Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 52
LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 22. DAGUR ÁRSINS 2011 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 590 ÁSKRIFT 3990 HELGARÁSKRIFT 2500 PDF Á MBL.IS 2318 VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Skandinavar eyðileggja handbolta 2. Hedin: Berjið Alexander 3. Andlát: Óli G. Jóhannsson 4. Of glaður Íslendingur  Eivör Pálsdóttir ætlar að spila djass í Langholtskirkju nú á sunnu- daginn ásamt valinkunnum Íslend- ingum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við söngkonuna. »46 Morgunblaðið/Golli Eivör heldur tónleika í Langholtskirkju  Síðasti sýning- ardagur Sögu- staða – í fótspor W.G. Coll- ingwoods verður í Þjóðminjasafninu á morgun, sunnu- dag. Þá mun Einar Falur Ingólfsson, ljósmyndari og sýningarhöfundur, veita leiðsögn um sýninguna. Leiðsögnin hefst kl. 14 og er öllum opin. Samnefnd bók Einars Fals hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna. Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods  Þættirnir Makalaus, byggðir á bók Tobbu Marinós, hefjast í febrúar. Vel er í lagt hvað mannskap varðar en Helgi Björns, Guðmundur Ingi, Vigdís Hrefna, Þor- grímur Þráins, Karl Berndsen og Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson munu m.a. koma við sögu. Að sögn Tobbu er þó vika í að upp- lýst verði um aðalleikkonuna. Spennandi! Makalaus febrúarmánuður FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðvestanátt, 10-18 m/s NV-til, annars víða 8-13. Rigning eða súld með köfl- um, en yfirleitt þurrt NA- og A-lands og þar léttir til á morgun. Hiti 3 til 10 stig. Á sunnudag SV 5-13 m/s og rigning eða súld, en yfirleitt þurrt A-lands. Hiti 3 til 8 stig. Á mánudag Suðvestan 5-10 m/s. Léttskýjað á NA- og A-landi, annars skýjað og dálítil væta. Hiti 0 til 7 stig, en í kringum frostmark NA-til. Á þriðjudag og miðvikudag SV-átt og vætusamt, en úrkomulítið A-lands. Fremur hlýtt. „Það var gaman að skora fyrsta mark landsliðsins í innifótbolta en það tel- ur ekki mikið í tapinu, ég hefði getað bætt við fleiri mörkum og geri það í næsta leik,“ sagði Keflvíkingurinn Magnús Sverrir Þorsteinsson. Ísland tapaði fyrir Lettum, 4:5, í hörkuleik í fyrsta leik sínum í Evrópukeppninni í innifótbolta en leikið var á Ásvöllum í gærkvöld. »4 Magnús skoraði fyrsta mark Íslands innanhúss Ísfirðingar sitja eftir í erf- iðri stöðu á botni úrvals- deildarinnar í körfuknatt- leik eftir ósigur gegn ÍR í gærkvöld, 92:82. „Mark- miðin eru skýr. Við viljum vera á meðal þeirra bestu, hvað sem það kostar,“ sagði Shiran Þórisson, þjálfari Ísfirðinga. Snæfell vann nauman sigur á Njarðvík og Fjölnir vann Hamar. »4 Viljum vera meðal þeirra bestu „Það eru helst Danirnir sem hafa sýnt góða frammistöðu ásamt okkur og eins og þetta lítur út fyrir mér þykir mér Frakkar, Danir og Íslend- ingar líklegastir,“ segir Patrekur Jó- hannesson, fyrrum landsliðsmaður og núverandi þjálfari Emsdetten í Þýskalandi, um stöðu mála á HM í handbolta, en Ísland og Þýskaland eigast við kl. 17.30 í dag. »2-3 Frakkar, Danir og Ís- lendingar líklegastir Kristján Jónsson í Jönköping kris@mbl.is Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari karla í handknatt- leik, hefur helgað handboltalandslið- inu drjúgan hluta ævinnar. Lengi vel sem leikmaður en einnig sem þjálfari og aðstoðarþjálfari. Leikurinn gegn Þjóðverjum á HM í Þýskalandi í kvöld er merkilegur fyrir þær sakir að hann er 400. landsleikurinn sem Guðmundur tekur þátt í sem leik- maður, þjálfari eða aðstoðarþjálfari. Guðmundur var hálfundrandi á þess- ari tölu þegar Morgunblaðið innti hann eftir viðbrögðum vegna þessa í gær. „Ég er búinn að vera lengi í þessu og landsliðið hefur verið stór hluti af mínu lífi. Ég lít á þetta sem mikil for- réttindi. Þakklæti kemur upp í hug- ann, fyrir að hafa fengið að vera þátt- takandi í þessu bæði sem leikmaður og þjálfari. Upp í hugann kemur einn- ig þakklæti til þeirra sem hafa stutt mig í þessu í áratugi. Þessu fylgir mikil fjarvera frá fjölskyldu og börn- um. Margir hafa því þurft á sjá á eftir manni í þetta. Ég er því þakk- látur fyrir það traust sem ég hef not- ið til að ná öllum þess- um leikjum,“ sagði Guðmundur við Morgunblaðið. Glöggir áhorfendur hafa sjálf- sagt tekið eftir því að Guðmundur syngur ekki með í þjóðsöngnum eins og margir íþróttamenn gera. Morgunblaðinu reiknast til að Guðmundur hafi staðið undir þjóðsöngnum í meira en tíu klukkustundir samanlagt. Notalegt að hlusta „Mér finnst nú bara notalegt að hlusta á þjóðsönginn. Þegar hann er spilaður hugsa ég um ýmislegt sem ég ætla ekki að deila með öðrum. Ég nota þennan tíma sem ákveðna íhugun og hugsa um eitt og annað. Ég nota þennan tíma til að undirbúa mig fyrir leiki á þennan hátt,“ sagði Guðmundur. Hann bætti því við að honum hefði þótt mikið til koma þegar íslensku stuðningsmennirnir sungu með í þjóðsöngnum fyrir leikinn gegn Norðmönnum. „Ég verð að játa að mér fannst stórkostlegt að heyra þegar íslensku áhorfendurnir tóku undir og þá fékk ég gæsahúð. Mér fannst það setja stórkostlegan svip á aðdraganda leiksins. Ánægjulegt var að sjá Ís- lendingana hópa sig saman og það var eftirminnilegt. Mér hefur fundist mjög sterkt þegar áhorfendur taka sig til og syngja sönginn.“ Þakklátur fyrir traustið  Hefur hlustað á þjóðsönginn í meira en 10 tíma Reuters Einbeittur Guðmundur þjálfari tekur alltaf þátt í leiknum af lífi og sál, bæði í meðbyr og mótbyr. Það verða tímamót hjá Guðmundi Guðmundssyni landsliðs- þjálfara í dag þegar Ísland mætir Þýskalandi á HM. Hann mun taka þátt í sínum 400. leik sem leikmaður og þjálfari. Á árum áður var Guðmundur einn albesti hornamaður heimsins með íslenska landsliðinu og félagi sínu Víkingi. Guðmundur lék alls 230 landsleiki á árunum 1981-1990 og skoraði í þeim leikjum 356 mörk. Mörg þessara marka voru mjög mikilvæg og eftirminnileg. Guðmundur hefur verið landsliðsþjálfari í 148 leikjum. Liðið hefur sigrað í 78 leikjum, 20 endað með jafntefli og 50 leikir tapast. Þá var hann aðstoðarþjálfari Alfreðs Gísla- sonar í 21 leik. 400. leikurinn í dag TÍMAMÓT HJÁ LANDSLIÐSÞJÁLFARA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.