Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 ✝ Úlla ÞormarGeirsdóttir Árdal fæddist á Akureyri 27. febrúar 1930. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Hlíð á Akureyri 1. desember 2010. Foreldrar hennar voru Geir Guttorms- son Þormar, kennari og tréskurð- arlistamaður, f. 23.8. 1897 í Geitargerði í Fljótsdal, d. 26.4. 1951, og eiginkona hans Hanne Katrine Hansen Þormar, húsmóðir, mat- reiðslu- og handavinnukennari, f. 6.12. 1894 í Þórshöfn í Færeyjum, d. 15.10. 1953. Bræður Úllu voru Hans, f. 25.2. 1927, d. 14.8. 1997, og Hreinn, f. 6.2. 1933, d. 2.4. 1979. Úlla giftist 27.10. 1953 Hannesi Guðbrandi Steinþórssyni Árdal, bókbindara og bifreiðarstjóra, f. 28.11. 1926 á Akureyri, d. 6.2. 1972 á Akureyri. Þau voru gefin saman í Laufási af föðurbróður Úllu, séra Þorvarði G. Þormar. Foreldrar Hannesar voru Steinþór Pálsson Árdal, f. 16.7. 1896, d. 8.6. 1980, og Hallfríður Hannesdóttir Árdal, f. 12.5. 1900, d. 3.2. 1946. Úlla og þeirra: a) Stefán Páll, f. 2002, b) Ólafur Páll, f. 2006. 5) Álfheiður, f. 19.6. 1966, gift Birni Ragnarssyni, f. 3.4. 1966, d. 23.2. 2003, börn þeirra: a) Úlfar Þór, f. 1993, b) Freyja Björt, f. 1995, c) Arndís Úlla, f. 1999. Úlla ólst upp á Akureyri og lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræða- skólanum á Akureyri 1948, var síð- an einn vetur í Húsmæðraskól- anum á Akureyri. Eftir það vann hún m.a. á verksmiðjum Sambands- ins og í prentsmiðju POB en þar kynntist hún eiginmanni sínum. Meðan börnin voru ung var hún heimavinnandi, vann síðan ýmis verslunar- og þjónustustörf, m.a. í Stjörnu-Apóteki, Flugkaffi, Hótel Varðborg og símanum á FSA. Úlla rak gistiheimili á heimili sínu í Lönguhlíð í mörg ár. Hún hafði mikinn áhuga á tungumálum, tal- aði dönsku frá barnsaldri, fór í öld- ungadeild MA til að læra ensku og frönsku. Lærði líka esperantó og fór á fullorðinsaldri í enskuskóla í Englandi. Úlla var listhneigð og málaði mikið af myndum um ævina og sótti fjölda myndlistarnám- skeiða m.a. í Hollandi. Hún var ein af stofnendum Myndlistaskólans á Akureyri. Úlla var virk í fé- lagsstarfi, var í skátahreyfingunni, Kvenfélaginu Baldursbrá, og starf- aði með Samhjálp kvenna í mörg ár. Útför Úllu fer fram frá Akureyr- arkirkju í dag, 9. desember 2010, og hefst athöfnin kl. 13.30. Hannes eignuðust fimm börn, þau eru: 1) Kristín, f. 25.4. 1955, gift Friðriki Jósepssyni, f. 30.7. 1949, dætur þeirra: a) Oddný, f. 1987, b) María, f. 1989. 2) Geir, f. 8.2. 1957, kvæntur Margréti Bjarnadóttur, f. 22.9. 1959, börn þeirra: a) Hannes, f. 1981, sam- býliskona Patricia Anna Þormar, f. 1987, b) Bjarni, f. 1984, sambýliskona Kristrún Erla Sigurðardóttir, f. 1987, c) Úlla, f. 1987, d) Sigríður, f. 1990, kærasti Sindri Geir Óskarsson, f. 1991, e) Steinþór, f. 1995. 3) Tómas, f. 21.9. 1959, kvæntur Selmu Hjörvars- dóttur, f. 7.7. 1962, börn þeirra: a) Ragnar Páll, f. 1989, b) Kristinn Björgvin, f. 1990, c) Hannes Geir, f. 1992, d) Marta Laufey, f. 1995. Son- ur Tómasar og Þóru Sigríðar Gísladóttur, f. 5.7. 1963, er Rúnar Ingi, f. 1982, sambýliskona Val- gerður Guðrún Valdimarsdóttir, f. 1988. 4) Páll Hallfreður, f. 12.5. 