Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 17
Kristján Jónsson kjon@mbl.is Tunga úr ísnum við Grænland teygir sig nú í austur og er skammt frá Horni. Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA, fór á þriðjudag í gæslu- og hafíseftirlit út af Vestfjörðum og reyndist ísröndin næst landi um 21,7 sjómílur norður af Horni. Þar sem ísinn er næst landi er hann nokkuð gisinn og virðist þar hafa orðið um- talsverð nýmyndun á ís, að sögn Ingibjargar Jónsdóttur, landfræð- ings hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, sem var með í könnunar- fluginu. Fyrir utan Straumnes var ísinn þéttur en þegar komið var að hafís um 43,6 sjómílur frá Barða var ís- breiðan samfrosin með stórum ís- hellum. Sáust þar fimm stórir borg- arísjakar sem voru frá 30 metrum og upp í 110 metra á hæð ofan sjávar, að sögn Landhelgisgæslunnar. Gera má ráð fyrir að um 80% af ísnum séu neðan sjávarmáls og því gæti stærsti jakinn náð 500 metra niður í sjóinn eða enn lengra, að sögn Ingibjargar. Það fer þó talsvert eftir því hver eðl- isþungi sjávarins á svæðinu er. Gæti brotnað úr borgarísjökunum Ekki er talin stafa mikil hætta af sjálfum borgarísjökunum þar sem þeir sjást vel í ratsjá og þeir voru vel innan við ísröndina. Þeir voru þó nokkuð sprungnir og ekki ólíklegt að brotni úr þeim sem eykur hættuna, smájakar sem sjást ekki eða illa í ratsjá geta valdið miklu tjóni á skip- um. Ingibjörg stundar rannsóknir á hafís og notkun gervitunglamynda hjá Jarðvísindastofnun. „Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt við að ís- inn komi á þessum árstíma þó að al- gengara sé að hann nálgist landið eftir áramótin,“ segir Ingibjörg. „Hann er svolítið snemma á ferðinni en þetta er alls ekki neitt einsdæmi. Vindafar hefur verið heldur óvenju- legt, vindurinn hefur verið hagstæð- ur fyrir ísinn. Þá er það dæmigert að ístunga komi út úr meginísþekjunni og leggist þarna í Austur-Íslands- strauminn. Það sem var sérstakt var óvenju- mikil nýmyndun íss. Sjórinn þarf að vera ansi kaldur til að það fari að myndast nýr ís í honum, hann er svo saltur. Hitastigið hlýtur því að vera komið niður í mínus 1,8 stig. Hærra má það ekki vera ef sjór með seltu- stig eins og gerist þarna á að geta myndað ís, því saltari sem sjórinn er þeim mun kaldari þarf hann að vera til að geta frosið.“ – En eru líkur á að ísinn verði landfastur? „Þetta er ekki neitt óskaplega mikill ís, það sést vel á gervitungla- myndum,“ segir Ingibjörg. „Við reynum alltaf að lesa eins mikið út úr þeim og hægt er þó að þær komi ekki í staðinn fyrir ískönnunarflug.“ Á ratsjármyndum úr ENVISAT- gervitunglinu, myndum sem Ingi- björg fékk frá útstöð Evrópsku geimvísindastofnunarinnar, ESA, í Kiruna í Svíþjóð og færði inn á kortagrunn frá Landmælingum Ís- lands, sést hafísinn nokkuð vel, óháð birtuskilyrðum og skýjahulu. Allir borgarísjakarnir sjást eins og hvítir deplar en ekki er hægt að mæla hæð þeirra, þá þarf að fljúga yfir svæðið. Nýmyndun íss merkir að yfirborðið er þar sléttara en ella og kemur oft fram sem dökkir blettir á ratsjár- myndunum frá ESA-tunglinu. Hvítabirnir á