Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Reykjavík-urborg varnánast skuldlaus þegar R- listinn komst til valda á sínum tíma. Þegar hann sundr- aðist í frumeindir á ný var höfuðborgin orðin hokin undir skuldabyrði. R- listaforystan lagði höfuðáherslu á að hringla í skipulagi borg- arinnar, gefa embættum sem borgarbúar þekktu vel til ný heiti og færa verkefni frá einu embætti til annars og iðulega svo að sama verkefnið heyrði undir fleiri en einn. Ótal ný „svið“ voru búin til og er þá ekki verið að vísa í þau sem eru vin- sæl á þorra. Ruglingurinn í kerf- inu óx og skilvirkni minnkaði. Allt minnir þetta á „uppstokk- unina“ í stjórnarráðinu núna. Fullyrt hefur verið að sameining ráðuneyta muni hafa sparnað í för með sér og reyndar hefur verið gefin upp föst tala, níu prósent, í því sambandi. Þó er um leið fullyrt að engum verði sagt upp. Og einnig blasir við að ráðuneytin hafa verið flutt úr einu húsnæði í annað í einhvers konar rússíbanareið. Fullyrt er að af því hljótist ekki kostnaður því gert hafi verið ráð fyrir hon- um inni í fjárlagatillögum ráðu- neytanna. Það er ekki trúverðug skýring. Þá er ljóst að breyt- ingar af þessu tagi eru ekki hjálplegar fyrir þá sem þurfa að sækja undir ráðu- neytin. Og víst er að ruglandin eykst. Rökstuðning- urinn fyrir því hvaða málaflokkar falli best saman í einu ráðuneyti er illa undirbyggður og ósannfærandi. Því er óhætt að spá því að þegar dæmið verður gert upp verði útkoman önnur og mun óhagstæðari en sú sem ósk- hyggjan skaffaði í áróðurinn. En verst er þó þegar reynt er að knýja í gegn breytingu á stjórn- arráðinu í þeim tilgangi einum að losna við ráðherra sem fylgir ekki í blindni þeim sem vilja koma Íslandi í Evrópusam- bandið. Flestir þeir aðilar sem mestu skipta um góð tengsl þeirra þriggja ráðuneyta, sem í hlut eiga út á við, hafa lýst andstöðu við sameiningaráformin. Fyr- irfram hafði því verið lofað að sameiningaráformin gengju ekki fram nema góð sátt og stuðn- ingur fengist frá þessum aðilum. Þegar á daginn kemur að sá stuðningur er ekki fyrir hendi, þvert á móti, er ekkert gert með þau fyrirheit fremur en önnur. Það var nefnilega háleitara markmið á bak við samein- inguna en skilvirkni og góð stjórnsýsla. Markmiðið var að kippa stól undan óþægum ráð- herra. Þetta er nú meira stjórn- arfarið. Það er áhyggjuefni hve algengt er að offors víki til hliðar málefnalegum vinnubrögðum hjá stjórnvöldum landsins} Ómálefnaleg vinnubrögð Steingrímur J.Sigfússon, for- maður Vinstri grænna, var spurð- ur að því á Alþingi á fimmtudag hvort verið væri að sækja um styrki úr sjóðum Evrópusam- bandsins til að vinna að aðlögun Íslands að sambandinu. Hann svaraði að vanda eins óskýrt og honum var unnt, en þó sagði hann að ekki ætti að taka við styrkjum til breytinga á laga- og stofnanaumhverfi Íslands. Þegar hann var spurður hvort samn- inganefnd Íslands hefði sótt um styrki sagðist hann ekki vita það, en bætti við að slíkar nefndir þyrftu stundum stuðning og ráð- gjöf við starf sitt. Sem sagt öllu haldið opnu eins og fyrr. En daginn áður hafði sama mál verið til umræðu á sama vettvangi. Þá sagði Ásmundur Einar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, að þingið þyrfti strax að „fá það algerlega á hreint hvort verið er að sækja um slíka styrki. Er verið að sækja um styrki til aðlögunar að Evrópusambandinu á sama tíma og menn tala um að aðlögun eigi ekki að vera í gangi heldur samn- ingaviðræður? Evr- ópusambandið sjálft talar um að þetta sé aðlögunarferli, þeir embættismenn sem koma hingað tala um það. Króatía er í sambærilegu ferli. Gerðar eru kröfur um að við breytum stjórn- sýslu okkar.