Morgunblaðið - 09.12.2010, Side 27
við manninn mælt, þegar þau stigu
upp í efstu tröppuna opnust dyrnar
og amma Úlla tók á móti okkur. Það
voru skemmtilegar andstæður og í
raun áhugaverð samsuða sem mættu
okkur í Lönguhlíðinni. Það var ilmur
af reykelsi í stofunni sem alltaf heill-
aði okkur, heimagerðir frostpinnar í
frystinum, gamlir skartgripir og
glingur í skápunum og langoftast
voru til kanilsnúðar með súkkulaði í
eldhúsinu. Það voru ótal atriði í
Lönguhlíðinni sem heilluðu ungar
sálir. Herbergin voru mörg og sum
hver jafnvel framandi. Fataskápur-
inn á ganginum var ótæmandi að því
er virtist og alltaf hægt að finna eitt-
hvað nýtt til að skoða og leika sér
með. Amma átti stóran poka sem var
fullur af leikföngum; hestar, kindur,
kýr og önnur dýr voru þar í miklum
mæli, indíánar og tindátar. Amma
Úlla málaði mikið af myndum, gerði
hún margar tilraunir til að gera úr
okkur listamenn með misjöfnum ár-
angri en mikið höfðum við gaman af
því að mála með henni og sýna henni
árangurinn.
Við systkinin nutum návistarinnar
við ömmu Úllu bæði í ferðum fjöl-
skyldunnar inn á Akureyri og eins
var amma tíður gestur heima í Dæli
allan ársins hring. Yfir sumarmán-
uðina var amma iðulega með reið-
hjólið sitt með sér og við fórum hjól-
andi með henni um dalinn, oft og
tíðum áleiðis inn að Vaglaskógi.
Amma hafði unun af að ferðast og
sum okkar voru svo lánsöm að kom-
ast í utanlandsferðir með henni.
Hannes fór með ömmu í viku ferm-
ingarferð til Álfheiðar og Bjössa í
Kaupmannahöfn og Bjarni fór í sam-
bærilega ferð og hitti þau með henni
í Frankfurt. Minningar okkar
bræðranna úr þessum ferðum munu
lifa með okkur um ókomin ár enda
var þetta með fyrstu ferðum okkar
út fyrir landsteinana.
Þegar við eldri bræðurnir vorum í
framhaldsskóla inni á Akureyri
bjuggum við einn vetur hjá ömmu í
Lönguhlíðinni. Það var einstaklega
gott fyrir okkur að endurnýja kynn-
in við ömmu með þeim hætti, þó svo
hún hafi verið á flakki mikinn hluta
vetrarins.
Elsku amma, nú kveðjumst við að
sinni með tár á hvarmi og söknuð í
brjósti. Við, sem áfram höldum
þennan veg, munum geyma minn-
ingarnar um ókomin ár.
Hvíl í friði, elsku amma,
Hannes, Bjarni, Úlla,
Sigríður og Steinþór.
Elsku besta Úlla amma.
Ég man þegar ég var lítil og
fannst svo ótrúlega gaman að koma í
heimsókn til þín á gistiheimilið á Ak-
ureyri. Þú áttir alltaf svo flotta hluti
og kunnir framandi tungumál.
Foreldrar mínir sögðu mér alltaf
hvað þú hefðir verið sterk, hvernig
þú hefðir barist við þrjú mismunandi
krabbamein en ég skildi það aldrei
almennilega fyrr en seinna í lífinu.
Svo fékkst þú parkinsonsveiki og
ég vissi ekki alveg hversu alvarlegur
sjúkdómur það var og fannst ósköp
skrítið þegar fólk vildi að þú seldir
gistiheimilið þitt.
Eftir því sem lengra leið varðst þú
alltaf veikari og veikari, sem var
leiðinlegt fyrir allra en leiðinlegast
fyrir þig. Það var ósköp leiðinlegt
hvað þú þurftir að lifa lengi sem
fangi í eigin líkama og því gott að þú
gast farið í friði.
Mér þótti mjög vænt um það að
sjá hvað þú varst falleg og friðsæl
þegar þinn tími var kominn.
Þú varst frábær kona og þín verð-
ur sárt saknað. Ég elska þig, amma
mín.
Kveðja,
Marta Laufey Tómasdóttir
Árdal.
Elsku Úlla amma okkar, nú ertu
farin. Farin á fallegan stað, laus við
þjáningar og veikindi.
