Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
VIÐTAL
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Peningalyktin heyrir nú sögunni til í
Siglufirði. Stóra fiskimjölsverk-
smiðjan, sem er sú síðasta í þessum
fyrrverandi helsta síldarbæ lands-
ins, hefur verið seld til útlanda. Þar
með lýkur meira en 80 ára sögu síld-
ar- og loðnubræðslu á Siglufirði.
Fyrsta fiskimjölsverksmiðjan var
reist þar 1929. Brotthvarf verk-
smiðjunnar markar skil í sögu Siglu-
fjarðar en mikil tímamót lífi Þórðar
Georgs Andersen, verksmiðjustjóra.
Hann hefur varið allri starfsævinni í
verksmiðjunni og tengdum rekstri.
„Ég hef ekki unnið annars staðar
síðan ég var níu ára,“ sagði Þórður í
samtali við Morgunblaðið. Þegar
hann byrjaði á barnsaldri að vinna
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins (SR)
rak fyrirtækið þrjár fiskimjölsverk-
smiðjur í Siglufirði. Mikilli síld var
landað í bræðslu á síldarárunum og
eins var unnið úr afskurði frá síld-
arplönunum. Þórður hóf störf sem
sendill á rannsóknastofu SR og hljóp
á milli verksmiðjanna og rann-
sóknastofunnar með sýni. Hann
sagði að kannski hafi klíkuskapur
ráðið því að hann fékk vinnuna.
„Annars var þetta ekki fyrsta árið
sem maður byrjaði að vinna,“ sagði
Þórður, sem er fæddur árið 1950.
„Maður byrjaði sex ára á síldarplön-
unum.“ Þar lét hann síldarstúlkur fá
tunnuhringi og var látinn pækla, það
er að hella saltpækli á síldartunnur,
og ýmislegt fleira. Mamma Þórðar
vann um tíma á síldarplani en pabbi
hans var rennismiður hjá SR.
Á yngri árum Þórðar veiddist síld-
in aðallega yfir sumarið fyrir Norð-
urlandi. Hann vann í sumarfríinu og
var í skóla á veturna. Svo fór síld-
veiðin að teygjast meira fram á
haustið. „Það var stundum fengið frí
fyrir mig í skólanum þegar þannig
stóð á,“ sagði Þórður.
Síldarverksmiðjur SR á Siglufirði
voru sameinaðar í eina stóra verk-
smiðju upp úr 1980, seinna samein-
aðist SR svo Síldarvinnslunni á Nes-
kaupstað (SVN) og hefur
verksmiðjan verið rekin undir
merkjum SVN um árabil.
Tæki verksmiðjunnar voru mikið
endurnýjuð 1985 og aftur var gagn-
ger endurnýjun 1999. Þá voru m.a.
settir upp nýir mjölþurrkarar sem
gerðu kleift að framleiða verðmeira
LT-mjöl. Tæki verksmiðjunnar sem
sett voru upp 1999 eru ekki mikið
notuð, að sögn Þórðar. Hún hefur
ekki verið gangsett síðan 12. mars
2005 að síðustu vaktinni var slitið
klukkan 19.30 eftir bræðslu á loðnu.
Verksmiðjan er knúin svartolíu og
brenndi 70-80 tonnum af olíu á sól-
arhring þegar allt var í gangi. Þórð-
ur kvaðst hafa lagt metnað sinn í að
hafa allt hreint og fínt enda er verk-
smiðjunni vel við haldið, allt mjög
snyrtilegt og tækin fægð og strokin.
„Það þýðir ekkert annað, þetta er
matvælaframleiðsla,“ sagði Þórður
Var fjölmennur vinnustaður
Undir það síðasta unnu 15-16
manns í verksmiðjunni sem þá var
orðin sjálfvirk að stórum hluta. Í
byrjun unnu þar miklu fleiri.
