Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 36
36 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Það eru fáir leikmenn sem gera sér grein fyrir því hvað vönduð lýsing er mikilvæg fyrir upplifun áhorfenda í leikhúsi. Leikhússtjórinn Ingmar Bergman var meistari lýsingarinnar og þegar hann færði sig yfir í bíó- myndirnar olli hann straumhvörfum í þeirri listgrein með snilldarlegri notkun ljóssins sem hann vann í samstarfi við kvikmyndatökumann- inn Sven Nykvist. Í janúar verður Ofviðrið frumsýnt eftir William Shakespeare undir stjórn hins þekkta litháíska leikstjóra Oskaras Korsunovas.Uppsetning hans er eins konar óður til leikhússins og listarinnar og því hefur verið safnað saman miklu magni af eldri leik- húsmunum til að nota í sýningunni. Dregnir hafa verið gamlir ljóskast- arar úr geymslum Borgarleikhúss- ins frá því fljótlega eftir stríð. Giss- ur Pálsson, þáverandi ljósameistari Leikfélags Reykjavíkur, lýsti með þeim ófáa leikarana á sviði gamla Iðnós. Erfitt að lýsa lýsingunni Björn Bergsteinn Guðmundsson er ljósameistari Borgarleikhússins en áður var hann í ein 20 ár hjá Þjóðleikhúsinu en fór til Leikfélags Akureyrar og í Konunglega leik- húsið í Kaupmannahöfn áður en hann kom í Borgarleikhúsið. Hann segir að áferðin í þessum gömlu ljós- um sé allt önnur en í þeim nýrri. „Það er þessi gamla gula birta sem er hverfandi fyrir þessu harðara ljósi. Evrópusambandið er búið að banna glóperu (tunglsteinljós). Þessar perur eru svo orkufrekar að það er búið að banna þær víða. Þær verða bannaðar hér. En list ljóssins hefur ekki breyst mikið í leikhúsinu, þótt þróun í tækninni hafi verið mik- il. Mesta þróunin sem hefur verið síðustu árin er í þessum hreyfi- ljósum. Þannig að ljósin hreyfa sig automatískt. En mér finnst alltaf erfitt að lýsa þessari þróun í list ljóssins. Ég fór einu sinni á fyr- irlestur hjá einum fremsta ljósa- meistara heimsins, Francis Reed. Hann sagði að það væri svipað með list ljóssins í leikhúsinu og með kyn- lífið. Það væri rosalega gaman að gera það en það væri eiginlega ekk- ert hægt að tala um það,“ segir Björn og hlær. Leikhúsið á við þorp Á síðustu áratugum hefur tæknin breyst gríðarlega mikið og nú eru hátt í 700 hátækniljós yfir Stóra sviðinu í Borgarleikhúsinu en leik- húsið notar árlega álíka mikið raf- magn og meðalþorp á landsbyggð- inni. Með því að nota gamla ljósgjafa í bland við nýja vilja menn ná hlýrri og nostalgískri áferð í myndina. Forn ljós lýsa á ný í leikhúsinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Ljóslistin Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósameistari Borgarleikhússins hengir hér upp ljóskastara sem hann gróf upp í geymslu leikhússins.“ Freyr ekki vita það. „En hugs- anlega hefur verið þörf fyrir svona þátt um tónlist. Í sjónvarpinu hefur verið hægt að sjá marga mismun- andi matreiðsluþætti með öllum bragðtegundum, golfrásir og þætti um tölvuleiki en engan um tónlist. Þótt allir geti samsamað sig með tónlistinni. Svo erum við með af- slappað viðmót í þáttunum, tökum okkur hvorki hátíðlega né erum við að finna upp hjólið. Við hittum tón- listarmennina oft í óvenjulegum að- stæðum, sjáum hinn hluta lífs þeirra. Því margir þeirra eru í fullri vinnu við eitthvað allt annað en sinna síðan tónlistinni í frítíma sín- um,“ segir Kristján. Fyrst Kristján segist ekki vera að finna upp hjólið liggur beinast við að spyrja hvaða þáttur eða hver sé þá fyrirmyndin og það er þá Skúli Helgason, segir Kristján. „Þátturinn hans Skúla á sínum tíma var mikill áhrifavaldur fyrir mig. Hann er mín fyrirmynd. Hann var með þátt sem hét Tíðarandinn og hann sýndi hvað var í gangi hverju sinni. Þar heyrði maður fyrst um margar hljómsveitir sem síðar urðu í uppáhaldi hjá manni. Hann kynnti Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is Sjónvarpsþátturinn Rokk og Tjat- jatja sem sýndur er á ÍNN hefur vakið mikla athygli. Talað er vel um þáttinn bæði á meðal tónlistar- manna og á meðal almennings enda fjölbreyttur þar sem gestir þátt- arins hafa verið allt frá reynslubolt- um eins og Ragga Bjarna og til fjör- kálfa