Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 40
FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 343. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 1. Grunaðir menn í haldi vegna ráns 2. Tekinn af sömu löggunni 3. Menn frá Visa til landsins 4. Öruggur sigur á Norðmönnum »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Melchior heldur jólafiskisúpu- tónleika sem fara fram í hinum huggulega matsal Landnámsseturs- ins. Sérstakur gestur á tónleikunum verður Ólafur Flosason, en hann lék á óbó með sveitinni fyrir 30 árum. Tónleikar Melchior í Landnámssetrinu  Franska forlag- ið Éditions Mé- tailié hefur fest sér útgáfuréttinn á Morgunengli, sakamálasögu Árna Þórarins- sonar, aðeins nokkrum vikum eftir að hún kom út hérlendis við afbragðs viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Fyrri bækur höfundarins hafa átt mikilli velgengni að fagna á erlendri grund. Árni Þórarinsson vinsæll í Frakklandi  Blúsfélagið heldur úti öflugu starfi í desember. Eftir slétta viku verður jólablúsgjörningur Vina Dóra í Rúbín, í kvöld leika Lame Dudes á Paddy’s í Reykjanesbæ og á morgun verða hinir árlegu jólablús- tónleikar á Café Rót, Hafnarstræti 17. Blúsaður desember! Blúsfélagið blúsar af krafti í desember Á föstudag Vestan 10-18 m/s og rigning. Hiti 0 til 8 stig, kaldast austan til. Á laugardag Vestan- og norðvestanátt, 8-15 m/s en lægir síðdegis. Skýjað og þurrt að kalla en léttskýjað austan til. Hiti 0 til 6 stig en vægt frost austan til. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning eða súld með morgninum. Úrkomulítið austanlands og dregur úr frosti en hiti 0 til 8 stig um landið vestanvert. VEÐUR „Ég fékk svör við ýmsum spurningum að þessu sinni og út frá því var þátttakan í leikjunum tveimur mik- ilvæg,“ sagði Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik karla, eftir að ís- lenska landsliðið hafði unn- ið Norðmenn í lokaleik sínum á heimsbikar- mótinu í Svíþjóð í gærkvöldi. »4 Guðmundur fékk svör í Svíþjóð Það verður á brattann að sækja fyrir stelpurnar okkar í íslenska kvenna- landsliðinu í handknattleik í kvöld en þá etur það kappi við firnasterkt lið Svartfjallalands í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Danmörku. Vonandi gengur betur en í fyrsta leiknum. »3 Á brattann að sækja gegn Svartfellingum Sigurganga kvennaliðs Hamars í úr- valsdeild kvenna heldur áfram. Í gær lenti liðið þó í kröppum dansi þegar það sótti Hauka heim. Grípa þurfti til framlengingar til þess að knýja fram úrslit. Hamars-stúlkur sögðust prísa sig sælar yfir að hafa tekið með sér stigin tvö þegar þær yfirgáfu Ásvelli í leikslok. Svo kröftug var mótspyrna Haukaliðsins. »2 Sigurgangan heldur áfram hjá Hamri ÍÞRÓTTIR Una Sighvatsdóttir una@mbl.is „Tónlistin er mjög tengd okkur öll- um, sjaldan fellur eplið langt frá eik- inni, en það er ánægjulegt að fá tæki- færi til að vera öll saman á svona hálfgerðri uppskeruhátíð, það höfum við aldrei gert áður,“ segir Margrét Pálmadóttir kórstjóri. Margrét heldur í kvöld tvenna að- ventutónleika þar sem fram koma, auk fjölmennra kóra sem hún stjórn- ar, fjögur af fimm börnum hennar. Elsti sonur hennar, Maríus Sverris- son, verður einsöngvari á tónleik- unum, dæturnar Sigríður Soffía og Matthildur syngja með Stúlknakór Reykjavíkur og yngsti sonurinn, Kristján, spilar á trommur. Fimmta barn Margrétar, sonurinn Hjalti, á raunar líka sinn þátt í tón- leikunum þótt hann stígi ekki sjálfur á svið, því hann er markaðsfræðingur og hefur aðstoðað við að fjármagna tónleikana. Það er því mikil stemning í fjölskyldunni vegna samvinnunnar þessa aðventuna. Aðventutónleikar í 45 ár „Þetta er alveg makalaust að geta náð öllum svona saman, ekki síst vegna þess að Maríus er búsettur í Berlín. Ég er afskaplega þakklát fyr- ir að fá þetta tækifæri með öllu mínu frábæra söngfólki, ég er svo stolt af konunum mínum,“ segir Margrét og vísar þar í fríðan hóp hátt í 200 söng- kvenna úr söngskólanum Domus Vox sem syngja á tónleikunum. Aðventan hefur ein- kennst af tónleika- haldi hjá Margréti nánast síð- an hún fyrst man eftir sér. „Ég var 9 ára þegar ég kom fram á fyrstu aðventutónleik- unum í Hafnarfjarðarkirkju og lék þá vitring í helgileiknum. Mig grunaði ekki þá að mín biðu stanslausar að- ventuveislur bæði hér heima og er- lendis, en það sem er sérstaklega ánægjulegt er að nú þegar ég er búin að syngja á aðventutónleikum í 45 ár fæ ég að upplifa þetta, að hafa alla kórana mína með og börnin mín líka.“ Hátíðlegt og órafmagnað Það er því óhætt að segja að að- ventan sé eitt af uppáhaldstímabilum Margrétar og segir hún tónlistina eiga stóran þátt í því. Tónleikarnir í kvöld verði sérstaklega hátíðlegir, og órafmagnaðir. „Alveg eins og ég vil hafa það, þannig að mín vegna má rafmagnið alveg detta út á meðan, það skiptir engu máli,“ segir Margrét og hlær. Börnin með í tónleikahaldinu  Hefur sungið á aðventutónleikum samfleytt í 45 ár Morgunblaðið/Golli Fjölskyldan Margrét Pálmadóttir ásamt börnum sínum 5, þeim Kristjáni, Hjalta, Sigríði Soffíu, Matthildi og Mar- íusi, sem öll styðja við bakið á móður sinni á tónleikunum í Hallgrímskirkju í kvöld, hvert með sínum hætti. Yfirskrift tónleikanna er „Yfir fannhvíta jörð“ og koma þar fram kvennakórarnir Vox fem- inae og Cantabile, auk Stúlkna- kórs Reykjavíkur. Sam- tals eru það því hátt í 200 konur sem syngja saman undir stjórn Margrétar í kvöld og er sú yngsta aðeins 5 ára gömul. Mikið er um mæðgur og systur í hópnum og syngja meðal annars þrjár kynslóðir kvenna úr sömu fjölskyldunni saman. Auk söngsins kemur fram strengjatríó og spilað verð- ur á óbó og orgel. Komið verður víða við í tónlistarsögunni, allt frá barokk til klassíkur og róm- antíkur og endað með hópsöng á Heims um ból. Tvennir tónleikar verða haldnir og eru þeir hvorir tveggju í Hallgrímskirkju í kvöld kl. 18 og 20:30 en uppselt er á þá seinni. Um 200 konur syngja saman SANNKÖLLUÐ TÓNLISTARVEISLA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.