á milli ára. Til að vega á móti þessari lækk- un er gert ráð fyrir hækkun á álagningarhlutfalli fasteignaskatts, vatnsgjalds, holræsagjalds og lóð- arleigu. Seinni umræða um fjárhags- áætlun Hafnarfjarðarbæjar fer fram 15. desember næstkomandi. Hækka fasteigna- skatta 2011  Gera ráð fyrir jákvæðri rekstrar- afkomu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.