Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Tölvuhakkarar sögðust í gær hafa gert árásir á vefsetur Mastercard og svissnesks banka, að því er virtist til að hefna þess að fyrirtækin stöðvuðu greiðslur til uppljóstrunarvefjarins WikiLeaks. Áður höfðu hakkarar ráðist á vefsíður sænskra saksóknara og lögmanna tveggja kvenna sem hafa sakað Julian Assange, aðalritstjóra WikiLeaks, um nauðgun. Greiðslukortafyrirtækin Mastercard og Visa til- kynntu að þau hefðu stöðvað greiðslur til Wiki- Leaks eftir að forsvarsmenn uppljóstrunarvefjar- ins höfðu óskað eftir fjárframlögum til að geta haldið starfseminni áfram. Seinna kvaðst hópur Árásir á vefsetur vegna máls Assange  Hópur hakkara réðst á vefsetur sænskra saksóknara, lögmanna kvenna sem saka Assange um nauðgun og fyrirtækja sem stöðvuðu greiðslur til WikiLeaks hakkara hafa ráðist á vefsetur Mastercard og svissneska póstbankans PostFinance sem hafði lokað reikningi Wiki- Leaks. Hópurinn kveðst berj- ast fyrir „frelsi á netinu“ og gegn ritskoðun. Skýrt var frá því í gær að lögmaðurinn Geoffrey Robertson, sem er þekktur fyr- ir að verja fórnarlömb mann- réttindabrota, hygðist verja Assange fyrir rétti þegar tekin verður fyrir beiðni sænskra saksókn- Julian Assange ara um að hann yrði framseldur til Svíþjóðar. Stuðningsmenn Assange segja að framsalsbeiðnin sé af pólitískum rótum runnin. Framseldur til Bandaríkjanna Tvítugur sonur Assange, Daniel, kvaðst vona að faðir sinn fengi sanngjarna málsmeðferð og hand- taka hans í Bretlandi væri ekki „skref í átt að framsali hans til Bandaríkjanna“. Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, sagði að sænsk og bandarísk yfirvöld hefðu ekkert rætt um hugsanlegt framsal Assange til Bandaríkjanna ef hann yrði framseldur til Svíþjóðar. bogi@mbl.is Bandaríkjunum kennt um » Kevin Rudd, utanríkis- ráðherra og fyrrv. forsætisráð- herra Ástralíu, sagði í gær að birting tölvupósta bandarískra sendiherra væri Bandaríkj- unum að kenna, ekki Ástral- anum Julian Assange. » Rudd sagði upplýsingalek- ann vekja spurningar um ör- yggi gagnabanka bandarískra stjórnvalda. Bandaríska fyrirtækið SpaceX skaut í gær á loft geimflauginni Dragon frá Canaveral-höfða í Flórída og náði því markmiði að verða fyrst einkafyrirtækja til að senda geimfar á braut um jörðu og koma því til jarðar þannig að hægt yrði að nota það aftur. Talsmenn fyrirtækisins sögðu að geimfarið hefði farið tvisvar umhverfis jörðina í um 300 km fjarlægð frá jörðu í fyrsta tilraunafluginu í gær. Geimfarið lenti síðan í Kyrrahafi, um 800 km vestan við strönd Mexíkó, með þremur fallhlífum um það bil fjórum klukkustundum eftir að flauginni var skotið á loft. Eiga að taka við af geimferjum NASA Geimfarið var mannlaust í fyrstu tilraunaferðinni en í því er rými fyrir allt að sjö geimfara, auk þess sem farmrými þess er nógu stórt til að geimferjan geti flutt um 20 tonn af tækjum og birgðum í Al- þjóðlegu geimstöðina. Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hyggst leggja geimferjum sínum á næsta ári og Bandaríkjastjórn ætlar að láta á það reyna hvort einkafyrirtæki geti rekið geimferjur með ódýrari og árangursríkari hætti. NASA hefur falið SpaceX og öðru fyrirtæki, Orbi- tal Sciences, að þróa geimferjur sem hægt væri að nota til að flytja geimfara og birgðir í Alþjóðlegu geimstöðina. SpaceX er komið lengra á veg og stefn- ir að því að geta hafið farmflutninga í geimstöðina á næsta ári. Elon Musk, forstjóri SpaceX, segir að gangi allt að óskum geti fyrirtækið flutt geimfara í geimstöðina innan þriggja ára. Stórhuga fyrirtæki Fyrirtækið segir að það hafi þegar notað meira en 600 milljónir dollara, jafnvirði 69 milljarða króna, í þetta verkefni. SpaceX er með höfuðstöðvar í Kali- forníu og yfir 1.000 manns starfa hjá fyrirtækinu. Elon Musk er 39 ára Suður-Afríkumaður