Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 55

Morgunblaðið - 24.12.2010, Side 55
24. desember 2010 55 H uldar Breiðfjörð sest við eldhúsborðið. Tafl- mönnum hefur verið stillt upp. Og blaða- maður er vígreifur með blað og penna. „Á að skrifa þetta niður!?“ spyr hann og hlær. Svo leikur hann kóngspeðinu fram. e2-e4. Ekki stendur á svari. e7-e5. Huldar er nýkominn úr óskilgreindri ferð til Suður- Ameríku og kann vel við sig á ferðalögum, en í fyrra sendi hann frá sér bókina Færeyskur dansur, þar sem hann fjallar um ferð sína til Færeyja og lýsir ekki aðeins fær- eysku samfélagi, heldur varpar einnig óvæntu ljósi á Ís- lendinga og er það ekki síst ferð inn á við fyrir rithöfund- inn sjálfan. Það var þriðja ferðasaga Huldars sem lýsir sér af nokkurri sjálfshæðni sem reyndum ferðamanni í bók- inni en kann þó þá list að „detta inn“ í framandi sam- félögum. Þá getur komið sér vel að kunna mannganginn, enda skákin alþjóðlegt tungumál. „Skákin og ástin,“ segir Huldar einbeittur yfir skák- borðinu. „Þessi tvö tungumál eru mjög skyld; sama grimma baráttan eftir fyrsta leik.“ – Og það er tvísýn barátta? „Já, hún getur orðið tvísýn, líka langdregin og skemmtileg! Stundum lendir maður í hrikalegri vörn, en er svo allt í einu skapandi og sókndjarfur. Það er enginn munur á skák og ástinni.“ Hann hallar sér fram með höfuðið í lófanum. „Eða er ég að rugla saman ástinni og hjónabandinu? Sennilega. Hvernig sem á það er litið, þá segir það mikið um mín kvennamál. Ég tapa alltaf.“ – Í bókinni kemur fram að þú notar gjarnan Halls- brjóstsykur til að brjóta ísinn! „Já, gotterí er líka alþjóðlegt. Öll heimsbyggðin virðist veik fyrir einhverju sætu. Það gerði sig því vel að vera með Halls-brjóstsykur í Færeyjum. Sem er reyndar beiskur, en lítur út fyrir að vera sætur!“ – Eins og gildir um margt í tilverunni. „Ef til vill er sami grundvallarmunurinn á þessu sæta og beiska og hjónabandinu og ástinni.“ Hann horfir hugsi á skákborðið, rótar í hárinu á sér, geymir hökuna í hnefanum. „Ég held reyndar að Færeyingar hafi aldrei átt góða skákmenn. Ég man ekki eftir því, veit ekki hvort þeir eru nógu sókndjarfir. En þeir eru rosalega fín ljóðskáld, ekki síst ungir færeyskir höfundar. Það er raunar svolítið vandamál, að allir fara í ljóðagerðina. Þess vegna er lítið til af skáldsögum eftir yngri höfunda.“ Hann klárar úr kaffibollanum og er alveg hættur að rýna í stöðuna á skákborðinu. „En við höfum svo sem gert góða hluti fyrir Færeyinga, til dæmis í þeirra kreppu. Þá fengu þeir að veiða meira í íslenskri lögsögu.“ Hann tekur loks af skarið, rífur upp biskupinn, færir hann á g4, en hikar og fer aftur með hann á c1. „Þegar ég kom til Færeyja barst kreppan alltaf fyrst í tal hjá Færeyingum, enda setti hún svip á mannlífið þar, til dæmis var nokkuð um að íslenskir iðnaðarmenn væru komnir þangað til að útvega sér verkefni.“ Allt í einu leikur hann. 2. Bf5. Rc6. 3. e3. Bf4. 