Morgunblaðið - 11.01.2011, Page 14

Morgunblaðið - 11.01.2011, Page 14
14 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. JANÚAR 2011 STUTTAR FRÉTTIR ● Gert er ráð fyrir því að niðurstöður fáist í viðræður Framtakssjóðs Ís- lands og evrópska fjárfestingarsjóðs- ins Triton, um kaup Tritons á hluta af eignum Icelandic Group í lok mán- aðarins. Fram kemur á heimasíðu Framtaks- sjóðs Íslands, að gert sé ráð fyrir að markaðs- og sölukerfið, sem þjónar ís- lenskum framleiðendum, verði áfram alfarið í eigu Íslendinga en að erlenda verksmiðjustarfsemin verði að meiri- hluta í eigu Tritons. Stefnt sé að sam- starfi milli þessara tveggja rekstarein- inga í framtíðinni til að ná því sameiginlega markmiði að þjóna við- skiptavinum þeirra sem allra best. Kanadíska félagið High Liner Foods tilkynnti í síðustu viku, að það hefði gert tilboð í Icelandic Group, sem hljóð- aði upp á 52,4 milljarða króna. Þá kom jafnframt fram, að Framtakssjóðurinn ætti í viðræðum við Triton og myndi ekki ræða við aðra á meðan þær við- ræður stæðu yfir. Búist við niðurstöðum viðræðna í lok janúar Bjarni Ólafsson bjarni@mbl.is Tillögur stjórnarmanns í VR um breytingar á lögum félagsins eru glórulausar að mati formanns stjórn- ar VR. Tillögur Bjarka Steingríms- sonar eru tvær, annars vegar sú að „stjórnarmenn Lífeyrissjóðs Versl- unarmanna og aðrir þeir er kunna að koma að ákvörðunum um fjárfest- ingar sjóðsins skulu ávallt undir- gangast hæfismat Fjármálaeftirlits- ins. Skal hæfismat stjórnarmanna staðfest á aðalfundi félagsins árlega. Engar undanþágur eru veittar frá grein þessari og eða verklagi við mat á hæfisreglum útgefnum af Fjár- málaeftirlitinu 10. febrúar 2010.“ Hin tillagan er að allir reikningar VR ásamt skýringum skuli vera að- gengilegir á vef félagsins. Kristinn Örn Jóhannsson segir til- lögurnar glórulausar og moðreyk. „Fyrst ber að nefna að Fjármála- eftirlitið leggur mat á hæfi allra stjórnarmanna í lífeyrissjóðum, enda lögbundið hlutverk þeirra. Hvaða aðferðum eða verklags- reglum FME beitir er alfarið þeirra mál og FME tekur ekki tilmælum frá öðrum hvað það varðar. Hvaða tilgangi á það að þjóna að aðalfundur VR staðfesti slíkt mat árlega er mér líka hulin ráðgáta,“ segir Kristinn. „Hitt er að ársreikningar VR ásamt skýringum hafa legið frammi og á vef félagsins um árabil. Að því er ég best veit er VR eina félagið sem gerir það. Þetta er því moðreyk- ur, að vanda, úr þessari átt.“ Samkvæmt verklagsreglum, sem FME setti þann tíunda febrúar síð- astliðinn, skal framkvæma hæfismat á hverjum þeim sem tekur sæti í stjórn lífeyrissjóðs og skal tilkynna um breytingar á stjórn til FME án tafar. Morgunblaðið/Golli Lífeyrissjóðir Í fyrra ákvað meirihluti stjórnar VR að skipta út þremur af fjórum fulltrúum félagsins í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna. „Glórulausar“ tillögur hjá VR  Formaður VR gefur lítið fyrir lagabreytingatillögur stjórnarmanns Bjarni Ólafsson og Egill Ólafsson Kaup ástralska fyrirtækisins Wasabi Energy á orkustöð Orkuveitu Húsa- víkur eru háð samþykki nefndar um erlenda fjárfestingu. Nefndin tekur fyrir öll kaup erlendra aðila í orkuiðn- aði, sjávarútvegi og flugsamgöngum, en ekki hefur enn verið ákveðið hve- nær hún hittist til að fjalla um málefni Wasabi og OH, samkvæmt upplýsing- um frá efnahags- og viðskiptaráðu- neyti. Guðrún Erla Jónsdóttir, fram- kvæmdastjóri Orkuveitu Húsavíkur, segir að samningurinn sem OH gerði við Global Geothermal Limited, dótt- urfélag Wasabi, feli í sér viðgerð og endurbætur á orkustöð fyrirtækisins sem framleiðir rafmagn með svokall- aðri Kalina-tækni. Global Geothermal Limited leysi til sín stöðina og skili henni aftur þegar sýnt hafi verið fram á rekstrarhæfni hennar. Guðrún Erla segir að Global Geo- thermal muni yfirtaka stöðina meðan viðgerð fer fram og verði viðgerðar- kostnaður greiddur af Global Geo- thermal. OH muni síðan leysa stöðina til sín aftur þegar sýnt hafi verið fram á rekstrarhæfni hennar. Guðrún Erla segir ekki tímabært að svara því hvað ráðast þurfi í mikla fjárfestingu til að koma stöðinni í gang að nýju. Hún segist reikna með að hún hefji rafmagnsframleiðslu á ný eftir u.