Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 51

Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 51
24. desember 2010 51 gagnlegt, að hann gæfi þeim eilíft líf, er hann vissi til- reiddir væru … Eldmessunni sjálfri lýsir hann svofelldum orðum: Var þá Guð heitt og í alvöru ákallaður, enda hagaði hans ráð því svo til, að eldurinn komst ei þverfótar lengra en hann var fyrir embættið, heldur hrúgaðist hvað ofan á annað í einum bunka. Þar með komu ofan á hann öll byggðarvötn eður ár, sem kæfðu hann í mestu ákefð. Einum Guði sé æra [dýrð]. Þannig lýsir séra Jón Steingrímsson því hvernig eld- urinn stöðvaðist bæði fyrir kraft Guðs og vilja og með ráðum náttúrunnar sjálfrar þar sem það voru vötnin sem kæfðu eldinn. Fyrirvarinn, „einum Guði sé æra [dýrð]“, er úr 115. Davíðssálmi: „Gef eigi oss, Drottinn, eigi oss heldur þínu nafni dýrðina, sakir miskunnar þinnar og trúfesti.“ Hann er sá sami og Jóhann Sebastian Bach not- aði á verk sín: Soli Deo gloria – einum Guði sé dýrð. Eldmessudagurinn 20. júlí 1783 var fimmti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Guðspjall þess dags fjallar um köll- un lærisveinanna (Lúk 5.1-1). Þar segir frá því að Pétri postula hafi orðið ljós máttur Jesú Krists og fallið til jarðar óttasleginn og sagt: „Far þú frá mér, Drottinn, því að ég er syndugur maður.“ En Jesús svaraði: „Óttast þú ekki, héðan í frá skalt þú menn veiða.“ (Lúk 5.8, 10) Pistill dagsins geymir orðin: „Þótt þið skylduð líða illt fyrir að gera það sem er rétt, þá eruð þið sæl. Hræðist eigi og skelfist eigi fyrir neinum. En helgið Krist sem Drottin í hjörtum ykkar.“ (1Pét 3.14-15a) Það er líklegt að séra Jón hafi í prédikun sinni notað hvatninguna: Óttast þú ekki! Hræðist eigi og skelfist eigi! Reiði Guðs? Menn eiga það sameiginlegt á öllum öldum að meta vonda atburði sem refsingu guðlegrar reiði. Það hendir líka fólk sem ekki metur líf sitt í ljósi trúar að það spyr sjálft sig ef hörmung dynur yfir: Hvers vegna henti þetta mig? Um daga Skaftárelda taldi fólk að hamfarirnar væru opinberun á reiði Guðs. Hugtakið reiði Guðs merkir viðbrögð Guðs við illsku mannanna. Hugtakið er okkur nútímamönnum framandi og jafnvel ógeðfellt. Það er notað í Biblíunni og var mikið notað í kristinni guðfræði og prédikun fyrri alda. Að bibl- íulegum skilningi getur reiði Guðs birst sem afleiðingar illrar breytni t.d. þegar græðgi og dramb leiða menn til falls. Reiði Guðs getur líka birst þegar náttúran leikur lausum hala. Sr. Jón taldi eldsumbrotin vera reiðield Guðs. Þar með vildi hann árétta að þrátt fyrir allt væri tilgangur í því sem gerðist. Eðli Guðs er nefnilega ekki að eyða heldur er eðli Guðs kærleikur til uppbyggingar, verndar, sköpunar. Til- gangur þeirra sem notuðu hugtakið reiði Guðs var þrátt fyrir allt ekki sá að ógna og skelfa heldur að áminna og hvetja. Þannig gekk presturinn séra Jón Steingrímsson fram í þjónustu sinni. Vissulega benti hann fólki á hvar því væri ábótavant, hvar breytni þess hefði valdið skaða og tjóni og mundi halda áfram að gera það ef það sæi ekki að sér. En umfram allt hvatti hann og uppörvaði söfnuð sinn, gekk með fólki til verka, hvatti það til vinnu og til að gera hið besta úr aðstæðum. Æðruleysi og traust Þegar ógn og hætta steðjar að fólki er það alltaf óskilj- anlegt. Það er þaðan af síður hægt að skilja af hverju Guð lætur náttúruhamfarir og skelfingar tengdar þeim dynja yfir fólk. Í slíkum aðstæðum hefur trúin ekkert annað svar en að hvetja til æðruleysis, trausts á að Guð hafi þrátt fyrir allt ekki sleppt hendi sinni af mönnum. Þó að illska og eyðing virðist leika lausum hala er eyðingin ekki það afl sem mun eiga síðasta orðið. Síðasta orðið á Guð. Þess vegna verða menn í iðrun og von að treysta á hann. Vorið eftir ógnaveturinn mikla 1783-84 var séra Jón gripinn örvæntingu og hugleiddi að fyrirfara sér. Þá þótti honum þessum orðum mælt til sín í draumi: Öll mín fyrirheit stöðug standa, styrki ég nú og jafnan þig, í allri þinni eymd og vanda, ákalla skaltu og treysta á mig. Séra Jón skildi drauminn þannig að Jesús hefði sjálfur komið til sín og birt honum að hann hefði aldrei sleppt hendi sinni af honum, barni sínu. Séra Jón sannfærðist um það fyrirheit. Það eyddi ör- væntingunni og styrkti hann til áframhaldandi þjónustu. Þessi raunsæja lífsafstaða séra Jóns Steingrímssonar er sama lífsaðstaða og við sjáum í ritum Jóns Vídalíns, Hall- gríms Péturssonar og Fræðum Lúthers. Hana getum við kallað kristilegt raunsæi. Kristilegt raunsæi áréttar að sérhver einstaklingur er ábyrgur fyrir Guði, skapara sín- um. Frá Guði þiggjum við þær gjafir