Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 24
þátttöku í stofnfjáraukningunni. Stofnfjáreigendum hafi, eins og víða annars staðar, verið kynnt þátttaka í aukningunni sem áhættulaus fjár- festing. Í aðdraganda stofnfjáraukn- ingarinnar var öllum stofnfjáreig- endum Sparisjóðs Norðlendinga sent kynningarbréf frá Glitni, en í því sagði meðal annars orðrétt um lánaskilamála sem þar voru kynntir: „Glitni banka hf. sett að handveði stofnfjárhlutir stofnfjárhafa og væntar arðgreiðslur af stofnfjárhlut- um. Ekki er farið fram á aðrar tryggingar.“ Segir einnig í dómnum að stofnfjáreig- endur hafi samþykkt lán- tökuna á „röngum forsend- um“ og fengið „villandi ráðgjöf“ frá Glitni, sem hafi sýnt skeytingarleysi með því að veita ekki greinagóð- ar upplýsingar um hugsan- lega áhættu. Gáfu ranga mynd af áhættu  Stofnfjáreigendur í Sparisjóði Norðlendinga og Byr Sparisjóði sýknaðir af kröfu Íslandsbanka um greiðslu á láni, teknu vegna þátttöku í stofnfjáraukningu í lok 2007  Ákvæði um persónulega ábyrgð í lánasamningum víkur fyrir kynningu bankans, sem gaf til kynna að stofnbréfin sjálf væru eina veðið Morgunblaðið/Golli Lán Stofnfjáreigendum í Sparisjóði Norðlendinga var gefin röng mynd af áhættunni sem fylgdi lántöku. FRÉTTASKÝRING Þórður Gunnarsson thg@mbl.is Kynningu starfsmanna Glitnis á fjármögnunarkostum fyrir stofnfjár- eigendur Sparisjóðs Norðurlands mátti ekki skilja öðruvísi en að ein- ungis stofnbréf sparisjóðsins, og arður af rekstri hans, væru tekin að veði vegna láns sem nýta átti til þátt- töku í stofnfjáraukningunni. Stofn- fjáreigendum Sparisjóðs Norður- lands hefði jafnframt verið gefin röng mynd af áhættunni, sem fylgdi því að taka þátt í aukningunni. Tveir dómar þessa efnis féllu í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, en um var að ræða innheimtumál sem Íslands- banki höfðaði. Einnig féllu tveir dómar vegna lántöku hjá tveimur stofnfjáreigendum Byrs í tengslum við stofnfjáraukninguna þar 2007. Að vísu var aðeins annar stofnfjár- eigenda sýknaður þar. Í sýknudóm- unum þremur er vísað til 36. greinar samningalaga, en sú grein kveður á um að „Samningi megi víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósanngjarnt eða and- stætt góðri viðskiptavenju að bera hann fyrir sig.“ Við mat samkvæmt þessari lagagrein skal einnig líta til efnis samnings, stöðu samningsaðila, atvika við samningsgerðina og at- vika sem kunna að koma síðar til. Óalgengt er að 36. grein samninga- laga liggi til grundvallar niðurstöðu dómstóla. Samningur víki fyrir kynningu Sú staðreynd að stofnfjáreigend- um hafi verið kynnt þátttaka í stofn- fjáraukningu með lántöku sem áhættulaus fjárfesting víkur frá, að mati dómsins, ákveðnum endur- greiðsluskilmálum í lánasamningum sem lágu til grundvallar fjármögnun Morgunblaðið/Golli Stoðir Materia var meðal annars um tíma stærsti hluthafinn í Stoðum. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær Materia Invest til að greiða ríf- lega 6,4 milljarða króna skuld til Arion banka. Ennfremur voru þeir Magnús Ármann og Kevin Stanford, tveir af eigendum Materia, dæmdir til að greiða bankanum 240 milljónir hvor. Dómurinn var kveðinn upp í deilu um lánasamninga sem voru gerðir á sínum tíma við Kaupþing. Lánasamn- ingurinn var gerður í nóvember árið 2005 en með honum fékk Materia In- vest 4,2 milljarða króna lán frá bank- anum. Um var að ræða svokallað kú- lulán – það er að segja, það átti að greiðast með einni greiðslu og vaxta- greiðslur áttu að greiðast í nokkrum öðrum greiðslum. Gengust þeir Magnús og Stanford í sjálfskuldará- byrgð fyrir hluta af láninu. Ábyrgð hvors um sig átti ekki að vera hærri en 240 milljónir króna. Lánið var ekki greitt þrátt fyrir innheimtutilraunir Arion banka og því höfðaði bankinn mál til greiðslu skuldarinnar. Í ársbyrjun 2009 nam skuldin rúmum 5 milljörðum króna auk vaxta að fjárhæð 1,3 milljarðar eða samtals 6.391.527.484 krónum. Materia Invest er fjárfestingar- félag í eigu Kevins Stanfords, Magn- úsar Ármanns og Þorsteins M. Jóns- sonar. Félagið átti stóran hlut í Kaupþingi og var um tíma stærsti hluthafinn í Stoðum. Þorsteinn M. Jónsson hefur sem kunnugt er náð samkomulagi við Arion banka um skuldauppgjör. Í fréttatilkynningu