Morgunblaðið - 24.12.2010, Blaðsíða 13
24. desember 2010 13
Hvað? „Kyoto-bókunin leggur grunn að viðskiptamörkuðum
þar sem hægt er að stunda viðskipti með losunarheimildir gróð-
urhúsalofttegunda. Bókunin var samþykkt af flestum aðild-
arríkjum Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna árið 1997.
Í framhaldi af Kyoto-bókuninni réðst Evrópusambandið í
vinnu við að stofna kolefnismarkað innan aðildarríkja þess. Við-
skiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir opnaði
kolefnismarkað sinn 1. janúar 2005. Kolefnismarkaður felur í sér
viðskipti með gróðurhúsaloftegundir sem uppreiknað hefur verið
í kolefnisheimildir, einnig nefndar losunarheimildir, sem sam-
svara einu tonni af koldíoxíð (CO2).
Auk viðskiptakerfis Evrópusambandsins eru víða sjálfstætt
starfandi markaðir, til dæmis í Noregi og á Nýja-Sjálandi. Í
Bandaríkjunum er einnig óháður markaður þar sem ekki eru tak-
markanir á losun gróðurhúsaloftegunda líkt og þekkist í Kyoto-
sáttmálanum.
Virði kolefnismarkaðarins hefur farið ört vaxandi undafarin ár.
Markaðurinn tvöfaldaðist að virði á milli áranna 2007 og 2008 úr
tæplega 64 milljörðum bandaríkjadala í 126 milljarða. Milli ár-
anna 2008 og 2009 jókst virði markaðarins lítillega þrátt fyrir
talsverða aukningu í stærð og umfangi.
Stærð kolefnismarkaðarins hefur að sama skapi farið ört vax-
andi og fleiri eiga viðskipti með losunarheimildir en áður. Fjöldi
viðskipta með losunarheimildir jókst um um 60% á milli áranna
2007 og 2008 úr tæplega 2,4 milljörðum í 4,9 milljarða tonna og
aftur um 80% frá 2008 til 2009 í 8,7 milljarða tonna.“
Hvernig? „Kyoto-bókunin kveður á um tölulegar magntak-
markanir á losun tiltekinna gróðurhúsalofttegunda frá iðnríkjum
og viðskipti með losunarheimildir.
Viðskipti með losunarheimildir eru dæmi um hagrænt stjórn-
kerfi í umhverfisvernd sem miðar að því að draga úr útblæstri
tiltekinna gróðurhúsalofttegunda. Í grunninn má skipta kolefn-
ismörkuðum í tvo hluta, annars vegar markaði sem fylgja Kyoto-
bókuninni og hins vegar Evrópusambandsmarkaðinn.
Viðskiptin geta virst flókin við fyrstu sýn en í raun er um að
ræða fjármálagjörninga þar sem tveir aðilar skipta sín á milli
vöru – losunarheimildum – og fjármagni. Fyrirtæki sem ann-
aðhvort skortir heimildir eða sér fram á að eiga umframheimildir
á ákveðnu tímabili getur þannig selt eða keypt heimildir til
dæmis í gegnum viðskiptamiðlun KOLKU. Þar að auki eru fjár-
festar aðilar að þessum markaði en þeir geta lagt fjármagn í
verkefni sem annaðhvort draga úr útblæstri gróðurhúsaloftteg-
unda eða binda þær með ýmsum hætti. Þessi verkefni skapa
heimildir sem eru seljanlegar á almennum markaði.
Með Kyoto-bókuninni var sett á laggirnar viðskiptakerfi sem
samanstendur af þremur mismunandi viðskiptagjörningum, sem
eru JI-verkefni eða samvinnuverkefni eins og þau eru skilgreind,
en það eru verkefni sem fara fram í iðnríkjunum. Þá eru það
CDM-verkefni sem talað er um sem loftslagsvæn þróunarverk-
efni og fara fram í vanþróaðri ríkjunum og sú þriðja er svo hrein
viðskipti með losunarheimildir. Hver viðskiptagjörningur leiðir
af sér mismunandi tegundir losunarheimilda sem hver gefur rétt
á losun á einu tonni af CO2 eða ígildi þess á ársgrundvelli.“
Hvar? „Kyoto-heimildir eru skráðar á rafrænan hátt og er því
um að ræða rafræn viðskipti. Afhending losunarheimilda fer fram
á þann hátt að á ákveðnum tíma eru þær fluttar úr landsskrá
seljandans yfir í landsskrá kaupandans.
Aðilar sem koma að kolefnisviðskiptum og markaði með kol-
efnisheimildir eru fyrirtæki sem eru skuldbundin samkvæmt
Kyoto-bókuninni, fjárfestingafyrirtæki, miðlarar og ráðgjaf-
arfyrirtæki, Umhverfisstofnun og Landsmiðstöð loftslagsmála,
einnig nefnd DNA-skrifstofa.
Fyrirtæki sem eru skuldbundin samkvæmt Kyoto-bókuninni
fá bæði úthlutað ákveðnu magni af heimildum og þurfa svo að
afla sér heimilda á markaði ef úthlutaðar heimildir duga ekki
fyrir væntanlegum útblæstri.
