Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Salka / M EL Loksins fáanleg aftur, full af góðum heimilisráðum og uppskriftum að fiskréttum, kjötréttum, brauði, súpum og grænmetisréttum sem auðvelt er að fylgja. Einnig geymir hún leiðbeiningar um hagkvæm matarinnkaup, þvotta og þrif. Hagnýtar og heimilislegar Hlýjar hendur Unga fólkið og eldhússtörfin Hlýjar hendur seldist tvisvar upp á síðasta ári. Nú er hún komin aftur – endurbætt og í gormi til hagræðis. Bókin er með 53 fallegum og frumlegum vettlingauppskriftum í öllum stærðum. Handa þeim sem eru að byrja að búa Frábær gjöf fyrir hannyrðafólk Rithöfundurinn Kristín Eiríksdóttir er ein þeirra höfunda sem eiga smá- sögur í safnritinu Best European Fiction 2011 sem út kom á dögunum og er breski rithöfundurinn Hilary Mantel meðal höfunda einnig. Í gagnrýni ritsins Open Letters Monthly er Kristínu líkt við Mantel og skrif hennar sögð stórkostleg, að því er fram kemur í tilkynningu frá Forlaginu. Mál og menning gaf ný- verið út smásagnasafn Kristínar, Doris deyr. Saga Kristínar í Best European Fiction 2011 heitir Holur í menn, eða Holes in People upp á enskuna, og er hana að finna í Doris deyr. Best European Fiction 2011 var rit- stýrt af rithöfundinum. Bókin hefur að geyma 35 sögur evrópskra höf- unda frá 32 löndum og er gefin út af Dalkey Archive Press. Í gagnrýni á Doris deyr í Morg- unblaðinu sagði m.a: „Sögurnar tíu í safninu eiga það sameiginlegt að fjalla um fólk sem er ekki heilt og persónurnar eru oftar en ekki leit- andi, óttaslegnar eða brotnar á ein- hvern hátt. Tengsl milli fólks, sam- bönd þeirra, samskipti og sam- skiptaleysi, nánd og skortur á henni eru yrkisefni Kristínar.“ Bókin hlaut þrjár stjörnur af fimm mögu- legum. Lof Skrif Kristínar eru stórkostleg að mati Open Letters Monthly. Líkt við Mantel Morgunblaðið/Ómar Forsætisráðherra Ítalíu, Silvio Ber- lusconi, er gert að sök að hafa kraf- ist þess að kvikmyndin Goodbye Mama eftir Michelle Bonev yrði sýnd á síðustu kvikmyndahátíð í Feneyjum og einnig að hafa krafist þess að Bonev fengi „einhvers kon- ar verðlaun“, að því er fram kemur í frétt á vef dagblaðsins Guardian. Rannsókn er hafin á málinu og talið að Berlusconi hafi sótt allt að 400 þúsund evrur í sjóði ríkisins til að flytja 40 manna sendinefnd tengda myndinni til Feneyja, m.a. Bonev. Bonev segir þetta alrangt, hún hafi greitt flugfargjaldið sjálf en þau Berlusconi munu vera vinir. Neitar Bonev verst allri sök. Feneyja- hneyksli Í gær voru 30 ár liðin frá því að tónlistarmaðurinn John Lennon var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í New York. Hundruð tónlistarmanna komu saman í gær í heimaborg Lennons, Liverpool, til að minnast hans og endurskapa ljósmynd Astrid Kircherr frá árinu 1964 af Bítlunum og fjölda tónlistarmanna á tröppum St. George’s Hall. Þá var haldin minningarathöfn um kvöldið í Chavasse-garðinum. Minningar- athafnir voru haldnar víðar um heim, m.a. við Lennon-minnisvarð- ann Strawberry Field í Central Park í New York. 30 Lennon var myrtur 8. des. 1980. Lennons minnst Breska málmsveitin Judas Priest hefur tilkynnt að væntanleg heims- tónleikaferð sveitarinnar verði sú síðasta og að sveitin ætli að henni lokinni að leggja niður störf. Judas Priest hefur verið að í ein 40 ár og selt um 40 milljónir platna. Loka- tónleikaferð sveitarinnar ber yfir- skriftina Epitaph eða Grafskrift, sem er einkar viðeigandi. Harðir Rokkararnir í Judas Priest. Judas Priest segir bless

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.