1961, sambýliskona Ólöf Kristín Stefánsdóttir, f. 27.8. 1962, synir Að loknum 44 árum þar sem mamma mín hefur verið ómissandi partur af tilverunni er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir hvað hún hefur alltaf verið mér yndisleg. Þakklæti fyrir hvað hún hefur alltaf stutt mig. Þakklæti fyrir hvað hún hefur alltaf trúað á mig. Þakklæti fyrir að hún hefur alltaf virt mig. Þakklæti fyrir hvað hún hefur alltaf treyst mér. Þakklæti fyrir hvað hún var mér góð fyrirmynd. Þakklæti fyrir hvað hún og Bjössi voru góðir vinir. Þakklæti fyrir hvað hún var skemmtileg og góð amma fyrir börn- in mín. Þakklæti fyrir allar samveru- stundirnar. Í mínum huga var mamma hvunn- dagshetja, pabbi dó þegar þau voru enn ung og hún var ein með okkur fimm. Barátta. Barátta á þeim tím- um sem einstæðar mæður áttu mjög undir högg að sækja. Barátta þar sem hún stóð keik og lét ekki deigan síga. Ofboðslega hefur hún verið sterk hún mamma. Mamma fór sínar eigin leiðir. Bóhem. Glöð. Einhverju sinni var hún að laga til í húsinu að kvöldlagi, ég var sofnuð með bangs- ann minn í fanginu. Afrakstur þessa kvölds var ekki hreint hús, ónei, af- rakstur þessa kvölds var yndislegt málverk af mér og bangsanum mín- um, sofandi saman. Nokkrum dög- um síðar hékk þetta málverk á myndlistarsýningu og ég man hvað ég var stolt þegar ég spókaði mig um á sýningunni og dáðist að myndinni og vonaðist efir að allir sæju að þetta var ég sem mamma hafði málað. Mamma gerði það sem hugur hennar stóð til. Hoppaði upp í bílinn sinn og hentist af stað þangað sem hana langaði. Stoppaði og málaði ef henni sýndist svo og eftir hana liggja ótal falleg málverk. Ég á yndislega ljósmynd af henni þar sem hún situr úti á túni á Barkarstöðum, krakk- arnir eru valhoppandi í kringum hana og hún er að mála mynd af gamla húsinu. Þessi ljósmynd segir svo margt. Hún ferðaðist líka víða um heim hún mamma og ótal skiptin sem hún dvaldi hjá okkur fjölskyld- unni í lengri eða skemmri tíma í Danmörku og í Þýskalandi. Skemmtilegar heimsóknir og inni- haldsrík samskipti. Evrópuferðin góða um árið, þar sem við þrjú brun- uðum eftir hraðbrautunum var topp- urinn. Ferðin til Kanarí með mömmu, Diddu og krökkunum var annar toppur. Ógleymanlegt og skemmtilegt. Ég kveð mömmu mína í dag, en minningin lifir áfram og yljar hjarta mínu. Mikið á ég eftir að sakna mömmu. Þín dóttir, Álfheiður Árdal. Í dag er Úlla tengdamóðir mín borin til grafar. Úlla var ein af þessum hvunndags- hetjum sem lítið fór fyrir en þegar betur var að gáð þá átti hún alveg einstakt lífshlaup. Úlla mátti sjá á eftir foreldrum sínum rétt rúmlega tvítug og manni sínum tuttugu árum seinna. Annar bróðir Úllu lést líka fyrir aldur fram sjö árum seinna. Lífið hefur örugglega ekki verið svo auðvelt þegar hún stóð uppi ein, rétt rúmlega fertug með 5 börn á aldrinum 6-17 ára. En hún örvænti ekki. Hún sagði mér eitt sinn að henni hafi verið tjáð í draumi að hún þyrfti ekki að hafa áhyggjur. Þetta myndi alltaf redd- ast, og svo varð. Til dæmis var það eitthvert sinn sem komu upp óvænt útgjöld og þá datt inn happdrætt- isvinningur sem dugði til. Þetta kom svona einhvern veginn af sjálfu sér og hún