Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 1
F I M M T U D A G U R 9. D E S E M B E R 2 0 1 0  Stofnað 1913  288. tölublað  98. árgangur  –– Meira fyrir lesendur fylgir með Morgu nblaði nu í da g Allt um jólasveinana á www.jolamjolk.is dagar til jóla 15 TÓNLEIKAR APPARATSINS Í KVÖLD SKULDIR OG HÝR KISI SJARMATRÖLL SELUR BARNAFÖT VIÐSKIPTABLAÐIÐ OG FINNUR.IS Í BÍLSKÚR OG Á VEF 11VIÐTAL VIÐ ÚLF ELDJÁRN 34 Agnes Bragadóttir Helgi Bjarnason Stærsta ágreiningsmálið í Icesave-samningunum er krafa Breta um að fá hlutdeild í vöxtum og betri heimtum eigna gamla Landsbankans, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Íslenska samninga- nefndin hefur ekki fallist á þessa kröfu. Mun vera tekist á um 15-20 milljarða króna í því efni. Íslenska samninganefndin fór í gær til viðræðna við Breta og Hollendinga í London með það að markmiði, samkvæmt heimildum blaðsins, að nefndarmenn gætu sett stafi sína undir samnings- drög sem væntanlega yrðu nefnd viljayfirlýsing. Seint í gærkvöldi var ekki komin niðurstaða og ekki Vilja hlut í betri heimtum  Icesave-samninganefndin fór út með það markmið að setja stafi sína undir drög að samningi um lok málsins afráðið hvernig fundarhöldum yrði háttað í dag. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði á Alþingi í gær að samninganefndin væri að reyna að komast að niðurstöðu um það hvert gæti orðið efnisinntak samnings. Hann yrði þó ekki undirrit- aður á því stigi málsins. „Væntanlega yrði byrjað á því að samninganefndin kynnti formönnum stjórn- málaflokkanna þá niðurstöðu sem hún hefði komist að, eða þann mögulega samning sem kynni þá að vera hægt að gera,“ sagði hann. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks, segir eina umboð samninganefndarinnar að kanna hvort komið er nýtt tilboð frá Bretum og Hollendinum. M Icesave »4 Fólkið sem mætti á jólahátíð fatlaðra í gær komst heldur betur í jólaskap og söng fullum hálsi um jólahjól með Stefáni Hilmarssyni en hann var einn margra tónlistarmanna sem komu fram á hátíðinni. Þetta var í 28. sinn sem hátíðin var haldin en tónlistarmaðurinn og strætisvagnastjórinn André Bachmann stendur fyrir henni. Morgunblaðið/Kristinn Jólahjólastuð á jólahátíð fatlaðra Engar fjárveitingar liggja fyrir um endurgerð Skúlahúss eða til annarra stórframkvæmda á Alþingisreitnum, en Skúlahús var um helgina flutt úr Vonarstræti í Kirkjustræti. Brýnast er talið að gera endurbætur á Skjaldbreið við Kirkjustræti 8. Sig- urður Einarsson hjá Batteríinu Arkitektum segist vona að flutning- urinn á Skúlahúsi „veki fólk til um- hugsunar um götumynd Kirkju- strætis og að aumingja Skjaldbreið fái þær fjárveitingar sem hún á skil- ið“. Áætlað er að Alþingi greiði 152 milljónir í húsaleigu 2011. »16 „Aumingja Skjaldbreið“ Morgunblaðið/Eggert Kirkjustræti Götumyndin hefur breyst mikið á síðustu árum. Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman um 4,5% á milli ár- anna 2008 og 2010 samkvæmt nýjum mælingum Vegagerðar- innar á þremur stöðum á höf- uðborgarsvæðinu. Umferð um hringveginn hefur minnkað enn meira og er nú svipuð og hún var 2005. Verð á bensíni er nú í hæstu hæðum og að óbreyttu útsöluverði stefnir í að það hækki enn upp úr ára- mótum þegar gjöld á bensín og dísilolíu hækka. Í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 2011 er gert ráð fyrir að sala á bensíni aukist um 3,2% og á dísilolíu um 5%. Aukin sala og hækkun gjalda afli aukinna tekna upp á 1,6 milljarða. Framkvæmdastjóri FÍB segir engar forsendur fyrir því að sala á eldsneyti aukist. »6 Umferð á höfuðborgar- svæði minnkaði um 4,5% Dýrt Hækkar og hækkar.  Reglur ÁTVR um sölu „árstíðabundinna“ vörutegunda gera að verkum að framleið- endur jólabjórs eiga erf- iðara með að stilla fram- leiðslu sína af, þar sem umframbirgðum er skil- að aftur snemma í janúar. Þessar birgðir sitja framleiðendur þá uppi með, þar sem ekki má selja þær öðruvísi en í gegnum ÁTVR. Ásókn í jólabjór hefur aukist gríðarlega í ár og er útlit fyrir að einhverjar tegundir seljist upp á næstunni, fyrr en undanfarin ár. »4 Eiga erfitt með að stilla af framleiðsl- una á jólabjór Ekki er kveðið á um það í regluverki Evrópu- sambandsins að ríkissjóður tiltekins lands beri ábyrgð á því að nægilegt fé sé fyrir hendi í tryggingasjóðum til að greiða lág- markstryggingu innistæðna. Það mat Tobi- asar Fuchs, fræðimanns við Evrópska há- skólann í Þýskalandi, kemur fram í grein í lagatímaritinu EWS. Telur Fuchs að tilskipun Evrópusambands- ins skuldbindi því ekki íslenska ríkið til að aðstoða tryggingasjóð innistæðueigenda með því að leggja honum til fé. kbl@mbl.is Ríki ekki ábyrg SKRIFAÐ UM INNISTÆÐUTRYGGINGAR Á annað þúsund fjölskyldur fengu úthlutað mat hjá Mæðrastyrksnefnd og Fjölskylduhjálp Íslands í gær og þurfti töluverður hópur frá að hverfa. Ásgerður Jóna Flosadóttir, for- maður Fjölskylduhjálparinnar, segir viðbúið að þeim sem leiti til samtak- anna á nýju ári fjölgi enn. Fleiri stígi nú fram og leiti sér aðstoðar sem hafi reynt að þreyja þorrann hingað til. »6 Morgunblaðið/Kristján Undirbúningur Frá matarúthlutun Mæðrastyrksnefndar í gær. Yfir þúsund matarúthlutanir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.