Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Slökkvilið höfuborgasvæðisins Munið að slökkva á kertunum Gætið þess að kerti séu vel stöðug og föst í kertastjakanum Hinn 2. desember sl. birtist hér í Morg- unblaðinu grein eftir Gunnar Kristin Þórð- arson guðfræðing og bar yfirskriftina „Skriflegt jafnrétti“. Undirritaður sér sig knúinn til að svara grein þessari og fjalla um nokkrar rang- færslur og einnig að benda á ástæður þess að karlar fara oftar halloka í forræðisdeilum en konur. Greinarhöfundur kemur inn á ráð- stöfunartekjur foreldra eftir skilnað og setur fram dæmi um annars vegar karl sem greiðir meðlag með tveimur börnum sínum og hins vegar einstæða móður með tvö börn á framfæri. Greinarhöfundur kynnir niðurstöðu um ráðstöf- unartekjur þegar búið er að taka tillit til framfærslu karlsins gagnvart börnum sínum en ekki konunnar. Þá setur hann dæmið þannig fram að meðlagið renni til móður og auki ráð- stöfunartekjur sem því nemur, en ekki að meðlagið sé hluti föðurins í framfærslu barnanna. Reiknar greinarhöfundur kannski með því að hin ríflega meðlagsgreiðsla föðursins dugi fyrir allri framfærslu barnanna? Það hefði alveg eins mátt snúa dæminu við, setja karlinn í stöðu móð- urinnar og öfugt og fá sömu nið- urstöðu. Það er einfaldlega ekkert misrétti þarna á ferðinni. Það foreldri sem hefur börnin hjá sér á þeirra lög- heimili fær einfaldlega þær bætur sem það hefur rétt á vegna fram- færslu barnanna. Skiptir þá engu hvort um föðurinn eða móðurina er að ræða. Þegar við fjöllum um jafnrétti í raun getum við ekki litið fram hjá þeirri staðreynd að þátttaka feðra í samböndum við uppeldi og umönnun barna sinna er mun minni en þátt- taka mæðranna. Þeir taka oftar en ekki vinnu fram yfir fjölskyldulíf og telja sig mikilvæga atvinnurekend- um sínum eða eru of uppteknir af sín- um áhugamálum. Við erum ekki komin lengra í samfélagslegu jafn- rétti heldur en svo að það er krafa á karla að vinna meira en konur gera og tómstundirnar eru tímafrekari – margir karlar og konur ganga svo inn í þetta hefðbundna mynstur. Hver svo sem ástæðan er, þá eyða feður í samböndum einfaldlega mun minni tíma með sínum börnum en mæðurnar. Nýlegar rannsóknir sýna líka að meira er um það að feður nýta sér ekki til fulls þann rétt sem lög um fæðingarorlof veita þeim. Þeir ann- aðhvort taka ekki allt orlofið eða þeir vinna svart á meðan á orlofstöku stendur. Nú tek ég fram að þetta er langt frá því að vera al- gilt, en því miður, allt of stór hópur feðra er í þessari stöðu. Þegar foreldrar standa frammi fyrir dómstólum í forræð- isdeilum þá skyldi því engan undra þótt dóm- arar taki tillit til þess- ara þátta þegar úr- skurðað skal og þá móður í vil í flestum tilfellum. Auðvitað eiga karlar að berjast fyrir sínum réttindum ef þeim þykir hallað á sig í málum er varða forræði og umgengni yfir sínum börnum. En það verður að vera innistæða fyrir þeirri baráttu og í samfélaginu verð- ur að vera tiltrú á að karlar séu og vilji vera þátttakendur í uppeldi barna til jafns við konur. Hvers vegna þessi skyndilegi áhugi svo margra feðra á jafnrétti þegar þeir standa í skilnaði og for- ræðisdeilum? Feður sem jafnvel hafa sýnt börnum og barnauppeldi tak- markaðan áhuga. Það skyldi þó aldr- ei vera til að reyna að klekkja á barnsmæðrum sínum frekar en óvæntur áhugi á börnum sínum? Jafnrétti