Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 19
24. desember 2010 19
Þ
að er eitthvað undarlegt
í loftinu, skringileg hljóð
eins og í þokulúðrum
hljóma í gegnum þok-
una. Það glittir í strönd-
ina og fleiri hljóð bland-
ast við lúðrahljóminn.
Sæljón og fílaselir 6 til 7 metra langir eins
og risalirfur liggja og flatmaga á strönd-
inni, minni selir og mörgæsir dreifa sér út
um allt. Lúðrasveitin sem gefur frá sér
þessi vinalegu blásturshljóð sem óma úr
öllum áttum koma frá kóngamörgæsum
sem vagga um fjöruna langt upp í hlíðar
lágra fjalla undir jöklinum.
Það er eins og fólk sé á gangi eins langt
og augað eygir, þær eru um fjögur
hundruð þúsund mörgæsirnar í þessari
litlu fjöru á Suður-Georgíueyju. Fleiri en
allir Íslendingar.
Við lendum gúmmíbátnum í fjörunni
og göngum á land. Það er eins og að vera
kominn í Jurassic Park (Júragarðinn) eftir
Spielberg. Dýrin virða fyrir sér aðkomu-
menn og eru forvitin en láta sér fátt um
finnast. Selirnir kíkja upp og gapa út í
loftið, sumir þeirra hafa aldrei séð menn
áður. Þeir leggjast til svefns aftur og stóru
risalirfurnar eða fílaselirnir rétt gjóa aug-
unum í átt til okkar, klóra sér letilega og
gefa frá sér hrotuhljóð, varirnar frussa
heil ósköp og þeir stynja og rymja og
sofna aftur.
Liggja í gufuskýi
Þessir risa fílaselir sem geta orðið 5 til 6
tonn að þyngd og geta kafað niður á
1.600 metra dýpi í allt að tvo tíma í senn
og þurfa því að hvílast eftir langa djúp-
köfun. Það rýkur úr þeim og þeir liggja í
gufuskýi. Sæljónin gefa frá sér svolítinn
vælutón eins og þau séu að kvarta yfir
einhverju, af og til kastast í kekki milli
karldýranna og þau höggva hvert til ann-
ars. Að standa á ströndinni er undarleg
tilfinning, það er eins og að vera í öðrum
heimi. Maður hugsar til Íslands, efri hluti
landslagsins er eins og hér, fjöll og jöklar,
en hvaðan kemur neðri hlutinn eig-
inlega? Það eru allt önnur dýr. Maður
klípur sig í handlegginn til að athuga
hvort mann sé örugglega ekki að dreyma.
Allt er svo undarlegt.
Við erum fjarri allri byggð manna.
Þetta er heimur dýranna á suðurhveli
jarðar, á Suður-Georgíueyju, við erum á
leið til suðurheimskautsins. Þessi skrýtni
heimur sem er okkur flestum algjörlega
framandi er laus við ógn af mannavöld-
um og dýrin skynja ekki grimmd manns-
ins, hér eru þau alfriðuð. Maðurinn sem
er í raun eitt mesta rándýr jarðarinnar og
efstur í píramídanum skelfir þau því
ekki. Á þessum slóðum eru öll skotvopn
bönnuð og það er bannað að koma nær
dýrunum en 5 metra. Það er þó ekkert
sem segir dýrunum að þau megi ekki
koma nær manni en 5 metra.
Við læðumst varlega um ströndina á
milli dýranna til að styggja þau ekki og
virðum þau fyrir okkur. Það er eins og
hópur af frímúrurum sé á fundi í kjólföt-
um eða lögreglukórinn á æfingu. Allt í
einu stoppar fundurinn og ræðuhöldum
lýkur, svo strunsa tignarlegar kónga-
mörgæsir af stað og stefna á aðkomu-
menn í einfaldri röð.
Við stöndum grafkyrr og horfum á þar
sem hópurinn nálgast okkur gangandi
eins og menn og veifar af og til litlum
vængjum. Í einfaldri röð stoppa þær í eins
metra fjarlægð og virða fyrir sér að-
komumenn, halla hausnum til vinstri,
svo til hægri áður en þær ganga í burtu og
hleypa næstu mörgæs að til að skoða
þessa nýju tegund á ströndinni.
Virðing og umhyggja
Mörgæsirnar humma vinalega framan í
okkur, gogga í stígvélin og virðast gefa
samþykki sitt fyrir veru okkar á strönd-
inni. Þær eru að spjalla við Michel Roch-
ard, fyrrverandi forsætisráðherra Frakk-
lands og núverandi sendiherra pólanna.
Michel stendur grafkyrr og spjallar við
þær og bros liggur yfir andliti hans, það
er greinilegt að hann ber umhyggju og
virðingu fyrir dýrunum og umhverfi
’
Þær eru um fjög-
ur hundruð þús-
und mörgæsirnar
í þessari litlu fjöru á
Suður-Georgíueyju.
Fleiri en allir Íslend-
ingar.
Fílaselurinn lætur vel
að spúsu sinni í flæða-
málinu. Kyssir hana
og kjassar. Hlær svo
með bakföllum að
hætti Ómars Ragn-
arssonar þegar eftir
honum er tekið.
Suðurpóllinn
Siglingaleiðin
Alls um 7.000 km
Falklands-
eyjar
Suður-Georgíueyja
Suður-Orkneyjar
Suður-
Hjaltlandseyjar
Palmer Land
Antarctic
PeninsulaPalmer-
eyjaklasinn
Argentína
Chile
Frá
Bu
en
os
Air
es
Til Ushuaia
Ungur nemur, gamall temur. Selurinn fylgist grannt með uppeldi mörgæsarinnar.