Eins sárt og það er að missa þig,
veitir það okkur mikla hugarró að
vita af þér í friði. Minningarnar
streyma upp í hugann, fallegar
minningar frá barnæsku okkar í
Lönguhlíðinni. Okkur fannst æðis-
legt að geta labbað til þín hvenær
sem er og eytt tíma með þér á gisti-
heimilinu, þú hafðir svo einlægan
áhuga á að kynnast gestunum og
þeirra ólíku menningu. Ekki að
ástæðulausu að fólk kom ár eftir ár
hvaðanæva að úr heiminum á gisti-
heimilið til þín. Það var alltaf svo
skemmtilegt að sjá þig tala tungu-
mál sem við skildum ekki orð af.
Minningar um gönguferðir í Kjarna-
skóg, sláturgerð, laufabrauðsút-
skurð og piparkökumálun fylla
hjörtu okkar hlýju. Við dáðumst allt-
af að því hvað þú varst dugleg að
ferðast og hreyfa þig. Við vorum svo
stoltar af að eiga ömmu sem var allt-
af í sundi, á gönguskíðum og að
hjóla. Það gerði það samt ennþá erf-
iðara að horfa upp á þig veikjast og
missa máttinn.
Mín sterkasta minning er þó
grænmetissúpan þín sem var eitt
það besta sem ég gat fengið. Ég man
að ég bað alltaf um grænmetissúpu
þegar ég kom til þín og er enn hand-
viss um að enginn getur gert betri
súpu en þú, – Sandra.
Við elskum þig, takk fyrir að hafa
alltaf verið til staðar fyrir okkur.
Innilegar samúðarkveðjur til allra
ættingja og aðstandenda.
Með ástarkveðju, þínar
Sandra og Díana.
Þegar ég nú kveð Úllu frænku
mína, koma fyrst upp í hugann
myndir frá æskuárunum. Meðal
fyrstu minninga minna, eftir að ég
kom með foreldum mínum í Laufás
vorið 1928, eru heimsóknir okkar úr
sveitinni til Geirs föðurbróður míns
á Akureyri. Í þau skipti sem við fór-
um í kaupstaðarferð með trillunni
frá Nollarvík til Akureyrar, lá leiðin
alltaf beint til Geirs og Hönnu þar
sem við nutum gestrisni þeirra. Geir
og faðir minn voru einlægir vinir og
ég man hvað þeir voru alltaf glaðir
þegar þeir hittust. Hanna var útlærð
í matreiðslu og flutti með sér ýmsar
nýjungar í matargerð frá Dan-
mörku. Var gott að koma í heimsókn
og í mat til þeirra hjóna. Við bræð-
urnir í Laufási vorum nokkurn veg-
inn jafnaldrar barnanna þeirra,
Hans, Úllu og Hreins. Þau komu líka
oft í sveitina til okkar á sumrin.
En árin liðu og við fórum hvert
sína leið eins og gengur.
Faðir minn gifti Úllu og Hannes
Árdal í Laufási þriðjudaginn 27.
október 1953, þremur dögum eftir að
móðir hennar var jörðuð. Mann sinn
missti Úlla skyndilega í febrúar 1972
frá 5 ungum börnum þeirra á aldr-
inum frá 5 til 16 ára og varð þá að sjá
fyrir þeim ein. Sýndi hún mikinn
dugnað við að framfleyta sér og
börnum sínum. Hún var lengi síma-
vörður á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri, en seinustu starfsárin rak
hún gistiheimili við Lönguhlíð á Ak-
ureyri. Þar tók hún alltaf vel á móti
gestum sínum og stóð sig svo vel í
því hlutverki, að oft kom sama fólkið
til hennar frá útlöndum ár eftir ár.
En Úlla þurfti líka að takast á við
erfið og alvarleg veikindi um ævina,
en þeim tók hún með miklum kjarki
og æðruleysi. Komst hún í gegnum
öll veikindi sín á undraverðan hátt.
Úlla lagði mikla rækt við að halda
uppi minningunni um listsköpun föð-
ur síns. Hún safnaði saman fjöl-
mörgum munum, sem hann hafði
gert, og opnaði sýningu á þeim í maí
1988 í Gamla Lundi á Akureyri. Í
tengslum við ættarmót Þormarsætt-
arinnar í júní 1998 afhenti hún síðan
Héraðsskjalasafni Austfirðinga á
Egilsstöðum möppu með myndum af
verkum Geirs frá árunum 1930 til
1950. Þar eru myndirnar í öruggri
vörslu. Sjálf var Úlla mjög listhneigð
og eftir hana liggja allmörg verk
sem hún málaði í frístundum sínum.
