Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 27
27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011 Þjóðlegt Í tilefni af bóndadeginum var feðrum, öfum og bræðrum í gærmorgun boðið upp á hafragraut og slátur á leikskólanum Sæborg. Því næst voru nokkur vel valin þorralög sungin. Ómar Þann 23. janúar 1973 hófst eldgosið í Vestmannaeyjum. Við vorum vakin upp eld- snemma og okkur sagt að öflugt eldgos hefði hafist nánast í Vest- mannaeyjakaupstað laust eftir miðnætti. Við opnuðum fyrir út- varpið og hlustuðum á þessar hræðilegu fréttir. Það var þegar ljóst, að þess- ar hrikalegu náttúruhamfarir myndu valda gífurlegri röskun á högum Vestmannaeyinga og raunar þjóðarinnar í heild. Snemma um morguninn hringdi Ólafur Jóhannesson forsætisráð- herra til mín og spurði hvort ég vildi taka að mér formennsku í nefnd, sem ríkisstjórnin ætlaði að skipa til þess að rannsaka hvaða afleiðingar náttúruhamfarirnar í Vestmanna- eyjum gætu haft fyrir efnahagslega afkomu þjóðarbúsins og hvaða úr- ræði væru helst fyrir hendi til að draga úr þeim afleiðingum. Með mér í nefndina voru skipaðir Hall- dór S. Magnússon, viðskiptafræð- ingur, Guðmundur Hjartarson, framkvæmdastjóri, Guðlaugur Gíslason, alþingismaður og Magnús E. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga. Lagt var fyrir nefndina að hafa samband við bæjarstjórn Vestmannaeyja. Þegar um kvöldið hélt nefndin sinn fyrsta fund. Mér var þá falið að athuga um starfsmannahald nefnd- arinnar. Lagði ég fljótlega til, að ráða Ólaf Helgason, bankastjóra Út- vegsbankans í Vestmannaeyjum, og Guðmund Karlsson, forstjóra Fisk- vinnslunnar í Vestmannaeyjum, til starfa hjá nefndinni. Unnu þeir í alla staði frábært starf. Næsta dag leigði nefndin sér litla flugvél og flugum við til Vestmannaeyja í ágætu veðri. Það var vissulega áhrifamikil og sorgleg sjón, að sjá Vestmannaeyjar, sem eru ein mesta náttúruperla landsins. Kolsvört reyksúla steig lóðrétt til himins frá Heimaey. Þegar nær kom sást eld- tröðin niður hlíðarnar í áttina að hafnarmynninu og byggðinni. Var þá þegar ljóst að bæði byggð- in og höfnin voru í bráðri hættu, enda hús þegar farin að brenna. Þegar við lentum á flugvellinum var flogið beint á móti gosinu, sem var í grennd við flugvöllinn. Þetta var allt tilkomumikið og hræðilegt tilsýndar. Það varð að loka öllum gluggum í Útvegs- bankanum til þess að mögulegt væri að tala saman, svo mikill var hávaðinn frá gosinu. Ég dáðist mikið að bæjarfulltrúunum, sem höfðu unnið stans- laust að björg- unarstörfum, ásamt fjölmörgum öðrum, frá því gosið hófst og voru bæði þreyttir og slæptir. Svo var haldinn fundur, en þar komu allir tiltækir bæjarfulltrúar með Sigur- geir Kristjánsson, forseta bæjar- stjórnar, í broddi fylkingar og Magnús H. Magnússon, bæjar- stjóra, sem var óþreytandi að tala fyrir áframhaldandi byggð í Eyjum, þótt vissulega syrti í lofti. Mér fannst kjarkur bæjarbúa aðdáun- arverður og alls engin uppgjöf í þeim, þótt enginn vissi þá hvernig náttúruhamfarirnar myndu þróast. Bæjarfulltrúunum fannst þá of nei- kvæður fréttaflutningur frá Eyjum, sem þyrfti að breytast. Engin tök eru á að rekja störf nefndarinnar til neinnar hlítar í stuttri blaðagrein, en við lögðum okkur alla í störfin og unnum nánast dag og nótt þær tæpar þrjár vikur, sem nefndin starfaði eða þar til Al- þingi ákvað að sérstök Viðlagasjóðs- stjórn yrði