Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 4
4 24. desember 2010
Myndin framan á albúmi plötunnar Trout Mask Replica gef-
ur til kynna hvað koma skal og sömuleiðis heiti laganna.
Frownland heitir eitt og mætti alveg vera nýr viðkomu-
staður í jólalaginu sívinsæla, Dachau Blues annað, Dali’s
Car það þriðja, allt í allt 28 lög. Nöfn hljóðfæraleikaranna
eru ekki síðri. Zoot Horn Rollo, sem í raun heitir Bill Harkle-
road, og Antennae Jimmy Semens spila á gítar og John
„Drumbo“ French á trommur.
Frank Zappa var upptökustjóri plötunnar, sem er fjöl-
breyttur samsetningur, oft ómstríður, með sterkum áhrifum
úr blús, tilraunadjassi og rokki. Í umsögn í vikublaðinu Die
Zeit segir að platan veiti „sýn yfir landslag utangarðstón-
listar í Bandaríkjunum á 20. öld. Frá þjóðlagablús kreppu-
áranna til hömlulausra hljómárása Howlin’ Wolf og sælu-
kenndrar tunguleikfimi Johns Coltranes eða Erics
Dolphys.“
Ýmsar sögur hafa verið sagðar um plötuna og áhöld um
sannleiksgildi þeirra. Einn þeirra er að Van Vliet, sem form-
lega hafði ekki lært á neitt hljóðfæri, hefði sest við píanóið,
kveikt á segulbandinu og samið megnið af plötunni í einni
lotu á átta og hálfri klukkustund. Síðan hafi hann látið
hljómsveitina tileinka sér tónlistina.
John French hefur skrifað rækilega úttekt á Captain
Beefheart and The Magic Band, Through The Eyes of Ma-
gic, þar sem önnur útgáfa er sögð af gerð hinnar sögu-
frægu plötu. French segir að það hafi tekið Van Vleit þrjár
vikur að semja hljómlistina, en eitt kvöldið meðan á því
stóð hafi myndin 8½ eftir Federico Fellini verið sýnd í sjón-
varpinu og þannig varð goðsögnin um 8½ klukkustund til.
French lýsir því hvernig hann skráði og útsetti tónlistina,
sem Van Vliet kom til skila til hans með því að flauta,
syngja og spila á píanó. Hljómsveitin hafi síðan notað nót-
urnar sínar til að æfa lögin.
French segir að kunnáttuleysi Van Vliets á hljóðfæri hafi
nánast útilokað að hann gæti komið hugmyndum sínum til
skila til hljómsveitarinnar, eitt sinn sagði hann trommuleik-
aranum að spila eins og hann þyrfti spila eins og hann
þyrfti að halda jafnvægi á diski með kúlulegum. Fyrir vikið
hafi Van Vliet fengið að gera það sem hann vildi með fanta-
brögðum og fláttskap.
„Þegar kemur að list er í mér fasistaþráður,“ sagði Van
Vliet í samtali við The New York Times 1990. „Ég vil að
hlutirnir séu nákvæmlega eins og ég hugsaði mér þá og ef
einni línu er breytt hugsa ég með mér: „Fjandinn hafi það,
ég þarf ekki á þessu að halda.“
French lýsir því hvernig hann mátti sæta svívirðingum og
barsmíðum af hálfu Van Vliets, sem eitt sinn henti honum
meira að segja niður stiga. Hans er ekki getið á albúmi
Trout Mask Replica þrátt fyrir vinnuna, sem hann lagði í
plötuna. Ekki hefur martröðin þó verið alger því að French
sneri aftur til The Magic Band og spilaði á fjórum plötum til
viðbótar.
Að halda jafnvægi á diski með kúlulegum
C
aptain Beefheart var alltaf sveipaður
undarlegum ljóma. Maðurinn með sil-
ungagrímuna og hráu röddina, sem hann
sagði sjálfur einhverju sinni að spannaði
sjö áttundir og næði allt úr undirdjúpunum upp í
efstu hæðir. Hann gæti auðveldlega sprengt gler
með röddinni, en hefði bara ekki efni á að stunda
það. Captain Beefheart hét réttu nafni Don Van
Vliet. Hann lést 17. desember vegna MS-sjúkdóms-
ins, heila- og mænusiggs, sem hann hafði strítt við
um árabil.