“ Ásmundur Einar sagði að lok- um: „Þetta mál er komið í alger- ar ógöngur, það eru allir í aðlög- unarferli nema utanríkisráðherra sjálfur og það verður einfaldlega að taka þetta mál til gagngerrar endurskoð- unar.“ Það er með miklum ólíkindum að þingmenn skuli ekki geta fengið skýr svör við því hvort verið sé að sækja um styrki til Evrópusambandsins þvert á samþykkt þingsins. Fjár- málaráðherra svarar engu um það, engu er treystandi sem ut- anríkisráðherra hefur um málið að segja og forsætisráðherra er að vanda fjarri góðu gamni. Þessi undanbrögð sýna hve brýnt það er að Alþingi knýi fram skýr svör, líkt og Ásmund- ur Einar Daðason hefur farið fram á. Hvaða styrki er verið að sækja um bak- dyramegin í aðlögunarferlinu?} Skýr svör verða að fást L angt síðan ég skrifaði síðustu færslu í pappírsfésbókina. Kannski er þetta frekar blogg. Skiptir það máli? – Man einhver eftir því þegar „Strákarnir okkar“ unnu Sovétmenn í Laugardalshöllinni í lok ágúst 1988? Þetta var á Flugleiðamóti sem svo var kallað, úrslitin 23:21. Ævintýraleg kvöldstund. Gott ef fyrirsögnin hjá okkur hér í blaðinu daginn eftir var ekki „… og aðeins bet- ur ef það er það sem þarf,“ eins og strákarnir sungu sjálfir í laginu. „Við gerum okkar, ger- um okkar, gerum okkar, gerum okkar besta.“ Og svo framvegis. Frábært lag. Og frábært lið. – Mánuði síðar mættust þjóðirnar aftur á Ól- ympíuleikunum í Suður-Kóreu. Þá fór á annan veg. Sovétmenn burstuðu Íslendinga, 32:19. Líka eft- irminnileg stund. Elsta dóttir mín fæddist nefnilega þessa sömu nótt. – Man einhver eftir því þegar við unnum Þjóðverja í tveimur landsleikjum í Laugardalshöll um daginn? – Sovétmenn voru langbestir í heimi 1988. Þjóðverjar eru góðir núna en fjarri því bestir. En þeir eru þekktir fyrir allt annað en gefast upp fyrr en í fulla hnefana og í þýska liðinu eru frábærir einstaklingar. „Strákarnir okkar“ eru reyndar enn betri, en spennandi verður að fylgjast með viðureign þjóðanna í dag á HM. Gleym því ekki, kæra þjóð, að ekki er sjálfgefið að Ís- lendingar vinni þó að þeir hafi gert það um daginn. Þótt þeir séu vissulega betri. Verði allt eðlilegt fara okkar menn þó með sigur af hólmi í dag. – Höldum okkur samt á jörðinni, að minnsta kosti þar til eftir leik. Og sendum „strákun- um“ alla hlýjustu straumana. Frábært lið. – 907-1020. – Sumir hafa rifjað upp svörtu dagana í Dan- mörku 1978. Þá voru væntingarnar fáránlega miklar. Nú er reyndar innistæða fyrir miklum væntingum en verum samt róleg. Þeim mun meiri ástæða til að gleðjast ef allt fer á besta veg. Næst verða það Spánverjar og loks Frakkar. Verum bjartsýn en ekkert vera að tala um einhverja málma strax. Hugsum bara um næsta leik. - Er ég orðinn gamall? Svartsýnn? Skynsamur? – Stöð 2 Sport gerir heimsmeistarakeppninni ein- staklega góð skil. Myndirnar eru auðvitað flottar en ferskleiki í umgjörð og góðir viðmælendur skipta sköp- um. Gaupi var góður með Bogdan en svei mér ef hann er ekki betri í sjónvarpinu! Mín vegna mætti hann þó alveg vera stoltari af syninum í beinni. skapti@mbl.is Skapti Hallgrímsson Pistill Forfallinn á fésbókinni – IV STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Una Sighvatsdóttir una@mbl.is S tarfsmönnum á Landspít- alanum hefur fækkað um 670 frá ársbyrjun 2009. Þannig hefur tekist að koma til móts við kröfur um gríðarlegan niðurskurð í krepp- unni, en á árinu 2010 var LSH gert að lækka kostnað sinn um 3.400 milljónir króna. Launagjöld eru stærsti út- gjaldaliður spítalans en þau voru 1,2 milljörðum lægri árið 2010 en