Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Fyrir þá sem vantar hugmyndir að lesefni gæti vefslóðin Thebrow- ser.com/fivebooks verið eitthvað til að kíkja á. Þar birtast reglulega viðtöl, oftast nær, við sérfrótt fólk sem stingur upp á fimm bókum innan ákveðins geira og útskýrir í nokkuð löngu máli af hverju það mælir með þeim. Þetta er stórsniðugt og gaman að því hversu breiður hópur fólks mælir þarna með bókum, svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þegar þetta er skrifað er nýjasta viðtalið við Evgeny Morozov sem er rithöfundur, fræðimaður og bloggari sem einbeitir sér að því að skoða pólitísk áhrif netsins. Hann mælir með fimm bókum sem fjalla um heimspeki tækninnar. Bækurnar sem hann mælir með eru; Technics and Civilization, Autonomous Techno- logy, Technology and the Character of Contemporary Life, Does Techno- logy Drive History og Philosophy of Technology: 5 Questions. Hljómar allt spennandi. Á síðunni er hægt að skoða alla þá sem hafa mælt með bókum og þarna má sjá fólk mæla með bókum um upplýsingatæknina, um tilgang lífs- ins og hungur svo eitthvað sé nefnt. Vefsíðan www.thebrowser.com/fivebooks Morgunblaðið/Kristinn Unun Fátt er betra en að lesa góða og áhugaverða bók. Mælt með fimm bókum Þorrinn hófst í gær á bóndadegi og fagna honum eflaust margir, nú hefst tímabil súrsaða matarins sem mörg- um finnst góður í laumi en borða að- eins á þorranum. Þorrablót eru líka haldin víða næstu vikur og hvað er skemmtilegra en að borða íslenskan mat saman, hlæja að heimatilbúnum skemmti- atriðum og dansa svo ræl og polka við misgóða dansmenn! Í Sögu daganna eftir Árna Björns- son segir að þorri hefjist föstudaginn í 13. viku vetrar og er fjórði mánuður vetrar að forníslensku tímatali og við upphaf hans telst vetur hálfnaður. Endilega … … þreyið þorrann Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þorri Frá þorrablóti Lions klúbbs í Reykjavík árið 1972. PRUFUTÍMINN Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is H eimsóknin í Hjarta- vernd skiptist í tvo hluta; í fyrri heim- sókninni er grunn- skoðun þar sem ein- staklingurinn er mældur og vigtaður, blóð dregið til mælinga og tekið hjartalínurit. Í síðari heimsókninni eru niðurstöðurnar komnar og þá er rætt við lækni þar sem farið er yfir áhættuþætti og sjúkdómseinkenni. Heimsókn mín í Hjartavernd byrjaði á biðstofunni en sú bið var ekki löng, Bylgja Rún Stefánsdóttir hjúkrunarfræðingur bauð mig vel- komna, útskýrði ferlið fyrir mér og rétti mér bláan slopp til að klæðast. Bylgja byrjaði á að spyrja mig út í ættarsöguna í sambandi við hjarta- og æðasjúkdóma, lífsstíl minn og fleira. Svo mældi hún blóðþrýsting og tók blóðprufur. Ég hafði fastað frá því kvöldinu áður svo blóðsykurinn væri ekki rokkandi. Þau ráðleggja öllum yfir fertugu að koma í áhættumat og öllum 35 ára og eldri ef það er ættarsaga hjarta- sjúkdóma. „Það koma hingað að meðaltali um þrettán manns á dag yf- ir árið. Sumir koma einu sinni á ári, aðrir á nokkurra ára fresti. Oftast er fólk að koma í fyrstu heimsókn á milli fertugs og fimmtugs, en við fáum hingað fólk frá átján ára og upp úr. Það eru alltaf einhverjir sem við greinum á staðnum með krans- æðasjúkdóma og eru sendir beint upp á spítala. Þeir sem koma illa út úr áhættumatinu fara næst í áreynslupróf þar sem sést hvort hjartavöðvinn verður fyrir súrefn- isskorti við áreynslu,“ sagði Bylgja mér áður en hún sendi mig yfir til Sigríðar P. Ragnarsdóttur. Með hjarta við hestaheilsu Í janúar fara margir að huga að heilsunni, ekki er þá vitlaust að athuga stöðuna á líkamanum með því