land? – Er aukin hætta á að hvítabirnir gangi hér á land? „Það getur auðvitað gerst, við höf- um séð það á undanförnum árum. En mér skilst að hættan sé meiri ef ís- tungan slitnar frá meginísnum. Þá hafa birnir meiri ástæðu til að leita í land, það gera þeir ekki nema þeir séu komnir í vanda, t.d. ef þeir finna ekkert æti á ísnum eða hann er að bráðna undan þeim. Hafís teygir sig í austur  Brotni úr borgarísjökum fyrir norðan Horn gætu þeir reynst varasamir skipum Nálægt Horni » Ísröndin er næst landi um 21,7 sjómílur norður af Horni, 25,3 sjómílur frá Straumnesi og 43,6 sjómílur frá Barða. » Þar er hafísinn orðinn sam- frosinn og með stórum íshell- um sem geta verið hættulegar skipum. » Fimm stórir borgarísjakar, sá stærsti um 110 metrar að hæð, sáust í ískönnunarflugi Landhelgisgæslunnar. » Borgarísjakarnir sjást vel á ratsjá, skipum stafar meiri hætta af smájökum þegar stóru jakarnir brotna. Borgarísjaki Liðsmenn Landhelgisgæslunnar sáu nokkra stóra borgarísjaka í ískönnunarflugi sínu fyrir norðan land í vikunni. Minnir á sig Kort af hafisröndinni sem Ingibjörg Jónsdóttir hjá Jarðvís- indastofnun Háskóla Íslands gerði. FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Einar Örn Gíslason einarorn@mbl.is Saga Fjárfestingafélagsins Máttar ehf. líður senn undir lok, en nýverið var tilkynnt að bú þess hafi verið tekið til gjaldþrotaskipta í kjölfar úr- skurðar Héraðsdóms Reykjavíkur. Félagið var að stórum hluta í eigu þeirra Karls og Steingríms Weners- sona í gegnum Milestone-fyrirtækja- samstæðuna. Starfsemi félagsins fólst í fjárfestingum í skráðum og óskráðum hlutabréfum. Í árslok 2007 voru heildarskuldir Milestone við íslenska banka tæpir 43 milljarð- ar króna. Máttur var eitt gríðar- margra félaga sem tengdust Mile- stone eignatengslum, miðað við 20% eignarhlut síðarnefnda félagsins. Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kemur fram að áhættuskuldbinding- ar Glitnis, það er að segja lánveit- ingar, til Máttar hafi numið 14,5 milljörðum króna hinn 30. septem- ber árið 2008. Hinir bankarnir mátu Milestone og Mátt ekki tengda aðila, þrátt fyrir eignatengslin. Hlutir í BNT og Icelandair Eigendahópur Máttar breyttist nokkuð með tímanum. Á meðal ann- arra eigenda voru Sjóvá, sem var í eigu Milestone, í gegnum eignar- haldsfélag. Aðrir eigendur voru Ein- ar Sveinsson, sem jafnframt gegndi stjórnarformennsku, og Gunnlaugur Sigmundsson, fyrrverandi alþingis- maður, sem gegndi jafnframt stöðu framkvæmdastjóra. Ein stærsta fjárfesting Máttar var hlutur félags- ins í Icelandair, en Einar Sveinsson var jafnframt stjórnarmaður í Ice- landair þegar viðskiptin áttu sér stað, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar. Auk tæplega fjórðungshlutar í Icelandair, sem Íslandsbanki leysti til sín í fyrra, er hlutur Máttar í BNT, eignarhaldsfélagi N1, á meðal stærstu fjárfestinga. Máttur kominn í þrot  Fjárfestingafélagið var umsvifamikið í fjárfestingum á ár- unum fram að hruni  Stór hluthafi í Icelandair og BNT „Kosningafyrirkomulag eins og var viðhaft við kjör til stjórnlagaþings tel ég að hafi það marga galla að það sé ekki fyrirmynd sem við eigum að leita til þegar við tökum ákvörðun um breytingar á kosningareglum varðandi aðrar kosningar í fram- tíðinni,“ segir Birgir Ármanns- son, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins. „Það er frekar að við eig- um að læra af þessari reynslu og forðast að lenda í pyttum sem ég tel að séu þarna fyrir hendi.