krúttkynslóðarinnar eins og Braga Baggalúts. Þátturinn hefur verið í gangi í fimm vikur og er strax orðinn einn vinsælasti þátt- urinn á sjónvarpsstöðinni. Kristján Freyr sér um þáttinn en hann er líklega þekktastur fyrir að vera trommarinn í þungarokkshljóm- sveitinni Reykjavík! en hefur komið víða við í tónlistarbransanum. Hann aðstoðar meðal annars við rekstur plötufyrirtækisins Kimi Records og er einn þeirra sem hafa staðið að tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suð- ur sem hefur verið haldin árlega við Ísafjarðardjúp. Í slippinn með tónlistina Aðspurður hvers vegna þættirnir séu svona vinsælir segist Kristján mann fyrir því hvað var í gangi á hverjum tíma. Við erum að gera það sama að fara yfir það sem er á döf- inni hverju sinni. Kíkja á tónleika og tónlistaruppákomur eða jafnvel ráðstefnur um tónlist, áritanir og þess háttar. Ég var til dæmis núna að koma frá því að hitta Valgeir Guðjónsson í Slippsalnum þar sem gamli slippurinn var. Hann er með tónleikasal þar sem eru hans bæki- stöðvar. Hann er með margar skemmtilegar tónlistaruppákomur eins og til dæmis eitt reglulegt kvöld hjá honum sem hann nefnir Lifandi útvarp. En þá koma tónlist- armenn til hans í salinn og ræða lögin sín og sýna tóndæmi,“ segir Kristján. „En við bjóðum upp á ýmislegt annað í þættinum en heimsóknir til manna eins og Valgeirs,“ segir Kristján. „Við erum til dæmis með dagskrárlið sem heitir Fimman. En þá köstum við á tónlistarmann fimm spurningum og gefum honum alltaf „high five“ í lokin. Söngvarinn í Agent Fresco fékk slíkar spurn- ingar á sig en við heimsóttum hann einmitt þar sem hann vinnur í af- greiðslunni á Hótel Hilton. Hann notar síðan kvöldin í að spila geð- veikt stærðfræðirokk. Þú þarft að vera svolítið vel að þér í Pýþagórasi til að skilja þetta rokk hans. Það er mikið um hraðar taktskiptingar og þess háttar í stærðfræðirokkinu,“ segir Kristján. Kynslóð athyglisbrestsins Fimmti þátturinn verður sýndur í kvöld á ÍNN klukkan 21.30 og er Kristján bjartsýnn á framhaldið. „Já, viðtökurnar hafa verið það góð- ar. Fólk hagar sér öðruvísi í dag en þegar Skúli var með sinn þátt. Net- ið er komið og flestir komnir með nettan athyglisbrest og geta varla komist í gegnum eitt myndband án þess að vera farnir að leita eitthvað annað. En þessi hálftímaþáttur er upplagður fyrir fólk til að slappa af og fá sér kakó,“ segir Kristján. Loksins sjón- varpsþáttur með tónlistina í öndvegi Morgunblaðið/Golli Kristján Segir viðtökur við sjónvarpsþættinum hafa verið góðar. Harry Potter, Hermione Granger, Ron Weasley og Voldemort eru komin aftur í magnaðasta ævintýri allra tíma Aðsóknar- mesta myndin á Íslandi í dag SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI HHHH - BOXOFFICE MAGAZINE HHHH - Time Out New York „IT’S THE BEST FILM IN THE SERIES.“ - ORLANDO SENTINEL HHHH „ÞETTA ER KLASSÍK VORRA TÍMA.“ - Ó.H.T. – RÁS 2 HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSKÖLL, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI „THE BEST ROMANTIC COMEDY OF THE YEAR!“ - GREG RUSSELL, MOVIE SHOW PLUS „HIN FULLKOMNA STEFNUMÓTAMYND.“ - BONNIE LAUFER, TRIBUTE CANADA „KATHERINE HEIGL AND JOSH DUHAMEL SIZZLE IN A COMEDY THAT’S SURE TO WIN YOUR HEART.“ - JEANNE WOLF, PARADE „SPRENGHLÆGILEG.“ - ALI GRAY, IVILLAGE.COM „HEIGL AND DUHAMEL ARE THE BEST ON-SCREEN COUPLE OF THE YEAR.“ - JOAN ROBBINS, ENTERTAINMENT STUDIOS „YOU’LL FALL IN LOVE WITH ‘LIFE AS WE KNOW IT.’“ - MARIA SALAS, THE CW „FUNNY, SEXY AND SURPRISINGLY SWEET!“ - SAINT BRYAN, NBC-TV SÝND Í KRINGLUNNI „EXCELLENT. A ZEITGEIST FILM.“ - RICHARD CORLISS, TIMES „SHARP, TIMELY AND VERY FUNNY.“ - KAREN DURBIN, ELLE BESTA SKEMMTUNIN LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 5:50 - 8 - 10:20 10 HARRY POTTER kl. 5:30 - 7 - 8:30 - 10 10 RED kl. 8 - 10:20 12 HARRY POTTER kl. 5:30 - 8:30 VIP KONUNGSRÍKI UGLANNA kl. 5:50 ísl. tal 7 / ÁLFABAKKA LIFE AS WE KNOW IT kl. 5:30 - 8 - 10:30 L DUE DATE kl. 8 - 10:10 10 HARRY POTTER kl. 5 - 6 - 8 - 9 10 ÆVINTÝRI SAMMA ísl. tal 6 3D L / EGILSHÖLL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.