Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Lára AðalheiðurJónsdóttir fæddist að Svarfhóli í Álfta- firði 23. desember 1921. Hún andaðist á Heilbrigðisstofnun Ísafjarðarbæjar 7. jan- úar 2011. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Maríu Guðnadóttur, f. 22.7. 1899, d. 7.1. 1977 og Jóns Júlíusar Bentssonar, f. 26.7. 1901, d. 8.5. 1981. Lára var elst fimm barna þeirra hjóna. Systkini hennar eru: Matthías Jónsson, f. 17.7. 1923, d. 25.9. 2001. maki Þórey Þorbergs- dóttir, f. 22.9. 1926, d. 21.4. 2008. Guðrún Jónsdóttir, f. 8.11. 1925, maki Elías Þorbergsson, f. 22.9. 1926, d. 11.5. 2005. Friðgeir Bent Jónsson, f. 20.11. 1927, maki Gerður Rafnsdóttir, f. 27.2. 1935, d. 13.7. 1989. Sigurður Guðni Jónsson, f. 21.12. 1935, d. 18.9. 2007. Lára giftist 30.12. 1951 Baldvini Björnssyni, f. 16.8. 1921, d. 9.5. 1988. Foreldrar hans voru Sigfríður Björnsdóttir, fædd í Ólafsfirði 18.2. 1898, d. 3.10. 1978 og Björn Einar störf fram yfir unglingsárin. Síðan lá leiðin í vist á Ísafjörð, vinnu í eld- húsi í Héraðskólanum í Reykjanesi, Lára vann á saumastofu hjá Einari og Kristjáni á Ísafirði. 1945 fer Lára til Keflavíkur og vinnur þá á sauma- stofu hjá Jóhanni klæðskera. 1947 fer Lára og gerist matráðskona í Hafnarfirði fyrir sjómenn sem komu víðsvegar að af landinu, þá var farið á vertíð sem stóð frá áramótum til vordaga. Þar kynntist Lára Baldvini Björnssyni fá Ólafsfirði sem seinna varð eiginmaður hennar. Um haustið 1948 flytja þau til Ólafsfjarðar og hefja þar búskap. 1954 flytja þau að Meiri-Hattardal og hefja þar búskap ásamt systur Láru, Stellu og manni hennar Elíasi. Árið 1960 er jörðinni skipt og hafinn undirbúningur að því að byggja tvö ný íbúðarhús og útihús. Lára starf- aði í kvenfélaginu Ósk í Súðavík, tók þátt í félagsstörfum eins og þorra- blótum og álíka viðburðum. Árið 1979 flytjast þau til Súðavíkur og fer Lára þá að vinna í rækju. Árið 1997 flytur Lára inn í nýtt hús í Súðavík eftir að byggðin var færð til. Þar bjó hún til 2004 er hún flytur til dóttur sinnar á Ísafirði en var mikið á sumrin í litla húsinu sínu meðan kraftar leyfðu. Síðustu mánuðina dvaldi hún á öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðar. Útför Láru fer fram frá Súðavík- urkirkju í dag, 22. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 14. Friðbjörnsson, fædd- ur á Skeggjabrekku 21.2. 1897, d. 22.10. 1924. Lára og Baldvin eignuðust 2 börn, þau eru: 1) Friðgerður Sigfríð Baldvinsdóttir, f. 19.9. 1955. Maki Sverrir Pétursson. Börn þeirra eru a) Orri, f. 5.11. 1983, unnusta Helga Hjálm- arsdóttir, f. 7.9. 1984. b) Lára Rán, f. 11.10. 1989. 2) Axel Bessi, f. 13.5. 1962, maki Halldóra Péturs- dóttir, f. 19.10. 1966. Börn þeirra eru: a) Aðalsteinn Svanur Grét- arsson, f. 14.9. 1986. b) Baldvin Ax- elsson, f. 24.1. 1991, d. 14.7. 1991. c) Dagný Ósk Axelsdóttir, f. 7.1. 1994. Lára ólst upp hjá foreldrum sín- um sem hófu búskap í Meiri- Hattardal 1925 og þar ólst Lára upp til fullorðnisára. Lára naut venju- legrar grunnskólamenntunar þess tíma í barnaskólanum í Súðavík. 