Úlla var mjög frændrækin og
fylgdist vel með öllum af Þormars-
ættinni. Samband okkar Guðrúnar
við hana styrktist mjög með árunum
og höfðum við alltaf mikla ánægju af
að hitta hana í hvert skipti sem við
komum til Akureyrar. Páll sonur
hennar og fjölskylda hans hafa í
mörg ár verið sérstakir og nánir vin-
ir okkar. Höfum við stöðugt sam-
band okkar á milli.
Við Guðrún sendum börnum Úllu
og fjölskyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur. Hugur okkar verður
hjá ykkur á kveðjustundinni.
Guttormur Þormar.
MINNINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 2010
✝ Árni Árnasonfæddist 13. febr-
úar 1925 í Þórshamri
í Garði. Hann lést á
Landspítalanum 29.
nóvember 2010.
Árni var sonur
hjónanna Árna Árna-
sonar, f. 18. des. 1875,
d. 11. júní 1967, frá
Varmahlíð undir
Eyjafjöllum, og Guð-
rúnar Þórðardóttur f.
6.júní 1887, d. 22. júlí
1972 frá Vegamótum
á Akranesi. Systkini
Árna: Kjartan Árnason f. 19. júní
1913, d. 1932, Björg Árnadóttir f.
24. okt. 1916, búsett í Keflavík,
Þórður Árnason f. 29.maí 1919, d.
1936, Friðrik Árnason f. 9. janúar
1930, búsettur í Keflavík.
Þann 26. desember 1959 kvæntist
Árni Krístínu Jónsdóttur frá Hafn-
arhólmi, f. 11. nóv. 1927, d. 9. des-
ember 1999. Þeim varð ekki barna
auðið, en Kristín átti fyrir Örn Vil-
mundarson f. 26. okt. 1947. Fyrri
kona Arnar var Erla María Kjart-
ansdóttir f. 16. okt. 1946, þeirra
dóttir er Kristín Guðbjörg, f. 18.
feb. 1973, sambýlismaður hennar
Kristófer Jóhannesson f. 1. mars
1967. Þeirra börn Theodóra Dröfn
f. 27. apríl 1992, Eydís Anna f. 8.
desember 1995 og
Viktor Jóhannes f. 11.
október 1999. Seinni
kona Arnar var Björk
Sigurjónsdóttir, f. 20.
maí 1959, þeirra börn
Sigurjón G. f. 17. jan-
úar 1984 og Árný Ösp
f. 3. apríl 1987.
Árni og Kristín
hófu búskap í Kefla-
vík, en 1971 fluttu
þau í Hjallabrekku í
Kópavogi, en bjuggu
síðustu árin í Furu-
grund 68, Kópavogi.
Árni hóf sjómennsku um fermingu
hjá Guðmundi Jónssyni útgerð-
armanni í Garði og átti sjó-
mennskan hug hans allan. Hann tók
mótorvélstjórapróf í Reykjavík
1944 og fiskimannapróf frá Stýri-
mannaskólanum í Reykjavík 1950.
Árni var háseti í síldarævintýrinu,
en síðar stýrimaður. Árið 1953 réð
hann sig sem skipstjóra á Trausta
GK 9 og var farsæll skipstjóri í 20
ár. Hann réð sig á millilandaskip,
en lét af sjómennsku 1976 og síð-
ustu árin starfaði hann hjá ESSO
sem bensínafgreiðslumaður.
Útför Árna fer fram frá Digra-
neskirkju í Kópavogi í dag, 9. des-
ember 2010, og hefst athöfnin kl.
15.
Mig langar að minnast Árna eða
Adda eins og við kölluðum hann. Ég
var gift stjúpsyni hans og þegar ég
kom heim með dóttur okkar ný-
fædda, spurði ég hann hvort hún
mætti kalla hann afa. Innilegra svar
var ekki hægt að fá en svarið var
stórt já.
Því miður varð honum ekki barna
auðið. Hvílík gleði sem skein alltaf
af honum yfir að eiga afabarn. Milli
litlu Kristínar og hans mynduðust
ótrúlega sterk bönd sem aldrei bar
skugga á. Ég er ákaflega stolt að
dóttir mín og hennar börn skyldu
eignast svona yndislegan afa sem
var allt í öllu hjá þeim. Ekki lét Addi
sig muna um að keyra norður til
þeirra hvenær sem var. Það veitti
honum ómælda ánægju að vera hjá
þeim og sérstaklega í réttum. Öll jól
og áramót voru þau hjónin hjá þeim
fyrir norðan og eftir að eiginkona
hans lést hélt hann því áfram.