ákvað að vera ekkert að hafa of miklar áhyggjur. Það væri séð fyrir þessu öllu. Það var alveg sama hvað á gekk, hún tók því sem henni var útdeilt og lifði lífinu lifandi. Úlla var óútreiknanleg og gerði hlutina á sinn hátt. Einn daginn frétti maður að hún var á leið í enskuskóla í Englandi og annan dag að hún var að fara til Tyrklands eða í forsetaferðina til Indlands. Hún var ekkert að ræða þetta allt of mikið. Hún bara framkvæmdi það og svo fréttum við það eftir á. Úlla var heimsborgari og var óhrædd að tala við útlendinga, enda hefur hún á vissan hátt upplifað sig sjálf sem útlending þar sem móðir hennar var færeysk. Úlla talaði dönsku við móður sína frá bernsku og hafði mikinn áhuga á að læra tungumál. Ensku, frönsku og esper- anto tók hún upp á að læra eftir fimmtugt. Úlla var listakona og liggja marg- ar myndir eftir hana okkur til ynd- isauka. Maður spyr sig stundum hvert það hefði getað leitt hana ef hún hefði haft möguleika á að sinna listsköpun sinni af alvöru í stað þess að sinna henni sem áhugamáli. Að fá krabbamein einu sinni á ævi- skeiði finnst manni nóg á flesta lagt. Úlla barðist við þann fjanda í þrí- gang og hafði betur. Það eitt og sér sýnir hve sterk hún var og æðrulaus. Það er oft sagt að almættið leggi ekki meira á hvern og einn en svo að hann ráði við það. Þvílíkur var styrk- ur Úllu að þetta allt hefur ekki verið nóg svo henni var útdeilt Parkinsons að kljást við. Það var fyrst þá og eftir missi tengdasonar fyrir aldur fram að maður fann örla á uppgjöf. Er nema von að einhver spyrji hvort þetta sé nú sanngjarnt að leggja þetta allt á eina manneskju. Ég er þakklát fyrir að hafa átt Úllu sem tengdamóður. Það eru forréttindi að kynnast konu eins og henni. Selma Hjörvarsdóttir. Það var fallegt vetrarveður á Ak- ureyri síðustu ævidaga Úllu tengda- móður minnar. Glaðatunglskin um nætur og það stirndi á snævi þakta jörð. Á daginn litaði vetrarsólin ský- in svo unun var á að horfa. Einhvern tímann hefði þessi litadýrð orðið til þess að Úlla settist niður og málaði. Málaralistin var hennar helsta áhugamál. Hún hafði að vísu lítinn tíma til að mála meðan börnin voru ung en gerði því meira af því eftir að þau uxu úr grasi. Úlla átti það til að setjast upp í bílinn og keyra á ein- hvern góðan áfangastað til að mála eða jafnvel fljúga til útlanda og mála þar. Það eru liðin þrjátíu og fimm ár síðan ég tengdist Úllu sem þá hafði nýlega misst manninn sinn. Hún tók vel á móti mér þegar ég kom með Geir syni hennar í fyrsta sinn í Lög- bergsgötuna. Síðan hafa samskipti okkar ætíð verið góð, það eru ófáir kaffibollarnir sem við höfum drukkið saman og mikið hefur verið spjallað. Úlla var góð amma og reyndist börnunum mínum vel. Það var gott að leita til hennar þegar þau voru yngri og vantaði einhvern til að gæta þeirra. Fyrir það og svo margt ann- að verð ég ævinlega þakklát. Úlla var lífsglöð og félagslynd kona, hún var létt og kvik á fæti og hugsaði mikið um að halda sér í góðu formi með því að ganga og synda reglulega. Þrátt fyrir að hafa í þrí- gang greinst með krabbamein kunni hún þá list að lifa lífinu lifandi. Síðustu þrjú æviárin bjó Úlla á dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri. Ég vil nota þetta tækifæri og þakka starfsfólki Grenihlíðar fyrir einstaka umhyggju í hennar garð. Hvíl í friði, Úlla, hafðu þökk fyrir allt. Margrét Bjarnadóttir. Úlla amma kvaddi okkur 1. des- ember síðastliðinn, áttræð að aldri. Ömmu kynntist ég fyrst fyrir 26 ár- um og tók hún mér strax sem alda- gömlum vini. Okkar fyrstu samskipi voru í eldhúsinu að Lönguhlíð 6, Ak- ureyri, og lax á boðstólum. Þessi stund er mér jafn minnisstæð og hún hefði gerst í gær. Þarna kynntumst við tengdó í fyrsta skipti, en við þetta sama eldhúsborð átti ég eftir að eyða mörgum stundum ævi minn- ar, mér til mikillar gleði og ánægju. Amma var alltaf svo ljúf og góð, allra manna hugljúfi, réttlát, víðsýn og vildi öllum vel. Að eðlisfari bjartsýn, húmoristi góður. Á hennar heimili ríkti gleði og kæti en ekkert vol og víl. Næstu árin átti ég mikil og náin samskipti við ömmu og leitaði bein- línis eftir þeim. Hún hafði svo ein- staklega góða nærveru og það var svo mannbætandi að vera í návist hennar. Hennar heimili stóð mér op- ið frá fyrstu tíð. Amma var einkar listræn, svo eftir var tekið, og málaði fjölda mynda sem prýddu heimili hennar og hennar nánustu og geisl- uðu frá sér krafti og andlegri auð- legð. En ekki var líf Úllu ömmu bara dans á rósum. Hún missti mann sinn ung að aldri, þá fimm barna móðir og háði um margra ára skeið harða bar- áttu við erfiðan og óvæginn sjúk- dóm. En amma lét engan bilbug á sér finna, hélt sínu striki og sigraði. Já, hún amma var afreksmanneskja og einstaklega góð manneskja, hvunndagshetja sem lét lítið yfir sér. Sérstaklega eru mér minnisstæð þau jól og áramót sem við Kristín og síðar dæturnar, Oddný og María, áttum með ömmu norður á Akur- eyri. Það eru einhverjar ljúfustu og nú, sárljúfustu stundir ævi minnar, sem ylja um hjartarætur og munu gera svo lengi sem lifir. Mér er mikil eftirsjá í Úllu ömmu og hennar skarð verður aldrei fyllt, en ég á mínar góðu minningar frá Lönguhlíðinni sem ég mun geyma innra með mér. Ömmu kveð ég með söknuði en þó glaður í sinni að vita af henni í efra. Ljúfar stundir við áttum saman samferðamennirnir ég og amma. Gleði var hjá henni og gaman í guðsríki nú er að djamma. (F.J.) Takk fyrir allt og allt og megi minning þín lifa. Friðrik Jósepsson. Elsku amma Úlla, þegar mamma hringdi að norðan þann 1. des. sl. og sagði að þú værir búin að kveðja, þótt ég væri búin að vita að ég ætti von á þessum fréttum í viku, þá er þetta svo erfitt. Nú sit ég og skrifa niður fallegu minningarnar sem ég á um þig, sem eru svo margar. Þú varst með gistiheimili á þínu heimili að Lönguhlíð 6 á Akureyri. Alltaf þegar við komum í heimsókn, hittum við nýtt og nýtt fólk héðan og þaðan. Mér þótti gaman að sjá hvað þú naust þín með Gistiheimili Úllu. Einnig man ég þau mörgu skipti þegar ég og þú sátum út í bílskúr að mála og teikna myndir, en þú varst svo góð myndlistarkona, og lærði ég mikið af þér. Þú varst alltaf tilbúin að leiðbeina mér um teikningar, enda var þetta sameiginlegt áhuga- mál okkar. Fyrir þremur árum fluttist þú á elli- og hjúkrunarheimilið Hlíð á Ak- ureyri. Við fjölskyldan komum oft