þ.b. ár. Guðrún Erla segir að samningurinn við Global Geothermal feli ekki í sér neitt framsal á auðlindum og ekki sé verið að selja Orkuveitu Húsavíkur. Þegar orkuveitan taki við rekstrinum á ný verði fyrirtækið komið með tekju- aflandi einingu sem styrki reksturinn. Wasabi Energy er sem fyrr segir ástralskt fyrirtæki og skráð á hluta- bréfamarkað þar í landi. Það á eign- arhluti í fyrirtækjum sem það telur að geti komið fram með lausnir á orku- og umhverfismálum heimsins. Orkustöðin á Húsavík var sú fyrsta í heiminum til að framleiða rafmagn úr jarðvarma með svokallaðri Kalina- tækni, sem Global Geothermal hefur einkaleyfi fyrir. Þrálátar bilanir hafa gert rekstur orkustöðvarinnar erfiðan frá því að stöðin var tekin í notkun árið 2000. Engin orkuframleiðsla hefur verið í stöðinni frá því bilun varð í janúar 2008. Guðrún Erla segir að Global Geothermal sé kappsmál að raforku- framleiðsla hefjist að nýju í orkustöð- inni og hafi því falið dótturfyrirtæki sínu, Recurrent Engineering, að yf- irfara vélbúnað stöðvarinnar, sinna viðgerðum og koma orkustöðinni í fulla vinnslu á ný. Hún segir það ekki gott fyrir ímynd Global Geothermal að stöðin skuli ekki vera að framleiða rafmagn. Fjárfestingarnefnd þarf að samþykkja kaupin  Erlent fyrirtæki kaupir orkustöð  Engar orkulindir fylgja með í kaupunum Orkustöð Þrálátar bilanir hafa hrjáð orkustöð OH frá opnun hennar og hef- ur hún ekki framleitt neina orku frá árinu 2008 af þeim sökum. Orkustöðin » Með Kalina-tækni er raforka framleidd með varma frá lág- hitasvæði. » Með henni framleiðir Orku- stöð Orkuveitu Húsavíkur raf- magn úr 121 gráðu heitu vatni, áður en vatnið er nýtt fyrir hitaveitu bæjarins. » Þrálátar bilanir hafa plagað orkustöðina frá upphafi og hefur engin orka verið fram- leidd í henni frá árinu 2008. » Kaupandi stöðvarinnar, Global Geothermal, á einka- leyfi á Kalina-tækni. Vöruskipti við útlönd voru jákvæð um 11,5 milljarða króna í desem- bermánuði, samkvæmt bráða- birgðatölum frá Hagstofunni. Flutt- ar voru vörur út fyrir 47,3 milljarða og inn fyrir 38,5 milljarða króna. Mestar útflutningstekjur voru af iðnaðarvörum, eða 28 milljarðar króna, og sjávarútvegsvörum, eða rúmir 17 milljarðar króna. Mest var flutt inn af hrávörum og rekstrar- vörum, fyrir 10 milljarða króna, og fjárfestingavörum; fyrir 8,5 millj- arða króna. Afgangurinn er þó minni en í desember í fyrra, þegar hann nam rúmum 13 milljörðum. Þegar litið er til alls ársins 2010 er ljóst að af- gangur af vöruskiptum var meiri en nokkru sinni áður, eða yfir 120 milljarðar króna. Árið 2009 var vöruskiptajöfnuðurinn jákvæður um 90 milljarða króna. ivarpall@mbl.is Vöruskipti jákvæð Aldrei meiri afgang- ur en árið 2010 Evrópski seðlabankinn keypti rík- isskuldabréf Portúgals í gærmorgun og við það lækkaði ávöxtunarkrafa á bréfin um níu punkta, niður í 6,9%. Áhyggjur af fjárhagslegri heilsu portúgalska ríkisins hafa farið mjög vaxandi að undanförnu og í gær neyddist forseti landsins, Aníbal Ca- vaco Silva, til þess að vísa því á bug að Portúgal hygðist leita til Alþjóðagjald- eyrissjóðsins og Evrópusambandsins um neyðarlán. Áður hélt þýska blaðið Der Spiegel því fram að Þjóðverjar og Frakkar þrýstu á Portúgali um að þiggja slíkt lán. ivarpall@mbl.is Darraðardans í Portúgal                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-.+ +/0-/0 ++/-1. 01-203 +.-,3, +,-144 +00-14 +-2+, +,.-44 +40-+4 ++/-+. +/3-05 ++/-22 01-2/3 +.-,.4 +,-+14 +00-3. +-20++ +/1-1. +40-4/ 01/-,.32 ++/-2, +/3-, ++/-,. 01-423 +.-/43 +,-+44 +00-,3 +-2040 +/1-53 +43-1+ ● Hrein erlend staða Seðlabanka Íslands við útlönd batnaði um 71 milljarð króna í desember og voru erlendar eignir bankans 379 milljörðum króna hærri en skuldir. Munar þar mestu um kaup bankans á gjaldeyri viðskiptabankanna, sem tilkynnt var um í byrjun árs og áttu sér stað fyrir áramót, en alls bættu þau gjaldeyrisstöðu Seðlabankans um 72,5 milljarða króna. Erlendar eignir bankans jukust um 124 milljarða króna í desember og námu 668 milljörðum króna og erlendar skuldir juk- ust um 53 milljarða og námu 288 milljörðum. ivarpall@mbl.is Erlend staða Seðlabankans batnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.