Margar góðar minningar koma
upp í hugann um þennan yndislega
mann og allar eru þær góðar. Þessi
ljúfi, hægláti maður sem stundum
laumaði glettnum og góðlegum orð-
um frá sér sem vöktu oft mikla kát-
ínu. Enn og aftur vil ég þakka fyrir
að hafa kynnst þessum frábæra
manni og eiga leið með honum í tæp
fjörutíu ár.
Ég vil votta systkinum hans,
Erni, Kristínu og fjölskyldu, og öll-
um ættingjum mína innilegustu
samúð. Megi yndislegar minningar
ylja ykkur um ókomna tíð. Guð
geymi þig, elsku Addi minn, og hvíl í
friði.
Erla María.
Elsku Addi.
Nú hefur þú horfið til nýrra
starfa eftir farsælt ævistarf, bæði til
sjós og lands.
Líf þitt nú á enda er,
elli brostinn klafi.
Til átthaga þinna andi fer.
ekki nokkur vafi.
Fögur sveit mun fagna þér
fyrir opnu hafi.
Alltaf fast þú sóttir sjó,
svo þig flestir muna.
Vinnan hörð þér velferð bjó,
við það máttu una.
Hjartagæskan helst mun þó
heiðra minninguna.
(Bjarni Guðni Guðnason.)
Hvíl í friði, kæri frændi, og hafðu
þökk fyrir allt.
Jórunn og fjölskylda.
Elsku afi, þegar ég fékk þær
fréttir að þú værir látinn þá vildi ég
ekki trúa því þar sem við vorum hjá
þér kvöldinu áður og þú varst svo
hress. Það er erfitt að horfa á eftir
þér svona fljótt. Það voru forréttindi
að eiga þig sem afa, þú stóðst við
hlið mér sem klettur ef eitthvað
bjátaði á, ég gat leitað til þín og sagt
þér allt því þú varst líka minn besti
vinur. Það var alltaf jafn yndislegt
að koma til þín og ömmu þegar þið
bjugguð í Hjallabrekkunni og síðan
í Furugrundinni. Ég minnist þess
þegar ég var lítil og þú vannst á
bensínstöðinni, þá keyptirðu alltaf
eitthvað gott handa mér sem var
sett í tóma plastdollu og ég gat
gengið að því þegar ég vildi heima
hjá ykkur. Minningarnar sem sitja
eftir eru svo margar að þó ég vildi
telja þær allar upp þá yrði það í
heila bók.
Það var alltaf gaman að fá þig í
heimsókn til okkar hingað norður og
við eigum eftir að sakna þess mikið
að hafa þig ekki hérna hjá okkur. Þú
varst vanur að koma alltaf norður
um jólin og það var alltaf svo gaman
í skötuveislunni hjá okkur, sumir
fussuðu og sveiuðu yfir lyktinni en
þú hlóst alltaf að þeim og gerðir
mikið grín að þeim, sagðir að þetta
væri herramannsmatur. Þér þótti
alltaf gaman að koma í réttirnar og
fylgjast með þegar safnið kom nið-
ur, það verður tómlegt að hafa þig
ekki með okkur næsta haust en þú
verður með okkur í huganum.
Við eigum öll eftir að sakna þín og
þeirra yndislegu stunda sem við átt-
um saman. Góður guð geymi þig og
minning þín mun ávallt lifa í hjört-
um okkar. Hvíldu í friði, elsku afi
minn.
Kristín, Kristófer og börn.
