Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Jim Smart Duftker Bálfarir eru að vinna á. Bálfarir hafa færst í vöxt á síðustu árum og er nú svo komið að tæplega 40% jarðsetninga á höf- uðborgarsvæðinu eru duftker, samkvæmt upplýsingum Kirkju- garðasambandsins. Ef teknar eru meðaltalstölur ár- anna 2005-2010 um jarðsetningar hjá Kirkjugörðum Reykjavík- urprófastsdæma (KGRP) kemur í ljós að hlutföllin eru 69% kistu- grafir og 31% duftgrafir. Á síðasta ári voru þessi hlutföll 63% kistugrafir og 37% duftgrafir. Aukning bálfara er því mjög hröð og með sama áframhaldi er áætlað að hlutföllin verði 50:50 árið 2018. Að frumkvæði KGRP gerði Gallup þrjár skoðanakannanir um viðhorf almennings til bálfara (1998, 2000 og 2002) og var nið- urstaðan sú að 70% spyrjenda höfðu jákvætt viðhorf til bálfara sem útfararsiðar. Ekkert er því til fyrirstöðu að þeir sem búsettir eru úti á landi óski eftir þessari þjónustu og hafa Kirkjugarðasamband Íslands og KGRP samvinnu um að auðvelda öllum Íslendingum að velja bálför án tillits til búsetu og hvar duft- kerið verði jarðsett, segir í til- kynningunni. Duftker eru að jafn- aði grafin í sérstaka duftgarða sem eru í tengslum við kirkju- garða en einnig er algengt að duftkerin séu grafin ofan á kistu- grafir með leyfi umsjónarmanns leiðis og er þannig hægt að útbúa fjölskyldugrafreiti. sisi@mbl.is Bálfarir hafa færst í vöxt  Áætla að bálfarir verði helmingur allra útfara hérlendis árið 2018 FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 viska í fjármálum www.arionbanki.is/uglan Námskeið byggð á sjónvarpsþáttunum vinsælu Námskeið um fjármál - á mannamáli Breki Karlsson vakti mikla athygli með sjónvarpsþáttunum Ferð til fjár. Nú gefst þér kostur á að sækja námskeið hjá Breka þar sem hann fer betur í saumana á fjármálum einstaklinga og fjallar um peninga, sparnað og eyðslu - sem sagt skemmtileg fræðsla á mannamáli. 26. jan. Borgartúni 19, Reykjavík 02. feb. Háskólanum á Akureyri 10. feb. Hafnarborg, Hafnarfirði 16. feb. Borgartúni 19, Reykjavík 23. feb. Bifröst, Borgarfirði Þættirnir Ferð til fjár eru nú aðgengilegir á arionbanki.is Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi Ferð til fjár Nánari upplýsingar og skráning á arionbanki.is/uglan Boðið er upp á táknmálstúlkun Boðið er upp á táknmálstúlkun Ingibjörg J. Guðmundsdóttir hefur útskrifast með dokt- orsgráðu í hjartalækn- ingum frá Ed- inborgarháskóla. Hún vann doktorsverkefni sitt um áhrif þrombín-viðtaka í æðakerfi manna á árunum 2004-2007. Niðurstöðurnar hafa verið birt- ar í ýmsum læknaritum og kynntar á alþjóðlegum ráð- stefnum. Ingibjörg lauk stúdentsprófi við MR 1992 og prófi frá læknadeild Háskóla Íslands 1998. Á námstímanum á Íslandi stundaði hún rannsóknir á boð- leiðum í æðaþeli.  Ingibjörg hefur búið í Edinborg frá 2001 og stundað sérnám í lyf- lækningum og hjartalækningum og starfað að hjartalækningum. Maður hennar er Kristján Orri Helgason læknir, sérfræðingur í smitsjúkdómum og sýklafræði. Synir þeirra eru Kjartan Þorri og Agnar Guðmundur. » FÓLK Doktor í læknisfræði Hinn 11. desem- ber síðastliðinn varði Rósa Rut Þórisdóttir dokt- orsritgerð sína í mannfræði og fé- lagsvísindum með sjónræna mannfræði að sérsviði við Parísarháskóla. Doktorsritgerðin, „Norð- urslóðir í myndum, greining á heimildarmyndum Jean Mala- urie og gildi sjónrænna heim- ilda“, fjallar um norðurslóða- heimildarmyndir gerðar af menningarlandfræðingnum Jean Malaurie. Myndirnar gefa þverskurð af samfélögum Inúíta á árunum 1969 til 1976. Þær eru gerðar í samstarfi og samráði við íbúa hvers samfélags og eru að mati Rósu ómetanlegur menningararfur þessara svæða.  Rósa Rut er dóttir hjónanna Þór- is Haraldssonar, líffræðikennara við MA, og Unu Sigurliðadóttur, skólafullrúa við VMA. Eiginmaður Rósu er dr. Marwan Soliman hag- fræðingur og eiga þau einn son, þau eru búsett í Brussel. Doktor í mannfræði Magnús Gestsson brautskráðist með doktorspróf frá safna- fræðideild Uni- versity of Leic- ester í Englandi og varð fyrstur Íslendinga til að ljúka doktorsprófi í safnafræði. Í doktorsritgerð Magnúsar eru galleristar skoðaðir í sam- hengi við kenningar fræðimanna um listheiminn. Rannsóknin beindist sérstaklega að samspili menningarumhverfis og athafna gallerista í Kaupmannahöfn, Austur-London og Reykjavík og tekur hæðina út frá svokölluðum „Young British Artists“ og efl- ingu myndlistarmarkaðarins. Með viðtölum við listaverkasala í borgunum og rannsóknum á borgarmenningu og menningar- umhverfi sýnir ritgerðin að gall- eristar eru drifnir áfram af sköp- unarkrafti og listrænni sýn sem er oftast á kostnað markaðs- vitundar.  Foreldrar Magnúsar eru Sigurjóna Gyða Magnúsdóttir og Gestur Hallgrímsson (1929-1996). Doktor í safnafræði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.