Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 20
20 24. desember 2010
þeirra. Hljóðin frá dýrunum blandast
saman og þau hljóma eins og kliður í
stórborg, bara aðeins vinalegri.
Í hópnum á ströndinni eru vís-
indamenn sem hafa rannsakað hlýnun á
norðurslóðum í nær 30 ár. Vísindamenn-
irnir segja að suðurskautið sé líka að
bráðna, hlýnun austan megin en vestari
hlutinn heldur í horfinu. Fyrir tveimur
árum brotnuðu tveir risaflekar úr ís-
breiðunni, um 40 kílómetrar á kant,
flutu burt og bráðnuðu.
Þetta er eins og að vera í teiknimynd.
Lífið er einhvern veginn einfaldara, en
samt búa þessi dýr við einhver verstu
veðurskilyrði á jörðinni.
Skyndilega klýfur skerandi angist-
arvein loftið „Víííííííííííí, vííííííííí, úúúúú,
víííííííí.“ Við lítum snögglega við og
sjáum japanskan mann á harðahlaupum
og þrjú karlkyns sæljón á eftir honum,
maðurinn hafði hætt sér of nálægt þeim
og þau voru að verja svæðið sitt. Jap-
aninn hljóp í allar áttir, þó aðallega í
norður, við erum svo sunnarlega á hnett-
inum, fyrst til vinstri, svo til hægri og svo
eina þrjátíu metra beint með mengandi
óhljóðum í eyrum dýranna. Sæljónin
hlupu á eftir honum þar til hann komst í
var undan þeim. Þá lulluðu þau hálfbros-
andi til baka á yfirráðasvæðin sín. Eitt af
því sem alls ekki má gera er að hlaupa
undan sæljónum, það á að standa kyrr og
slá saman tveimur steinum eða klappa
saman höndunum. Þá stoppa sæljónin
rétt hjá manni og hörfa á ný. Bit frá þess-
um dýrum getur valdið mikilli sýkingu
og langt er að sækja læknishjálp á þessum
slóðum.
Ný tegund af óhljóðum
Það kom fljótt ró á hópinn eftir þessa
uppákomu en þetta var alveg ný tegund
af óhljóðum á ströndinni. Það var alveg
ljóst. Mörgæsirnar flautuðu nokkrar góð-
ar rokur á Japanann sem var hálfskömm-
ustulegur að sjá. Við erum í heimi dýra
sem hræðast okkur ekki, fuglar koma
meira að segja og kíkja á okkur. Skúm-
urinn, sem er sennilega eini fuglinn á Ís-
landi sem hefur drepið mann, kemur
’
Upp í hugann koma
heimskautafararnir
sem kepptust við að
verða fyrstir á pólinn. Því-
líkt þrekvirki það hefur
verið. Sumir komust á pól-
inn, eins og Scott, en týndu
lífi á leiðinni til baka.