Fjárfestar geta tekið þátt í mótvægisverkefnum og fengið í
staðinn úthlutað heimildum sem þeir geta selt á markaði.
Miðlarar og ráðgjafarfyrirtæki afla heimilda fyrir fyrirtæki sem
þurfa losunarheimildir og veita innsýn í markaðs- og verðþró-
un.
Umhverfisstofnun skráir og heldur bókhald um heimildir í
gangi og úthlutar jafnframt heimildum án endurgjalds.
Landsmiðstöð loftslagsmála sér um leyfisveitingu fyrir mót-
vægisverkefni og hefur eftirlit með bindingu CO2 og hversu
margar heimildir mótvægisaðgerðir fá.“
Hvers vegna? „Megintilgangur kolefnismarkaðarins er
sá að dregið verði úr útblæstri á sem hagkvæmastan hátt.
Meginmarkmið markaðarins er að stuðla að því að ríki og fyr-
irtæki sjái sér hag í að nota sem fæstar losunarheimildir og koma
þannig umframheimildum í verð og þannig á sama tíma fara í
aðgerðir sem draga úr heildarlosun. Kerfið stuðlar að hag-
kvæmni og veitir aðildarríkjum kost á sveigjanleika við efndir
skuldbindinga sinna og getur leitt til þess að ríki séu frekar
tilbúin að taka á sig strangari skuldbindingar í loftslagsmálum
en ella.
Iðnfyrirtæki sem framleiða vöru sína með mikilli brennslu
jarðefnaeldsneytis þurfa til dæmis fleiri losunarheimildir en ef
um endurnýjanlegan orkugjafa er að ræða. Því myndast hvati
fyrir fyrirtæki að færa sig frá nýtingu jarðefnaeldsneytis yfir í að
nota endurnýjanlega orku. Með þessu er vonast til að fyrirtæki
jafnt sem einstaklingar leggist á eitt í baráttunni gegn loftslags-
breytingum, til dæmis með skilvirkari orkunotkun.
Markaðsöflin ýta undir loftslagsvænni lausnir sem og breytta
hegðun fólks, umhverfinu til heilla.“
Hvenær? „Ísland verður virkur aðili að viðskiptakerfi Evr-
ópusambandsins í upphafi ársins 2013 en íslensk stjórnvöld hafa
gert samning við ESB sem felur meðal annars í sér samkomulag
varðandi sameiginlega framkvæmd á nýjum alþjóðlegum lofts-
lagssamningi sem ætlað er að taka við af Kyoto-bókuninni að
árinu 2012 liðnu. Með þessu samkomulagi er einnig staðfest að
stór hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi muni falla
undir viðskiptakerfi ESB frá og með 1. janúar 2013 en áætlað er
að það muni vera um 40% af allri losun CO2 á Íslandi, þar á
meðal öll losun frá stóriðju.
Nú eru aðeins rétt rúm tvö ár til stefnu og því mikilvægt að
hefjast handa við þann undirbúning sem þarf að eiga sér stað
fyrir nýtt skuldbindingartímabíl bæði hjá stjórnvöldum sem og
þeim fyrirtækjum sem skuldbundin eru því í þessum málum
gildir að framtíðin er í dag!“
Hagrænt
stjórnkerfi
í umhverf-
isvernd
Hugmyndir að betra samfélagi
Eyrún Guðjónsdóttir hefur aflað sér
víðtækrar þekkingar um kolefn-
ismarkaði og virkni þeirra. Hún er
þeirrar skoðunar að kolefnismark-
aðir séu öflugt stjórntæki til að hvetja
fyrirtæki til að draga úr útblæstri
gróðurhúsalofttegunda.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
„Meginmarkmið markaðarins er að stuðla að því að ríki og fyrirtæki sjái sér hag í að nota sem fæstar los-
unarheimildir og koma þannig umframheimildum í verð og þannig á sama tíma fara í aðgerðir sem draga úr heild-
arlosun,“ segir Eyrún meðal annars í viðtalinu.
Eyrún Guðjónsdóttir er 32 ára Skaga-
mær búsett í Reykjavík.
Eyrún er framkvæmdastjóri fyr-
irtækisins KOLKA – kolefnisviðskipti
& ráðgjöf og er jafnframt einn stofn-
enda fyrirtækisins og meirihlutaeig-
andi.
Hún er með B.Sc-gráðu í við-
skiptalögfræði og M.Sc-gráðu í al-
þjóðafjármálum og bankstarfsemi.
Meistararitgerð Eyrúnar ber heitið
Viðskipti til varnar náttúru (2008). Ey-
rún hefur mikinn áhuga á loftslags-
málunum og ýmsum tengdum mál-
efnum, sérstaklega hefur hún lagt
áherslu á að afla sér víðtækrar þekk-
ingar á öllu því sem tengist kolefn-
ismörkuðum á einn eða annan hátt
Nánar má sjá um KOLKU ásamt
ýmsum fróðlegum upplýsingum um
málefnið á vefsíðu fyrirtækisins
www.kolka.is.
Hver er konan?