Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 ✝ Unnur GuðrúnDavíðsdóttir fæddist í Reykjavík 9. maí 1948. Hún andaðist 15. janúar 2011. Foreldrar hennar voru Davíð Ágúst Guðmunds- son, f. 23. október 1917, d. 17. apríl 1974, og Anna Páls- dóttir, f. 7. júní 1918, d. 10. maí 1961. Systkini Unn- ar eru: Guðmundur Davíðsson, f. 1940, Páll Davíðsson, f. 1943, Magnús Gestur Davíðsson, f. 1945, Ásgeir Þór Davíðsson, f. 1950. Sam- mæðra Ólafur Helgi Helgason, f. 1955. Samfeðra Bergljót Davíðs- dóttir, f. 1952, Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir, f. 1954, Helgi Jón Davíðsson, f. 1955, María Svein- fríður Davíðsdóttir, f. 1957, Davíð Ágúst Davíðsson, f. 1961, Jak- obína Valgerður Davíðsdóttir, f. 1963. Unnur giftist Sveinlaugi Hann- essyni 26. mars 1970. Börn Unnar og Sveinlaugs eru: Hannes, f. 1971, Guðni Steinn, f. 1973, Anna, f. 1988, unnusti henn- ar er Kristberg Jónsson, f. 1974. Unnur ólst upp frá 11 ára aldri hjá frænku sinni Stein- unni Steinarsdóttur og Guðna Sig- urjónssyni eða þar til hún giftist Svein- laugi. Unnur vann við ýmis störf, að- hlynningu á Arn- arholti, við nám í Húsmæðraskóla Reykjavíkur, af- greiðslustörf hjá Tollgæslunni í Reykjavík, en hennar æðsta starf var húsmóðurstarfið, hlúa að börnum og eiginmanni. Unnur og Sveinlaugur bjuggu sín fyrstu ár í Reykjavík eða til 1981 en þá fluttu þau í Voga á Vatnsleysuströnd þar sem þau bjuggu síðan. Unnur hafði mikinn áhuga á ættfræði, andlegum málefnum og tónlist. Útför Unnar fer fram frá Kálfa- tjarnarkirkju á Vatnsleysuströnd í dag, 22. janúar 2011, og hefst at- höfnin kl. 14. Elsku mamma okkar, við vitum að þú horfir á okkur og fylgist með okkur sem engill af himni ofan og verður rosa stolt af okkur hvað sem við gerum. Við munum ávallt minn- ast þín hvar sem við erum og förum. Hvert sem við horfum þá sjáum við minningu um þig. Það er voða sárt að sakna. Núna ertu í guðs höndum, þar ertu hjá foreldrum þínum og þeim nánustu sem munu hugsa vel um þig þar, en við hérna niðri munum aldrei gleyma hversu frábær kona og móð- ir þú ert búin að vera. Kveðja, þín ástkæru börn, Anna Sveinlaugsdóttir, Hannes Sveinlaugsson og Guðni Steinn Sveinlaugsson. Elsku Unnur mín, þú ert farin frá okkur, þú sem varst fastur punktur í lífi okkar fjölskyldunnar. Ég sem hélt að ég yrði alltaf til staðar ef eitt- hvað kæmi upp á. Ég lofaði að halda í hönd þína og vera þér við hlið ávallt, þannig treystum við hvor á aðra í blíðu og stríðu. En ég þakka öllum þeim sem komu að og hjálp- uðu, það er okkur dýrmætt, Guð veri með þeim öllum. Að fá ekki lengur símtal að morgni, eða kíkja til þín og þú til mín að degi, er skrýtið. Þú sem reyndist mér stundum sem móðir, systir, vinkona, frænka og trúnaðarvinkona, varst mér svo margt sem ég fæ aldrei fullþakkað. Okkar kynni, vinátta og tryggð hefur varað í 33 ár sem aldrei bar skugga á. Þú varst ekki allra, Unnur mín, en þeim sem þú treystir varstu trygg og heil í gegn. Þú varst ein- stök, ljúf og góð, og vildir öllum vel. Börnin þín, sem voru það dýrmæt- asta sem þú áttir og passaðir eins og gull, missa mikið. Sveinlaugur mað- urinn þinn missir eiginkonu og sálu- félaga í gegnum lífið, sem er mikið. Lífið var ekki alltaf dans á rósum, en með þrautseigju vannst þú alltaf. Þú varst sterk, þótt veikindi settu mark sitt á þig í mörg ár. Það átti enginn von á þessu, það eru allir