Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 37
MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Ingimar Hall-grímur Þorláks- son fæddist á Siglu- firði 23. júní 1924. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Fjalla- byggðar 13. janúar 2011. Foreldrar hans voru hjónin Þorlákur Guðmundsson, f. 22.7. 1894, d. 5.6. 1994, og Guðrún Jóhanns- dóttir, f. 6.6. 1897, d. 5.4. 1963. Systkini Ingimars eru: Jó- hanna, f. 18.6. 1925, d. 28.2. 2010, Andrés, f. 7.8. 1926, d. 9.4. 1963, Pálína, f. 21.3. 1928, Sús- anna, f. 17.3. 1929, d. 7.4. 2007, Sveinn, f. 7.6. 1930, Pétur Þór, f. 21.8. 1932, d. 7.4. 1953, Karl Ás- mundur, f. 5.1. 1935, Snorri, f. 3.4. 1936, d. 29.11. 2007, Skjöldur, f. 30.3. 1937, d. 1.3. 2003. Ingimar kvæntist 9.4. 1955 Elsu Petru Björnsdóttur, f. 25.8. 1926. Foreldrar Elsu voru Grímlaug Mar- grét Guðjónsdóttir, f. 26.4. 1899, d. 12.5. 1986, og Björn Björnsson, f. 10.12. 1887, d. 9.7. 1973. Ingimar og Elsa Petra eignuðust saman 9 börn. Þau eru: 1) Guðrún Margrét, f. 4.3. 1945, d. 30.4. 1976, maki Björn Jón- asson, barn þeirra er Rakel, maki: Thomas Fleckenstein, þau eiga 2 börn. 2) Erla Hafdís, f. 22.5. 1947, maki Konráð Karl Baldvinsson, börn þeirra: a) Elsa Inga, maki Ant- on Pétur Gunnarsson, eiga þau 3 björg Ólafsdóttir. Sambýliskona Björns er Lukrecija B. Daniels- dóttir, dóttir þeirra er Danijela Sara. 8) Birgir, f. 19.6. 1965, sam- býliskona Pálína Kristinsdóttir, dætur þeirra: a) Karen. b) Birgitta. 9) Bylgja, f. 12.9. 1968, sambýlis- maður Guðbrandur Skúlason, börn þeirra: a) Skúli. b) Guðrún Margrét. Ingimar átti son fyrir, Baldvin, f. 22.4. 1944, maki Jóna Heiðdal, eiga þau 3 börn, a) Kristján Óskar, maki Karen Emilía, eiga þau 2 börn. b) Róbert Páll, maki Hasna Boucham, eiga þau eitt barn. c) Margrét, maki Jón Svanur, eiga þau 3 börn. Ingimar fæddist og ólst upp á Siglufirði og bjó þar alla tíð. Eftir að almennri skólagöngu lauk starf- aði hann hjá Síldarverksmiðjunni Rauðku en lærði síðan bakaraiðn og starfaði sem bakarameistari hjá Kaupfélagi Siglfirðinga. Ingimar stundaði sjómennsku, aðallega á togurum og var einnig stöðvarstjóri vörubílastöðvar til fjölda ára. Áhugamál hans voru margvísleg en aðallega snerust þau um söng og leiklist. Hann söng í Kirkjukór Siglufjarðar í 25 ár og var með- limur í Karlakór Siglufjarðar til fjölda ára. Á sínum yngri árum var leiklistin honum huglæg og tók hann þátt í hinum ýmsu upp- færslum með Leikfélaginu. Enn- fremur var hann félagi í Kiwanis- klúbbnum Skildi á Siglufirði. Ingimar var virkur í þátttakandi í félagi eldri borgara og Vorboð- anum, kór eldri borgara. Útför Ingimars fer fram frá Siglufjarðarkirkju í dag, 22. janúar 2011, og hefst athöfnin kl. 11. börn. b) Baldvin Örn. 3) Guðfinna Sigríður, f. 22.2. 1949, börn hennar: a) Ingimar, maki Ingunn Jó- hanna, eiga þau 2 börn. Ingimar á dótt- ur fyrir. Faðir hans var Viktor Þorkels- son. b) Gunnar, faðir hans var Sigurður Kr. Jónasson. 4) Þórdís Petra, f. 30.9. 