4. a3. e6. 5. Rc3. Svo heldur spjallið áfram: „En maður varð var við alheimskreppuna, því það var samdráttur í Færeyjum, bílasala hafði dregist saman og atvinnuleysi vaxið. En þetta var samt allt í lagi; reynslan hefur kennt Færeyingum varkárni. Og ég held að það gangi ágætlega í sjávarútvegnum, þó að þeir horfi kvíðnir til þess hvað Íslendingar ætli að gera, hvort þeir ætli að selja fiskinn á lægra verði. Ef eitthvað var, þá urðu þeir verr úti í sinni kreppu, atvinnuleysi nálgaðist 20% og fólksflótt- inn var gífurlegur. Þeir eru ennþá að vinna úr því, til dæmis eru mun fleiri karlar í Færeyjum en konur.“ Hann hellir kaffi í bollann, sýpur á því og horfir á stöð- una. – Þetta er í járnum, segir blaðamaður spekingslega. „Þetta er algjör spegill,“ svarar hann. Hann tekur upp tússpenna annars hugar og veltir honum í höndum sér. Rithöfundum líður betur með stílvopnið. Svo hvílir hann höfuðið á pennanum, lokið á milli augabrúnanna, og seg- ir: „Átt þú ekki að gera?“ – Nei. Skákin heldur áfram. Svartur missir úr leik. 6. Bb5. 0-0 7. Rf3. Rf6. 8. Re5. Bd6. 9. Rxc6. bxc6. 10. Ba6. Hd8. 11. Bxd6. cxd6. 12. Ra5. Kc7. 13. Da4. Kd7. 14. Bb5. – Magnaður leikur alveg, muldrar blaðamaður. Ke7. 15. Dc7. Dd7. 16. Dxc6. Dxc6. 17. Bxc6. Hc8. „Vá maður,“ stynur Huldar, hallar sér yfir borðið og hvílir nú höfuðið í báðum höndum. 18. Bb5. Bxc2. 19. Kc2. a6. 20. Bd3. Bxa4. „Þetta var ekki gott,“ segir hann 21. Bxa3. Hc2. 22. Kd3. Hxb2. 23. Hhc8. Enn hellir Huldar kaffi í bollann. Eftir smáþögn hlær hann og segir: „Þú segir náttúrlega í viðtalinu að þetta sé fimm mínútna hraðskák. Þá er búið að redda taflmennsk- unni!“ Re5. 24. Hc7. Kf6. „Já, já, eins og þetta byrjaði nú vel maður. Humm …“ Huldar sýpur á kaffinu og muldrar: „Bíddu nú við.“ 25. f6. Hd2. „Er þetta mát. Jesús kristur!“ hváir hann. „Ég var svo viss um það á tímabili að ég væri að rústa þessu.“ Hann klárar úr bollanum. – Þú varst að því. „Ég held nefnilega að þú hafir líka verið viss um það. Þetta var bæði skrautlegt og skammarlegt. Sviptingasöm skák fyrir fimm mínútna hraðskák! En ég sagði í upphafi, að ég tapa alltaf, þannig að þetta kemur mér ekkert á óvart. Enda fór ég á taugum þegar ég var að vinna; það gat ekki verið!“ Hann brosir. „En þú tefldir þetta af festu og yfirvegun, sem ein- kenndi alla þína taflmennsku.“ Svo hlær hann. – Ég hef líka meiri reynslu af hjónabandi, stingur blaðamaður upp á. „Já, þú þekkir það vel, að stundum er ágætt að þegja bara og bíða eftir því að vopnin snúist í höndunum á mót- aðilanum – í von um að hann springi á limminu. Og það er nákvæmlega það sem gerðist í þessari skák!“ Hann raðar mönnunum upp. Og hellir kaffi í bollann. Texti Pétur Blöndal pebl@mbl.is Ljósmynd: Kristinn Ingvarsson kring@mbl.is Síðasta orðið … Huldar Breiðfjörð Skákin og ástin ’ Ef eitt- hvað var, þá urðu Færeyingar verr úti í sinni kreppu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.