Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 14
14 24. desember 2010
A
fdrep segirðu. Merkilegt orð,
afdrep. Er það ekki bara annað
orð yfir kirkjugarð?“
Ómar Ragnarsson kemur á
hæla mér upp stigann í Hádegismóum.
Hann greip orðið á lofti enda lengi haft
yndi af því að smíða ný orð og ekki síður að
leggja nýja merkingu í gömul orð. „Ég er
reyndar með annað orð yfir kirkjugarð,“
segir hann galsafenginni röddu. „Nábýli.“
Ómar er enn fyrir aftan mig en ég þarf ekki
að snúa mér við – heyri hann taka bakföll.
Ég minnist ekki á það en velti fyrir mér
hvað hefði gerst hefði ég notað orðið kytra.
„Þetta hefur verið ár hinna óvæntu at-
burða,“ upplýsir Ómar þegar við höfum
fundið okkur afdrep – nú eða kirkjugarð.
„Það átti að verða allt öðruvísi en það varð.
Árið 2010 ætlaði ég að nota til að gera upp
mína samveru með þjóðinni sem
skemmtikraftur en komst ekki í það fyrr
en undir lokin vegna óvæntra anna á allt
öðrum vettvangi.“
Fyrsti atburðurinn sem ekki var á dag-
skrá en togaði Ómar til sín var eldgosið í
Eyjafjallajökli. „Það byrjaði í mars, þann
21. ef ég man rétt,“ segir Ómar og seilist í
brjóstvasann eftir minnisbókinni. „Jú, jú,
stendur heima, aðfaranótt 21. mars. Þá
byrjaði ballið.“
Ég hef heyrt talað um minnisbækur
Ómars Ragnarssonar. Þar er engu logið.
Bjó í bílnum fyrir austan
Alla vega. Ómar lét ekki segja sér það
tvisvar, brenndi austur og dvaldist þar
meira og minna næstu vikurnar. „Ég bjó
við gosstöðvarnar í pínulitla bílnum mín-
um. Það er svo þægilegt að sofa í honum,
hann er eins og svefnpoki.“
Það er ekki bara íslenska þjóðin sem
tengir Ómar við eldgos og aðrar jarðhrær-
ingar. Hann hefur liðsinnt fjölmörgum er-
lendum fréttamönnum gegnum tíðina,
flogið með þá og verið þeim innan handar.
Ekki leið heldur á löngu áður en sími Ómars
var orðinn ámóta heitur og eldgígurinn
sjálfur. „Ég hafði verið viðriðinn 21 eldgos á
undan þessu og kynnst fjölmörgum erlend-
um blaða- og fréttamönnum. Nú byrjuðu
þeir að hringja og spyrja frétta. Þetta var
heilmikil vinna, að mestu kauplaus, enda
sáu sumir miðlarnir ástæðu til að fjalla um
mig í leiðinni. Ísraelska sjónvarpið gerði til
dæmis heilan þátt. Þetta voru meiri lætin.
Sumir eru ennþá að moða úr sínu efni, svo
sem National Geographic.“
Ein stærsta sjónvarpsstöð heims, Al Ja-
zeera, gat ekki sent mann strax á vettvang
og brá fyrir vikið á það ráð að taka Ómar
„traustataki“, eins og hann orðar það. „Allt
í einu var ég bara kominn í uppistand hjá
þeim fyrir framan milljónir manna, beint í
gegnum hnött.“
Ísgjáin barin augum
Ómar er sannfærður um að gosið í Eyja-
fjallajökli verði lengi í minnum haft, ekki
bara sakir umfangs þess og röskunar á hög-
um milljóna manna, heldur líka vegna sér-
stöðu þess. Nefnir hann þar annars vegar
magnaðar hljóðbylgjurnar, sem hann man
ekki eftir nema í Heklugosinu 1980, og hins
vegar að mannlegt auga hafi fengið að líta
ísgjána. „Óvíst er að það muni gerast aft-
ur.“
Annar atburður sem breytti áformum
Ómars á árinu kom líka eins og þruma úr
heiðskíru lofti. „Ég var úti á landi á flandri
með Andra [útvarpsmanni á Rás 2] þegar ég
frétti að bláókunnugur maður búsettur í
Danmörku hefði hrint af stað peninga-
söfnun mér til handa í tilefni af sjötugs-
afmæli mínu. Ég ætlaði ekki að trúa þessu.
Hann hugðist víst bera þetta undir mig fyrst
en náði ekki sambandi.“
Söfnun þessi, sem Friðrik Weisshappel,
veitingamaður, stóð fyrir fór fram úr björt-
ustu vonum. „Þetta var eins og himnasend-
ing en á þessum tíma var ég fjárhagslega að
Stund milli stríða. Ómar hvílir lúin bein á Hvolsvelli. Hann var vakinn og sofinn yfir gosinu í Eyjafjallajökli. Frúin skammt undan sem endranær.
Eins og
bylgjur
sjávarins
Árið 2010 hefur verið ár Ómars Ragnars-
sonar. Eyjafjallajökull gaus, honum barst
óvæntur fjárstyrkur, afmælisdagurinn hans
var gerður að degi íslenskrar náttúru og
hann var kjörinn á stjórnlagaþing. Þá hélt
Ómar upp á sjötugsafmælið og gerði upp líf
sitt með þjóðinni sem skemmtikraftur.
Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Ljósmynd: Ragnar Axelsson rax@mbl.is