1942 fór hún í Húsmæðraskólann á Blönduósi eins og flestar ungar stúlkur gerðu á þeim tíma. Lára ólst upp við venjuleg sveita- Við höfum nýlega kvatt gamla árið og heilsað nýju ári. Um áramót lítum við til baka og rifjum upp minningar frá árinu sem er að líða. Eins er farið þegar ástvinur fellur frá, við lítum til baka yfir farinn veg. Það er ekkert nema dásamlegt þegar öldruð kona fær hvíld. En samt situr eftir söknuður. Söknuður þess sem var. Þannig er mér farið er ég kveð móð- ur mína, ótal minningar renna í gegn- um hugann. Móðir mín fékk sama dán- ardag og móðir hennar, Guðrún Guðnadóttir, sem dó 1977. Mamma bjó í Hattardal ásamt systkinum sínum, einnig voru á heim- ilinu afi hennar og amma, Bent Ekes- dal og Friðgerður Þórðardóttir. Mamma ólst upp við venjuleg sveita- störf fram yfir unglingsár, síðan lá leiðin í vist á Ísafirði, vinnu á sauma- stofu o.fl. Árið 1946 fóru þær systur til Keflavíkur. Þar leigðu þær sér her- bergi, fengu vinnu á saumastofu hjá Jóhanni klæðskera. Ekki höfðu þær tök á að fara heim um jólin. Ég man að mamma sagði mér frá því er þær syst- ur tóku lán fyrir jólin til að kaupa sér útvarp til að hlusta á yfir hátíðina. Foreldrar mínir hófu búskap á Ólafsfirði 1948. Pabbi var sjómaður og mamma saumakona. Þá fóru flestir sjómenn á vertíðir suður á land og komu ekki heim fyrr en á vordögum. Árið 1954 fluttu þau frá Ólafsfirði vest- ur á firði og hefja búskap í Hattardal. Þar taka þau við búi af föður mömmu ásamt Stellu systur hennar og eigin- manni Stellu. Fyrstu árin búa þær sameignarbúi í gamla bænum í Hatt- ardal. Í minningunni var alltaf nóg pláss í gamla bænum þótt oft væri fjöl- mennt. Bróðir minn Axel Bessi er kjörsonur, sonur frænku okkar Dóru Arinbjarnardóttur sem er bróðurdótt- ir ömmu, Guðrúnar Guðnadóttur. Alltaf var mikill samgangur milli bæjanna og leið ekki sá dagur að þær systur hittust ekki og börnin gengu út og inn á báðum heimilum. Mamma fór oft á veturna til vinnu í Frosta í Súða- vík og eins fór hún í rækju til Björg- vins á Langeyrinni, þar held ég að hún hafi kunnað vel við sig og þær kellur sem þar unnu, oft tekið gott spjall yfir rækjubandið. Alltaf man ég eftir börnum í sveit, oftast einn til tveir og stundum fleiri í skamman tíma. Árið 1979 bregða þau búi og flytja til Súðavíkur. Mamma fer að vinna í fiski og pabbi fer að stunda rækjuveiðar í Djúpinu. Þau áttu Hattardalinn áfram, pabbi heyjaði á sumrin og seldi hesta- mönnum hey, þannig að Hattardalur- inn var sumarlandið og höll minning- anna. Um 1997 komu hjón frá Kanada, þetta var frænka mömmu. Afi hennar hafði flutt til Kanada og var frænkan komin til að rifja upp ættartengsl sem mamma kunni vel skil á, það vafðist ekkert fyrir henni móður minni að bjóða þessu ágæta fólki gistingu. Henni fannst það ekki koma til greina að fólkið færi að gista á hóteli. Hún móðir mín er kannski ein af þessum „hvunndagshetjum“. Hún fæddist inn í upphaf umbreytinga í ís- lensku samfélagi. Ætíð nægjusöm og gerði ekki kröfur til annarra um að þjóna sér, en var ætíð tilbúin að bjóða allt sem hún átti og meira til. Var glöð og sátt við lífshlaupið þrátt fyrir allt. Hinsta kveðja. F.h. barna, tengdabarna og barnabarna, Friðgerður Baldvinsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Mig langar að skrifa örfá orð vegna andláts Láru Jónsdóttur, föðursystur minnar. Sem barn og unglingur dvaldist ég nokkur sumur vestur í Álftafirði. Ég var ýmist hjá ömmu og afa í Súðavík eða inni í Meiridal, hjá Láru frænku. Mér þótti gott að vera í sveitinni, eink- um þóttu mér kýrnar notalegar og ágætt verk að reka þær í og úr hag- anum. Lára frænka sá um að mjólka og mér fannst hún sterk þegar hún bar þunga mjólkurbrúsana út í læk. Ekki hafði hún mörg orð um það verk né heldur öll hin verkin sem hún vann: elda, baka, ryfja og raka … svo ég nefni fáein þeirra. Mér er minnisstætt