Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hún Eivör okkar Pálsdóttir er ávallt aufúsugestur hingað upp að strönd- um. Hún festi rætur hér fyrir um tíu árum og hefur verið með aðra löpp- ina hér síðan, okkur og henni til ómældrar ánægju. Hún býr nú í Kaupmannahöfn en svífur á milli landanna þriggja; Íslands, Dan- merkur og heimalandsins Færeyja eins og hún á eðli til, frjáls og engum háð nema auðvitað listgyðjunni. Er kannski að rifja upp gamla takta Hingað er hún nú komin til að spila djass og það með engum auk- visum. Þeir Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Einar Valur Scheving og Þorgrímur Jónsson ætla að leika með henni lög eftir hana, Sigurð og Kjartan en auk þess fá standardar og þjóðlög að fljóta með. „Ég og Siggi höfum verið að tala um þetta lengi,“ segir Eivör glaðvær en hún kom til landsins nú á þriðju- daginn. „Loksins settum við tímasetningu á þetta og nú er þetta orðið að veru- leika.“ Blaðamaður spyr hvort hún sé að rifja upp takta frá fyrstu plötunni, Eivör Pálsdóttir (2000), en hún var í senn djassskotin og þjóðlagabundin. „Já …kannski?“ segir hún og hlær sínum dillandi hlátri. Annars var síðasta plata Eivarar, Larva, í dálítið öðrum gír; dramatísk og nokkuð dökkleit rokkplata; með miklum hávaða og orkusprettum á köflum. „Ég hef mikið verið að spila hana á Norðurlöndunum. Ég kem svo aft- ur til Íslands og mun leika efni af henni í mars. En ég set þetta upp sem dúett núna, Mikael Blak er með mér og hann spilar á bassa, hljóm- borð og það sem þarf. Þetta er því mun lágstemmdara en var á plöt- unni.“ Kemur reglulega til Íslands Eivör segir að þetta stílaflökt sitt haldi sér gangandi sem listamanni. „Þannig held ég fókus einhvern veginn og þetta kveikir í mér sköp- unarþörfina. Leiðir mig í núið og heldur mér á tánum …berum tánum (hlær).“ Eldgamla Ísafold er Eivöru hug- leikið og hún segist þurfa að koma hingað reglulega, annars fengi hún heimþrá. „Þetta árið er ég líka að semja inn á næstu plötu. Meðfram öðru. Hún verður blandaðri en síðasta. Og að- eins ljúfari, ekki eins hörð. Annars á ég frekar erfitt með að tala um eitt- hvað sem er ekki orðið til ennþá.“ Hún segist sátt í sínu skinni og þakklát fyrir að eiga kost á því að stunda sína köllun árið um kring. „Ég er heppin að fá að geta gert það sem mig hefur alltaf dreymt um að gera. Það er mér mikils virði og ég tek því ekki sem gefnu.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20. Færeyska drottningin snýr aftur  Eivör heldur tónleika í Langholts- kirkju á sunnudaginn ásamt djasssveit Morgunblaðið/Árni Sæberg Lánsöm „Ég er heppin að fá að geta gert það sem mig hefur alltaf dreymt um að gera.“ Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Á hátíðinni Við Djúpið er boðið upp á fjölda tónleika og nám- skeiða, sk. masterklassa í klass- ískri tónlist. Hún er haldin í samvinnu við Listaháskóla Ís- lands og tónlistardeild hans veit- ir nemendum hennar einingar fyrir þátttöku á námskeið- unum. Fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar er Greipur Gíslason og er hátíðin í ár sú sjöunda sem hann sér um. Greipur segir námskeiðin, masterklassana, grunnstef hátíðarinnar og það sem skapi henni sérstöðu. Þá hafi myndast hefð fyrir því að tónlist- armennirnir sem kenni á nám- skeiðunum haldi tónleika líka og úr því hafi myndast tónleikaröð. „Svo hafa hlaðist ofan á þetta alls konar verkefni í gegnum tíðina þannig að hátíðin hefur orðið sí- fellt viðameiri. Við erum í sam- vinnu við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði með opna hádegistón- leika og fyrirlestraröð, einskonar músík og mas, og það er frítt inn á það fyrir alla. Svo erum við með