Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 16
VIÐTAL Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Margir eiga við ýmsa erfiðleika að stríða og í mörgum tilfellum fara þeir hljótt. Svo á við um fjölskyldu nokkra, hjón sem eru meðal annars með börn á grunnskólaaldri. Elsta barnið hefur alla tíð verið fjörugt, en haldið miklum kvíða og hræðslu. Kvíðinn hefur farið stigvaxandi frá unga aldri og nú er svo komið að foreldrarnir standa ráðþrota gagnvart vandanum. Þeir berj- ast við kerfið daginn út og daginn inn en fá litla sem enga opinbera aðstoð þar sem úrræðin vantar og á meðan er barnið heima ófært um að takast á við lífið utan veggja heimilisins. „Við höldum áfram að berjast,“ segir faðirinn. Faðirinn vinnur fyrir fjölskyldunni en móð- irin hefur hvorki getað stundað nám né vinnu undanfarin sex ár heldur þurft að vera heima vegna ástands barnanna. Næstelsta barnið er einhverft og það bætir ekki úr skák. Yngsta barnið hefur áhyggjur af fyrrnefndum systk- inum sínum og er farið að sýna streitueinkenni. Málið er þess eðlis að það er varla rætt utan veggja heimilisins, fólk forðast að tala um það. „Þetta er okkar vandamál og við sitjum ein með það, en við fáum mikla hjálp og stuðning frá nánustu fjölskyldu sem er ómetanlegt,“ segir faðirinn. „Veikindin eru ekki áþreifanleg, ung- lingurinn er hvorki inni á krabbameinsdeild, í hjólastól né rúmliggjandi.“ Kostnaðarsöm þjónusta Eftir því sem lífið og tilveran tók á sig flókn- ari myndir í grunnskóla jókst kvíði elsta barns- ins. Það var reyndar alltaf til fyrirmyndar utan heimilisins en blaðran sprakk þegar heim var komið. Foreldarnir gerðu allt sem þeir gátu til þess að vinna bug á meininu, ráðfærðu sig við lækna, sálfræðinga og aðra sérfræðinga. Með tilheyrandi kostnaði. „Sjálfstætt starfandi sér- fræðingar vinna mjög gott starf en það er ekki á færi venjulegrar fjölskyldu að leita oft og reglu- lega til þeirra og greiða fyrir þjónustuna fullu verði,“ segir faðirinn „Við höfum hreinlega ekki efni á því að borga fyrir þessa sérfræðiaðstoð.“ Þegar barnið var að byrja í 5. bekk, fór af yngsta stigi grunnskólans á miðstigið, neitaði það algerlega að fara í skólann. Á þessum tíma var barnið hjá barnageðlækni og var vísað það- an á barna- og unglingageðdeild Landspítalans, BUGL. Barnið fór á biðlista og komst inn nokkrum mánuðum seinna, en sótti skólann mjög illa þangað til. Hegðun barnsins bitnaði ekki aðeins á því sjálfu heldur líka á fjölskyld- unni og heimilislífinu. Barnið vildi helst vera heima og gera ekki neitt, en varð að hafa ein- hvern hjá sér allan tímann. Framfarir á BUGL Mikil breyting til batnaðar varð þegar barnið komst inn á BUGL. Þar var allt í föstum skorð- um, ákveðin dagskrá frá morgni fram á miðjan dag. Þá sóttu foreldrar barnið og var það heima á kvöldin og um helgar. BUGL tók vel á móti barninu og allt skipulag var með ágætum. Um- hverfið var agað, mönnun góð, mikið eftirlit, góður stuðningur og engar óvæntar uppá- komur. Foreldrar voru boðaðir á fjölda funda, barnið sýndi framfarir og allt gekk vel á BUGL. Vandamálið var að barnið yfirfærði ekki það sem það lærði og þjálfaðist í inni á BUGL. Barninu tókst ekki frekar en áður að fóta sig í ringulreiðinni fyrir utan og eftir að það útskrif- aðist hætti það að vera skjólstæðingur barna- deildarinnar eða innlagnadeildarinnar og varð skjólstæðingur göngudeildar. Þar tók við annað starfsfólk, nýtt kerfi. Allt í sama farið Þegar barnið var skráð fyrst í innlögn var það í innlögn í alls 10 vikur. Frá því í lok apríl og fram í miðjan júní, þegar deildinni var lokað vegna sumarleyfa fram í miðjan ágúst, og svo aftur að loknu sumarfríi fram að byrjun skóla. Lokunin kom sér ekki vel og aðdragandinn að því að byrja aftur í skólanum var stuttur. Eft- irfylgd var lítil, niðurstöður greiningar kynntar að lokinni útskrift og heimsókn í skóla frá BUGL í nokkur skipti. Foreldrar voru kallaðir á fjölmennan fund með fulltrúum frá BUGL, skólanum og