Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 50

Morgunblaðið - 24.12.2010, Page 50
50 24. desember 2010 Á fyrri hluta ársins 2010 vorum við Íslendingar með eindregnari hætti en oft áður minntir á að við lifum í landi elds og ísa. Eldgosin ollu usla hjá bændum og íbúum Rangárvalla- og Skaftafellssýslna og mikil röskun varð á flugi yfir norð- anvert Atlantshaf. Eftir er að reikna út hvað þetta muni hafa kostað. Gosið í Eyjafjallajökli var vissulega aðeins smágos í samanburði við mörg Kötlugosin og önnur gos á þessum slóðum. Íslendingar hafa í sögu sinni lifað miklu stærri gos og hið stærsta þeirra voru Skaftáreldar 1783-1784. Þeir ollu mikilli þjáningu meðal fólks á Íslandi og afleið- ingar þeirra náðu einnig út yfir landsteinana enda var gosið í Lakagígum eitt mesta eldgos sem sögur fara af. Þó að eldgos hafi valdið ógn og eyðingu vitum við Ís- lendingar það af sögu okkar að eldsumbrot og önnur eyð- ingaröfl hafa ekki átt síðasta orðið og ekki eyðilagt bar- áttuþrek fólks. Fólkið tókst á við erfiðleika og raunir og leitaðist við að sigrast á þeim. Jörðin varð frjósöm á ný og gaf ávöxt sinn fyrir menn og dýr, bæir voru byggðir að nýju og nýtt land rutt til ræktunar. Hamfarir geta ennþá valdið þjáningum og harðræði fyrir fólk. Við nútímamenn erum vissulega betur búin undir að mæta hamförum en menn á fyrri tíð. Það hefur sýnt sig í þessu litla sýnishorni af hamförum sem elds- umbrotin nú eru. Ef hamfarir yrðu af stærri gráðu hljót- um við að velta fyrir okkur hvernig þær kæmu við þá tækni sem við ekki aðeins búum yfir heldur erum háð. Hvaða áhrif mundu hamfarir á borð við Skaftárelda hafa á virkjanir, raflínur, hitaveitur, fjarskipti? Hver yrðu áhrif- in á samgöngur á landi og lofti? Móðuharði af mannavöldum Undanfarna áratugi hefur hugtakið „móðuharðindi af mannavöldum“ oft verið notað í stjórnmálaumræðu hér á landi en eins og öllum er kunnugt hafa ríkisstjórnir á Ís- landi sérstakt lag á að valda fólki áþján með s.k. efnahags- ráðstöfunum. Hugtakið fékk nýtt vægi í efnahagshremm- ingunum sem við Íslendingar lentum í haustið 2008 og höfum glímt við síðan. Ef þær efnahagsþrengingar sem nú er við að etja má flokka undir hamfarir þá eru það vissu- lega hamfarir af mannavöldum enda var það breytni manna sem olli þeim. Af lestri Rannsóknarskýrslu Al- þingis má sjá að það mátti að miklu leyti sjá fyrir afleið- ingar þeirrar breytni ef þær voru ekki með öllu fyr- irsjáanlegar. Efnahagshrunið hér var þó ekki aðeins heimatilbúinn vandi heldur líka hluti alþjóðlegrar efna- hagskreppu. Efnahagskreppur eru ekki náttúrufyrirbæri heldur menningarfyrirbæri. Markaðurinn er ekki náttúruafl og heldur ekki lifandi veruleiki. Hann stjórnast af þeim mönnum sem starfa á honum. Það sem hagfræðin kallar lögmál er mjög ólíkt lögmálum náttúrunnar því að hag- fræðin fjallar ævinlega um breytni fólks. Þess vegna verð- ur á sviði hennar eins og á öðrum sviðum mannlífsins að styðjast við siðferðisviðmið. Árferði getur enginn maður ráðið en siðferði er á valdi manna. Náttúruhamförum geta menn heldur ekki ráðið eða stjórnað en efnahags- hamförum fá menn ráðið. Menn geta varist með fyr- irhyggju og