og var einn af stofnendum netgreiðsluþjónustunnar PayPal. Hann segir að fjárfestingin í geimflauginni sé arð- bær en þetta verkefni snúist um miklu meira en pen- inga. „Við eigum okkur þann draum að við getum kannað fjarlægar stjörnur, farið til annarra reiki- stjarna, unnið þau stórvirki sem við lesum um í vís- indaskáldsögum og sjáum í kvikmyndum,“ sagði Musk. Náði forystunni í geimferða- kapphlaupi einkafyrirtækja Mahmoud Abbas, forseti Palestínu- manna, sagði í gær að friðarumleit- anir Bandaríkjamanna væru í mikilli hættu eftir að bandarískir embættismenn viðurkenndu að þeim hefði ekki tekist að fá ríkis- stjórn Ísraels til að stöðva bygging- arframkvæmdir á Vesturbakkanum. Abbas sleit friðarviðræðum við Ísraela í september eftir að tíu mán- aða bann Ísraelsstjórnar við stækk- un byggða gyðinga á Vesturbakk- anum féll úr gildi. Stjórn Baracks Obama Bandaríkjaforseta lagði fast að hægrimönnum í samsteypu- stjórninni í Ísrael að framlengja bannið og bauðst m.a. til að gefa Ísr- aelum tuttugu orrustuþotur af gerð- inni F-35. Bandarískir embættis- menn sögðu að stjórn Obama hefði komist að þeirri niðurstöðu að þess- ar umleitanir hefðu ekki borið árangur og þeim hefði verið hætt. Reynt yrði þó finna aðrar leiðir til að fá Palest- ínumenn og Ísr- aela að samn- ingaborðinu að nýju. Talsmaður Benjamins Netanya- hus, forsætisráðherra Ísraels, sagði að Ísraelar vildu hefja friðarviðræð- ur en Palestínumenn hefðu sett skil- yrði sem ekki væri hægt að sam- þykkja. „Við sögðum strax að byggðirnar væru ekki rót átakanna og að Palestínumenn notuðu þær sem tylliástæðu til að neita að hefja viðræður.“ Umleitanir stjórnar Obama mistókust Mahmoud Abbas Félagar í umhverfisverndarsamtökum á bíl sem ekið var um Cancun í Mexíkó til að minna á baráttu þeirra fyrir aðgerðum til að stemma stigu við hlýnun jarðar. Yfir 190 ríki taka nú þátt í ráðstefnu í Cancun um lofts- lagsbreytingar í heiminum. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríkin til að ná samkomulagi sem fyrst, lét í ljósi miklar áhyggjur af því hversu hægt hefði miðað og sagði að ríkin væru að missa af síðasta tækifærinu til að afstýra stórfelldum loftslagsbreytingum. Reuters Hvatt til aðgerða í Cancun 7,3 m Nefkeila Ver flaugina í uppfluginu Bolur Rými fyrir farm án jafnþrýsti- búnaðar. Sólarrafhlöður verða utan á honum Geimflaug Rými fyrir áhöfn eða farangur ásamt rafeindatækjum FLAUGARHLUTAR Háþrýsti- farmklefi Farmur: Getur borið allt að 6.000 kg farm á uppleiðinni og 3.000 kg á niðurleiðinni 10 m3 14 m3 2008 NASA tilkynnti að tvö fyrirtæki, SpaceX og Orbital Sciences, hefðu verið valin til að þróa geimflaugar í þessum tilgangi 2005 SpaceX hóf þróun geimferjunnar í tengslum við áætlun NASA um að einkafyrirtæki önnuðust flutninga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar ÞRÓUN DRAGON Á að lenda með fallhlíf í sjó þannig að hægt verði að endurheimta flaugina Heimild: SpaceX, NASA Teikning: Chris Inton Farm- hylki Áhafnarhylki (allt að sjö menn) 3,6 m 54,9 m Burðarflaug: Falcon 9 Skotið á loft frá Cape Canaveral, Flórída Þrep: Tvö Hreyflar: Níu Merlin 1C Massi: 333.400 kg (lágbraut) 332.800 kg (kyrrstöðu- braut) SAMNINGUR NASA NASA á að greiða fyrirtækinu jafnvirði 184 milljarða króna fyrir minnst 12 ferðir og getur pantað fleiri ferðir fyrir allt að 356 milljarða (Með sólarrafhlöður) Framlúga Hliðarlúga Nemahólf 5 stunda tilraunaflug GEIMFLAUGIN DRAGON GEIMFERÐ Fyrirtækið SpaceX hefur þróað geimflaug, Dragon, sem vonast er til að hægt verði að nota til geimferða fyrir NASA Skotið á loft og losað frá Falcon 9 Fer á braut um jörðu, sendir frá sér fjarmælingargögn Stefnubreytingar æfðar á braut um jörðu, hita- einangrun prófuð Fer aftur inn í gufuhvolfið og geimflaugin endurheimt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.