sem við búum yfir bæði til líkama og sálar. Þess vegna tölum við um hæfi- leika sem gáfur, gjafir, sem við eigum að nota að vilja gjafarans og samferðarfólki okkar til blessunar. Meðal þeirra gjafa eða gáfna er skynsemin. Skynsemi, dómgreind, er það verkfæri sem Guð gefur okkur til að gera okkur lífið bærilegt. En til að skynsemin fái unnið verður hún að stjórnast af samvisku sem er upplýst af orði Guðs. Orð Guðs er í fyrsta lagi lögmál sem skipar fyrir um hið góða. Lögmálið hefur Guð skráð á hjörtu allra manna og þess vegna hafa allir menn vitund um hið góða, reyna að leita eftir því og heyra dóminn þegar þeir bregðast. Í öðru lagi er orð Guðs fagnaðarerindi sem hvetur okk- ur og uppörvar, boðar okkur að við erum dýrmæt í aug- um Guðs. Skynsemi og samviska upplýst af orði Guðs – þetta tvennt verður að haldast í hendur. Í hörmungum og erf- iðleikum mun það nú sem fyrr verða okkur haldreipi. Grátur breytist í gleðisöng „Að kveldi gistir oss grátur en gleðisöngur að morgni,“ segir í einum Davíðssálmi (Slm 30.6). „Þeir sem sá með tárum munu uppskera með gleðisöng,“ segir í öðrum Davíðssálmi (Slm 126.5). Þessi orð voru séra Jóni hug- leikin þegar hann íhugaði hversu hagur fólks umbreyttist í prestakalli hans eftir hamfarir Skaftárelda og Móðu- harðindin. Trúin var haldreipi fólks í hörmungum þess, trúin sem neitaði að gefast upp í örvæntingu og örvilnan heldur lét hughreystast af fyrirheitum þess Guðs sem segir: „Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.“ (Jes 43.1) Það er falleg lýsing séra Jóns á embættisgjörð sem hann framdi í kirkjunni á Kirkjubæjarklaustri 5. sunnudag eftir þrenningarhátíð árið 1789, réttum sex árum eftir Eld- messuna. Þá gaf hann saman hjón og talaði til þeirra út frá 4. kapitula Orðskviðanna. Þar er að finna ýmsar áminn- ingar spekinnar, m.a. þessa: Hafnaðu ekki viskunni, hún mun varðveita þig, elsk- aðu hana og þá mun hún vernda þig. Viska er fyrir öllu, aflaðu þér visku, kostaðu öllu til að afla þér hygginda. Hafðu hana í hávegum og þá mun hún hefja þig, faðmaðu hana og hún mun verða þér til sæmdar. Hún mun setja unaðslegan sveig á höfuð þér og sæma þig glæstri kórónu. (Okv 4.6-9) Að velja hjónunum texta úr Orðskviðunum fjórða kafla lýsir vel skoðun séra Jóns á því hvernig skynsemi og sam- viska upplýst af orði Guðs vinna saman. Og lýsingu sinni á gleði þessa dags lýkur séra Jón á þessa leið: Skeði hér og við eitt meira, að þetta var sá sami dagur í tölunni, sem eldurinn sýndist ætla að eyðileggja það guðshús og allir þessir voru þar þá inni staddir, rétt á milli lífs og dauða. Svo var nú Guð alhagur að snúa því voru hryggðarvatni í sætt gleðivín. Lærdómur Sá lærdómur sem við getum dregið af lífsspeki séra Jóns Steingrímssonar er einkum tvenns konar. Hið fyrra er að sýna í hvívetna æðruleysi andspænis erfiðleikum og hættum og gæta þess að láta ekki örvæntingu og reiði ná tökum á okkur. Það er hjálp að fá og hana finnum við í samfélaginu, meðal meðbræðra okkar og systra. Við megum í því sambandi ekki ala á tortryggni, öfund og ekki gerast útbreiðendur rógs og svigurmæla. Og okkur er nauðsynlegt að hafa eilífðartakmarkið sífellt fyrir aug- um. Eilífðartakmarið er okkar innsta eðli sem sköpun góðs Guðs sem hann ætlar til samfélags við sig í lífi og dauða,. Hið síðara er að sýna kjark og visku til að takast á við aðstæður okkar og beita til þess skynsemi okkar og sam- visku á réttan hátt. Og meðal þess sem skynsemi okkar og samviska á að geta frætt okkur um er að siðferði verður ekki stjórnað með skrifuðum reglum eða lögum. Siðferð- inu getur hugarfarið eitt og viljinn einn stjórnað. Stephan G. var að vísu enginn vinur kirkju og kristni en svo vel var hann uppfræddur að hann gat komið þessari kristnu lífspeki fyrir í vísunni góðu: Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. Séra Jón Steingrímsson hefði bent honum á fulltingi bænarinnar: „Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og veit mér nýjan, stöðugan anda.“ (Slm 51.12) Um leið hefði hann minnt á sæluboðunina: „Sælir eru hjartahreinir því að þeir munu Guð sjá.“ (Matt 5.8) Morgunblaðið/RAX ’ Sr. Jón taldi eldsumbrotin vera reiðield Guðs. Þar með vildi hann árétta að þrátt fyrir allt væri tilgangur í því sem gerðist. Í Eldhrauni. Séra Jón Steingrímsson sem kallaður hefur verið Eldklerkur (1728-1791) lýsti Eldmessunni þannig: „Var þá Guð heitt og í alvöru ákallaður, enda hagaði hans ráð því svo til, að eldurinn komst ei þverfótar lengra en hann var fyrir embættið, heldur hrúgaðist hvað ofan á annað í einum bunka...“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.