1954, maki Ragnar Ragn- arsson, börn þeirra eru, a) Róbert, maki Selma Barðdal, eiga þau 4 börn. Faðir Róberts var Óttar Bjarnason. b) Bettý, maki Einar Þór Hjaltason, eiga þau 3 börn. c) Erla Ragnheið- ur, sambýlismaður Ingimundur Björgvinsson, eiga þau dóttur. Ingi- mundur á son fyrir. 5) Jóhanna, f. 4.10. 1956, maki Sveinn Jóhann Ein- arsson, börn þeirra: a) Pétur Örn, unnusta Heiðrún Eymundsdóttir. b) Inga Jóna. 6) Sólrún, f. 19.7. 1959, maki Oddur Óskarsson, börn þeirra: a) Anna María, sambýlis- maður Þorvaldur Gröndal, eiga þau 2 syni. b) Magna Júlíana, sambýlis- maður Helgi Freyr Ólason, eiga þau 2 syni. c) Davíð Örn. 7) Björn Þór, f. 18.4. 1961, á hann 5 börn. a) Haukur, maki Guðlaug Ingibjörg Albertsdóttir, eiga þau dóttur. b) Elsa Petra. Móðir þeirra er Selma Hauksdóttir. c) Birgir Þór. d) Inga Lill Maríanna. Móðir þeirra er Ingi- Mín fyrstu kynni af Ingimar Þor- lákssyni voru þegar ég var sendill í Verslunarfélaginu í Siglufirði og hann bakari hjá bakaríi Kaup- félagsins. Ég kom daglega við í bakaríinu að sækja brauð og kökur, aðallega fyrir síldarflotann. Ég átt- aði mig snemma á því hvenær dags- ins best væri að koma í bakaríið, það var um tíuleytið á morgnana, í kaffitímanum, fá nýbakað brauð og kaffi og ekki síður vegna þess að Ingimar Láka hélt uppi fjörinu í kaffitímanum, sagði endalaust sög- ur sem voru margar þess eðlis að unglingurinn sperrti eyrun. Þegar hann fór á flug voru fáir honum fremri í frásagnargleði og -list. Seinna eftir að ég varð tengda- sonur Ingimars og fór að rifja þess- ar ferðir í bakaríið og sögurnar upp við konuna mína var hún ekki alveg með á því að pabbi hennar hefði haldið uppi fjörinu með léttum sög- um og bröndurum. Seinna átti ég eftir að hlusta oft á Ingimar segja sögur, alltaf var það af jafnmikilli gleði, meiddi engan og voru þess eðlis að hægt var að segja hvar og hvenær sem er. Ingimar var mikil félagsvera, starfaði með Iðnaðarmannafélaginu meðan það var og hét. Leikari var hann af guðs náð, lék með Leik- félagi Siglufjarðar, söng í áratugi í kirkjukórnum, var einn af stofn- endum Kiwanisklúbbsins Skjaldar, svo fátt eitt sé talið, alls staðar var Ingimar vel látinn og hrókur alls fagnaðar. Ég hef oft hugsað um það, að þegar ég fór að venja kom- ur mínar á heimili þeirra Ingimars og Elsu voru þau rétt um fertugt, bjuggu í þriggja herbergja íbúð í verkamannabústöðunum, áttu átta börn, þau urðu níu, en alltaf var nóg pláss fyrir fólk. Ingimar sagði seinna eftir að þau fluttu í einbýli: Áður var alltaf nóg pláss fyrir fólk, en nú er allt fullt af húsgögnum (sagði nú rusli), og varla pláss fyrir fólk. Þetta finnst mér lýsa honum vel, hann lifði lífinu lifandi og vildi hafa líf í kringum sig. Ingimar hef- ur átt við veikindi að stríða nokkur undanfarin ár, Elsa lést l. nóvem- ber sl., eftir það slokknaði lífslöng- unin hjá honum, hann stóð sterkur hennar vegna fram að því og gaf ekkert eftir. Eftir lát Elsu sátum við tveir einir nokkra stund í íbúð þeirra í Skálarhlíð og var það mér mikils virði. Ingimar fæddist í Siglufirði, bjó þar og starfaði alla sína ævi, var með elstu innfæddu Siglfirðingum sem þar bjuggu þegar hann lést. Nú sameinast þessi ástföngnu og samhentu hjón hjá Guði og góðu englunum. Við Ásdís vottum öllum afkomendum Ingimars og Elsu innilega samúð. Björn Jónasson. Kæri tengdafaðir. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. (Vald. Briem) Takk fyrir allt. Þinn tengdasonur, Oddur. Elsku besti afi minn. Það er ótrú- lega mikill tómleiki í hjarta mínu enn á ný, fyrst amma í nóvember og svo núna þú, elsku kallinn minn. Ég er óendanlega þakklát fyrir all- ar góðu stundirnar sem við áttum saman á lífsleiðinni. Þú og amma voruð einstök og það allra besta sem hægt er að hugsa sér. Þú varst ólíkur ömmu en saman voruð þið fullkomin sem heild, ástfangin og heiðarleg hvort við annað alla tíð. Minningarnar af Hvanneyrarbraut- inni eru ótal margar, þú vannst mikið en þess á milli gafstu þér tíma fyrir mig þegar ég var hjá ykkur og við brölluðum margt sam- an. Þér fannst ekkert eins skemmtilegt og að setjast niður og spila á gítar og syngja með, þú kunnir öll lög og hafðir undurfagra rödd að mínu mati. Þú varst ein- stakur og ljúfur varstu alla tíð. Strákarnir mínir hafa notið þeirrar gæfu að fá að eiga margar stundir með þér, það finnst mér ómetanlegt og fyrir það er ég endalaust þakk- lát. Þegar ég sagði þeim að þú vær- ir farinn til Guðs sagði Benedikt Kári: „Er afi Ingi þá núna að kúra hjá ömmu Elsu af því hún er líka hjá Guði?“ Það eru líklega orð að sönnu. Þeir eiga góðar minningar um þig elsku afi. Ég veit að amma hefur tekið á móti þér með opnum og hlýjum örmum og yljað þér eftir erfið veikindi síðustu dagana. Ástin er svo einstök að því leyti að ef um sanna ást er að ræða getur fólk ekki hvort án annars verið, eins og þú lofaðir ömmu þegar hún kvaddi að þú kæmir fljótt til hennar aftur stóðstu við það eins og þér einum er lagið. Ég er sorgmædd en ég veit að þið vilduð vera saman og ástin er sterkari en allt annað. Elsku besti afi, takk fyrir að vera besti afi í heimi. Þú kyssir ömmu frá mér og ég hugsa til ykk- ar með gleði í hjarta og bros á vör. Að lokum lítið ljóð til þín: Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir) Þín Anna María Oddsdóttir. Fallinn er frá elskulegur afi okk- ar eftir langvinn og mjög erfið veikindi. Stutt er síðan amma okk- ar lést og eru þetta því erfiðir tímar fyrir okkur og ættingja okk- ar. En nú eru amma og afi sam- einuð á ný og það huggar okkur á þessum erfiðu tímum. Minningar okkar systra um afa okkar eru margar og góðar, hann var maður með stórt hjarta, gott faðmlag og var mikill söngmaður. Gítarinn hans var aldrei langt undan og greip hann oft í hann og söng fyrir okkur. Hann hafði afskaplega gam- an af að spila á hljóðfæri og gat spilað á þau nokkur, meðal annars hljómborð, sem hann spilaði tölu- vert á, einnig settist hann bak við trommusettið í hljómsveit sem hann var í og spilaði eins og hann hefði aldrei gert annað í lífinu. Hann var mjög lengi í kirkjukórn- um á Siglufirði. Söngur og tónlist var alltaf stór hluti af lífi afa og hann gat hlustað á góða tónlist tímunum saman. Hann hafði