frá bankanum segir að hluti af skuld- um Þorsteins hafi verið persónuleg ábyrgð fyrir 240 milljónum vegna skulda Materia við bankann. Sam- komulagið við bankann nær til þess- ara ábyrgða. Greiði 6,4 milljarða skuld  Héraðsdómur dæmir Magnús Ármann, Kevin Stanford og Materia til að greiða Arion banka háa upphæð 24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Ekkert lát virðist á hinum gríð- arlega hagvexti í Kína en á sama tíma óttast sífellt fleiri að vöxt- urinn nú sé að stærstum hluta af- leiðing ósjálfbærrar eignabólu og að stjórnvöld í landinu séu að missa tök á verðbólguhorfum. Hagvöxtur jókst á síðasta fjórð- ungi í fyrra. Vöxturinn nam 9,8% síðustu mánuði ársins en hann hafði verið 9,6% mánuðina á und- an. Þó svo að verðbólga hafi farið niður í 4,6% í desember frá því að vera 5,1% í nóvember hélt vísitala neysluverðs áfram að hækka í mánuðinum eða um 0,4%. Á sama tíma hækkaði vísitala fyrir aðföng iðnaðarframleiðslu um 1,5%. Þessi þróun á sér stað á sama tíma og útlán kínverska banka- kerfisins hafa margfaldast á und- anförnum tveim árum og þar af leiðandi endurspegla hagvöxtur og verðbólguþróun ekki vaxandi eft- irspurn heldur aukið framboð af lánsfjármagni. Samkvæmt Fin- ancial Times voru útlán í kín- verska bankakerfinu í desember tífalt meiri en þau voru í sama mánuði 2007. Stjórnvöld á eftir kúrvunni Samkvæmt nýrri skýrslu franska bankans Société Générale er þetta til marks um það hörð lending er í aðsigi fyrir kínverska hagkerfið. Í skýrslunni eru við- skiptavinir bankans hvattir til þess að verja sig gegn þeirri þróun. Í skýrslunni eru færð rök fyrir þeirri skoðun að kínversk stjórn- völd séu langt á eftir kúrfunni við ákvarðanir á vöxtum í aðgerðum til þess að hamla útlánum. Sam- kvæmt útreikningum þeirra byggðum á Taylor-reglunni ættu stýrivextir að vera 250 punktum hærri en þeir eru í dag. Sérfræðingar franska bankans meta stöðuna sem svo að vöxtur verði enn mikill næstu misseri í Kína með tilheyrandi hækkunum á heimsmarkaðsverði á hrávörum en hinsvegar megi búast við harðri lendingu þegar stjórnvöld neyðast til þess að stíga fætinum á brems- una og hækka vexti vegna mikillar verðbólgu. Þeir spá í að ofþenslan nái hámarki um mitt næsta ár en í kjölfarið aukist væntingar um harða lendingu og vaxtahækkanir. ornarnar@mbl.is Hörð lending framundan  Mikill vöxtur í Kína helst í hendur við gríðarlega útlánaþenslu í bankakerfinu Reuters Stöðumat Verðbólga er vaxandi vandamál í Kína.                                           !"# $% " &'( )* '$* ++,-./ +01-,1 ++.-2. /+-+3+ +3-3.+ +.-,24 +/+-24 +-420 +0+-4/ +1.-31 ++. +0,-+ ++.-4+ /+-/15 /2-25 +.-,1, +/+-50 +-4+/+ +0+-3, +10-53 /+5-052. ++.-/0 +0,-11 ++.-.1 /+-5+1 /2-203 +.-.20 +/+-./ +-4+,/ +0/-1 +10-05 „Niðurstaða dómsins er vel rök- studd. Ég er vongóður um að þetta haldi fyrir Hæstarétti, verði áfrýjað,“ segir Ásgeir Helgi Jóhannsson, lögmaður Guð- mundar Víkingssonar, stofnfjár- eiganda í Sparisjóði Norður- lands. Þess má geta að Guðmundur sat í stjórn Spari- sjóðs Norðlendinga fyrir hönd Glæsibæjarhrepps til ársins 2008. „Þetta þýðir í raun og veru að stofnfjáraðilar gátu ekki, miðað við þær upplýsingar sem þeim voru fengnar í hendur, tekið upplýsta fjárfestinga- ákvörðun. Það skiptir líka máli að þátttaka Glitn- is í stofnfjár- aukningunni var mjög mikil. Hug- myndin að aukn- ingunni kviknaði í þeim banka,“ segir Ásgeir. Vel rökstudd niðurstaða VONGÓÐUR LÖGMAÐUR Fyrirtækið Já hefur kynnt nýtt íslenskt smá- forrit fyrir Android- og Symbian- snjallsíma sem kallast Já í sím- ann. Eftir að for- ritið hefur verið sett upp á snjallsíma beintengir það hann við símaskrána, þannig að þegar hringt er í símann er núm- erinu samstundis flett upp og nafn þess sem hringir birt á skjánum. Auk þess að birta upplýsingar um þá sem hringja í símann býr for- ritið yfir fleiri eiginleikum. Þannig er hægt að vista nöfn í tengiliða- skrá og aðrar upplýsingar um þá sem hringt hafa í símann og ein- faldara er en áður að leita að upp- lýsingum í gagnagrunni símaskrár- innar. Að sögn fyrirtækisins eru virkir notendur orðnir á þriðja þúsund. Nýtt forrit fyrir snjallsíma Birtir nöfn þeirra sem hringja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.