að fara í áhættugreiningu í Hjartavernd og sjá svart á hvítu hver er áhættan á að fá hjartasjúkdóma. Ég komst að ýmsu nýju um sjálfan mig með því að fara í áhættumatið, t.d. að ég væri 1 cm hærri en ég hélt að ég væri og það væru 0,1% líkur á að ég fengi kransæðasjúkdóm á næstu tíu árum. Morgunblaðið/Golli Blóðprufa Ekki er annað hægt en að gretta sig þegar nálinni er stungið inn. Dagurinn byrjar á því að égvakna heima hjá mér meðdóttur minni. Ég var að koma að norðan þar sem ég var að sýna níu sýningar af Jesú litla í Hofi og hef því ekki séð dóttur mína svo- lítið lengi þannig að það verður bón- usinn að hitta hana í kvöld [föstu- dagskvöld] og fá að vakna með henni á laugardagsmorguninn. Fram að hádegi verðum við eitthvað að dúlla heima, bökum jafnvel amerískar pönnukökur að hætti hússins,“ segir Kristjana Stefánsdóttir söngkona beðin um að segja frá því hvernig hún ætlar að eyða deginum í dag. „Um hádegi fer ég í myndatöku með Ellen Kristjánsdóttur og Guð- rúnu Gunnars því við erum að fara að halda tónleika þrjár saman í Saln- um í febrúar þar sem við ætlum að flytja uppáhaldslögin okkar. Um miðjan daginn þarf ég að vera mætt í Slippsalinn við Mýrargötu til að taka hljóðprufu og stilla upp græjunum fyrir kvöldið. Þá fer ég heim og skelli upp andlitinu, kem dóttur minni fyrir í pössun og svo eru það tónleikarnir um kvöldið með þessum snillingum. Ég hlakka ekk- ert smá til enda langt síðan ég hef sungið svona mikið af blús. Við mun- um flytja bæði frumsamin lög og lög annarra, þekktir blúsarar fá að hljóma. Við erum líka með eitt lag eftir Stevie Wonder og annað eftir Paul Simon sem við laumum inn á milli,“ segir Kristjana. Hún sér um sönginn en um undir- leik sjá þeir Agnar Már Magnússon á píanó og hammond, Ómar Guð- jónsson á gítar, Róbert Þórhalls á bassa og Halldór G. Hauksson á trommur. Eins og áður segir verða blúsar á dagskránni ásamt fönki og soul í bland við frumsamið efni. Tón- leikarnir hefjast kl. 21 í kvöld og er aðgangseyrir 1500 kr. Þetta er í fyrsta skipti sem Krist- jana syngur í Slippsalnum og kveðst hún vera mjög spennt. „Ég hef bara heyrt gott um þennan sal, strákarnir hafa flestir spilað þarna og eru mjög hrifnir.“ ingveldur@mbl.is Hvað ætlar þú að gera í dag? Söngkonan Kristjana Stefánsdóttir á góðan dag í vændum. Amerískar pönnukökur og tregafullir tónleikar Frekari upplýsingar um viðburði í Slippsalnum má finna á www.nemaforum.web.is. Þar er líka miðasala á tónleikana með Kristjönu. Sjóðurinn veitir tvennskonar styrki Til rannsóknarverkefna sem tengjast vinnuumhverfi eða aðbúnaði vélstjóra og vélfræðinga og þróun námsefnis og kennsluaðferða til vélstjórnarnáms. Til ýmiss konar brautryðjenda- og þróunarstarfs sem hefur samfélagslegt gildi, menningarstarfsemi eða listsköpunar. Einstaklingar, fyrirtæki, rannsókna- og menntastofnanir geta sótt um styrk úr sjóðnum. Umsóknir berist Akki, Styrktar og menningarsjóði vélstjóra og vélfræðinga, eigi síðar en 21. febrúar 2011. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu VM, www.vm.is, þar sem nálgast má umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar. VM Stórhöfða 25 110 Reykjavík sími 575 9800 www.vm.is Rau›arárstígur 14, sími 551 0400 · www.myndlist.is Opið virka daga 10–18, laugard. 11–14, sunnud. lokað Næsta listmunauppboð 7. febrúar Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu Áhugasamir vinsamlegast hafið samband í síma 551-0400, 896-6511 (Tryggvi), 845-0450 (Jóhann) Erum að taka á móti verkum núna í Galleríi Fold við Rauðarárstíg

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.