sterk- ar skoðanir á því hvað teldist vera góð tónlist og voru Pavarotti og Jussi Björling einir af hans uppá- haldssöngvurum. Afi vann alla sína tíð mjög mikið og þurfti að sjá fyrir stóru heimili. Hann vann lengi vel í bakaríinu á Siglufirði og stundum fékk maður að fara með honum í bakaríið að sjá hvernig hlutirnir gengju fyrir sig og auðvitað fengum við okkur eins og eitt vínarbrauð. Við minn- umst afa okkar með þykkt, mikið, hvítt hár, bumbu og bollukinnar, sem sagt alveg týpískur og elsku- legur afi. Afi hafði unun af því að borða góðan mat og hafði gaman af því að búa sér til hina ýmsu rétti, sem sumir hverjir voru ansi skrítnir eins og steikt hakk með appelsínum og vínarbrauð með osti. Afi og amma bjuggu alla sína tíð í Siglufirði og það er okkur erfitt að hugsa til þess að fara þangað nú og hafa enga ömmu né afa til að knúsa okkur og kyssa. Við eigum eftir að sakna afa okkar afskap- lega mikið en vitum það að honum líður betur núna og þjáist ekki lengur. Við sendum samúðarkveðj- ur til Erlu, Guffu, mömmu, Jóu, Sollu, Bjössa, Bigga og Bylgju, maka þeirra og allra barna- barnanna og langafabarnanna. Megi Guð styrkja ykkur öll. Bettý, Erla og fjölskyldur. Elsku afi minn, Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem.) Þegar ég fékk fregnir af því að þú værir farinn á betri stað skaut strax upp í huga mér þeim síðustu stundum sem ég átti með þér í nóvember síðastliðnum er við kvöddum þína ástkæru eiginkonu og mína elskulegu ömmu og al- nöfnu. Ég mun aldrei gleyma því þegar ég tók utan um þig í síðasta sinn og þú sagðir mér að ég minnti þig á ömmu. Ég varð virkilega stolt og ég heiti þér því að ég mun bera nafn elskunnar þinnar með miklu stolti og virðingu þangað til minn tími kemur. Þið voruð mér ávallt lýsandi dæmi um ást og vináttu í blíðu og stríðu og ég vona að ég verði eins lánsöm í framtíðinni og þið voruð að eiga hvort annað. Ég kveð ykkur ömmu með sökn- uð í hjarta, skarð ykkar verður ekki fyllt en minningarnar lifa. Ykkar Elsa Petra Björnsdóttir yngri. Ingimar H. Þorláksson ✝ Ingveldur Ey-vindsdóttir fædd- ist 29. júní 1918 í Útey í Laugardal. Hún andaðist 31. desember 2010. Hún var númer þrjú í systkinahópi. Elst var Maren, síð- an Eiríkur, Ingveld- ur, Bjarni, Kristín og Svava. Kristín er ein eftir af hópnum. Ingveldur flutti til Reykjavíkur og lauk gagnfræðaprófi frá Ingimarsskóla. Hún giftist Sig- urði Ólafssyni flugstjóra árið 1946, hann lést árið 2004. Þau áttu 2 börn, þau Sigurð Ólaf, kvæntan Guð- rúnu Lilju Ingva- dóttur, og Katrínu Guðrúnu, gifta Gísla Ólafssyni. Barna- börnin eru 5 og langömmubörnin 6. Ingveldur vann lengst af í versl- uninni Eros. Síðustu mánuði ævi sinnar dvaldi hún á elli- og hjúkr- unarheimilinu Grund. Útför hennar hefur farið fram. Elskuleg frænka, Inga móðursyst- ir mín, er dáin á 93 aldursári. Fyrstu minningar mínar um Ingu og fjöl- skyldu tengjast Reykjavíkurferðum okkar á Ljósafossi, en oftast var kom- ið við hjá Ingu og Sigga, fyrst á Kára- stíg 7 og svo síðar í Hamrahlíðina. Alltaf fannst mér bæði notalegt