þarf að vera til staðar í sambandinu og við uppeldi og um- mönnun barnanna allan tímann, en ekki bara þegar hinum „ábyrgu feðr- um“ þykir svo. Skrifræðislegt jafnrétti er til stað- ar nú þegar. Jafnréttið í raun er það sem baráttan stendur um, hjá báðum kynjunum. Það er okkar karlmanna að sýna það og sanna að löngun okk- ar og áhugi á að sinna börnum okkar sé ekki bara tilkominn þegar við sjáum fram á það að samverustund- um getum við ekki stjórnað að vild né ráðskast með líf barnsmæðra okkar. Það hlýtur að vera kappsmál fyrir karla að vilja taka jafn ríkan þátt í lífi barna sinna jafnt innan sambands sem utan þess vilji þeir standa undir því að geta kallast ábyrgir feður. Þannig getum við staðið jafnfætis mæðrunum þegar og ef til forræð- isdeilna kann að koma og þá sem jafningjar í foreldrahlutverkinu. Ábyrgð feðra Eftir Sigurð Magnússon. Sigurður Magnússon » Jafnrétti þarf að vera til staðar í samband- inu og við uppeldi og umönnun barnanna allan tímann, en ekki bara þegar hinum „ábyrgu feðrum“ þykir svo. Höfundur er matreiðslumaður og er fjögurra barna faðir. Núna horfir í að tveir hópar lífeyr- isþega séu að verða til. Annars vegar starfsmenn einkageirans og hins vegar opinberir starfsmenn með sinn verð- og launatryggða líf- eyrissjóð. Það er ólíðandi að þurfa að horfa upp á þann mismun sem er að verða. Starfsmenn einkageirans eru að horfa á tap lífeyrissjóðanna um allt að 30 prósentum og með tilheyr- andi skerðingu á lífeyrisréttindum sem þegar eru að talsverðu leyti komin til framkvæmda. Opinberu líf- eyrissjóðirnir hafa líka þurft að þola tap og væntanlega álíka og lífeyr- issjóðir einkageirans. En stóri mis- munurinn er að lífeyrisréttindi op- inbera starfsmannsins skerðast ekki um eina krónu. Og þá komum við að næsta þætti, sem er að starfsmaður einkageirans þarf ekki einungis að bera sitt 30 prósenta tap, heldur þarf hann líka að fjármagna tap opinbera lífeyr- issjóðsins. Það tap kemur á starfs- menn einkageirans sem aukin skatt- byrði sem rýrir ráðstöfunartekjur hans um alla framtíð. Svo til að kóróna vitleysuna og fullkomna óréttlætið geta stjórn- málamenn ekki séð lífeyrissjóði einkageirans í friði og heimta af þeim alls kyns fórnir sem munu skerða lífeyrisréttindin enn frekar. Þeir sjálfir njóta samt verð- og launatryggðra lífeyrisréttinda sem skerðast ekki um eina krónu. Núna er komið nóg og það er ekk- ert annað í stöðunni en að allir landsmenn búi við sömu lífeyrisrétt- indi. Við eigum ekki að þurfa að horfa á einhverja forréttindahópa með hrokaða diska af kræsingum og ábæti á eftir á sama tíma og aðrir þurfa að lifa á hrísgrjónum. DAGÞÓR HARALDSSON skrifstofumaður. Hrísgrjón í ellinni Frá Dagþóri Haraldssyni Dagþór Haraldsson Bréf til blaðsins Í ljósi mannlegs veruleika kann þér ef- laust stundum að finn- ast eins og þú sért að- eins sem sandkorn á strönd sem treðst und- ir í ágangi daganna. Sandkorn sem að lok- um skolast burt og verður bara einhvern veginn viðskila við sjálft sig og tilgang sinn. En veistu að í augum Guðs ert þú svo miklu meira en það. Í hans aug- um ertu eitthvað. Og ekki bara eitt- hvað heldur eins og óendanlega dýr- mæt fögur perla. „Því svo elskaði Guð heiminn að hann gaf einkason sinn til þess að hver sem á hann trú- ir glatist ekki heldur hafi eilíft líf.