vanmátt- ugir Unnur mín. Ég kynnti þig fyrir Stellu vinkonu okkar sem ég var bú- in að þekkja frá því ég var 11 ára, með ykkur tókst órjúfanleg vinátta til síðustu stundar. Stella var þér dýrmæt, hjálpleg og góður styrkur á allan hátt. Síðustu förina fórst þú með Rex, vin þinn, í göngu sem var orðin fastur liður tvisvar á dag. Hann sat hjá þér og passaði þig. Allar dýrmætu minningarnar, sem eru margar ljúfar og góðar, ætl- um við að geyma með okkur fjöl- skyldunni. Við höldum áfram eins og við töluðum um, og hjálpumst að. Þó að stóri hlekkurinn hafi slitnað, þá reynum við að púsla lífinu saman. Ég bið góðan Guð og alla góðu engl- ana sem fylgdu þér alltaf að passa þig og varðveita fjölskylduna þína. Við hjónin þökkum þér, Unnur mín, samveruna hér. Börnin okkar og barnabörn syrgja þig Unnur mín, með þakklæti fyrir allt sem þú varst okkur öllum. Þín alltaf, Anna, Erlingur, Lilja og fjöl- skylda, Pálmi og fjölskylda. Mig langar í fáum orðum að minn- ast minnar kæru nágranna- og vin- konu, Unnar Davíðsdóttur. Þegar ég fluttist fyrir fjórum ár- um suður í Voga, þá hafði ég misst eiginmann minn rúmu ári áður, og tilveran því oft á tíðum hálfdapur- leg. Kynni okkar Unnar hófust fljót- lega eftir að ég flutti, en hún bjó ásamt eiginmanni sínum gegnt mér í götunni. Mér hefur oft orðið hugsað til þess undanfarna sorgardaga, hví- lík himnasending hún Unnur mín var inn í tilveru mína á þessum tíma, því að með okkur tókst strax einlæg og fölvskalaus vinátta. Samveru- stundir okkar nánast daglega og stundum oft á dag eru mér einhverj- ar dýrmætustu minningar seinni ára, því að Unnur var í raun alveg einstök manneskja. Með sinni þægi- legu framkomu var Unnur vinur sem gott var að hafa í kringum sig, drekka kaffi með, sinna handavinnu, fara í berjamó, eða, ef á þurfti að halda, bara eiga kyrrðarstund. Unnur reyndist mér allatíð ein- staklega hjálpleg og umhyggjusöm, alltaf boðin og búin, og með henni og hundinum mínum honum Rex tókst alveg sérstök vinátta, sem hún sýndi í verki með því að fara iðulega með hann í göngutúra og stundum tvisv- ar á dag. Föstudaginn 14. janúar kom mín kæra vinkona til að ná í Rex í göngu- túr og við ætluðum svo að fá okkur kaffi á eftir. Mín elskulega vinkona kom aldrei til baka þann dag. Ég bið guð að blessa minningu minnar kæru Unnar og sendi eig- inmanni og fjölskyldu mínar inni- legstu samúðarkveðjur. Arndís Jónasdóttir. Unnur Davíðsdóttir HINSTA KVEÐJA Elsku tengdamamma mín, þú ert búin að vera frábær tengdamamma. Sólskinið blasti við í brosi þínu. Í hjarta þínu sáum við sólskin sem lýsti endalaust. Okkur leið mjög vel í kringum þig. Það var mjög mikil músík í hjarta þínu. Okk- ur þykir svo vænt um þig. Meg- ir þú fara til Jesú og Guðs og í engla hendur, en þér verður aldrei gleymt. Við elskum þig alltaf. Þú ert okkar vernd- arengill sem lýsir yfir okkur þegar okkur líður illa. Elskum þig. Þinn tengdasonur, Kristberg Jónsson. Það er margt sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa, mest áberandi er öll vænt- umþykjan og hlýjan sem skín í gegn í minningunum og hvað þú fylgdist vel með þínum, hringdir bara til að athuga hvað ég og mínir voru að brasa og fylgdist vel með því sem var að gerast í kringum mig og það var gott að finna það. Ég sakna þess að heyra ekki þegar ég svara í símann: „Já, ert þetta ekki þú sjálf?“ og þegar þú sagðir. „Hvað ert þú að gera?