Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri, sem hér segir: Skipholt 29B, 228-4700, Reykjavík, þingl. eig. S33 ehf., gerðarbeiðendur Íslandsbanki hf. ogTryggingamiðstöðin hf., mánudaginn 13. desember 2010 kl. 11:15. Sýslumaðurinn í Reykjavík, 8. desember 2010. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Birkihraun 1, fnr. 187-717, Borgarbyggð, þingl. eig. Sebra-lausnir ehf., gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, þriðju- daginn 14. desember 2010 kl. 10:00. Eyrarskógur 71, fnr. 221-8664, Hvalfjarðarsveit, þingl. eig. Lágholt ehf., gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., þriðjudaginn 14. des- ember 2010 kl. 12:00. Hvammsskógur 47, fnr. 229-6446, Skorradal, þingl. eig. Cedrus- hús ehf., gerðarbeiðandi Skorradalshreppur, þriðjudaginn 14. desember 2010 kl. 11:00. Hvammsskógur 49, fnr. 229-6446, Skorradal, þingl. eig. Cedrus- hús ehf., gerðarbeiðandi Skorradalshreppur, þriðjudaginn 14. desember 2010 kl. 11:10. Indriðastaðir 39, fnr. 210-6904, Skorradal, þingl. eig. Lendur ehf., gerðarbeiðendur Skorradalshreppur ogTryggingamiðstöðin hf., þriðjudaginn 14. desember 2010 kl. 11:30. Sýslumaðurinn í Borgarnesi, 8. desember 2010. Stefán Skarphéðinsson, sýslumaður. Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Akurbraut 42, fnr. 209-2865, Njarðvík, þingl. eig. Karen Hilmarsdóttir, gerðarbeiðendur Byko ehf. og Íbúðalánasjóður, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 11:05. Faxabraut 41, fnr. 208-7536, Keflavík, þingl. eig. Guðrún Sigurðar- dóttir og Hallvarður Agnarsson, gerðarbeiðendur Íbúðalánasjóður, Íslandsbanki hf. og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 10:30. Fornavör 3, fnr. 228-6041, Grindavík, þingl. eig. Hallur Jónas Gunnarsson og Kristín Þorsteinsdóttir, gerðarbeiðandi NBI hf., miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 11:50. Greniteigur 14, fnr. 208-7767, Keflavík, þingl. eig. Davíð Jón Kristjáns- son og Gréta Grétarsdóttir, gerðarbeiðendur Byko hf., Íbúðalána- sjóður, Lýsing hf., N1 hf. og SP Fjármögnun hf., miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 09:40. Greniteigur 7, fnr. 208-7749, Keflavík, þingl. eig. Elín Hildur Jónatans- dóttir, gerðarbeiðandi Vörður tryggingar hf., miðvikudaginn 15. des- ember 2010 kl. 09:30. Hafnargata 7a, fnr. 209-1728, Grindavík, þingl. eig. VOOT PIZZA ehf., gerðarbeiðandiTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 11:30. Hátún 13, fnr. 208-8357, Keflavík, þingl. eig. Björk Sigurðardóttir og Alfreð Georg Alfreðsson, gerðarbeiðandi Söfnunarsjóður lífeyris- réttinda, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 09:50. Hrannargata 2, fnr. 208-9165, Keflavík, þingl. eig. ÞB. JB Bygginga- félag ehf., gerðarbeiðandi Lífeyrissjóður starfsm sv.fél, miðviku- daginn 15. desember 2010 kl. 08:55. Iðavellir 9c, fnr. 208-9497, Keflavík, þingl. eig. Árni Heiðar Árnason, gerðarbeiðendur Festa - lífeyrissjóður, Sýslumaðurinn í Keflavík og Tryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 10:20. Iðavellir 9c, fnr. 208-9498, Keflavík, þingl. eig. Árni Heiðar Árnason, gerðarbeiðendur Sýslumaðurinn í Keflavík ogTryggingamiðstöðin hf., miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 10:15. Kirkjubraut 7, fnr. 209-3774, Njarðvík, þingl. eig. Þórlína Jóna Ólafsdóttir, gerðarbeiðendur Húsasmiðjan hf., Íbúðalánasjóður