Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.2010, Blaðsíða 11
DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010 Laugavegi 63 • S: 551 4422 NÝ SPARILÍNA Skoðið sýnisho rnin á laxdal. is/elba Útsala Bonito ehf. | Friendtex | Faxafen 10 | 108 Reykjavík sími 568 2870 | www.friendtex.is Opið: mánudaga – föstudaga 11:00 - 18:00 laugardag kl.11:00 - 16:00 Allt að afsláttur 40% á haust- og vetrarlistanum Gráðostur er skemmtilegt hráefni í sósur og hér notum við hann líka til að fylla nautasteikurnar. Það þarf að hafa nokkur snör handtök þegar rétturinn er eldaður – því best er að útbúa allt rétt áður en diskarnir fara á borðið – og því er gott að vera búinn að undirbúa allt áður, mæla upp það sem á að fara í sósuna og hafa til taks. 6-800 grömm af nautalund, skorin í fjórar steikur 1 pakki gráðostur 1 skalottulaukur, fínsaxaður 1/2 dl gin 2 dl rauðvín 2 dl matreiðslurjómi 2 msk sojasósa smjör, pipar og salt Skerið rauf í hliðina á hverri steik sem rúmar um eina matskeið af gráðosti. Lokið raufinni með tannstönglum. Brúnið steikurnar í smjöri á pönnu þar til þær hafa tekið á sig góðan lit, svona 3-5 mínútur eftir þykktinni á steikunum. Passið upp á að osturinn bráðni ekki og renni úr. Bætið skalottulauknum út á pönnuna og leyfið honum að mýkj- ast í um mínútu. Hellið nú gininu út á pönnuna og leyfið því að gufa alveg upp. Ef þið viljið vera flott á því þá „flamber- ið“ þið steikurnar með því að kveikja varlega í gininu áður en því er hellt yfir. Slökkvið samt á vift- unni áður. Það breytir engu um bragðið hvort þið flamberið eða ekki – þetta er meira „sjóv“ fyrir gestina. Takið steikurnar af pönnunni og setjið á fat og inn í 180 gráðu heit- an ofn. Hellið sojasósunni á pönn- una og síðan rauðvíninu. Sjóðið niður um 2/3. Bætið rjómanum og afganginum af gráðostinum saman við og eldið þar til úr er orðin þykk sósa. Takið kjötið úr ofninum og setjið á (helst heita) diska. Saltið og piprið eftir smekk. Hellið sósunni yfir. Berið fram með kartöflubátum og fersku klettasalati. Steingrímur Sigurgeirsson. Uppskriftin Gráðostafylltar nautalundir með gráðostasósu Fleiri uppskriftir má finna á Matur og vín-vef Morgunblaðsins: mbl.is/ matur og á www.vinotek.is. Bónus Gildir 9. - 12. desember verð nú áður mælie. verð After eight, 400 g ...................... 498 559 1.245 kr. kg Jólakaffi 400, g ......................... 598 659 1.495 kr. kg Kristjáns steikt laufabr., 15 stk.... 1.598 1.679 106 kr. stk. Bónus graflxsósa, 350 g............. 259 298 740 kr. kg Bónus nýb. kornkubbar, 4 stk...... 198 259 50 kr. stk. Bónus kjarnabrauð, 500 g.......... 159 198 318 kr. kg Kofareykt úrb. hangilæri ............. 2.518 2.998 2.518 kr. kg Kofareyktur úrb. hangiframp. ...... 1.618 1.998 1.618 kr. kg Bónus ís, 2 ltr. ........................... 298 379 149 kr. ltr Gillette mach 3 rakblöð, 4 stk. .... 998 1.298 250 kr. stk. Fjarðarkaup Gildir 9. - 11. desember verð nú áður mælie. verð Svínakótelettur úr kjötborði......... 998 1.458 998 kr. kg Nautagúllas úr kjötborði ............. 1.598 1998 1.598 kr. kg FK hamborgarhryggur, kjötborð ... 998 1.298 998 kr. kg Fjarðarkostur hangilæri úrb. ........ 2.558 3.198 2.558 kr. kg Fjarðarkostur hangiframp. úrb. .... 2.094 2.618 2.094 kr. kg Kjarnafæði London-lamb............ 1.359 1.698 1.358 kr. kg Ali-hamborgarhryggur m/beini .... 1.499 1.998 1.499 kr. kg Fjallalambs hangilæri úrb. .......... 2.878 3.198 2.878 kr. kg Fjallalambs hangiframp. úrb. ...... 2.128 2.364 2.128 kr. kg Fjallalambs fjallalæri.................. 1425 1.583 1.425 kr. kg Kostur Gildir 9. - 12. desember verð nú áður mælie. verð Freyju hrís, 120 g ...................... 159 229 159 kr. stk. Freyju staur, 2 í pk. .................... 89 149 89 kr. stk. Kostur túnfiskur ......................... 129 149 129 kr. stk. Kostur ananas, 3 í pk. ................ 249 298 249 kr. stk. Great Value Cheerios ................. 389 479 389 kr. stk. Husets kaffi, 400 g .................... 349 395 349 kr. stk. KF hamborgarhryggur................. 998 1.189 998 kr. kg Aro þvottaduft, 10 kg ................. 2.198 2.598 2.198 kr. stk. Krónan Gildir 9. - 12. desember verð nú áður mælie. verð Ungnautalund, erlend ................ 3.198 3.998 3.198 kr. kg Grísakótilettur lúxus beinlausar ... 