Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 24.12.2010, Qupperneq 33
24. desember 2010 33 Þ að er ómetanlegt að fá innsýn í ólíka heima tilverunnar í gegnum linsu ljós- myndarans Ragnars Axelssonar. Nú síðast bauðst honum að ferðast til suður- skautsins með leiðangri sem skipulagður var á slóðir landkönnuðarins Shackle- tons. Það gat ekki farið hjá því, að rættist vel úr slíku stefnumóti. Og afrakst- urinn lætur ekki á sér standa. Stórkostlegar ljósmyndir og frásögn RAX af fjölskrúðugu dýralífinu á suðurskautinu eru bornar á borð fyrir lesendur Sunnudagsmoggans á aðfangadag. Í áramótablaðinu verður lýst leiðangrinum og þrautseigju, afrekum og ævintýrum Shackletons, en með myndum og frásögn RAX. Og að síðustu verður farið yfir þá hlið sem lýtur að vísindamönnum í leið- angrinum í fyrsta Sunnudagsmogganum á nýju ári. Jafnframt getur fólk glöggvað sig á líf- inu, landslaginu og hljóðunum á þessum framandi slóðum með því að skoða myndskeið á Mbl.is. Ljósmyndirnar eru birtar á sama tíma og áhrifarík sýning er á ljósmyndum Ragnars í Gerðubergi og metnaðarfull ljósmyndabók hans um lífið á norðurhjara. Það var ekki að til- efnislausu að Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, ritaði fyrir skemmstu í vikulegum pistli sínum „af innlendum vettvangi“ í Sunnudagsmogganum um það „mikla menningarafrek“ sem RAX hefði unnið „af hógværð en staðfestu og listfengi“. „Raxi, þessi ungi piltur, sem nú er kominn yfir fimmtugt og hefur alla tíð látið lítið yfir sér, hefur unnið einstakt afrek, ekki bara á mælikvarða okkar hér á þessari eyju, heldur á alþjóðavísu með því að ljósmynda lífshætti fólks á norðurhjara veraldar og tryggja með því að heimildir um líf þess verða til, hvernig sem fer um framtíð þess á þeim slóðum á næstu áratugum, sem enginn getur spáð fyrir um. Þetta hefur Raxi gert án þess að sérstaklega væri eftir því tekið ásamt því að sinna daglegum störfum sínum á ritstjórn Morgunblaðs- ins. Með myndum sínum frá norðrinu hefur Raxi ekki aðeins tryggt að heimildir verða til um menningu fólksins, sem þar býr. Hann hefur líka þau áhrif með myndunum að beina at- hygli okkar að því, sem okkur stendur sem þjóð nær en flest annað. Við lifum í útjaðri ver- aldar þessa fólks en við erum engu að síður í hópi næstu nágranna þess og þess vegna eig- um við að láta örlög þess okkur nokkru varða.“ RAX hefur unnið á Morgunblaðinu frá átján ára aldri, en hann byrjaði raunar fyrr í sum- arvinnu, sextán ára, og vann þá við að framkalla og taka ljósmyndir á íþróttaviðburðum. Full ástæða er til að taka undir niðurlagsorð Styrmis í fyrrgreindum pistli: „Ég efast ekki um, að Ragnari Axelssyni hefur þótt nokkuð til þess koma átján ára göml- um að vera ráðinn til starfa á Morgunblaðinu. Nú er það Morgunblaðinu vegsauki að hafa Raxa í hópi starfsmanna sinna.“ Einnig er ástæða til að geta þess jafnframt að ljósmyndarar Morgunblaðsins hafa jafnan borið hróður blaðsins víða og verið eftirsóttir utan blaðs sem innan. Nýjasta dæmið um það er ljósmyndabók Einars Fals Ingólfssonar, Sögustaðir – Í fótspor W.G. Collingwoods, sem tilnefnd er til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka og rita almenns eðlis. Sú eigulega bók hefði raunar staðið betur undir því en flestar aðrar að vera tilnefnd í flokki „fagurbókmennta“, sem sýnir hversu torvelt getur verið að skilgreina listina. Stefnumót við suðurskautið „Ég sagðist geta leiðbeint honum með [fiðlu]bogann] ef hann vildi læra að nota hann almennilega.