“ Guð sendi ekki son sinn í heiminn til þess að dæma okkur, heldur til þess að frelsa okkur, fyrirgefa okkur og bjóða okkur eilíft líf með sér, öllum þeim sem það vilja þiggja. Þú ert því ekki bara hluti af hópi fólks sem berst bara í tilgangsleysi áfram með straumnum af gömlum vana. Og því síður ertu eins og hver önnur síld í tunnu. Höfundur og fullkomnari lífsins hefur áhuga á þér sem persónu og einstaklingi því að hann elskar þig eins og þú ert, ekki eins og ein- hverjir aðrir vilja e.t.v. að þú sért. Hann elskar þig út af lífinu, hann sem er vegurinn, sannleikurinn og lífið sjálft. Hann lét meira að segja lífið í þinn stað og reis síðan upp frá dauðum. Hann sigraði dauðann í eitt skipti fyrir öll og tileinkaði þér sig- urinn, svo þú fengir lífi haldið um ei- lífð. Ekki mistök eða slys Það fer enginn í gegnum ævina eins og þú og það bregst eng- inn við eins og þú því að enginn er sem þú. Þú ert óviðjafnanlegt einstakt eintak, eilífð- arverðmæti sem eng- inn og ekkert jafnast á við eða kemur í staðinn fyrir. Í augum Guðs ert þú nefnilega ekki mistök. Ekki fánýtur, lítilsverður hlutur eða slys, þvert á móti. Þú ert ljóð sem hann hefur ort og er er að yrkja með þér. Ástarljóð, óður til lífsins. Ljóð sem ætlað er að bera birtu og yl inn í aðstæður þeirra sem á vegi þínum verða, já allra þeirra sem þarf að uppörva og herða. Þú ert einstök sköpun hans sem býrð yfir ómetanlegri þekkingu og einstakri reynslu. Láttu því engan líta smáum augum á þekkingu þína, reynslu eða getu. Gefðu heldur af þér og láttu muna um þig í umhverfi þínu. Miðlaðu þannig reynslu þinni og þekkingu, segðu sögurnar sem þér hafa verið sagðar og kenndu bænirnar sem þér voru kenndar í æsku. Ólík með misjafnar skoðanir Við erum nefnilega öll kölluð til verka, góðra verka. Að vera hendur og fætur Jesú Krists í þessum heimi. Að sjá fólk með augnaráði frelsarans og mæta fólki með opinn faðminn. Hlúa að, breyta og bæta. Vera trú í stóru sem smáu og sjá samferðafólk okkar með hjartanu. Já, alla sem við eigum samskipti við, viðskipti eða umgöngumst á einn eða annan hátt. Þótt við séum sannarlega ólík og með misjafnar skoðanir á mönnum og málefnum þá höfum við öll sömu grunnþarfirnar. Við þráum að vera elskuð og fá að elska. Þess vegna fer okkur best að vinna saman, tala saman og vera samferða í gegnum lífið. Okkur kann að vera ætluð ólík hlutverk en þó ómissandi í þeirri hræddu og hrjáðu og oft á tíðum köldu veröld sem við lifum í. Ekki bíða eftir blessunum Guðs Guð hefur prýtt þig með ein- hverju sem enginn gerir betur en þú. Því að þér er ætlað ákveðið hlut- verk samferðafólki þínu til bless- unar, sjálfum þér til framfara og heilla og Guði til dýrðar. Láttu lífið ekki renna þér úr greipum eins og sand sem fýkur út í loftið og verður viðskila við sjálfan sig og tilgang sinn. Láttu lífið þann- ig ekki framhjá þér fara heldur lifðu því. Stattu ekki bara hjá sem áhorf- andi, bíðandi eftir blessun Guðs. Lifðu heldur í henni frá degi til dags. Óendanleg verðmæti Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Þú ert ástarljóð sem Guð hefur ort og er að yrkja með þér frá degi til dags. Óður til lífsins, sem ætlað er að bera birtu og yl inn í að- stæður fólks. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og sinnir nú m.a. tímabundnum verkefnum sem ráðgjafi hjá Vinnumálastofnun rík- isins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.