og Reykjanesbær, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 10:55. Stamphólsvegur 3, fnr. 228-3593, Grindavík, þingl. eig. Járngerði ehf., gerðarbeiðendur Grindavíkurbær og Grindavíkurkaupstaður, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 12:00. Vatnsnesvegur 1, fnr. 209-1077, Keflavík, þingl. eig. JB Byggingafélag ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsm sv.fél og Reykjanesbær, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 08:45. Vatnsnesvegur 2, fnr. 209-1082, Keflavík, þingl. eig. JB Byggingafélag ehf., gerðarbeiðendur Lífeyrissjóður starfsm sv.fél og Reykjanesbær, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 08:50. Víkurbraut 22, fnr. 209-2506, Grindavík, þingl. eig. Marcus Munch, gerðarbeiðandi Grindavíkurkaupstaður, miðvikudaginn 15. desember 2010 kl. 11:40. Sýslumaðurinn í Keflavík, 7. desember 2010. Ásgeir Eiríksson, sýslumannsfulltrúi. Atvinnuauglýsingar Blaðberar Upplýsingar gefur Harpa í síma 695 2599 Blaðbera vantar í Vestmannaeyjum • Raðauglýsingar 569 1100 Fundir/Mannfagnaðir Vörður Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Árlegt jólateiti Varðar verður í Valhöll föstu- daginn 10. desember kl. 17-19. Tónlistaratriði verða flutt og GuðniTh. Jóhannesson les úr bók sinni, GunnarThor- oddsen – Ævisaga. Allir sjálfstæðismenn eru velkomnir og jafn- framt hvattir til að nota tækifærið til að hitta samherja og vini og eiga með þeim notalega stund á aðventunni. Til sölu Til sölu Rótgróið fyrirtæki sem starfað hefur við parketþjónustu í 26 ár, er til sölu. Hér er einstakt tækifæri fyrir einstaklinga til að koma sér upp sjálfstæðum atvinnurekstri. Fyrirtækið er eitt það þekktasta sinnar tegundar hér á landi og hefur getið sér gott orð fyrir vönduð og fáguð vinnubrögð, sölunni fylgja vélar, tæki og tól, þar með taldir sérútbúnir þjónustubílar o.fl. Áhugasamir vinsamlegast hafið samband. Sími 561 4207 - Gsm 898 1107 www.falleggolf.is - golfslipun@simnet.is Félagslíf Landsst. 6010120919 VII I.O.O.F. 11  19112098  Jv Fallinn er í valinn traustur og góður drengur, Kolbeinn I. Krist- insson kaupmaður. Við fráfall Kolbeins minnast kaupmenn góðs vinar og félaga. Hann byrjaði ungur verslunarstörf hjá Kf. Árnesinga undir handar- jaðri Egils Thorarensen sem því stjórnaði með glæsibrag. Eftir að starfi við KÁ lauk flyst Kolbeinn til Reykjavíkur. Athafnamaðurinn Egill Vil- hjálmsson fær hann til þess að stofnsetja stórverslun á þess tíma mælikvarða, Egilskjör á Laugavegi 116. Þetta var verslun með sjálfs- afgreiðslufyrirkomulagi, ein af þeim fyrstu, en slíkan rekstur hafði Kolbeinn kynnt sér erlendis. Egilskjöri stýrir Kolbeinn í nokk- ur ár en stofnsetur þá sína eigin verslun, Kostakaup í Skipholti 37. Hana rekur hann í nokkur ár. Eftir að hann selur verslunina tók hann að sér að skipuleggja og koma á fót versluninni Kjöt & fiskur á Selja- braut 54 fyrir Einar Bergmann kaupmann og var þar verslunar- stjóri um tíma, eða þar til að þau hjónin taka sig upp og flytja í heimahagana á Selfossi. Þar gerðist Kolbeinn framkvæmdastjóri við Verslunarfélagið Höfn, sem tengdafaðir hans, Sigurður Óli Óla- son, hafði stofnað undir sínu nafni áratugum áður. Félagið var með umfangsmikinn rekstur á Suðurlandi – verslanir, sláturhús og afurðastöðvar o.fl. Kolbeinn var virkur félagi innan Kaupmannasamtaka Íslands, í Fé- lagi matvörukaupmanna