hve Lára frænka bakaði gott brauð. Það voru góðar stundir, þegar komið var heim í kaffi og húsið ilmaði af nýj- um bakstri. Ég reyndi að leggja að mér til þess að bregðast ekki trausti frænku. Ég man þegar ég hamaðist við að rifja á milli þeirra mæðgna, Láru og Fríðu, sem báðar höfðu lítið fyrir því að snúa votu heyinu. Einu sinni var mér og Önnu Maríu (að mig minnir) falið að hafa til hrísgrjónagraut þegar heimilis- fólkið kæmi úr heyvinnu. Gleymdum við frænkurnar okkur í leik inni við brunnhúsið fram eftir degi. Sáum við hvar fólkið kom heim – og enginn grautur í pottinum. Þá leið mér illa yfir að hafa ekki unnið það verk sem Lára frænka hafði trúað okkur fyrir. Sem fullorðin lánaðist mér að halda nokkru sambandi við Láru frænku og heimsækja hana fyrst í sveitina og síð- an í Súðavík. Alltaf voru móttökurnar hlýlegar og rausnarlegar og margt var spjallað. Á ferðalögum í útlöndum kom Lára oft upp í huga mér. Sendi ég henni þá stundum póstkort og vonaði að hún tæki það sem lítinn þakklæt- isvott fyrir gott atlæti hjá henni í sveit- inni. Blessuð sé minning Láru frænku. Gyða Bentsdóttir. Mig langar í fáum orðum til að minn- ast frænku minnar Láru Jónsdóttur. Lára frænka eins og ég kallaði hana kvaddi þennan heim föstudaginn 7. janúar síðastliðinn. Heilsa Láru hafði versnað síðustu árin enda komin á ní- tugasta aldursár og hafði hún dvalið á Sjúkrahúsi Ísafjarðar með hléum allt síðasta ár. En alltaf bar hún sig vel og kollurinn enn virkur og minnið óbilað. Lára ólst upp í Hattardal í Álfta- firði og eftir nám í húsmæðraskóla á Blönduósi bjó hún og starfaði í Reykjavík, Keflavík og á Ólafsfirði í nokkur ár. Maður hennar, Baldvin Björnsson, var úr Ólafsfirði og rétt eftir miðja síðustu öld fluttu þau í Hattardal og tóku við jörðinni ásamt systur og hennar manni. Í Hattardal bjó hún öll sín fullorð- insár og sinnti heimilis- og bústörfum eins og þá tíðkaðist og vann einnig við fisk og rækjuvinnslu í Súðavík eftir að þau hættu búskap og eignuðust sitt annað heimili þar. En alltaf var nú Hattardalur „heima“ og var hún aldr- ei glaðari en þegar fólkið hennar fór með henni til dvalar þar um helgi eða í sumarfríum. Það var oft líf og fjör í Dölunum þegar krakkaskarinn á bæj- unum kom saman og oft stóðu þær systur Lára og móðir mín, Stella, fyr- ir uppákomum sem voru mikil ævin- týr í minningunni. Fyrstu árin í Hattardal bjuggu fjöl- skyldurnar í sama húsinu og því var alltaf mikill samgangur á milli okkar barnanna á bæjunum. Eftir að byggð voru tvö ný hús á jörðinni og henni var skipt héldum við áfram að valsa út og inn á báðum heimilum eins og við værum heima og ætíð var okkur tekið fagnandi af Láru og Balda. Þau hjón voru barnelsk og hjá þeim dvaldi fjöldi barna og unglinga öll sumur og héldu mörg þeirra tryggð við Láru fram á síðasta dag. Hún mátti ekkert aumt sjá og vildi leggja sitt af mörk- um til að létta undir með þeim sem minna höfðu og þar voru börn og dýr í forgangi. Hún var áhugasöm um sitt fólk og vildi því allt það besta, hafði áhyggjur ef eitthvað bjátaði á og gladdist með þegar vel gekk. Lára las mikið seinni árin og átti hún góðar stundir við lestur. Síðustu jól og áramót dvaldi Lára hjá dóttur sinni og hennar fjölskyldu á Ísafirði eins og undanfarin ár og var bara nokkuð brött. Skapast hafði sú hefð að á afmælisdegi Láru á Þorláks- messu hittust börnin hennar, barna- börnin, vinir og vandamenn í veislu sem stóð oft fram á kvöld og naut hún þess að hitta