skólaskrifstofu þar sem greining- unni var lýst en síðan tók ekkert við. Barnið áfram jafn hrætt og kvíðið og fyrir innlögnina. Hins vegar tók skólinn að eigin frumkvæði mjög ákveðið á málinu, tók vel á móti barninu og bauð upp á aðstæður sem hentuðu því og fleiri börnum sem áttu við vandamál að stríða. Þessi börn fengu kennslu í fámennum hópi frá fjöldanum án þess að þurfa stöðugt að skipta um stofur og fyrir vikið gat barnið sótt skólann. Veturinn eftir innlögn gekk nokkuð vel en haustið eftir jókst áreitið á ný og kvíðinn náði aftur yfirhöndinni. Sagan endurtók sig, mótþró- inn óx, unglingurinn hætti að mæta í skólann og fór vart út úr húsi. Auknu vonleysi og hræðslu fylgdu miklar skapsveiflur, leiði og lífsleiða- hugsanir. Erfiðleikarnir á heimilinu urðu meiri og árekstrar innan fjölskyldunnar voru óum- flýjanlegir. Unglingurinn var enn skjólstæðingur göngu- deildar BUGL og því var biðtíminn eftir innlögn styttri en í fyrra skiptið. Hann fór aftur í inn- lögn á BUGL en fram að því var leitað ráða hjá sérfræðingum og farið í viðtöl hjá sálfræðingi. Þrátt fyrir stopula skólagöngu hefur ungling- urinn haldið sínu striki í náminu og haldið í við jafnaldra sína enda alla tíð átt auðvelt með að læra. En honum líður illa, er þunglyndur, fer ekki út, getur ekki og vill ekki vera einn heima. Systkinin líða fyrir ástandið og þau eru undir miklu álagi. „Þetta flokkast seint sem eðlilegt líf,“ segir faðirinn. Í seinni innlögninni á BUGL tók við svipuð dagskrá og áður, en sem fyrr átti hann erfitt með að yfirfæra það sem hann meðtók innan veggja BUGL yfir á daglegt líf utan stofnunar- innar. Sumarlokunin var lengri núna en áður og þegar unglingurinn byrjaði svo aftur í skólanum sl. haust gat hann ekki meðtekið breytt um- hverfi eða yfirfært á nýjar aðstæður. Hann byrjaði með góðum vilja, lagði mikið á sig þrátt fyrir mikinn kvíða og hræðslu en réð ekki við umhverfið. Mætti gloppótt fram að vetrarfríi og síðan ekki söguna meir. Samt sem áður tók skólinn mjög vel á móti honum sem fyrr, starfs- menn lögðu sig alla fram en þetta var of mikil ögrun og erfitt. Unglingurinn gat ekki nýtt sér aðstoðina. Bara það að mæta öðrum krökkum á leið í skólann gerði það að verkum að hann réð ekki við sig, hreinlega fraus. „Við þessar að- stæður væri gott að einhver, sem ekki væri til- finningatengdur barninu eða unglingnum, væri til staðar til þess að taka strax á málinu,“ segir faðirinn og leggur áherslu á að eftirfylgnina vanti. Foreldrarnir ráðþrota vegna kvíða og hræðslu elsta barnsins  Úrræði vantar og barnið heima ófært um að takast á við lífið utan veggja heimilisins Morgunblaðið/Ómar BUGL Barnið hefur sýnt framfarir á barna- og unglingageðdeild Lanspítalans en getur ekki tekist á við lífið fyrir utan vegna kvíða og vill því hvergi vera nema heima hjá sér. 16 FRÉTTIRInnlent „Þetta ástand tekur mjög mikið á alla viðkom- andi,“ segir faðir unglingsins kvíðafulla sem hér er um rætt. „Ástandið er í raun þannig að ómögulegt er fyrir aðra en reynt hafa að skilja það. Þetta er mjög erfitt fyrir fjölskylduna all- an sólarhringinn alla daga ársins.“ Spurning um forgangsröðun Faðirinn segir að innlagnardeildin hjá BUGL sé góð, en það vanti tengingu á milli innlagnar og göngudeildar sem og eftirfylgd að lokinni útskrift. Það vanti að fylgja börnunum og aðstandendunum eftir að lokinni dvöl í inn- lögn. Nauðsynlegt sé að efla til muna alla eft- irfylgd og að fjölskyldum og skjólstæðingum BUGL sé hjálpað í þeim aðstæðum sem erf- iðleikarnir birtast í, hjálpa þessum börnum með yfirfærsluna í sínu daglega umhverfi. „Eins og fyrirkomulagið er núna þá má segja að það sé verið að henda peningunum ef börnunum og unglingunum er ekki hjálpað eft- ir innlögn,“ segir faðirinn. „Fólk með sykur- sýki eða krabbamein fær endurhæfingu, ráð- gjöf og stuðning í sínum veikindum, en ekki þessir krakkar sem eru að springa, brotna nið- ur eða komast ekki af stað vegna hræðslu og kvíða. Einhvers konar stuðningur, þjálfun eða utanumhald, sem leiðir þá af stað utan stofn- unarinnar, er nauðsynlegt. Skólinn er fyrst og fremst skóli, ekki meðferðarstaður, og þarna vantar millilið.