sett á stofn til að taka við störfum okkar. Nefndin lauk svo störfum með því að fela mér að skrifa skýrslu um störf hennar og er sú ítarlega skýrsla geymd í skjala- safni ríkisstjórnarinnar. Það hefir lítið verið minnst á Vestmanneyjanefndina í skrifum um eldgosið í Vestmannaeyjum. Þess vegna skrifa ég þessar línur, ekki síst til að minnast þeirra nefnd- armanna og starfsmanns, sem gengnir eru. Eftir Tómas Árnason » Það var þegar ljóst, að þessar hrikalegu náttúruhamfarir myndu valda gífurlegri röskun á högum Vestmanna- eyinga og raunar þjóð- arinnar í heild. Tómas Árnason Höfundur er fyrrverandi ráðherra, seðlabankastjóri og alþingismaður. Vestmanna- eyjanefndin Vikuritið Economist fullyrðir þetta í grein 16. desember sl. og bætir við „en verið vænt við sjálft sig“. Okkar leið er talin „óhefðbundin“, að verja þá banka- starfsemi sem kom Ís- landi við, en láta spila- borgina erlendis falla. Í Mbl.-grein 15. apríl 2008 sem ég nefndi „Ósjálfbjarga bankar“ lagði ég þetta til. Hug- myndin var að stofna ný dótturfélög allra banka og skyldi ríkið lána gömlu bönkunum fyrir hlutafé hinna nýju og taka um leið veð í hlutafénu. Staðan væri völduð hvað innlenda hlutann snerti. Allt eigið fé gömlu bankanna, sem erlendir bankar höfðu lánað út á, stæði nú þeim einum til tryggingar. Þessi gerningur væri óriftanlegur. Spila- borgin erlendis stæði eftir ber- skjölduð. Ekkert yrði tekið út úr gömlu bönkunum, en kröfuhöfum sagt að ekkert yrði gert fyrir þá. Þeir yrðu að afskrifa kröfur sem þeir vissu að ríkið bar ekki ábyrgð á. Með þessu mætti komast hjá „hruni“. Ábendingin var tekin al- varlega. Á fundi með bankastjórum Seðlabankans og ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytis í júlí 2008 lagði ég fram greinargerð og lagði til að þetta yrði gert fyrir 1. september 2008. Beðið og vonað Ríkisstjórnin vildi ekki taka á bönkunum. Vandinn var aðeins tal- inn „lausafjárvandi“ og menn neit- uðu að trúa því að eigið fé þeirra væri tapað. Koma hlaut þó að hruni, eigið féð var margfalt tapað. For- maður bankastjórnar Seðlabankans stofnaði aðgerðahóp til undirbún- ings neyðarlögum og bauð mér að sitja í honum, í ljósi fyrri viðleitni. Það var hans að afla haldbærra úr- ræða. Þar var líka lögmaður utan úr bæ, nokkrir starfsmenn og þrír ráðuneytisstjórar, þ.m.t. fjár- málaráðuneytis. Ný hugmynd bætt- ist við, að gera innlán að forgangs- kröfum. Fjallað er um það á bls. 72-76 í 7. hefti skýrslu RNA. Eco- nomist nefnir ekki hina afturvirku lagabreytingu, sem er vissulega „óhefðbundið“. Þar sem Icesave- innlánin voru skuld bankans hér heima nær þetta einnig til þeirra, sem þýðir að höfuðstóll þeirra dregst frá eign- um áður en öðrum er úthlutað. Sá vandi sem út af stendur eru vext- ir. Hér munar gríð- arlegum fjárhæðum fyrir ríkið, sem varð að ábyrgjast innlánin. Út fyrir rammann Fyrstu viðbrögð hinna löglærðu voru efasemdir. Kannski þurfti ólöglærðan til að hugsa út fyrir rammann? Var ekki til eitthvað sem hét „neyðarréttur“? Gátu ríki ekki tekið sér einhliða rétt til að verja sjálfstæði sitt? Ekki hafði botn fengist í það þegar við slitum tali föstudaginn fyrir „Guð blessi Ísland“. Fulltrúar JP Morgan lögðu þá til við ríkisstjórnina að stofna nýja banka en láta þá gömlu fara í þrot. Það skapaði traust á að láta erlenda hlutann falla. Í frv. til neyðarlaga var síðan lagt til að gera innlán að