Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 2 2. J A N Ú A R 2 0 1 1  Stofnað 1913  18. tölublað  99. árgangur  PENINGALYKTIN HEYRIR SÖGUNNI TIL Á SIGLUFIRÐI FÓLKIÐ Á BAK VIÐ STRÁKANA OKKAR ÞESSI ÞRÁ OG BEINT Á SKÁ Í SÖNGVAKEPPNI SUNNUDAGSMOGGINN BALLÖÐUR OG BALKANROKK 47TÍMAMÓT Í SÖGU BÆJARINS 22  Starfsfólk Landspítala finn- ur margt fyrir mikilli þreytu og líkamlegum álagseinkennum. Ekki er að undra því starfsmönnum hefur fækkað um 670 á undan- förnum tveimur árum en álagið síst minnkað, sérstaklega þar sem skæðar umgangspestir dreifast um samfélagið. Formaður Félags hjúkrunar- fræðinga og formaður Sjúkraliða- félagsins segja stöðuga undir- mönnun valda mikilli streitu hjá starfsfólki. Það hafi verið tilbúið að spýta í lófana og taka á sig aukið álag en geti ekki haldið endalaust áfram. Könnun meðal starfsfólks sýnir að margir telja Landspítalann ekki aðlaðandi vinnustað. »26 Mikið álag á starfs- fólki Landspítala Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norð- lendinga og Byr fengu rangar upp- lýsingar um hugsanlega áhættu vegna þátttöku í stofnfjáraukningu sjóðanna í lok árs 2007. Þrír dómar þessa efnis féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þar af tveir í tengslum við stofnfjáraukningu Sparisjóðs Norðlendinga. Um var að ræða innheimtumál sem Íslandsbanki höfðaði, vegna lána sem Glitnir veitti til að stofn- fjáreigendur í Sparisjóði Norðlend- inga gætu tekið þátt í tæplega þriggja milljarða stofnfjáraukningu í desember 2007. Taldi dómurinn að stofnfjáreigendur hefðu fengið vill- andi upplýsingar um áhættu sem kynni að fylgja lántöku vegna stofn- fjárkaupa. Kynning víkur samningi Í kynningarbréfi frá Glitni stóð orðrétt að stofnbréfin sjálf og arð- greiðslur sjóðsins yrðu eina veðið gegn lánunum. Einnig hefðu stofn- fjáreigendur fengið að heyra svipaða sögu á kynningarfundum í aðdrag- anda stofnfjáraukningarinnar. Hvað sem liði smáa letrinu í lánasamning- um, taldi Héraðsdómur Reykjavíkur að þessi ranga upplýsingagjöf og skeytingarleysi Glitnis ógilti samn- ingana á grundvelli samningalaga. Saga stofnfjáreigenda í Sparisjóði Norðlendinga er samhljóða frásögn- um stofnfjáreigenda í öðrum spari- sjóðum. Stofnfjáreigendur í Spari- sjóði Svarfdæla tóku nánast allir 3,5 milljóna króna lán til að taka þátt í stofnfjáraukningu árið 2007. Ingvar Þóroddsson, lögmaður stofnfjáreig- enda í Svarfaðardal, vildi lítið tjá sig um dóm gærdagsins þegar Morgun- blaðið náði tali af honum. Sagði hann þó að Svarfdælir myndu kanna hann ofan í kjölinn og kanna hvort hann gæti reynst fordæmisgefandi. Reim- ar Marteinsson, formaður félags stofnfjáreigenda sparisjóðs Húna- þings, sagði jafnframt í gær að hann byndi vonir við að mál Norðlendinga gæti reynst fordæmisgefandi. Andri Árnason, lögmaður Íslands- banka í einu málanna, vildi ekki tjá sig um niðurstöðu dómsins í gær. Ís- landsbanka biði að taka ákvörðun um hvort dómnum yrði áfrýjað. Guðný Herbertsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Íslandsbanka, sagði að bank- inn hefði ekki ákveðið hvernig brugðist yrði við. Hún gat ekki veitt upplýsingar um hversu miklar fjár- hæðir væri um að tefla fyrir Íslands- banka en fram hefur komið í fjöl- miðlum að þær skipti milljörðum. Blekkingum var beitt  Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga og Byr sýknaðir af kröfu Íslands- banka í innheimtumáli  Stofnfjáreigendur fengu í hendur villandi upplýsingar MGáfu ranga mynd »24 Gríðarleg kátína ríkti á árlegu þorrablóti Stjörn- unnar sem haldið var í íþróttahúsinu Mýrinni í gærkvöldi, á fyrsta degi þorra og bóndadegi. Að venju var blótið vel sótt og löngu uppselt. Ræðu- maður kvöldsins var Guðni Ágústsson og var gerður góður rómur að ræðu hans. Þegar lokið var við að sporðrenna kræsingunum var dansað fram eftir nóttu undir taktföstum tónum Ingós og Veðurguðanna. Óþreyjufullir bændur á þorrablóti Morgunblaðið/Ernir  Erfiðleikar fólks eru ekki alltaf bornir á torg og þannig er ástatt um íslensk hjón, sem eiga nokkur börn og þurfa að glíma við vanda- mál tveggja barna á grunn- skólaaldri. Næstelsta barnið er ein- hverft en það elsta er haldið miklum kvíða og hræðslu. Foreldr- arnir standa ráðþrota gagnvart vandanum, fá litla sem enga op- inbera aðstoð þar sem úrræðin vantar og á meðan er barnið heima ófært um að takast á við lífið utan veggja heimilisins. „Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna, allan sólar- hringinn, alla daga ársins,“ segir faðirinn. »16 Fjölskylda ráðþrota vegna mikils kvíða  Ráðgjafarfyr- irtækið VSI ör- yggishönnun og ráðgjöf hefur fundið hler- unarbúnað í tveimur fyrirtækjum hér á landi, en fyrirtækið sérhæfir sig í öryggis- málum. Í öðru tilvikinu var hler- unarbúnaðurinn falinn í penna en þar sem rafhlaðan í honum var tóm virkaði hann ekki lengur. Í hinu til- vikinu var um að ræða hler- unartæki sem sendi hljóðupptökur þráðlaust yfir í móttökutæki. Þá hafa grunsemdir vaknað um að slíkum búnaði hefði verið komið fyrir í fleiri fyrirtækjum en hann síðan fjarlægður. Vakti það grun- inn að trúnaðarupplýsingar höfðu lekið út. »4 Hlerunarbúnaður hjá fyrirtækjum LITLIR FÓTBOLTASnillingar MasterCard er aðalstyrktaraðili UEFA Champions League Ef þú notar MasterCard kort frá Kreditkorti gæti barnið þitt fengið að leiða leikmann inn á völlinn fyrir leik í UEFA Champions League. Skráðu þig til leiks á www.kreditkort.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.