Van Vliet var aldrei atkvæðamikill á vinsældalist-
um og má segja að áhrif hans hafi verið í öfugu
hlutfalli við almenna hylli hans. Í andlátsfréttum er
endalaus listi yfir hljómsveitir, sem voru undir
áhrifum frá honum: Devo, The Residents, Pere
Ubu, The Fall, Public Image Limited, Nick Cave,
P.J. Harvey og The White Stripes, svo einhverjar
séu nefndar. Tom Waits er sérstakur aðdáandi:
„Þegar maður hefur einu sinni heyrt í Beefheart er
erfitt að ná honum úr fötunum. Hann skilur eftir
blett eins og kaffi eða blóð.“
Don Vliet fæddist í Glendale í Kaliforníu 15. jan-
úar 1941og varð síðar Don Van Vliet. Foreldrar hans
voru innflytjendur frá Hollandi. Frásagnir af æsku
hans hljóma eins og þjóðsögur. Foreldrar hans
virðast hafa talið að hann væri undrabarn í listum
og við þær fékkst hann frá fimm ára aldri. Í viðtali
við David Letterman sagði hann að skólaganga sín
hefði verið hálfur dagur í leikskóla og það hefði
jafnvel verið of mikið. Hann hefði læst sig inn í her-
bergi til að gera myndastyttur og neitað að koma út.
Foreldrar sínir hefðu rennt til sín mat undir hurð-
ina.
Van Vliet þótti sýna hæfileika og þegar hann var
13 ára bauðst honum styrkur til að fara til náms í
höggmyndalist í Evrópu, en foreldrar hans bönn-
uðu honum að fara og fluttu til bæjarins Lancaster í
Mojave-eyðimörkinni.
Van Vliet kynntist tónlistarmanninum Frank
Zappa í menntaskóla og leiðir þeirra áttu eftir að
liggja saman, þótt ekki ríkti alltaf sátt á milli þeirra.
Hann hóf nám í listfræði í háskóla, en hætti eftir eitt
misseri. Í upphafi sjöunda áratugar liðinnar aldar
fór hann að vinna í hljóðveri Zappa í Cucamonga í
Kaliforníu. Þeir unnu saman að rokkóperu, sem til
þessa hefur hvorki verið sett upp né gefin út. Þeir
skrifuðu einnig hluta af handriti myndar, sem átti
að heita Captain Beefheart vs. the Grunt People.
Hljómsveitin Captain Beefheart and His Magic
Band var stofnuð 1965. Platan Safe As Milk kom út
1967 og gegndi gítarleikarinn Ry Cooder þar lykil-
hlutverki. Næsta plata, Strictly Personal, kom 1968,
en bautasteinninn kom árið eftir, tvöfalda albúmið
Trout Mask Replica. Á lista tímaritsins Rolling
Stone yfir 500 bestu plötur allra tíma er sú plata í
58. sæti.
Van Vliet kom sjaldan fram en hélt áfram að gefa
út plötur. Árið 1975 sættust Van Vliet og Zappa eftir
langvinnar deilur, fóru í tónleikaferð og gáfu út
plötuna Bongo Fury.
Á níunda áratugnum tók Van Vliet upp tvær plöt-
ur með ungum hljómlistarmönnum, sem höfðu til-
beðið hann í uppvexti sínum. Sú síðari, Ice Cream
for Crows, kom út 1982 og reyndist hans síðasta
plata. Eftir það helgaði Van Vliet sig málaralistinni.
Captain Beefheart með hattinn ómissandi.
Maðurinn með
silungagrímuna
Captain Beefheart hlaut
ómælda viðurkenningu þótt
vinsældir létu á sér standa
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Frank Zappa og Captain Beefheart áttu samleið.
„Þegar ég fyrst heyrði Trout
Mask Replica fannst mér hún
vera óskipulagður glundroði, ég
heyrði ekki grunnbygginguna …
og hún er orðin platan, sem ég
kann best að meta … í raun hef-
ur ekkert slegið henni við sem
listrænni yfirlýsingu án mála-
miðlunar. Satt að segja eftir að
hafa hlustað á Captain Beefheart virðist allt annað fremur
meinlaust.“ Tom Waits
Yfirlýsing án
málamiðlunar