og hressandi að koma til þeirra, að hluta til eins og ég væri kominn til útlanda, þar sem útvarpið var stillt á BBC eða einhverjar aðrar erlendar stöðvar og Inga töfraði fram úr eldhúsinu svolít- ið öðruvísi góðgæti en maður átti að venjast. En líka fann maður sig eins og heima hjá sér, viðmót Ingu og hinna á heimilinu var þannig, að manni gat ekki annað en liðið vel. Unglingarnir, Lilli og Æja, tóku frænda sínum úr „sveitinni“ líka af- skaplega vel, gáfu honum innsýn í nýjasta popp og bíó. Síðar, þegar pabbi og mamma áttu ásamt öðrum, sumarhús við Þingvallavatn, Bakka- sel, var það fastur liður í mörg ár, að Inga og Siggi og Stína og Palli kæmu og dveldu í 3 til 4 sumardaga. Þetta voru sannkallaðir sæludagar, þar sem morgunverðarhlaðborð, veiði, skoð- unarferðir á stóra mótorbátnum, kvöldveislur, bridsspil og spé með söng og gleði voru helstu verkefnin og þau voru sko engum þungbær. Þá, eins og alltaf, smitaði léttleiki Ingu alla í kring, það var jafnvel hægt að þola það að hafa misst stóra fiskinn og alveg hægt að spila af sér. Enn síðar, í janúar 1995, fengum við hjónin Ingu og Ingu föðursystur mína til að vera viðstaddar skírn yngsta sonar okkar, sem fékk, til heiðurs þeim og mömmu, nafnið Svavar Ingi. Þannig er ljóst, að Inga hefur verið mér og mínum mikill hamingjuauki og allar minningarnar um hana góðar og ber að þakka. Stefán Böðvarsson. Ljúfar minningar koma í hugann þegar ég minnist Ingu mágkonu minnar. Hjá henni átti Svava, konan mín, athvarf meðan hún jafnaði sig eftir fæðingu Stefáns, frumburðar okkar. Það var ekki farið svo til Reykjavíkur að ekki væri komið við hjá Ingu og hennar ágæta manni, Sig- urði Ólafssyni flugstjóra. Ógleymanlegir voru þeir dýrðar- dagar, sem við áttum saman með þeim ásamt þriðju systurinni, Stínu, og Palla, manni hennar, í Bakkaseli, en svo nefndist sumarbústaður við Þingvallavatn. Þetta var rúmgóður bústaður og honum fylgdu 2 bátar og tilheyrandi aðstaða. Þarna dvöldum við 5-7 daga á hverju sumri og það varð að fastri hefð, að við værum sam- an þessa daga. Það var hlutverk okk- ar karlanna að stunda veiðina, en systurnar sáu um matreiðsluna, enda aldar upp við silung úr Laugarvatni. Við lifðum því í vellystingum prakt- uglega. Hver dagurinn öðrum betri. Væri eitthvað að veðri, var upplagt að taka í spil eða spjalla saman. Nátt- úrufegurð er þarna mikil og dýrð mið- nætursólar einstök þegar þannig viðrar. Þarna er ekki bara fallegt þeg- ar vel veiðist! Sú hefð komst á, að Inga og Stína sáu um matarveisluna kvöldið áður en farið var heim. Þarna var ekkert til sparað og ekki gert endasleppt eins og fram kemur í eftirfarandi vísu: Í Bakkaseli er kvöldkaffið svo geysilega gott, og glaðleg augu múslinganna skína. Og Dubonet í ábæti er afskaplega flott og enginn ljómar bjartara en Stína. Já, þetta voru bjartir dagar, sem gott er að minnast. Og þannig eru líka allar minningar um þessa frábæru konu. Við Adda flytjum ástvinum innileg- ar kveðjur. Böðvar Stefánsson. Ingveldur Eyvindsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.