“ og ég svaraði og þá kom hjá þér „nú, já, þá er ekki hægt að plata þig í að skreppa í ferðalag með mér“. Eða í Zetornum þá var minn staður að sitja á miðstöðinni vinstra megin við stýrið og fylgjast með því sem þú varst að brasa. Þegar þú bauðst til að þvo lumm- urnar mínar og það var svo mjúkt og gott og það voru oft fleiri óhreinar lummur sem þú bauðst til að þvo þeg- ar við vorum kannski öll systkinin og kannski líka einhverjir sumarkrakkar með í fjárhúsinu! Og það var ósjaldan sem þú spurðir: „er þér kalt á lumm- unum, ræfilsdruslan mín, á ég að hlýja þér?“ Og gott að skríða upp í Erlendur Björgvinsson ✝ Erlendur Björg-vinsson fæddist á Hlíðarenda í Breiðdal 4. júlí 1924. Hann lést á Uppsölum í Fá- skrúðsfirði 27. des- ember 2010. Erlendur var jarð- sunginn frá Heydala- kirkju 3. janúar 2011. fangið og láta þig halda utan um sig og hlýja. Og þegar þú eða mamma voruð að lesa fyrir okkur og við lág- um öll spennt og hlust- uðum og þið náðuð vel athygli okkar. Og pabbi, þegar við fórum saman að kaupa lottó einn laugardaginn og fórum af stað fyrir hádegi í góðu veðri og festum bílinn í snjó- skafli, þú fékkst mig til að setjast undir stýri á meðan þú fórst út til að moka og við vorum langt fram á kvöld og var kom- inn skafrenningur og svo varð bíllinn bensínlaus og við löbbuðum út á Gljúfraborg og mig minnir að Kjartan í Snæhvammi hafi skutlað okkur að sækja bensín. Svo vorum við búin að snúa bílnum þegar mamma og Sibba komu labbandi út eftir til að leita að okkur og við sögðum þeim að við vær- um bara að skoða okkur um í blíðunni. Og þú varst svo mikill dýravinur og var svo umhugað um að dýrin hefðu það gott og þeim væri sýnd virðing. Og þú vildir að maður setti sjálfan sig í spor dýranna, þau gætu ekki kvart- að en þau fyndu til eins og við. Þú hafðir gaman af að hafa okkur með þér t.d. þegar ég fékk að fara með þér að stilla riffilinn þinn og þú kenndir mér að skjóta í mark. Og þegar við systur vorum að fara á böll eða að máta kjóla var best að spyrja þig um álit á dressum og það sparaði manni marga klukkutíma fyrir fram- an spegilinn. Þú varst alltaf hreinskil- inn og heiðarlegur í ráðleggingum og óheiðarleiki og ósanngirni voru þér ekki að skapi og þú varst sannur vinur vina þinna. En líka örugglega ekki gott að bregðast þér því þú vildir heið- arleg samskipti. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) (Tekið úr minningabók pabba úr Reykholti.) Elsku pabbi, takk fyrir rúntinn á aðfangadag og verst að við skyldum ekki sjá neinar rjúpur á ferð okkar um dalinn þinn. Nú ert þú farinn og ég veit að það verða fagnaðarfundir hjá ykkur mömmu og fleirum. Ég veit að þið eigið alveg örugglega eftir að kíkja til mín og viltu segja mömmu að ég verði alveg róleg með gardínurnar. Guð geymi ykkur. Rósa Elísabet. Meira: mbl.is/minningar Elsku besti afi minn. Það sem kem- ur upp í hugann þegar ég hugsa um þig er þegar ég var lítil og þú sagðir mér sögur um fjölskylduna. Einnig þegar þú varst að leggja sjö stokka kapal og ég var alltaf að benda þér á ef þú gast eitthvað í kaplinum. Þú varst frábær afi. Og afi minn, ég skal muna að láta alla loka hliðinu fyrir þig svo engar skepnur komi í garðinn þinn. Og ég skal passa hann Kormák okkar. Afi minn þú varst. En er þú hvarfst allt varð svart. Um leið hjartað brast. Þú horfinn varst. (Friðbjörg H. Bjarkadóttir) Ég mun