Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 6

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 6
6 24. desember 2010 Kunnugir bera Gareth Williams almennt vel söguna. Hann hafi verið ljúfur, kurteis og áreiðanlegur. Enginn virtist þó vita við hvað hann starfaði, að ekki sé talað um hvað hann sýslaði í frístundum. Breska dagblaðið The Guardian hefur eftir fyrrverandi leigusala hans að Williams hafi verið „draumaleigjandi“. „Ég meina, það heyrðist aldrei bofs í honum. Hann átti hvorki sjónvarp né plötuspilara,“ sagði leigusalinn, Jenny Elliot. Það var systir Williams, Ceri, sem tilkynnti hvarf hans í ágúst. Þau voru í litlu sambandi en höfðu hist fyrr um sum- arið í Lundúnum og skemmt sér vonum framar. Eftir það hafði Ceri rætt við bróður sinn í síma. Þegar hann hætti skyndilega að svara símtölum hennar varð henni ekki um sel. Gareth mun hafa verið eins og svissneskt úr. Hún hafði því samband við lögreglu sem grennslaðist fyrir um málið. Kom þá í ljós að Williams hafði ekki mætt í vinnuna í nokkra daga. Lögreglumaður var þá sendur að heimili hans í næsta ná- grenni við höfuðstöðvar bresku leyniþjónustunnar. Hús- vörður hleypti honum inn og við fyrstu sýn virtist allt með felldu. Stofan var flekklaus, símar og minnisbók á borðinu. Í baðherberginu blasti hins vegar hryllingurinn við. Ofan í baðkarinu var undarlegur poki með hengilás að utan. Úr honum vætlaði rauður vessi … Ljúflingur sem enginn þekkti í raun E itt snúnasta málið sem morðdeild Scotland Yard hefur glímt við á árinu er fráfall njósnarans Gareths Williams en lík fannst fannst illa leikið í poka á heimili hans í ágúst síðastliðnum. Pokanum hafði verið lokað að utanverðu með hengilás og það sem meira er – lykillinn að lásnum var inni í pokanum. Í fyrstu taldi lögregla að dauði Williams tengdist starfi hans fyrir bresku leyniþjón- ustuna, þar sem sérsvið hans var dulmál, en í vikunni komu fram nýjar upplýsingar sem benda til þess að afbrigðileg hegðun í einkalíf- inu hafi hugsanlega reynst honum dýrkeypt. Lögregla telur að Williams hafi legið látinn í pokanum í að minnsta kosti viku áður en lík hans fannst hinn 23. ágúst. Lengi vel gekk hvorki né rak við rannsóknina en engin um- merki voru um átök á heimili Williams eða að brotist hefði verið þar inn. Ekkert benti til þess að hinum látna hefði verið byrlað eitur. Eftir stendur að útilokað er að Williams hafi lokað sig sjálfur inni í pokanum, þannig að fleiri hljóta að hafa verið á vettvangi. Sérfræðingur fullyrðir að óhugsandi sé að Williams hafi getað tórað lengur en í hálfa klukkustund inni í pok- anum eftir að honum var rennt upp. Við eftirgrennslan komst Scotland Yard að því að Williams, sem þótti dulur maður, átti sér skrautlegra einkalíf en samstarfsmönnum og fjölskyldu var kunnugt um. Í fyrsta lagi hafði hann notað iPhoninn sinn til að heim- sækja vefsíður um fjötra og flótta úr fjötrum mánuðina fyrir andlát sitt. Í annan stað segjast vitni hafa séð Williams á kunnum homma- klúbbi í Lundúnum vikurnar áður en hann dó og staðfest er að hann fór að sjá drag-sýningu fjórum dögum áður og átti miða á aðra slíka sýningu. Í skápum á heimili Williams fundust ónotaðir kjólar og önnur kvenmannsklæði eftir Stellu McCartney, Christopher Kane, Loubout- in og fleiri að verðmæti um þrjár milljónir króna, skór og hárkollur. Upp úr krafsinu kom líka að Williams hafði setið tvö námskeið í fatahönnun við háskóla í Lundúnum á þessu og síðasta ári. Eftir að þessar upplýsingar komu fram í vik- unni hefur lögregla mikinn áhuga á að ná tali af ungu suðurevrópsku pari, sennilega á þrítugs- aldri. Á par þetta að hafa komið í fjölbýlis- húsið, þar sem Williams bjó, og haldið því fram við annan íbúa sem hleypti því inn að það hefði lykil að íbúð hans. Myndir af parinu voru birtar í fjölmiðlum í vikunni. Þjónar rannsóknarhagsmunum Í samtali við fjölmiðla í vikunni kvaðst Hamish Campbell, yfirmaður morðdeildar Scotland Yard, ekki vera í vafa um að dauði Williams tengdist einkalífi hans en ekki vinnu. Í máli hans kom fram að lögregla hefði verið treg að veita upplýsingar um hagi hins látna í virðing- arskyni við ættingja hans og vini en nú væri svo komið að það þjónaði rannsóknarhags- munum að þessar upplýsingar kæmu fram. Lykilmarkmið lögreglu er vitaskuld að leysa málið. „Við viljum ræða við fólk sem notar vef- síður um fjötra og hefur tengsl inn í drag- heiminn,“ sagði Campbell. Á þessu stigi rann- sóknarinnar vildi Campbell ekkert um það segja hvort litið væri á dauða Williams sem morð, manndráp eða kynlífsleik sem fór úr böndum. Campbell staðfesti að einhver hlyti að hafa verið á staðnum þegar Williams fór viljugur eða óviljugur inn í pokann. „Gefum okkur að þetta hafi verið leikur sem fór í handaskolum. Hvers vegna var hann þá ekki frelsaður úr pokanum eða hringt á sjúkrabíl? Hinn möguleikinn er sá að menn hafi haft eitthvað illt í huga. Við vitum það ekki enn.“ Á líkinu voru aðeins tveir litlir marblettir, á olnbogum. Lögregla getur sér til að þeir hafi komið þegar Williams fór að brjótast um í pok- anum vegna súrefnisskorts. Ekkert bendir til þess að fórnarlambið hafi verið rotað en Camp- bell gat þó ekki útilokað þann möguleika að einhvers konar karate-höggi hefði verið beitt. Slík högg skilja ekki alltaf eftir sig áverka. Dánarorsök liggur ekki ennþá fyrir en mest- ar líkur eru á því að Williams hafi kafnað. „Samt getum við ekki verið viss.“ Hinn látni hrifinn af fjötrum Ný gögn í rann- sókn á dular- fullu mannsláti Líklega síðasta myndin sem tekin var af Gareth Williams. Hún er úr öryggismyndavél verslunar daginn áður en hann dó. Vikuspegill Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Williams var mikill áhugamaður um fjötra. Scotland Yard er í basli með rannsókn málsins. Gareth Williams var aðeins 31 árs að aldri þegar hann lést. Hann var frá Anglesey í Norður-Wales en hafði búið í Lund- únum um skeið og starfað hjá eftirlits- stofnun hins opin- bera og síðar hjá bresku leyniþjónust- unni. Aðeins 31 árs gamall

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.