Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 21

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 21
24. desember 2010 21 Skjótt skipast veður í lofti á Suðurskautinu, er fallvindur af jökli fór á örskotsstundu úr logni í 60 m/s vindhraða á sekúndu. Við verstu skil- yrði á veturna fer hann í 200 m/s og eirir engu. gangandi og goggar aðeins í myndavél- ina, hristir hausinn og gengur í burtu. Xavier Desmier, franskur ljósmyndari, sem hefur dvalið mánuðum saman á Suð- urskautslandinu í litlum kofa og myndað dýralífið segir mér sögur af lífinu á eyj- unni. Hann var á Croiseyju í 4 mánuði og kafaði innan um dýrin og myndaði. Xav- ier var fyrstur manna til að kafa og mynda háhyrninga í kafi. Hann lýsir því þannig að þegar þeir sáu hann hafi hval- urinn komið æðandi að honum með op- inn kjaftinn og staðnæmst aðeins hálfan metra frá honum. Hvalirnir héldu honum í sjónum í þrjá klukkutíma áður en þeir samþykktu hann. Þeir voru ekki vissir hvort þeir ættu að éta hann eða sleppa honum. Hlébarðaselirnir komu og færðu honum mörgæsir að éta og móðguðust ef hann hafnaði bráðinni. Sæljónin voru hin ljúfustu þegar þau voru í sjónum en gátu verið illvíg á landi. Komst ekki út á morgnana Eftir að hafa búið með dýrunum í fjóra mánuði var Xavier farinn að þekkja kar- akterana eins og um fólk væri að ræða. Það voru vinsamleg dýr sem hann gat komið til, klappað og talað við. Svo voru grimm dýr af sömu tegund sem ekki var komandi nálægt. Þeim var ekki treyst- andi. Ætli það sé ekki eins og hjá okkur mannfólkinu. Suma morgna komst Xavier ekki út úr Hlébarðaselir sóla sig á ísjaka og bíða eftir bráðinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.