“ Mikið hefur verið rætt um breytt fyrirkomulag kosninga á Ís- landi undanfarið, ekki síst í aðdrag- anda kosninga til stjórnlagaþings. Vilja fækka kjördæmum í eitt Meirihluti þeirra sem náðu kjöri telur að landið allt eigi að vera eitt kjördæmi, en sá háttur var einmitt hafður á í nýafstöðnum kosningum til þingsins. Töluverðrar óánægju hefur hins vegar gætt með fyrir- komulag kosninganna nú, og þykir kosningakerfið sjálft hafa verið einkar ógagnsætt. Þannig fengu 37.135 kjósendur, sem allir skiluðu gildum kjörseðli, ekki neinn fulltrúa á stjórnlagaþingið. Birgir segist mjög opinn fyrir því að ræða um breytingar á kjördæma- skipan frá því sem nú er. Hann sé hins vegar þeirrar skoðunar að þær hugmyndir sem uppi hafi verið í þá veru að ganga langt í persónukjöri og gera landið um leið að einu kjör- dæmi séu „verulega gallaðar“. Heppilegra sé að halda sig við kerfi hlutfallskosninga og einhvers konar kjördæmaskiptingu. „Mér finnst sú kjördæmaskipan sem við komum á 1999 á margan hátt óheppileg og er opinn fyrir hugmyndum um að gera þar breytingar á,“ segir Birgir. Jafnara atkvæðavægi Birgir segir vægi atkvæða mega jafna innan ramma kjördæmaskipt- ingar. Hann segir þá hugmynd ekki síst til þess fallna að viðhalda tengslum kjósenda og kjörinna full- trúa. „Ég held að kjördæmaskipting auðveldi það, þannig að það er innan þess ramma sem ég tel við við eigum að jafna atkvæðavægið. Það má sjá fyrir sér alls konar útfærslur í því sambandi, og engin leið heilög í mín- um huga.“ einarorn@mbl.is Ákveðið víti til að varast  Kosningarnar til þess að læra af Birgir Ármannsson Efnahags- og við- skiptaráðuneytið keypti sérfræði- aðstoð fyrir tæp- ar 54 milljónir kr. frá byrjun síðasta árs til loka sept- ember sl. Hæstu upphæðirnar eru fyrir þjónustu lögfræðinga og hagfræðinga. Lagt hefur verið fram svar við skriflegri fyrirspurn Kristjáns Þórs Júlíussonar, þingmanns Sjálfstæðis- flokksins, um starfsmannahald og aðkeypta sérfræðiþjónustu hjá efna- hags- og viðskiptaráðuneytinu. 22 lögfræðingar og lögfræðistofur fengu samtals 23,6 milljónir fyrir sérfræðistörf og fimm ráðgjafarfyr- irtæki fengu 23 milljónir fyrir sér- fræðivinnu. Hæsta einstaka upphæðin sem greidd var á þessu tímabili er til ráð- gjafarfyrirtækisins Oliver Wyman sem var stjórnvöldum til ráðgjafar við breytingar á fjármálakerfinu. Fram kemur í svarinu að megin- þorri verkefna, sem upp koma í ráðuneytinu, er leystur af sérfræð- ingum og starfsfólki stjórnarráðsins. Ætíð komi þó upp verkefni þar sem þörf sé á að leita til sérfræðinga og ráðgjafa á viðkomandi sviðum, með- al annars til að tryggja aðkomu hlut- lausra sérfræðinga. Keyptu sérfræðiráð- gjöf fyrir 54 milljónir Árni Páll Árnason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.