“ Að sögn föðurins er borið við fjárskorti þeg- ar rætt er um eftirfylgnina en þetta sé spurn- ing um forgangsröðun. Hann gagnrýnir þessa fjölmörgu fjölmennu fundi, þar sem fjöldi sér- fræðinga mæti, og segir mikilvægt að fylgja börnunum eftir, því ekkert taki við að lokinni útskrift. Eftir útskrift geri BUGL ráð fyrir því að félagsþjónusta sveitarfélaganna taki við málinu en þar vanti mikið uppá og úrræðin séu takmörkuð. Hins vegar sé ekki hægt að ætlast til þess að skólarnir leysi vandann enda sé nauðsynleg sérfræðiþekking þar yfirleitt ekki til staðar. Flestir vilji samt gera allt sem þeir geti en þá þurfi þeir að geta leitað til sérfræð- inga sem geti gripið strax inn í þegar vanda beri að höndum. Gerist það ekki fari allt aftur í sama farið og uppbyggingin unnin fyrir gýg. Boðaður fundur eftir hálfan mánuð hafi ekkert að segja, því mikilvægt sé að hægt sé að bregð- ast strax við. Eftirfylgd nauðsynlegur þáttur „Það er mjög erfitt fyrir okkur að gagnrýna kerfið, við komum til með að þurfa á því að halda næstu árin og BUGL er eini staðurinn á landinu sem við getum leitað til,“ segir hann. „Það er alltaf talað um peningaleysi. Vissulega þarf að fara vel fjármuni en öflugri eftirfylgd eftir dýrar innlagnir er ekki bruðl heldur nauð- synlegur þáttur í meðferð barnsins. Það er mjög erfitt að lenda alltaf aftur á byrjunarreit, bæði dýrt fjárhagslega og erfitt fyrir barnið og aðstandendur.“ Neyðarástand allan sólarhringinn  Vantar tengingu á milli innlagnar og göngudeildar sem og eftirfylgd að lokinni útskrift  Verður að bregðast strax við vandanum til að allt fari ekki aftur í sama farið og fé sé kastað á glæ Hrefna Haralds- dóttir, ráðgjafi á Sjónarhóli, segir að málefnum barna með kvíða- raskanir hafi fjölgað jafnt og þétt og ástæða sé til þess að hafa áhyggjur af þessum hópi vegna þess að kerfið sé ekki nógu skil- virkt. Samfellu og samvinnu vantar Sjónarhóll er ráðgjafarmiðstöð fyrir for- eldra barna með sérþarfir. Þangað leita foreldrar í vandræðum og Hrefna Har- aldsdóttir segir mikilvægt að skoða úr- lausn þessara mála í opinbera kerfinu upp á nýtt. Meiri samvinnu vanti á milli BUGL og félagslega kerfisins til þess að geta boðið upp á meiri samfellu í þjón- ustunni. Það ætti að vera auðveldara með nýju velferðarráðuneyti vegna þess að áður hafi verið ákveðin tilhneiging til þess að vísa fólki á milli ráðuneyta sem nú hafa verið sameinuð. Þegar vandamál eins og kvíði hjá grunn- skólabarni gera vart við sig leita að- standendur fyrst til skólans og svo til sérfræðinga utan skólans. Nægi það ekki er vísað á BUGL. „Foreldrar leita til okkar þegar þeim finnst þeir ekki fá úrræði fyr- ir barnið sitt,“ segir Hrefna. Hún segir að þá reyni Sjónarhóll að aðstoða foreldr- ana með ráðgjöf og stuðningi. Ráðgjafar bjóðist líka til þess að fara með aðstand- endum á fundi til þess að finna út hvar vænta megi þess að fá aðstoð og fái líka fólk til að koma á fundi með foreldrum. „Foreldrum finnst eins og þeir séu stadd- ir í frumskógi þegar þeir leita hjálpar fyr- ir börn sín,“ segir hún. Um nýliðin áramót voru 93 börn og ung- lingar á biðlista eftir meðferð á göngu- deild barna- og unglingageðdeildar Land- spítala Íslands, BUGL, en meðalbiðtíminn er tæplega hálft ár. Af 644 tilvísunum í fyrra voru 308 bráðamál eða 110 fleiri en 2009. Hrefna segir að margt sé óljóst í þessu fyrir foreldra og þeir eigi erfitt með að skilja af hverju þeir séu ekki með bráðamál í höndunum. Eins vanti úrræði meðan barn sé á biðlista og eftirfylgni. „Það er brotalöm á kerfinu,“ segir hún og bætir við að kvíði og kvíðaröskun verði viðfangsefni á ráðstefnu Sjón- arhóls á Hilton Reykjavík Nordica 24. mars nk. Frumskógur og brotalöm SJÓNARHÓLL TIL AÐSTOÐAR Hrefna Haraldsdóttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.