Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 29

Morgunblaðið - 24.12.2010, Síða 29
24. desember 2010 29 Þ að vantaði ekkert upp á hátíðleikann í Mýrarhúsaskóla á dögunum þegar helstu persónur jólaguðspjallsins stigu á svið í hinum árlega helgileik sem fjórði bekkur skólans flytur. Þetta var í fyrsta sinn sem helgileikurinn var sýndur í Seltjarnarneskirkju og sömuleiðis í fyrsta sinn sem allur árgangurinn treður upp í einni og sömu sýningunni. Um 50 börn létu ljós sitt skína í leik og söng og voru því ófáir höfuðklútarnir og mittisböndin sem þurfti að hnýta áður en María og Jósef gátu lagt upp í ferðina afdrifaríku til Betle- hem. Meðal listamannanna ungu var 30 barna engla- kór sem flutti hina fegurstu jólasöngva. Eins og engla er háttur var klæðnaðurinn kjóll og hvítt, nánar tiltekið drifhvítir fermingarkyrtlar sem kirkjan lét í té af þessu tilefni. Þar sem englunum hefur fjölgað töluvert frá fyrri árum þurfti hins vegar að ráðast í nokkuð umfangsmikla geisla- Himneskir herskarar hefja upp raust og englaraddir hljóma eins og vera ber þegar sjálfur frelsarinn er fæddur. Morgunblaðið/Ernir Það bar til um þessar mundir … Bak við tjöldin Hápunktur aðventunnar í Mýrarhúsaskóla er þegar fjórði bekkur flytur skólasystkinum sínum helgileikinn en í ár var jólaguðspjallið sett á svið í Seltjarnarneskirkju. Myndir: Ernir Eyjólfsson ernir@mbl.is Texti: Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.