Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 37
MENNING 37 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Kvikmyndin Life as WeKnow It er mjög fyr-irsjáanleg, það eina semkemur á óvart er hvað hún er góð miðað við aðrar róm- antískar gamanmyndir sem hafa verið á boðstólnum að undanförnu. Ekkert meistarastykki er þó hér á ferð, aðeins fín kvöldskemmtun fyrir þá sem sækja í rómantískar gam- anmyndir. Í Life as We Know It segir frá Holly Berenson (Heigl) og Eric Messer (Duhamel) sem eru ólíkir einstaklingar sem hatast frá fyrstu kynnum. Messer vinnur við sjón- varpsútsendingar frá leikjum Atl- anta Hawks og er upprennandi út- sendingarstjóri en óttalegur slóði í einkalífinu, er hinn hefðbundni kvennabósi. Berenson rekur bakarí og veisluþjónustu sem gengur mjög vel enda um skipulagða og formfasta konu að ræða. Besta vinkona Beren- son og besti vinur Messers eru gift og því komast þau ekki hjá því að umgangast hvort annað þónokkuð. Vinirnir eiga dótturina Sophie og eru Berenson og Messer guðfor- eldrar hennar. Þegar foreldrar hennar látast í bílslysi kemur í ljós að þau hafa falið Berenson og Mes- ser að sjá um dótturina ef eitthvað kæmi fyrir þau. Berenson og Messer svíkjast ekki undan því og flytja saman inn á heimili Sophie til að lífs- rútínan breytist sem minnst hjá henni eftir lát foreldranna. Sam- búðin gengur erfiðlega enda eru þau bæði að reyna að reka aðskilið líf sitt ásamt því að ala upp barn saman. Árekstrarnir verða margir en óbeit- in sem þau hafa á hvort öðru breyt- ist smátt og smátt í ást og að lokum eru þau orðin samheldin fjölskylda. Þótt Life as We Know It fari alveg eftir formúlunni að hinni klassísku klisjukenndu rómantísku gaman- mynd hefur hún eitthvað svo maður gengur ekki út að lokum með gubbið í hálsinum. Staða Berenson og Mes- sers er ekki ótrúverðug og glíman við uppeldið eitthvað sem margir foreldrar kannast við. Katherine Heigl og Josh Duhamel eru fín í hlutverkum sínum. Heigl er orðin eins og Jennifer Aniston, alltaf eins í eins myndum. Svo sætar og svipbrigðalausar. Ég væri alveg til í að sjá aðrar leikkonur en þær tvær í rómantískum gamanmyndum. Eins væri ég til í að sjá slíka mynd með engu flugvallaratriði, hvað er þetta með að átta sig allt í einu þegar hinn aðilinn er kominn út á flugvöll á leið- inni langt, langt í burtu og þurfa að drífa sig út á völl til að játa honum ást sína? Duhamel er alveg óhemju mynd- arlegur maður og þrátt fyrir það getur hann leikið ágætlega, hann er trúverðugur í hlutverki sínu og get- ur sýnt sannfærandi tilfinningar og svipbrigði. Blake Neely sér um tón- listina í myndinni og tekst vel til, það eru engar sykurhúðaðar sinfóníur með bleikum hjörtum, heldur popp- og rokktónlist sem gerir myndina ekki eins væmna. Life as We Know It er fín fyrir þá sem vilja létta og hjartnæma skemmtun til að gleyma sér yfir í jólastressinu. Ást og árekstrar Sambíóin Life as We Know It bbbnn Leikstjóri: Greg Berlanti. Aðalhlutverk: Katherine Heigl og Josh Duhamel. Bandaríkin 2010. 75 mínútur. INGVELDUR GEIRSDÓTTIR KVIKMYND Breytingar Það breytist margt þegar barn kemur til sögunnar. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn BRUCE WILLIS, MORGAN FREEMAN, JOHN MALKO-VICH OG HELEN MIRREN ERU STÓRKOSTLEG Í ÞESSARI ÓTRÚLEGA SKEMMTILEGU GRÍN HASARMYND HHHH - HOLLYWOOD REPORTER HHHH - MOVIELINE HHHH - NEW YORK POST SÝND Í ÁLFABAKKA ROBERT DOWNEY JR. OG ZACH GALIFIANAKIS EIGA EFTIR AÐ FÁ ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI FRÁ TODD PHILIPS, LEIKSTJÓRA THE HANGOVER SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI HHHHH - ANDRI CAPONE -- RÁS 2 SÝND Í KRINGLUNNISÝND Í ÁLFABAKKA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI 7 SÝND Í EGILSHÖLL SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI MIÐASALA Á SAMBIO.IS Í BEINNI ÚTSENDINGU FRÁNATIONAL THEATER 9. DES KL. 19.00 Í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS TRYGGIÐ YKKUR MIÐA Í TÍMAHAMLET NT Leikrit í beinni útsendingu kl. 7 L THE JONESES kl. 5:50 - 8 - 10:20 12 HARRY POTTER and the Deathly Hallows kl. 10:10 10 DUE DATE kl. 8 - 10:20 10 THE SWITCH kl. 5:50 10 / KRINGLUNNI LIFE AS WE KNOW IT kl. 6 - 8 - 10:10 L HARRY POTTER kl. 6 - 9 10 / AKUREYRI Í KVÖLD kl. 19:00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.