999 1.998 999 kr. kg Ungnauta Rib Eye, erlend ........... 1.999 3.998 1.999 kr. kg Sambands hangilæri úrb. ........... 2.398 2.998 2.398 kr. kg Sambands hangiframpa. úrb. ..... 1.998 2.498 1.998 kr. kg SS rifsberja lambalæri ............... 1.898 2.378 1.898 kr. kg Gríms humarsúpa sælkerans ...... 558 698 558 kr. pk. Jöklabrauð ................................ 339 399 339 kr. stk. Lambi eldhúsrúllur jóla............... 369 398 369 kr. pk. Gillette fusion rakvél + balm. ...... 2.298 2.995 2.298 kr. pk. Nóatún Gildir 9. - 12. desember verð nú áður mælie. verð Lambafillet með fiturönd ............ 2.878 3.598 2.878 kr. kg Lambalærissneiðar .................... 1.399 1.998 1.399 kr. kg Nóatúns hamborgarhryggur ........ 1.598 1.998 1.598 kr. kg Korngrís grísahnakki úrb. ............ 1.131 1.698 1.131 kr. kg Húsavíkur hangilæri tvíreykt ........ 2.248 2.498 2.248 kr. kg Húsavíkur hangilæri ................... 1.998 2.498 1.998 kr. kg Húsavíkur hangiframpartur ......... 1.198 1.498 1.198 kr. kg Sólfugl kalkúnabr. aprík/döðlu.... 2.968 3.298 2.968 kr. kg Myllu marengs, hvítur/brúnn....... 589 639 589 kr. stk. Smámál súkkulaðifrauð.............. 79 89 79 kr. stk. Þín Verslun Gildir 9. - 12. desember verð nú áður mælie. verð Ísfugls kjúklingur, heill ................ 749 1.072 749 kr. kg Lambahryggur úr kjötborði .......... 1.298 1.949 1.298 kr. kg Lambalæri úr kjötborði ............... 1.098 1.698 1.098 kr. kg MS sýrður rjómi 10% ................. 169 192 845 kr. kg Hatting hvítlauksbrauð, 2 stk. ..... 369 459 185 kr. stk. Torsleff vanilla, 100 g................. 219 258 2.190 kr. kg La Baguette smábrauð, 10 stk. ... 435 565 44 kr. stk. La Baguette snittubrauð, 4 stk. ... 398 559 100 kr. stk. Helgartilboðin Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Fyrirtækið sem ég vannhjá fór á hausinn þegar égvar komin tuttugu vikur á leið með strákinn minn Bergstein Bjarma sem fæddist í ágúst í fyrra. Að loknu fæðingarorlofi gekk mér illa að fá vinnu og þá fékk ég þessa hugmynd að stofna verslun, frekar en að vera á atvinnuleysisbótum,“ segir Svava Þorsteinsdóttir en hún og eiginmaður hennar Alexander Þórsson opnuðu vefverslunina Sjarmatröll.is í sumar. Þar fást barnaföt og ýmislegt fleira tengt börnum en nafn verslunarinnar kemur frá syninum unga sem stundum er kallaður Bjarmi sjarmi sjarmatröll. „Mér fannst barnaföt vera orðin svo dýr og fannst því tilvalið að gera eitthvað til að bæta úr því fyrir fólk. Ég kynnti mér vinnu- markaðsúrræði hjá Vinnumála- stofnun, hvernig vinna á að þróun eigin viðskiptahugmyndar, og mér fannst frábært að fá tækifæri til að koma mér sjálf út úr atvinnuleysinu. Við hjónin erum vön því að stökkva til þegar okkur dettur eitthvað snið- ugt í hug og fórum bara á fullt með þetta.“ Bóndinn fórnaði heilaga svæðinu í bílskúrnum Svava segir að flestar vörurnar komi frá Bandaríkjunum og þar hafi verðlagið ráðið mestu. „Ég þekki líka sumar þessar vörur vel eins og Carter’s vörurnar. Við ætluðum upphaflega að einskorða okkur við að vera með föt fyrir krakka frá núll til tveggja ára, en okkur langaði að stækka þetta aðeins og nú er þetta fyrir krakka upp í sex ára.“ Hjá Sjarmatröllum fást ekki að- eins föt heldur allskonar aukahlutir líka eins og burðarpokar, rúmfata- sett, þvottapokar, smekkir, pelar, snuð og ýmislegt fleira. „Við reynum að hafa augun opin fyrir því sem ekki fæst hér og við reynum líka að stilla verðinu í hóf. Reyndar eru Carter’s fötin dýr í inn- kaupum en við erum með margt annað sem er töluvert ódýrara en í verslunum hér, en margt er á svip- uðu verði.“ Þau hjónin létu ekki duga að stofna vefverslun heldur opnuðu líka verslun í bílskúrnum hjá sér með all- ar vörur sem fást hjá Sjarmatröll- um. „Maðurinn minn fórnaði sínu heilaga svæði í bílskúrnum fyrir búðina en það hefur líka skilað sér, því fólk vill fá að skoða og handfjatla vöruna. Margir eru búnir að skoða heima á vefnum og ákveða sig að mestu leyti, en vilja samt skoða nán- ar áður en það kaupir.“ Sjarmatröll á vefnum og í bílskúrnum Morgunblaðið/Golli Bílskúrsbúð Svava ásamt syni sínum sjarmatröllinu Bergsteini Bjarma í versluninni í bílskúrnum heima. www.sjarmatroll.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.