alltaf sakna þín, elsku afi minn, og viltu skila kveðju til ömmu og Bjössa og kisa gamla. Friðbjörg Helga Bjarkadóttir. Þá hefur Erlendur frændi minn, bóndi í Fellsási í Breiðdal, lokið veg- ferð sinni hérna megin grafar. Lindi, eins og hann var oftast kallaður, var fæddur og uppalinn á Hlíðarenda, einn 10 systkina, sem nú eru öll látin. Amma mín Sigurbjörg, bjó með 5 son- um sínum á Hlíðarenda í mínu barns- minni. Þegar ég var 8 ára, yfirgaf faðir minn móður mína, og fluttist hún þá snauð til ömmu og sona hennar á Hlíð- arenda frá Gilsá. Þar var okkur tekið vel og hefði ég ekki viljað skipta á því að alast þarna upp, við nokkurn annan stað. Jörðinni var áður skipt upp í tvö býli, en þeir bræður áttu sínar skepn- ur, og allir hjálpuðumst að við öll bú- verk, við voru 15 í þessari stórfjöl- skyldu þegar flest var. Okkur leið vel. En búið bar ekki framfærslu svo margra, og menn fóru á vertíðar og í allskonar vinnu til að komast af. Í kringum 1950 festi Lindi frændi kaup á Ford-vörubíl, 42 módel, 2,5 tonna, sem var algeng stærð vörubíla þá. 1955 keypti hann svo nýjan Chevr- olet-vörubíl, 5 tonna, og gerði hann út í nokkur ár. Seldi hann svo og gerðist bóndi, keypti jörðina Fellsás, og bjó þar til æviloka. Við þrír bræður og móðir mín fluttum þangað með hon- um. Hún var bústýra hjá honum þangað til hann kvæntist. Hann var einna fyrstur til að framleiða mjólk til sölu í Breiðdal. Frændi hugsaði vel um okkur þeg- ar við vorum að komast á legg. Tók mig með sér á vertíð til Vestmanna- eyja þegar ég var 15 ára, kom mér í vegavinnu, tók mig með sér á skemmtanir og útihátíðir þeirra tíma. Veiðiskapur var okkur í blóð borinn, stangveiði af þörf til matar, og skot- veiði. Hann útvegaði oft skotfæri, enda voru rjúpnaveiðar drjúg tekju- lind fyrir heimilið. Fljótlega eftir að við fluttum í Fell- sás fór ég alfarið til sjós, stofnaði fjöl- skyldu á Akranesi, en hélt sambandi við frændfólkið eftir getu. Heimsótti Linda frænda og fólkið hans í sumar, okkur báðum til mikillar ánægju. Eitthvað minntist frændi á þegar við kvöddumst að kannski sæjumst við ekki aftur en við urðum ásáttir um að forlögin réðu. Við hjónin kveðjum góðan dreng og traustan vin. Hvíldu í friði. Stefán Lárus Pálsson ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR ÞORSTEINSSON löggiltur skjalaþýðandi, Drekavöllum 42, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði þriðjudaginn 25. janúar kl. 15.00. Ásthildur Kristín Þorkelsdóttir, Margrét S. Guðmundsdóttir, Þórir I. Friðriksson, Þorkell Þ. Guðmundsson, María E. K. Kjartansdóttir, Steinar Guðmundsson, Katrín Heiðar, Ósk Guðmundsdóttir, Lars J. Imsland, Dögg Guðmundsdóttir, Ólafur Þ. Rafnsson og barnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, STEINUNN JÓNSDÓTTIR frá Suðureyri við Tálknafjörð, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðviku- daginn 19. janúar. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 28. janúar kl. 13.00. Sérstakar þakkir færum við öllu því frábæra starfsfólki í Sunnuhlíð sem annaðist hana. Svanhildur Jóhannsdóttir, Bryndís Jóhannsdóttir, Þorgeir Þorvaldsson, Jón Jóhannsson, Jónína Jóhannsdóttir, Guðmundur Valtýsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför föður okkar, afa og bróður, VALS EMILSSONAR. Emil Valsson, Guðmundur Valsson, Aron Ingi Guðmundsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.