árið á undan og tekjuafgangur var 52 millj- ónir. Þannig hefur góður árangur náðst í tilætluðum sparnaði en það sama verður ekki sagt um ánægju starfsfólks með starfsumhverfi sitt. Á dögunum birtust niðurstöður könnunar sem gerð var meðal starfsfólks LSH síðastliðið haust, en þær sýna m.a. að mörgum þykir Landspítalinn ekki nógu aðlaðandi vinnustaður, starfsandinn sé ekki nægilega góður. Þá telja margir að umræðan sé ekki nægilega opin inn- an Landspítalans né að óhætt sé að gagnrýna það sem betur má fara. Orðin löng vertíð Þegar spurt var um vinnuálag sagði meirihluti starfsmanna það vera mikið eða mjög mikið og svip- aða sögu var að segja um streitu í starfi. Elsa B. Friðfinnsdóttir, for- maður Félags hjúkrunarfræðinga, segist hafa á tilfinningunni að stjórnendum hafi tekist þokkalega að bæta starfsandann eftir mikla óvissu og erfiðleika undanfarið, en hinsvegar sé alveg ljóst að vinnu- álagið hafi aukist gríðarlega „Upplýsingastreymið til fólks er betra en áður og stjórnendum virðist hafa tekist að skapa ákveðna liðsheild. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að starfsandinn sé léttari, en í öllu falli eru allir að vinna að sama markmiði og leggja sig gríð- arlega mikið fram. En þetta er auð- vitað ástand sem getur ekki haldið lengi áfram án þess að valda gríð- arlega miklu álagi og þreytu.“ Líkja má ástandinu við vertíð sem engan enda tekur að sögn Elsu. Starfsfólk ráði við að taka á sig aukið álag í skorpum en þegar álagið sé orðið viðvarandi hljóti eitthvað að láta undan. Hún segist hafa áhyggj- ur af því að ástandið versni þar sem sagt hefur verið að fækka þurfi um 70-100 stöðugildi í viðbót. „Ef fækkar enn í mannaflanum þá heldur álagið áfram að aukast á þeim sem eftir standa, jafnvel þótt vonast sé til að þetta verði tekið út í starfsmannaveltu en ekki í upp- sögnum.“ Sjúkraliðar örmagna Kristín Á. Guðmundsdóttir for- maður Sjúkraliðafélags Íslands seg- ir að sjúkraliðar á Landspítala upp- lifi stöðuna sem mjög erfiða. „Fólk virðist ekki óánægt með yfirmenn sína, en því líður illa og það hefur sýnt sig að þegar við reynum til dæmis að kalla saman fundi þá kemst fólk ekki, jafnvel þótt við setj- um þá niður á vaktaskiptum, því það er örmagna. Fólk þarf alltaf að hlaupa hraðar og hraðar og það tek- ur á bæði andlega og líkamlega.“ Í kjölfar niðurstaðna könn- unarinnar sem lágu fyrir í byrj- un janúar ákvað stjórn LSH að grípa til aðgerða til að minnka þreytu og álagseinkenni starfsmanna. Meðal annars verður efnt til tilraunar um stutta hvíld- arstund, boðið upp á námskeið um líkamsbeit- ingu og starfs- fólk hvatt til heilsuræktar. Starfsfólk LSH að kikna undan álagi Morgunblaðið/Heiddi Landspítalinn Starfsmenn LSH finna margir fyrir þreytu og líkamlegum álagseinkennum. Starfsfólki hefur fækkað um 670 frá ársbyrjun 2009. Álagið hefur verið sérstaklega mikið á starfsfólk Landspít- alans undanfarnar vikur þar sem skæðar umgangspestir herja á fólk. Í síðustu viku lágu 730 sjúklingar inni en spítalinn hefur aðeins yfir að ráða um 650 rúmum. Að auki hefur starfsfólk veikst og þar sem strangt yfirvinnubann er í gildi hafa vaktir verið undirmann- aðar. Kristín segist engu að síður hafa heyrt af því meðal sjúkraliða að aukavöktum fjölgi þrátt fyrir yfirvinnubann því undirmönnunin sé svo mikil að þegar einn veikist sé ekki lengur mann- skapur til að halda starfinu uppi. „Þá verða þeir að kalla fólk inn og fyrir þetta er greitt með yf- irvinnu þannig að maður sér ekki sparnaðinn.“ Mega ekki við flensunni AUKIÐ ÁLAG VEGNA PESTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.