skynsemi. Í góðæri er nauðsynlegt að búa yfir hvoru tveggja og nota til að búa í haginn fyrir mögru árin, beita hagfræði þeirri sem Jósef beitti forðum í Egyptlandi. Og menn þurfa líka að búa yfir góðri siðferðisvitund og líkt og Jósef mega menn ekki missa sjónar á takmarki mannlífsins. Græðgisvæðing Þegar menn nú til dags íhuga ástandið í þjóðlífinu og reyna að finna skýringar á því sem leiddi okkur þangað sem við erum stödd er hugtakið græðgi ofarlega í hugum fólks og nýyrðið græðgisvæðing hefur litið dagsins ljós. Í því sambandi er áhugavert að lesa hugleiðingar séra Jóns Steingrímssonar um ástandið á Íslandi í aðdraganda ham- faranna 1783. Þá verður honum fyrir að lýsa annars vegar árferði og hins vegar siðferði. Um árferðið segir séra Jón að það hefði verið gott í landinu næstu misseri og ár á undan. Landgæði og ár- gæska höfðu verið mikil þó yfir tæki það síðasta árið. Það hafði þvílík blómgan og ávöxtur verið á öllu með stökustu veðráttu til lands og sjávar að aldrei áður hafði ástandið verið betra. En þetta góða árferði endurspeglaðist ekki í siðferði fólksins. Þá eins og nú reyndist jafnerfitt að þola góða daga. Séra Jón lýsir því svo: En hvílíkt stjórnarleysi, andvara- og iðrunarleysi hér í Vestri-Skaftafellssýslu var um þann tíma, sérdeilis í þessu Kirkjubæjar- eður Kleifarþinglagi, hjá allmörgum er sorglegra til frásagnar en ég geti þar orðum eytt að. Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, hús- gangslýður og letingjar, að eigi vildu nema þá allra bestu og krydduðu fæðu. Drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi að á einu ári upp gekk hér í gildi, heim- boð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska, eftir sem ég með öðrum vitanlega samanreiknuðum, er svo hátt steig að prestar fundust þeir hér, sem ei þóttust geta framflutt með reglu og andakt guðsjónustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk hverjum og svo urðu síðan sín hús í eyði látin og margra annarra sem féllu á sömu sveif. Þá segir hann frá mönnum sem voru svo ríkir að þeir vissu ekki tölu sinna sauða en komu sér undan að greiða skyldug gjöld til kóngs og prests. Fólk smalaði ekki af- réttinn, þjófar voru frómir kallaðir, menn teygðu og tog- uðu lögin. Til viðbótar sóttu menn illa kirkju og þegar þeir mættu til kirkju tolldu þeir illa inni. Þessar hugleiðingar séra Jóns Steingrímssonar gætu að breyttu breytanda átt við enn þann dag í dag! Þegar sið- ferðisvitund fólks sljóvgast gleymir það samfélagsábyrgð sinni og makar eigin krók. Menn sem hafa til þess ráð beita lögum eða hagnýta sér lögin í eigin þágu. Allt er það vel þekkt á öllum tímum. Að líta í eigin barm Öllum er nauðsynlegt að líta í eigin barm og það er gagn- legt að íhuga hvernig presturinn séra Jón Steingrímsson íhugaði stöðu sína og leitaðist við að flýja ekki eigin ábyrgð í þessum efnum. Hann kafaði í eigið hugskot. Í sjálfsskoðun sinni tekur hann fram að messufall hefði orðið hjá sér níu sunnudaga í röð í undanfara gossins þó að veður hefði verið gott. Í ljósi þess spurði hann: Voru messuföllin aðeins þeim að kenna sem ekki komu til kirkju? Eða vildi Guð sýna honum eitthvað áþreifanlegt? Var kannske dómur, refsing, í vændum sem mundi byrja á húsi Guðs (sbr. 1Pét 4.17)? Í þeim þönkum dreymdi hann eina nótt að tígulegur maður kæmi til sín er sagði: „Allt er svo sem þú meinar, en það er af því að þú kennir ekki fólkinu rétt.