tónskáldakeppni og „works- hop“ fyrir þau tónskáld. Þannig að það hefur hlaðist utan á þetta og svo höfum við reynt að hafa líka öðruvísi tónlist, annað en klassík, djass, popp eða annað,“ segir Greipur. Bax, Nikkanen og Sæunn Í ár munu þrír tónlistarmenn halda námskeið, þau Alessio Bax píanóleikari, Kurt Nikkanen fiðluleikari og Sæunn Þorsteins- dóttir sellóleikari en ekkert þeirra hefur áður haldið nám- skeið hér á landi. Alessio Bax hefur komið víða fram, bæði sem einleikari og flytjandi kammertónlistar og hefur leikið með yfir 80 hljóm- sveitum víðsvegar um heiminn og unnið til verðlauna fyrir leik sinn, m.a. Avery Fisher Career Grant verðlaunin árið 2009. Nikkanen er reyndur einleik- ari, hefur komið fram með fjöl- mörgum hljómsveitum og unnið með Vladimir Ashkenazy og Andrew Davis, svo eitthvað sé nefnt. Sæunn hefur komið fram víðsvegar um heim, unnið til verðlauna og frumflutt fjölmörg verk og má þar nefna verk sér- staklega samin fyrir hana eftir Daníel Bjarnason og Nicholas Csicsko. Kvartett frá New York Greipur segir einnig búið að ráða óbókvartett frá New York til að leika á hátíðinni en kvart- ettinn mun flytja ný verk eftir tónskáld sem valin verða í tón- skáldakeppni hátíðarinnar, þrjú talsins, en keppnin verður haldin í þriðja sinn í ár. Kvartett þenn- an skipa hljóðfæraleikarar úr The Academy, verkefni á vegum listaháskólans Juilliard og Carnegie Hall-tónlistarhússins. „Þetta er dálítið þekkt verkefni. Krakkar sem útskrifast úr Juilli- ard, afburðanemendurnir, fá vinnu við þetta verkefni í tvö ár eftir útskrift hjá Carnegie Hall og vinna við það að spila kamm- ermúsík í stærri og minni hópum í New York, fyrir skólakerfið og í Carnegie Hall,“ útskýrir Greip- ur. Úr þessu verkefni komi kvartett til Ísafjarðar, skipaður óbó-, fiðlu-, víólu- og sellóleikara en sellóleikarinn er Sæunn Þor- steinsdóttir. „Nú er einmitt verið að leita að þessum tónskáldum og umsóknarfresturinn rennur út 17. febrúar,“ bætir Greipur við. Viðburðir hátíðarinnar fara fram á nokkrum stöðum: í Tón- listarskóla Ísafjarðar, tónlist- arsalnum Hömrum og í Ed- inborgarhúsi en dagskrána má kynna sér á vef hátíðarinnar, viddjupid.is. Námskeiðin eru grunnstefið  Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin 21.-26. júní nk. á Ísafirði  Hátíðin haldin í níunda sinn  Óbókvartett frá New York leikur verk ungra tónskálda  Kvartettinn skipa afburðatónlistanemar Píanó Alessio Bax kennir á tónlistarhátíðinni Við Djúpið í sumar. Greipur Gíslason Tónlistarhátíðin Við Djúpið stendur nú í þriðja sinn fyrir leit að nýjum tónskáldum og nú í samstarfi við Rás 1 og sendiráð Banda- ríkjanna á Íslandi. Nýj- um tónskáldum er boðið að senda inn umsóknir til þátttöku og mun dómnefnd velja þrjá þátttak- endur úr umsóknum. Þeir sem fyrir valinu verða þurfa að semja verk fyrir óbókvartett og mun óbókv- artett frá The Academy í New York flytja verkin og æfa með tónskáldunum. Verkin verða frumflutt á lokatónleikum hátíðarinnar, 26. júní 2011 og síðar á Rás 1. Tilgangurinn með þessari keppni er að gefa ungum tónskáldum tækifæri til að vinna mjög náið með reyndum tónlistarmönnum, mun nánar en undir venjulegum kringumstæðum, að því er fram kemur á vef hátíðarinnar. Í dóm- nefnd sitja Daníel Bjarnason tónskáld sem er jafnframt formaður nefnd- arinnar, Dagný Arnalds, listrænn stjórn- andi hátíðarinnar, Sæunn Þorsteinsdóttir sellóleikari, Haukur Tómasson tónskáld og Ólafur Óskar Axelsson tónskáld. Skil- frestur er til 17. febrúar. Þrír valdir úr LEIT AÐ NÝJUM TÓNSKÁLDUM Tónskáld Högni Eg- ilsson úr Hjaltalín er eitt þeirra ungskálda sem hefur lagt á „Djúpið“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.