Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 24
24 24. desember 2010 trúði því alltaf að ég myndi ná bata en það var ströng þjálfun sem kom mér út úr fælninni. Það sem skipti höfuðmáli er að breyta hugarfarinu og skilja að það er hægt að hugsa nýjar hugsanir og treysta því að öllu verði óhætt, þótt maður geti ekki haft stjórn á öllu í lífinu. Í heilt ár keyrði ég upp á Fitjar á Kjalarnesi þar sem ég vann og fór alltaf með 23. Davíðssálm í huganum: Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvíl- ast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Jafnvel þótt ég fari um diman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér. Fyrir þann sem er með víðáttufælni er vont að fara langar leiðir þar sem er bara berangur. Þá er maður einn á víðavangi með sjálfum sér og ótt- kristnifræðikennsla í skólunum á þessum árum, sem var góð. Þegar ég var orðin ung kona var það ekki beinlínis í takt við tíðarandann að vera trú- aður, eða að tjá sig um trú sína, allavega ekki í mínum kunningjahópi. Ég hugsaði lítið um trú á þeim tíma. Svo fór ég að hlusta á hugvekjur Sig- urbjörns Einarssonar í sjónvarpinu. Hann hafði mikil áhrif á mig, í raun finnst mér hann vera trúfaðir minn. Ég hlustaði á Sigurbjörn í laumi af því það þótti frekar púkalegt í mínum vinahópi. Gegnum hann öðlaðist ég skilning á innihaldi trú- arinnar, hvernig við tengjumst trúararfinum og hvaða dýpt trúin hefur. Þegar ég gekk seinna í gegnum hremmingar í lífi mínu fór trúin að hafa raunverulega merkingu fyrir mig. Þá fór ég að biðja og tók ákvörðun um að leggja líf mitt í hönd þess sem æðra er.“ Hvaða hremmingar voru það? „Það var niðurbrot eftir skilnað sem leiddi af sér mikla fælni. Fælni er nokkuð algeng í föðurætt minni. Fælni er óskilgreindur ótti, pabbi bar til dæmis óskilgreindan ótta gagnvart því að vera einn. Ég var þess vegna mikið með honum í kirkj- unni þegar ég var krakki. En það var merkilegt að um leið og pabbi byrjaði að spila á orgelið þá sá ég að þessi maður, sem gat svo oft verið mjög hræddur, var algerlega óttalaus. Þá kom mikil kyrrð yfir hann. Það voru ákveðnar aðstæður sem framkölluðu fælni hjá mér. Eftir skilnaðinn ég var mikið ein með yndislegu strákum mínum þremur og var búin að koma okkur vel fyrir. Tveimur árum eftir skilnaðinn fóru þeir allir með föður sínum til út- landa. Þá var eins og ég missti fótfestuna. Ég fékk ofsakvíða sem birtist í víðáttufælni. Ég þorði ekki út úr húsi. Þetta var mjög hastarleg upplifun því í eðli mínu er ég mjög sjálfstæð kona. Á þessum tíma var ég nýbyrjuð á nýjum vinnustað. Sam- spilið milli þess að vera komin á nýjan stað og að börnin mín fóru í burtu varð til þess að ég missti fótanna. Þá var annaðhvort að duga eða drepast. Ég var svo heppin að ég fékk meðferð á meðferð- arheimilinu sem ég vann fyrir, þó að ég væri ekki alkóhólisti. Þar með var ég ekki sett á lyf, heldur hafði ég alltaf einhvern til að tala við og fékk fræðslu um afleiðingar niðurbrots. Það hjálpaði mér, eins og góða fólkið í kringum mig og síðast en ekki síst trúin. Á þessum tíma fór ég að biðja og festi mig við vonina um að allt myndi lagast. Ég A nna Sigríður Pálsdóttir er að hefja sitt fjórða ár sem prestur við Dómkirkjuna. Hún þekkir kirkjuna vel því þegar hún var að alast upp var faðir hennar, Páll Ísólfsson tónskáld, organisti í kirkjunni. Anna Sigríður var orðin 45 ára gömul þegar hún hóf guðfræðinámið og fimmtug þegar hún lauk því. Hún er fyrst spurð af hverju hún hafi farið í guðfræðinám. „Ég ákvað að bæta við mig lærdómi og guðfræðin varð fyrir valinu,“ segir hún. „Ég hafði áður unnið sem myndmenntakennari í grunnskólum í fjórtán ár. Fór svo að vinna við ráðgjöf fyrir aðstandendur þeirra sem glíma við vímuefnavanda. Ég var búin að vera í því starfi í talsverðan tíma og hafði einnig unnið við með- ferðir. Þetta var mikil reynsla, en mig langaði til að læra meira og velti fyrir mér sálfræði- eða fé- lagsfræðanámi. En svo fannst mér guðfræðin mest spennandi og hún reyndist vera eitt alskemmti- legasta nám sem hægt er að fara í.“ Fórstu ekki í guðfræðinám til að verða prest- ur? „Nei, sú hugsun var nokkuð fjarri mér. Upp- haflega langaði mig til að sameina guðfræðinám því að vera í ráðgjöf og lét mig dreyma um að vinna hjá fjölskylduþjónustu kirkjunnar. Það var svo einhvern tíma á síðasta námsárinu að ég ákvað að láta reyna á það að sækja um prestsemb- ætti. Þegar ég gekk inn í Háskólann í fyrsta skipti þá hugsaði ég með mér: „Þú ert búin að brjóta allar brýr að baki þér, hætt í góðri vinnu og leggur út á djúpið. Hvað ertu eiginlega að gera manneskja?“ Rúmum fjórum árum seinna rann upp fyrir mér að ég væri að ljúka náminu. Þá varð ég alveg jafn- mikið undrandi á sjálfri mér og ég varð á sínum tíma þegar ég byrjaði í náminu.“ Missti fótfesuna Varstu trúuð sem barn? „Já, ég er alin upp í kristinni trú. Ég var oft í kirkjunni með pabba mínum þegar hann var að æfa sig á orgelið. Kirkjan sjálf og helgi hennar hafði alltaf mikil áhrif á mig og þau áhrif voru yndisleg, hlý og umvefjandi. Heima var ekki talað mikið um trú en við systur vorum aldar upp í kristnum anda, mamma signdi okkur alltaf þegar hún færði okkur í hrein föt, við lærðum bænir heima og svo var það auðvitað Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Trúin á að vera lifandi veruleiki Anna Sigríður Pálsdóttir, prestur við Dómkirkjuna, ræð- ir um erfiðleika sem hún gekk í gegnum, trúna og sigur vonarinnar. Hún segir trúna ekki mega vera eins og steinbarn, heldur eigi hún að vera lifandi veruleiki sem umbreytir lífinu til góðs. ’ Það hefur hjálpað mér í starfi að hafa gengið í gegnum erfiða tíma. Hremm- ingar krefja mann um að kynnast sjálf- um sér, þar er ekkert annað í boði. Ég ætla ekki að halda því fram að prestar þurfi að hafa lent í erfiðri reynslu til að geta verið góðir prestar. Fyrst og fremst held ég að þeir þurfi að þekkja sjálfa sig vel, nógu vel til að vita að lífið getur leikið við þá og sömuleiðis leikið þá grátt eins og alla aðra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.