„Hér voru allt upp í 600 manns á
vöktum á stríðsárunum,“ sagði
Þórður. „Þegar ég byrjaði gætu
hafa verið um 100 manns á vöktum.“
En hvernig tilfinningu vekur það að
vinnustaður manns í meira en hálfa
öld heyri brátt sögunni til?
„Ja, hún er svolítið skrítin. En
maður er búinn að sætta sig við
þetta fyrir þónokkru síðan. Það má
segja að maður hafi séð í hvað
stefndi,“ sagði Þórður. Hann sagði
ekkert hafa verið rætt um hvað yrði
gert við verksmiðjuhúsin sem eru
gríðarstór. Þurrkarahúsið var
byggt 1999 en verksmiðjuhúsið
1946 og soðstöðin var byggð 1985.
Mjölskemman, sem er frá 1946, er
ein meira en 6.200 fermetra stór.
Þórður segist ekki hafa hugmynd
um hvað tæki við hjá honum. Hann
verður þó ekki alveg iðjulaus því
hann hefur rekið gistihús á Siglu-
firði meðfram verksmiðjustjórninni.
Undanfarið hefur hann verið að
endurnýja gistihúsið.
Þótt verksmiðjan fari
verður ýmislegt eftir í bæn-
um sem minnir á forna
frægð síldarbræðslu á
Siglufirði. Síldarminjasafn-
ið hefur fengið ýmsa muni
úr gömlu síldarverk-
smiðjunum sem
menn vildu ekki
láta fara for-
görðum.
Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonVerksmiðjustjórinn Þórður G. Andersen verksmiðjustjóri hefur séð um að öllu sé vel viðhaldið og að allt sé hreint og fínt enda eru framleidd matvæli í verksmiðjunni.
Tímamót í sögu síldarbæjarins
Meira en 80 ára sögu fiskimjölsframleiðslu í Siglufirði er að ljúka Þórður G. Andersen verk-
smiðjustjóri hefur varið allri starfsævinni í verksmiðjunni, frá því hann byrjaði þar níu ára gamall
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Búnaður Verksmiðjan er gríðarlega stór og mikill búnaður innandyra.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Vaktarlok Síðustu vaktinni var slitið kl. 19.30 þann 12. mars 2005.
Tæki og búnaður úr fiskimjöls-
verksmiðju Síldarvinnslunnar
(SVN) á Siglufirði hefur verið
seldur til spánsks fyrirtækis.
Gert er ráð fyrir að kaupend-
urnir sæki hann í vor eða sumar.
Þeir ætla að nota tækin í mjöl-
verksmiðjum á Spáni og í Vene-
súela. Kaupendurnir reka þrjár
mjölverksmiðjur á Spáni sem
framleiða aðallega kjötmjöl úr
kjúklingaúrgangi.
Gengið var frá kaupunum fyrr
í þessum mánuði. Gunnþór
Ingvason, framkvæmdastjóri
SVN, sagði að kaupendur hefðu
óskað eftir því að söluverðið
yrði trúnaðarmál. Hann sagði að
verksmiðjan væri mjög öflug og
gæti unnið úr um 1.500 tonnum
af hráefni á sólarhring.
„En það er sama hvað afköst-
in eru mikil og verksmiðjan góð
– ef hún fær ekki hráefni þá er
hún ekki til neins,“ sagði Gunn-
þór. Hann sagði að mjölverk-
smiðjur SVN sem eftir eru í
landinu nægðu fyrirtækinu vel
og rúmlega það.
„Við áætlum á þessu ári rúm-
lega 80.000 tonn inn í þessar
verksmiðjur okkar. Við tókum
420.000 tonn í gegnum verk-
smiðjurnar árið 2002. Þetta er
einfalt reikningsdæmi. Við
horfum nú fram á að þurfa að
leggja uppsjávarveiðiskipum í
einhverja mánuði á þessu ári.
Það hefur ekki sést
svona hörmung, eins
og stefnir í á þessu
ári í uppsjávargeir-
anum, í 10-15 ár.“
Hráefnið
skortir
ÖFLUG VERKSMIÐJA
Gunnþór
Ingvason