Elsku afi, þú varst ávallt svo góð-
ur og alltaf í svo góðu skapi. Ég man
bara seinustu helgina sem við vor-
um saman, ég hef aldrei séð þig eins
hressan og kátan. Ég minnist þess
oft hversu gaman var hjá okkur
þegar við bjuggum saman fyrstu ár-
in mín í framhaldskólanum. Þú
varst svo indæll að leyfa mér að
vera hjá þér. Það var svo gaman
þegar við fórum í bíltúr niður á
bryggjurnar og skoðuðum hvaða
bátar voru í höfn og þú sagðir mér
mörg bátaheiti og einnig margt um
þá. Ég man líka hvað þú beiðst
stundum tímunum saman uppi í
hesthúsi bara til að fylgjast með
mér og hestunum og á ég eftir að
sakna þín þar og geta ekki litið til
þín og séð þig sitja í bílnum þínum
og bíða eftir mér. Við gerðum svo
margt saman, manstu þegar við fór-
um stundum í bíltúr til Keflavíkur á
sólskinsdögum og fórum í heimsókn
til Fidda og Árna. Ég man líka þeg-
ar ég var yngri og ég kom til þín oft
í heimsókn og þá fórum við alltaf
saman í búðina fyrir ömmu og svo
leyfðirðu mér alltaf að kaupa eina
rós handa ömmu sem ég fékk að
gefa henni. En það var alltaf svo
gott að koma til þín því þar leið mér
líka alltaf svo vel og hjá þér var allt-
af til svali og ís í ísskápnum sem
maður mátti alltaf fá. Ég á eftir að
sakna þín ótrúlega mikið og að geta
ekki kíkt í heimsókn til þín því þú
ert besti afinn. En hérna er ljóð sem
ég samdi til þín, elsku afi minn.
Nú liggurðu á kistubotni hér,
og ferð upp í þennan himin frá mér.
Mér finnst þú hafa farið of fljótt,
en minningarnar hverfa ei skjótt.
Mér finnst eins og þú sért farinn frá
mér,
en veit ég að þú ert alltaf hér.
Þú hresstir alltaf upp mína sál,
í stað þess að kveikja í henni bál.
Í draumi mun ég þig einnig dreyma,
því í aldrei í lífinu mun ég þér gleyma.
Í draumi til þín á nóttu ég svíf,
og minnumst við hamingju í þessu lífi.
Nú kveður þú þennan fallega heim,
og ferð upp í þennan himingeim.
Enn horfi ég í framtíð bjarta,
því þú verður ávallt í mínu hjarta.
Þín
Theodóra.
Það er blendin tilfinning að þurfa
í upphafi aðventunnar að kveðja
Adda frænda okkar í hinsta sinn.
Addi var ömmubróðir okkar og hef-
ur alla tíð verið hluti af okkar lífi og
við eigum margar ljúfar og góðar
minningar til að ylja okkur með á
þessari kveðjustund.
Addi var skipstjóri í hjartnær 40
ár og sjórinn og sjómennskan var
honum hugleikin fram til síðasta
dags. Hann var iðinn við að skjótast
á bryggjurnar og kom oft og iðulega
á bryggjuna í Sandgerði þar sem
frændur hans stóðu í löndun. Hann
varð að fá nákvæmar upplýsingar
eftir hvern róður um aflann og helst
hvar fiskaðist mest, sjómannsblóðið
var alltaf til staðar. Addi fylgdist vel
með þjóðfélagsumræðunni og var
vel upplýstur um hin ótrúlegustu
málefni líðandi stundar og var einn-
ig viskubrunnur, þegar kom að því
að rifja upp gamlar stundir. Sög-
urnar frá síldarævintýrinu og ófáu
sjómannssögurnar urðu oft sem lif-
andi myndir í huga okkar. Honum
þótti ekki leiðilegt að taka pólitíkina
fyrir og var rökfastur með eindæm-
um. Það var samt alltaf stutt í húm-
orinn og ósjaldan sem spennandi
orrahríð um stjórnmálin tóku á sig
glettilega hliðstæðu og allir hlógu,
það var sjaldan lognmollan í kring-
um hann. Addi var hjartahlýr maður
og vinarþelur hans laðaði okkur að
honum. Börnin okkar sakna frænda
síns sem var þeim svo góður. Í hug-
um okkar er mikið þakklæti fyrir að
hafa átt hann að og kveðjustundin
er sár. Við huggum okkur þó við það
að þrátt fyrir að við fögnuðum
merkum tímamótum með þér í febr-
úar sl. þegar þú fagnaðir 85 ára
aldri, þá varstu ern og lifðir með
reisn fram á síðustu stundu. Elsku
Addi okkar, við þökkum yndislega
samfylgd og góðar stundir og minn-
ing þín verður ávallt ljós í lífi okkar.
Elsku Kristín og fjölskylda, amma
og Fiddi, við vottum ykkur öllum
okkar dýpstu samúð. Þín frænd-
syskini,
Jónas Árnason, Elenora K.
Árnadóttir, Árni Árnason,
Björg Árnadóttir og fjöl-
skyldur.
Árni Árnason