“ Tónlistarmaðurinn Jónsi í Sigur Rós hitti gít- argoðsögnina Jimmy Page úr Led Zeppelin. „[Hundarnir] spá aldrei í að- stæður eða fólk og þeir ljúga aldrei að manni.“ Höskuldur B. Erlingsson lögreglumaður og eigandi fíkniefnahundsins Freyju. „Pabbi minn er myndlist- armaður. Það liðu mánuðir sem pabbi seldi ekki mynd og við borðuðum baunir. Mér fannst það allt í lagi.“ Baltasar Kormákur. „Ég skal sýna þér mína ef þú sýnir mér þína.“ Adolf Ingi Erlingsson bað Gro Hammersang að sýna maga- vöðvana eftir að Noregur varð Evrópumeistari í handbolta. „Það má segja að ég hafi verið vakinn einn morguninn með þá hugsun að ég ætti að taka út peningabréfin. Bankinn féll síðan síðar sama dag. Þá var ég búinn að forða peningunum inn á trygga bók.“ Þórður Eyjólfsson, stjórnarformaður bygging- arsamvinnufélagsins Búhölda á Sauðárkróki. „Einhvers staðar segir að við eigum ekki að gleyma okkar minnstu bræðrum.“ Bubbi Morthens heimsækir fanga á Litla-Hrauni á aðfangadag. „Þetta er afskaplega sér- kennilegt, því mér finnst ég vera alveg bráð- ungur.“ Séra Halldór Gunnarsson sem setið hefur Holt í 43 ár en hættir senn. „Ég fæddist blindur [á hægra auga]. Sjón- taugin frá heilanum er eitthvað skemmd.“ Tónlistarmaðurinn Jónsi. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal upplausnin, reiðin, niðurlægingin og vantrúin á öllu sem íslenskt er, sem magnaðist upp eftir „hrun“, notuð til að keyra þjóðina inn í Evrópusambandið, sem hún væri í hjarta sínu á móti. Þetta væru einu aðstæðurnar sem gætu dugað til að koma henni þangað inn. Hlúa skyldi að hatrinu og heiftinni og nýta vel, því auðvitað væri hætta á að þjóðin næði áttum fyrr en síðar. Þessum stjórnvöldum tókst þetta ætlunarverk sitt allvel, en þó best að kasta árinu á glæ. 2010 Og svo kom árið 2010. Það var notað til að koma þráhyggju Vinstri grænna um ofurskattheimtu í framkvæmd og helst að hækka alla þá skatta sem tekið hafði hálfan annan áratug að lækka. Á sama tíma töluðu skattpíningarmennirnir um að hjól at- vinnulífsins yrðu að fara að snúast á ný. Þeir helltu sem sagt sandi í bensíntankinn og vonuðust til að farartækið færi í framhaldinu á fulla ferð. Og þetta ár var einnig notað til að stofna til stjórnlagaráðstefnu sem á að kosta um 800 milljónir, með einhverri dul- arfullri tilvísun í að bankahrunið hafi eitthvað haft með stjórnarskrána að gera. Og til þess að kjósa til slíkrar ráðstefnu skyldi nota kosningaaðferðir sem ekki nokkrir menn skildu nema þá helst þeir tveir sem sömdu kerfið og höfðu síðan geð í sér og sið- ferðisstyrk til að bjóða sig fram. Og árið 2010 skyldi einnig notað til að koma með nýjan Icesave- samning, sem þjóðin hafði þó fellt með ótrúlegum yfirburðum í byrjun sama árs. Ríkisstjórnin hefur þó ekki þorað annað en að ýta því ólánsmáli yfir á árið 2011. 2011 Um árið 2011 skal fátt sagt. Stjórnvöld hafa tafið endurreisnina í landinu í hálft annað ár og á sama tíma farið mörg skref til baka. Stöðvun fjárfestinga og stórfelldar skattahækkanir munu verða til þess að allt mun eiga erfiðara uppdráttar en þyrfti á nýja árinu. En á árunum sem liðin eru hefur sem betur fer loftað töluvert um lygina. Það er farið að glitta víða í sannleikann. Og flestum er að minnsta kosti orðið ljóst að formenn núverandi stjórnarflokka eiga litla samleið með honum. Það er byrjun sem byggja má á. Morgunblaðið/Ómar Dómkirkjan í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.