sem flesta þennan dag. Hún vissi sem var að hver dagur gat verið sá síðasti. Við töluðumst við í síma á afmælisdaginn og aftur á gamlársdag, það var síðasta samtalið okkar Láru og var hún að dásama litla sonarson minn sem hún hafði fengið myndir af um jólin. Bað honum og okkur allrar blessunar eins og venja hennar var. Rúmri viku seinna kvaddi hún þetta jarðlíf, sofnaði fallega eftir hádegislúrinn í hinsta sinn. Að leiðarlokum vil ég þakka Láru samfylgdina í gegnum lífið og alla ræktarsemina við mig og mína fjöl- skyldu. Fríðu, Axel og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Far þú í friði, kæra frænka. Anna María Elíasdóttir. Frænka okkar, Lára Jónsdóttir, er nú látin. Við minnumst hennar með hlýju og söknuði. Á sumrin vorum við frænkurnar fastagestir í húsi Láru ömmu eins og öll börn í Súðavík kölluðu hana. Dyr hennar voru ávallt opnar og tók hún vel á móti öllum gestum sínum þótt lágir væru í loftinu. Þegar ekki var spilaður rakki þá var leikið við kisuna Bröndu og minnumst við sérstaklega sumarsins þegar Branda eignaðist kettlinga. Þá gerð- umst við sérlegar pössunarpíur kett- linganna enda dvöldum við yfir sum- artímann einungis tveimur húsum frá Láru. Við munum óljóst eftir húsinu henn- ar Láru ömmu við Aðalgötuna enda vorum við ekki gamlar þegar hún og aðrir bæjarbúar fluttu yfir í nýja þorp- ið. Þó munum við að það var alltaf gaman að fara í heimsókn til hennar og margt þar að skoða. Við hættum okkur þó ekki niður í kjallarann þar sem við töldum að þar hefðist við draugur. Gaman var að fara niður á bryggju og dorga þar sem kolar voru auðfengn- ir. Alltaf mættum við með aflann til Láru ömmu svo hún gæti gefið hann Bröndu. Það eru margar minningar úr Súða- vík sem tengjast Láru ömmu og auð- séð að hún var mikilvægur hluti af dvöl okkar þar yfir sumartímann. Við vottum aðstandendum samúð okkar. Katrín Erna Þorbjörnsdóttir og Guðrún Kristín Einarsdóttir. Mér er ljúft að minnast frænku minnar Láru Jónsdóttur frá Meiri- Hattardal í Álftafirði vestra. Lára var mikil gæðakona og skap- góð með eindæmum. Það var alltaf mjög gestkvæmt hjá þeim Láru og Baldvini Björnssyni eiginmanni henn- ar, sem einnig var mikill öðlingur. Enda voru þau höfðingjar heim að sækja, gestrisin og skemmtileg. Margar minningar eigum við frænd- fólk hennar um skemmtilegar heim- sóknir í Hattardalinn er þau bjuggu þar. Lára var víðlesin og hafði gaman af því að spjalla við fólk. Hún var róleg í fasi og mikill mannvinur og mátti í raun ekkert aumt sjá. Hún var ein- staklega barngóð og nærgætin við allt fólk. Þarafleiðandi átti hún auðvelt með að umgangast fólk og því fannst þægilegt að vera í návist hennar. Hún hafði góða nærveru. Eitt sinn fyrir margt löngu, þegar Fríða dóttir henn- ar var fimm eða sex ára hnáta og Axel ekki kominn til sögunnar, gisti Lára heima hjá foreldrum okkar, Bjarna Guðnasyni og Hólmfríði Einarsdóttur, á Dalbæ um tíma meðan hún vann í frystihúsinu í Súðavík. Mikil og góð vinátta og væntumþykja var á milli hennar og foreldra okkar og féllu þar aldrei styggðaryrði á milli. Nú í sumar er Guðjón bróðir heimsótti Láru minntist hún móður okkar og sagði að ef til væru englar þá væri öruggt að hún mamma okkar væri einn slíkur svo góð manneskja sem hún hefði ver- ið. Ég minnist þess er Lára dvaldi hjá okkur hversu henni fannst gaman að koma heim og lesa blöðin að afloknum vinnudegi. Henni var margt vel gefið og var flink í höndum og tók oft til við saumaskapinn