Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Persónuvernd hefur vísað frá máli
Ágústs Sigurjónssonar rannsókn-
arlögreglumanns en hann kvartaði
yfir því að þingmaðurinn Þráinn
Bertelsson áframsendi bréfasend-
ingar þeirra á milli til lögreglustjóra
höfuðborgarsvæðisins. Talið var að
málið sneri ekki að lögum um per-
sónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga, sem embættið hefur eft-
irlit með, en frekar að því hvort
Þráinn hefði farið út fyrir ramma
73. gr. stjórnarskrárinnar um tján-
ingarfrelsi, og það væri dómstóla að
skera úr slíkum vafaatriðum.
Forsaga málsins er sú að Ágúst
sendi Þráni, ásamt átta öðrum þing-
mönnum, tölvupóst í nóvember síð-
astliðnum vegna aðkomu þeirra að
þingsályktunartillögu um að fallið
yrði frá kæru á hendur nímenning-
unum svokölluðu. Þótti honum að
þeir, sem fulltrúar löggjafavaldsins,
væru að hafa óeðlileg afskipti af
störfum dómsvaldsins.
Niðurlag svars Þráins var á þessa
leið: „Innihald skeytisins fannst
mér vera með þeim hætti að það
ætti erindi til yfirmanna í lögregl-
unni. Frábið ég mér svo frekari
bréfaskipti við þig.“
Tilraun til þöggunar
Ágúst bar fram kvörtun til Per-
sónuverndar 8. janúar, þar sem
honum þótti Þráinn hvorki hafa haft
tilefni né leyfi til að áframsenda
póstinn. Hann hefði verið skrifaður
utan vinnutíma og sendur úr einka-
pósthólfi en ekki í krafti starfs-
heitis, jafnvel þótt hann hefði talað
um störf sín í tölvupóstinum.
Í kvörtun sinni sagði Ágúst að
miðað við það svar sem hann hefði
fengið frá Þráni virtist ástæða þess
að pósturinn var sendur til lög-
reglustjóra vera sú að Þráni líkaði
ekki aðfinnslur hans „og tilgang-
urinn því líklegast sá að þagga nið-
ur í mér eða hefna sín á einhvern
hátt“.
Út fyrir ramma stjórnarskrár?
Persónuvernd ítrekar í úrskurði
sínum að hlutverk sitt sé að hafa
eftirlit með framkvæmd laga um
persónuvernd og meðferð persónu-
upplýsinga nr. 77/2000 en segir enn
fremur: „Þrátt fyrir að í málinu sé
að finna persónuupplýsingar lýtur
kjarni úrlausnarefnis þess að því
hvort Þ, þingmaður, hafi með tján-
ingu sinni í orði og verki, þegar
hann miðlaði bréfi yðar til lög-
reglustjóra, farið út fyrir ramma 73.
gr. stjórnarskrárinnar.“
Snýst um tjáningarfrelsi
Kvartaði yfir áframsendum tölvupósti Sagði gróflega
vegið að persónu- og skoðanafrelsi sínu Málinu vísað frá
Bréfaskriftir
» Lögreglumaðurinn furðaði
sig á því að Þráinn sendi afrit
bréfaskriftanna til lög-
reglustjóra og innti hann eftir
skýringum.
» Þráinn svaraði því til að þar
sem bréfið væri stílað á „þing-
mann“ og „handhafa löggjaf-
arvalds“ liti hann svo á að ekki
væri um persónulegt einkabréf
að ræða.
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Allir kjólar og skokkar
á hálfvirði
Útsala
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
www.rita.is
Gallabuxur
með stretch
bláar og
svartar
mörg
snið
3 síddir
www.gisting.dk/gisting.html
sími: 499 20 40 (Íslenskt símanúmer)
Ódýr gisting í Kaupmannahöfn
Herbergi frá Dkk 300 Íbúðir frá Dkk 1200
Með breyttu hugarfari getur þú öðlast
það líf sem þú óskar þér.
NLP er notað af fólki um allan heim sem
hefur náð frábærum árangri í lífinu.
NLP er öflugasta sjálfstyrkingarnámskeið
sem völ er á.
Námskeið í NLP tækni verður haldið
18. - 20.feb. og 25. - 27.feb. 2011
www.ckari.com; Mail: rosamatt@gmail.com; Sími: 894-2992
NLP Practitioner
„Hugurinn ber þig alla leið“
- Er sjálfstraustið í ólagi?
- Viltu betri líðan?
- Skilja þig fáir?
- Viltu vinna bug á einhverju í fari þínu?
- Gengur öðrum betur í lífinu en þér?
- Gengur illa að klára verkefni?
- Er erfitt að höndla gagnrýni?
© cKari.com
Kári Eyþórsson MPNLP
Laugavegi 63 • S: 551 4422
MÖGNUÐ ÚTSALA ALLT AÐ 60% AFSLATTUR!
Á klassískum og vönduðum kvennfatnaði frá
þekktum framleiðendum.
Síung í 70 ár
laxdal.is
FANNBERG FASTEIGNASALA ehf. Sími 487 5028
Guðmundur Einarsson, lögg. fasteignasali
Jón Bergþór Hrafnsson, viðskiptafræðingur
ÞRÚÐVANGI 18 -
850 HELLU
Gistiheimili undir
EyjafjöllumTil s
ölu
Til sölu er gistiheimili staðsett á Lambafelli í Rangárþingi eystra. Húsið sem er á tveimur
hæðum, stærð 227 fm. byggt úr timbri og hefur nýlega verið klætt að utan með alusink-
klæðiningu og settir í það nýir gluggar og gler. Á neðri hæðinni er móttaka, þvottahús,
snyrting og sex gistiherbergi með sér baðherbergjum. Á efri hæð er eldhús, matsalur og
setustofa. Óskað er eftir tilboðum í eignina og skal tilboðum skilað til
Fannbergs fasteignasölu ehf, Þrúðvangi 18, 850 Hellu fyrir 5. febrúar n.k.
Nánari upplýsingar og myndir eru á heimasíðu www.fannberg.is og á skrifstofu.