“ En þá er ég angraðist af því orði þóttist ég spyrja hann að hvað ég ætti þá að kenna en hann svaraði: „Esaiæ [Jesaja] 30. kap. Og haf það til sannindamerkis, þú skalt fá gott tækifæri að embætta á morgun,“ hvað og svo skeði þó þá ólíklegt væri. Þetta er athyglisverður vitnisburður. Af ævisögu séra Jóns má ráða að hann var sér ákaflega meðvitandi um eigin köllun og um rétta breytni sína. Þarna opinberar hann sálarbaráttu sína og sjálfsskoðun og spyr sjálfan sig: Er siðferðilegur sljóleiki sóknarbarna minna af mínum völdum? Stafar hann af einhverju því sem ég hef gert eða látið ógert? Boðskapur Jesaja Draumamaðurinn – engillinn – benti séra Jóni á 30. kafla spádómsbókar Jesaja og hvatti hann til að íhuga og haga kenningu sinni eftir þeim kafla. Þar segir frá atburðum sem urðu um 740 f. Krist. Þá sátu Assýríumenn um Jerú- salem og hafði framsókn þeirra alið á ótta meðal fólks. Ráðamenn í Jerúsalem með konunginn í broddi fylkingar vildu binda bandalag við Egypta og fá liðsinni þeirra gegn Assýríumönnum. Því voru ekki allir sammála og Jesaja spámaður fyllti flokk andstæðinga ráðandi manna og lagði Jesaja á það áherslu að Egyptar mundu hvorki geta veitt hjálp né lið- semd, liðveisla þeirra yrði fánýt og gagnslaus. Að fara á fund þeirra yrði því ekki aðeins til einskis heldur mundi það hafa tortímingu í för með sér. Í framhaldinu boðar Jesaja að menn þurfi ekki að skelfast Assýríumenn því að þeirra bíði líka dómur. Ass- ýríumenn munu skelfast raust Drottins þegar hann lýst- ur þá með kylfu sinni, segir Jesaja og hann lýkur dóms- orðunum á að segja að eldfórnargryfja sé fyrir löngu undirbúin, ætluð konungi Assýringa. Hún er djúp og breið, í henni er mikill viður og eldur sem andgustur Drottins kveikir eins og brennisteinsflóð. (Jes 30.31 og 33) En milli dómsorðanna yfir Egyptum og þeim sem vildu bandalag við þá og dómsorðanna yfir Assýringum eru orð sem geyma fyrirheit og loforð. Þar eru lykilorðin þessi: „Fyrir afturhvarf og rósemi munuð þér frelsast, í þolinmæði og trausti skal styrkur yðar vera. […] Drott- inn bíður þess að sýna yður náð, hann mun rísa upp til að miskunna yður. […] Hann verður þér náðugur. Þegar þú hrópar á hjálp mun hann bænheyra þig.“ (Jes 30.15, 18- 20). Boðskapur Jesaja er þessi: Það er Drottinn sem fer með lokaorðið, hvorki Egyptar né Assýringar. Útlegging séra Jóns Prédikun séra Jóns þegar ógnir Skaftárelda herjuðu end- uróma þennan boðskap spámannsins. Því lýsir hann þegar hann segir: Ég hlaut öllum mínum ræðum og prédikunum svo að haga sem tíminn nú útheimti. Helst hlaut ég að kenna að Guð gerði alla hluti vel og ei óréttvíslega, að mönn- um byrjaði að ákalla hann og líða þolinmóðlega, það hann á legði. hann vissi betur en menn hvað þeim væri „Öll mín fyrirheit stöðug standa …“ Séra Jón Steingrímsson og nútíminn Eftir Einar Sigurbjörnsson eisig@hi.is Lesbók

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.