forgangskröfum og að verja eingöngu þann hluta sem teld- ist innlendur. Hátt í 10.000 millj- arða króna spilaborg féll, sé allt tal- ið. Sá sem veitti þessu brautargengi var Geir H. Haarde. Seinþreyttur til vandræða gerði hann það sem gera þurfti. Með því var sjálfstæði Íslands tryggt og lagður grunnur að endurreisn. Nú hefur ESA lýst hina afturvirku löggjöf réttmæta. Hæstiréttur á síðasta orðið, en hafi hinum erlendu bönkum verið sýnd harka áttu þeir það skilið. Þeir höfðu þrefaldað lán sín til íslensku bankanna eftir að dönsku bankarnir vöruðu þá við snemma árs 2006. Þessi aukning var svo vitfirrt og ábyrgðarlaus að það varð að láta þá axla ábyrgð. Sumir þeirra létu m.a.s. hafa eftir sér að ríkið yrði að hjálpa. Hirðuleysi þeirra um hag Ís- lands er svo hrópandi, að réttmætt er að tala um „eitruð lán“ eins og gert hefur verið víða erlendis. Ekki er líklegt að þeir finni sök hjá sér og þeir munu verða þessa minnugir lengi. Það er úrlausnarefni en ekki vandamál, nóg er til af bönkum. Fantatök í Brussel Framkvæmdastjórn ESB hafði föst handtök stuttu síðar. Hún sneri hendur ríkisstjórnar Írlands aftur fyrir bak og knúði fram ábyrgð á allar skuldir írskra banka. Færu Ír- ar íslensku leiðina mundu Portúgal- ir, Ítalir, Grikkir og Spánverjar gera eins. Þessi lönd hafa um 120 milljónir íbúa og bankakerfi skv. því. Ef bankar þessara landa yrðu látnir falla ylli það dómínó-hruni banka um alla Evrópu. Allar þessar milljónir munu því lengi búa við skert lífskjör. Írska leiðin sýnir vel skaðsemi þess að ríki hjálpi bönkum sem fara offari. Ísland geri tillögur Atburði áranna 2003-2007 má ekki endurtaka. Neytendur, sem halda hagkerfum heimsins gang- andi með eftirspurn sinni, sitja nú eftir með skertan kaupmátt. Hvað er þá til ráða? Ísland er að rísa, eft- ir að hafa verið auglýst um allan heim sem gjaldþrota. Við megum vera stolt af okkar lausn og leggja til að innlán verði hvarvetna gerð að forgangskröfum. Á því mætti byggja alvöru innlánatryggingar og þá yrðu stórbankar að vanda sig við lán sín til smærri banka. Við eigum líka að leggja til að hindrað verði að ríki ábyrgist lántökur banka. Bankastjórar risabanka yrðu þá að breyta starfsháttum sínum. Hömlu- laus þensla víða um lönd eins og varð 2002-2007 yrði liðin tíð. Eco- nomist leggur loks til að næsta rík- istjórn Írlands líti til Íslands og spili „fastari bolta“ við „meg- inlandið“ í framtíðinni. ESB brosir út í annað. Eitt stórt krossmark Tillagan er til íhugunar fyrir þá, sem ritskoða sjálfa sig í sífellu, til að styggja örugglega engan. Þeir sem öllum vilja þóknast hefðu auð- vitað hringt til Brussel til að fá góð ráð. Þá hefði Economist líklega ekki skammað okkur fyrir hörku. Kjarni málsins er þó sá að við verðum að gæta hagsmuna okkar sjálf. ESB mun ekki gera það. Ef við hefðum ekki „verið væn við okkur sjálf“, þá hefði enginn verið það. Guð hefði þá mátt gera eitt stórt krossmark yfir Ísland. Svo fór ekki og landið er nú tekið að rísa. Allt er þetta rekj- anlegt en má þakka þeim Geir, Dav- íð og Baldri nokkuð í því skamm- degi hugarfarsins sem nú ríkir? Eftir Ragnar Önundarson » Við megum vera stolt af okkar lausn og leggja til að innlán verði hvarvetna gerð að forgangskröfum. Ragnar Önundarson Höfundur er viðskiptafræðingur. Hefur Ísland sýnt lánar- drottnum sínum hörku?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.