og eftir að austur kom í Kaupmannafélagi Suðurlands. Kolbeinn sat í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands frá 1985 til 1991. Hann var sæmdur gullmerki samtakanna fyrir mikið og gott starf fyrir samtökin og kaupmenn. Eldri kaupmenn innan Kaupmannasamtakanna stofnuðu fyrir liðlega tíu árum Kaupmanna- klúbbinn „Lávarðadeildina“. Þar var Kolbeinn einn félaga. Starf klúbbsins gengur út á það að fé- lagar koma saman af og til og drekka kaffi og hver og einn segir af sér og sínum og mannlífinu al- mennt. Menn biðu alltaf spenntir eftir að Kolbeinn fengi orðið og segði fréttir úr Árborg og alltaf byrjaði hann á því að skila kveðju frá henni Þorbjörgu sinni, það brást aldrei. Kaupmannasamtök Íslands þakka Kolbeini fyrir langt og afar farsælt starf og senda Þorbjörgu og fjölskyldu innilegar samúðarkveðj- ur. Veri Kolbeinn kært kvaddur. Fyrir hönd stjórnar Kaupmanna- samtaka Íslands, Ólafur Steinar Björnsson. Hann Kolbeinn í Höfn er dáinn, hann dó í morgun. Þannig hljómaði fregnin, nefnt í sama orðinu, hann sjálfur og það sem hann stóð fyrir, fyrirtækið sem hann helgaði krafta sína frá 1974, fyrirtæki sem reis hátt undir hans stjórn þó oft væru stormar og stórveður, fyrirtæki sem tengdafaðir hans hafði stofnað á fyrri hluta síðustu aldar og varð þekkt verslunar- og matvælafram- leiðslufyrirtæki undir Kolbeins stjórn. Leiðir okkar Kolbeins lágu sam- an þegar hann kom að Höfn, ég hafði þá hafið störf þar örfáum mánuðum áður, ungur maður með væntingar um að hefja rafvirkj- anám í Hveragerði fljótlega á nýju ári. Kolbeinn kom með nýjar hug- myndir, þekkti kjörbúðarrekstur eins og hann gerðist bestur hér á landi, kunni og vissi hvað átti við, ólatur við að miðla af þekkingu sinni og reynslu síðustu þrjátíu ára, kunni að hvetja til dáða, ná út úr samstarfsfólki sínu því besta og fór sjálfur fremstur í flokki þegar taka þurfti til hendi, hvort heldur sem var við uppsetningu á verslun eftir breytingar eða undirbúning átaks vegna stórhátíða. Seinna bauð hann mér að setjast við hlið sér við stjórnun fyrirtæk- isins og áfram jós hann úr visku- brunni hvað sneri að rekstri og upp- byggingu fyrirtækis. Þótti á stundum hafa gamaldags skoðanir þar sem gömlu gildin voru í háveg- um höfð, trúnaður og traust höfðu merkingu og samningar haldnir. Unnum saman út alla starfsævi Kolbeins og fyrir þá samveru er ég ævinlega þakklátur. Utan vinnu bjó Þorbjörg, ástkær eiginkona hans, honum fallegt og notalegt heimili þar sem gott var að koma hvort heldur sem var í form- legar móttökur eða bara til þess að hittast, innileg bæði og umföðmuðu hvert sem tilefnið var. Kolbeinn var íþróttamaður, ekki bara á keppnisvellinum, heldur alls staðar, allt fas og viðmót sýndi það. Hafði ungur stundað frjálsar íþrótt- ir, leiddi badminton með sér við komuna til Selfoss. Stundaði golf af ástríðu, teinréttur, grannur og spengilegur, hin seinni ár oft með konu sína sér við hlið, á hverjum degi hvernig sem viðraði gengu þau saman hring, alla tíð meðan heilsan leyfði. Var keppnismaður, átti stóran þátt í uppbyggingu núverandi golf- vallar á Selfossi og fylgdist með framgangi og uppbyggingu langt fram yfir sinn tíma, ávallt reiðubú- inn að gefa góð ráð og ræða málin. Að leiðarlokum þakka ég af alhug þá gæfu að hafa fengið að vera sam- ferða Kolbeini Inga Kristinssyni gegnum lífið um leið og ég votta Þorbjörgu, Sigurði og öllum að- standendum mína dýpstu samúð. Pétur Hjaltason. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 3. desember var spil- að á 18 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S: Jón Lárusson – Bjarni Þórarinsson 365 Örn Einarsson – Bragi Bjarnason 354 Oliver Kristóferss. – Magnús Oddss. 352 Rafn Kristjánss. – Magnús Halldórsson 349 A/V: Tómas Sigurjónss. – Björn Svavarsson 373 Bragi V. Björnsson – Guðrún Gestsd. 370 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 370 Þorvaldur Þorgrss. – Kristín Jóhannsd. 369 Þriðjudaginn 7. desember var spil- að á 18 borðum. Bjarnar og Bragi náðu mjög góðu skori eða 69%. Úrslit urðu þessi í N/S Bjarnar Ingimars – Bragi Björnsson 431 Sæmundur Björnss. – Hreinn Hjartars. 358 Albert Þorsteinss. – Auðunn Guðmss. 355 Jóhann Benediktss. – Erla Sigurjónsd. 341 A/V Oddur Jónsson – Katarínus Jónsson 383 Birgir Sigurðss. – Jón Svan Sigurðss. 383 Sveinn Snorrason – Gústav Nilsson 376 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannss. 343 Bridsdeild Breiðfirðingafélagsins Sunnudaginn 5/12 mættu 26 pör til leiks. Hæsta skor kvöldsins í N/S: Kristín Andrews - Jón Þ. Karlsson 288 Bernhard Linn - Ragnar Haraldsson 264 Oddur Hannesson - Árni Hannesson 261 Austur/vestur: Garðar V. Jónsson - Unnar A Guðmss. 291 Örn Einarsson - Björn Árnason 278 Berglj. Aðalsteinsd. - Björgv. Kjartanss. 258 Síðasta spilakvöld fyrir jól er föstudagur- inn 10. des. en þá verður spilaður jólatví- menningur. Spilað er í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14, kl. 19 Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, mánudaginn 6. desember. Spil- að var á 14 borðum. Meðalskor: 312 stig. Ár- angur N-S: Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 385 Björn Svavarss. – Jóhannes Guðmannss. 367 Elías Einarsson – Höskuldur Jónsson 361 Magnús Oddsson – Oliver Kristófersson 352 Auðunn Helgason – Siguróli Jóhannsson 352 Árangur A-V: Ragnar Björnsson – Hulda Mogensen 450 Ólafur Theodórs – Hrólfur Guðmundss. 392 Óli Gíslason – Oddur Halldórsson 362 Magnús Jónsson – Gunnar Jónsson 345 Tvímenningskeppni spiluð í fimmtudag- inn 2. desember. Spilað var á 11 borðum. Meðalskor: 216 stig. Árangur N-S: Birgir Sigurðsson – Jón Þór Karlsson 294 Júlíus Guðmundss. – Rafn Kristjánss. 267 Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 234 Albert Þorsteinsson – Bragi Björnsson 233 Árangur A-V: Jóhannes Guðmannss. – Björn Svavarss. 266 Ragnar Björnsson – Jón Lárusson 251 Sigurður Jóhannss. – Magnús Ingólfss. 249 Herdís Sigurðard. – Elín Guðmannsd. 232 Gullsmárinn Fjórða umferðin í Guðmundarmótinu var spiluð í Gullsmára mánudaginn 6. desember. Spilað var á 16 borðum. Úrslit í N/S: Steindór Árnason - Einar Markúss. 309 Björn Árnason - Auðunn R.Guðmss. 302 Stefán Friðbjarnarson - Sigm. Stefánss. 289 Sigurður Gunnlaugss. - Ásgr. Aðalstss. 285 A/V: Ármann J. Láruss. - Sævar Magnúss. 345 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 332 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 323 Elís Helgas. - Gunnar Alexanderss. 287 Og eftir fjórar umferðir af fimm í Minn- ingarmótinu er staða efstu para þessi: Ármann J. Láruss. - Sævar Magnúss. 1339 Sigurður Njálss. - Pétur Jónsson 1268 Þorsteinn Laufdal - Páll Ólason 1212 Dóra Friðleifsd. - Jón Stefánsson 1184

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.