frá Reykjavík í heimsókn til ömmu á Hlíð. Þótt þú værir orðin langt leidd af þínum sjúkdómi, þá fór lífsgleðin og stríðnin ekkert. Þér fannst alltaf svo gaman að fá okkur í heimsókn og varst svo kát og glöð, svo var stríðn- isglottið aldrei langt undan. Í byrjun þessa árs, hinn 27. febr- úar, áttir þú 80 ára afmæli. Haldin var veisla þér til heiðurs og öll börn- in þín, tengdabörn og barnabörn komu til þín og þér þótti svo gaman. Nú veit ég að Hannes afi tekur vel á móti þér. Takk fyrir allar okkar góðu samverustundir, elsku amma Úlla. Minning um æðislega ömmu lifir í hjarta mínu. Hvíldu í friði. Þín ömmustelpa, Oddný Friðriksdóttir Árdal. Amma Úlla kvaddi 1. desember síðastliðinn. Mikið finnst mér erfitt að hugsa til þess að næst þegar ég fer til Akureyrar er engin amma uppi á Hlíð til að heimsækja. Þú sem varst alltaf sterk, stríðin og góð amma en ert nú búin að kveðja þenn- an heim og farin til Hannesar afa. Ég á svo margar minningar um þig en mér er eitt svo minnisstætt. Þegar þú áttir heima í Lönguhlíð 6, Gistiheimili Úllu og vissir af mér, Oddnýju og foreldrum mínum vera að koma norður þá fórstu alltaf út á tröppur og tókst á móti okkur. Það beið alltaf eitthvað gott í ofninum sem þú hafðir eldað handa okkur. Þegar ég var lítil og borðaði hjá þér sat ég alltaf í græna barnastólnum sem mér finnst nú í raun vera antik- stóll í dag. Þú varst alltaf svo glöð og ánægð þegar við heimsóttum þig á Hlíð. Þér fannst svo gott að fara á rúntinn með okkur hringinn í kring- um Eyjafjörðinn. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn, faðir, lífsins ljós, lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert, mín lífsins rós, tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn, réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál, slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði, vinur minn kær, faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær, aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Ég get ekki talið allar þessar góðu minningar hér en ég á þær í hjarta mínu og geymi þær vel. Elsku amma Úlla hvíldu í friði. Hannes afi tekur vel á móti þér og ég veit að þú munt vaka yfir mér þegar ég á erfitt. Þín ömmustelpa, María Friðriksdóttir Árdal. Sólskinið glampaði á sléttan poll- inn á Akureyri, það var rólegt síð- degi. Skyndilega var þögnin rofin, bíll staðnæmdist á planinu við Lönguhlið 6. Út ruku fjórir krak- kagríslingar og hlupu upp tröppurn- ar til að dingla bjöllunni. Á eftir þeim fylgdu foreldrarnir með yngsta kríl- ið í burðarstólnum og það var eins og Úlla Þormar Geirsdóttir Árdal ✝ Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir og afi, SVEINN SÆMUNDSSON, Hjúkrunarheimilinu Eir, áður til heimilis að, Lyngholti 15, Reykjanesbæ, lést laugardaginn 4. desember. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju mánudaginn 13. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknarstofnanir. Júlíana Sveinsdóttir, Vilhjálmur Sveinsson, Hulda Fríða Berndsen, Sveinn Daði Einarsson, Þórhildur Önnudóttir, Berglind Anna Einarsdóttir, Ísak Vilhjálmsson, Lilja Torfadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.