ef tími vannst il. Var hún þá að sauma ýmislegt í saumavél sem til var heima. Ég minnist þess hversu gaman var að fara með henni og Fríðu heim til Balda, líklega í helgarfrí. Þá hefur að öllum líkindum ekki verið rafmagn í gamla bænum því þau lásu við ljós frá olíulampa við rúmin fram eftir kvöldi og var þetta allt mjög ævintýralegt. Síðar byggðu þau hjónin myndarlegt íbúðarhús og þar hefur eflaust verið rafmagn frá fyrstu stundu. Á milli þeirra hjóna ríkti friðsemd og virðing. Þannig var Lára eins og ég þekkti hana, aldrei neitt að æsa sig yfir hlut- unum. Alltaf þessi stóíska ró sem hvíldi yfir henni. Það var sama sagan að heimsækja hana á litla fallega heimilið hennar sem hún átti í Súða- vík. Þetta var eftir að Baldvin dó og eftir að hún hafði flust í nýja þorpið eftir snjóflóðin í Súðavík 2005. Alltaf var tekið á móti fólki af sömu alúðinni og öllu tjaldað sem til var í gestrisn- inni. Jafnvel er hún var komin á sjúkrahúsið á Ísafirði bauð hún upp á aðalbláber, harðfisk eða annað góð- gæti þegar litið var til hennar. Síðast þegar ég heimsótti hana í Súðavík var hún að tala um hvað hún væri lánsöm með börnin sín. Þau væru svo um- hyggjusöm við hana, bæði Fríða og Axel. Við systkinin frá Dalbæ þökkum góðri frænku samfylgdina og órofa vináttu í gegnum tíðina. Við sendum Fríðu, Axel og fjölskyldum þeirra, Stellu, Bent og öðrum aðstandendum samúðarkveðjur á þessum tímamót- um. Hvíl í friði kæra frænka. Bjarnveig Bjarnadóttir (Badda). Góð kona er fallin frá. Ein af þeim kjarnakonum sem þekktu gamla tím- ann til sveita, þegar unnið var frá því snemma á morgnana og langt fram á kvöld. Ég átti því láni að fagna að vera hjá henni í sveit þegar hún tók við búi af föður sínum, Jóni Bentssyni, ásamt eiginmanni, Baldvini Björnssyni, og systur sinni og mági, þeim Stellu og Ella. Íbúðarhúsið í Meiridal var ekki burðugt í þá daga, burstabær með tveim burstum, mókofi til hliðar og hjallur á móti. Útihús voru fjós og hlaða ásamt fjárhúsi fyrir um hundr- að fjár. Það var ekki munaðurinn á þessum bæ. Ekkert rafmagn, engir vegir og allt sótt á trillubát út í Súðavík. Slegið með orfi og ljá og reitt heim í hlöðu á hestum. Öll vinna var með handafli eins og mótaka á vorin, en mórinn var notaður var til upphitunar í eldavélina sem hélt húsinu heitu. Hún Lára sló ekki slöku við, hitaði hafragrautinn á morgnana, sneiddi súrt slátur út í, bakaði brauð og kökur með kaffinu, gekk frá öllu innandyra og stundaði útiverkin á milli, allt eftir því sem þurfa þótti. Ég gæti talið lengi upp verkin hennar Láru, lýst dalnum sem henni þótti svo vænt um, sagt frá ýmsum at- burðum, rifjað upp fyrri tíma eða þær stundir þegar við hittumst. Þótt oft hafi liðið langur tími á milli þess sem við sæjumst var það alltaf svo gleðilegt. Það er því dýrmætt fyr- ir mig að hafa hitt hana sl. sumar og getað smellt kossi á kinn hennar, þeg- ar ég heimsótti hana á sjúkrahúsið á Ísafirði. Gleðin í augum hennar og spjallið sem við áttum saman verður mér ætíð minnisstætt. Fjölskyldu hennar bið ég allrar blessunar. Guð blessi minningu Láru minnar. Friðrik Georgsson. Lára Aðalheiður Jónsdóttir ✝ Elsku pabbi okkar, tengdapabbi, afi og langafi, RALPH THOMAS HANNAM, lést laugardaginn 15. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Vilhjálmur Leifur Tómasson, Sólveig Hannam, Árni Ólafur Lárusson, Júlía Hannam, Ragnar Þ. Ragnarsson, Elísabet Hannam, Örn Helgason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.