Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 48
48 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
AF LISTUM
Bjarni Ólafsson
bjarni@mbl.is
Það er sorglegt tímanna táknað í sumum helstu bókabúð-um borgarinnar eru heilu
hillurekkarnir helgaðir engu öðru
en bókum um vampírur.
Þjóðsagan um vampíruna á sérrætur í Austur-Evrópu. Upp-
haflega snerist þjóðsagan um skilin
milli líkama og sálar, líf og dauða og
hið göldrum kennda afl sem felst í
blóðinu. Þjóðtrú slava á þessum
tíma gerði skýr skil á milli sálar og
líkama og var sálin talin halda til á
jörðinni í fjörutíu daga áður en hún
færi annaðhvort til heljar eða helvít-
is. Ef rangt var staðið að jarðsetn-
ingu líks, eða ef hinn látni var ill-
menni, gat sálin skemmst og runnið
aftur í líkama sinn. Blóð hefur alltaf
verið mikilvægt í trúarbrögðum og
göldrum og töldu margir að í því
fælist leyndardómur lífsins. Það var
því ekki skrýtið, í hugum þessa
fólks, að sálarskemmdur líkami
Vampíran gerð að hetju
Vampíra Drakúla, túlkaður af Gary
Oldman í mynd Coppola frá 1992.
uppvaknings myndi reyna að halda
sér á lífi með því að drekka blóð.
Með sögum eins og The Vam-
pyre eftir John Polidori og hinni
ódauðlegu Dracula eftir Bram Sto-
ker hættir vampíran að vera illa til-
höfð og skítug vera sem heldur til í
holum í jörðinni. Í stað þeirrar
vampíru stígur fram vampíran í
gervi hefðarmanns. Áherslan í sög-
unum er ekki lengur aðeins á blóð-
drykkju, heldur einnig á það vald
sem hefðarmaðurinn hefur yfir
fórnarlömbum sínum bæði fyrir og
eftir dauða. Sögurnar verða líka
mun kynferðislegri og er ekki geng-
ið of langt að segja að í þessum sög-
um sé vampíran eins konar myndlík-
ing fyrir nauðgara. Hún annaðhvort
tælir ungt fólk – iðulega samt ungar
stúlkur – til fylgilags við sig eða
hreinlega tekur með valdi. Taki hún
þá ákvörðun að breyta fórnarlamb-
inu í aðra vampíru verður nýja
vampíran að þræl þeirrar gömlu.
Inn í sögurnar af hefðarmanna-
vampírunum blandast svo pólitísk
ádeila – það er ekki langt seilst þeg-
ar litið er á aðalsmennina Dracula
og Ruthven sem birtingarmynd á of-
ríki aðalsins yfir lýðnum. Vampíran
hefur breyst eitthvað á þessum
tíma, en er hins vegar alltaf ill –
illskan er bara komin í smók-
ingjakka.
Þetta er vampíran eins og húnhefur birst í bókmenntum um
margra alda skeið. Sálarlaus morð-
ingi og/eða nauðgari. Þess vegna
fara bækur eins og þær sem stöll-
urnar Rice og Meyer skrifa svo
ósegjanlega í taugarnar á mér. Í
þessum bókum og öðrum svipuðum
er vampíran orðin að eins konar
James Dean, unglingstöffara sem á
bágt með að fara út fyrir hússins
dyr þegar sólin skín. Vampíran er
ekki lengur skrímsli eða aðalsmaður
með blóðblæti, heldur er hún þögli,
myndarlegi strákurinn í mennta-
skólabekknum, sem gengur um í
leðurjakka og er svo rosalega sexí.
Vampíran drekkur ekki einu sinni
lengur mannablóð, heldur lætur hún
sér nægja að drekka blóð úr slát-
urdýrum.
Það er tvennt rangt við þessa
þróun. Í fyrsta lagi er lítið orðið eft-
ir af þeim frábæra hryllingi sem
vampírubækur gátu á sínum tíma
framkallað í lesandanum, þegar það
eina sem vampíran þarf að gera er
að bíta í blóðmörskepp einu sinni á
dag. Hver er tilgangurinn með því
að hafa sem söguhetju veru sem er í
raun ekki annað en albínói með
hvassar augntennur?
Í öðru lagi, og þetta er stærra
atriði í mínum huga, þá er með þess-
ari nýju nálgun á vampíruna verið
að taka veru, sem um tvö hundruð
ára skeið var skýrasta myndlíking
fyrir kynferðislegt ofbeldi og yfir-
gang og breyta henni í hetju. Þegar
menn lásu Dracula á sínum tíma
gátu menn heillast af greifanum
sjálfum og eins og áður segir var
hryllingurinn frábær. Það datt hins
vegar engum í hug að hann væri
hetjan í bókinni! Ungi maðurinn sem
reynir að koma skrímslinu fyrir
kattarnef var augljóslega hetjan.
Í augum Stephenie Meyer og
aðdáenda hennar er ungi maðurinn
hins vegar skrímslið og vampíran
orðin að hetjunni. Það er eitthvað
undarlegt við þetta.
» Vampíran hefurbreyst eitthvað á
þessum tíma, en er hins
vegar alltaf ill – illskan
er bara komin í smók-
ingjakka.
SÝND Í EGILSHÖLL
„BREATHTAKING“ - THE PEOPLE
HHHHH
MYND SEM ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ Í BÍÓ
FÓR BEINT Á TOPPINN Í USA SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK
SÝND Í EGILSHÖLL OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI
SPENNANDI ÆVINTÝRI SEM FÆR ÞIG TIL AÐ GRENJA ÚR HLÁTRI.
FRÁBÆR TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA.
HHHHH
„SKEMMTILEG, FYNDINN OG SPENNANDI”
- S.V BOXOFFICE MAGAZINE
SPARBÍÓ 3D á allar sýningar merktar með grænu950 kr..
Í 3D
SÝND MEÐ
ÍSLENSKU OG
ENSKU TALI
LÖGIN ERU BROTIN ÞEIM TIL BJARGAR
SETH ROGEN JAY CHOU
CHRISTOPH WALTZ
AND CAMERON DIAZ
KLOVN - THE MOVIE kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 14 HEREAFTER kl. 3 - 5:30 - 8 - 10:40 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 8 - 10:20 VIP MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 1:30 - 3:40 L
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI ísl. tal kl. 1:303D - 3:403D - 5:503D L HARRY POTTER kl. 8 10
ROKLAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 12 LIFE AS WE KNOW IT kl. 10:40 L
YOU AGAIN kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 - 8 - 10:20 L
/ ÁLFABAKKA
ÆVINTÝRALEGUR FLÓTTI 3D ísl. tal kl. 1:15 - 3:30 - 5:45 L GULLIVER'S TRAVELS 3D kl. 1:15 - 3:30 - 5:45 L
THE GREEN HORNET 3D kl. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 12 HEREAFTER kl. 8 12
KLOVN - THE MOVIE kl. 5:45 - 8 - 10:15 14 TRON: LEGACY 3D kl. 10:40 10
ROKLAND kl. 8 - 10:30 12 MEGAMIND 3D ísl. tal kl. 1:15 - 3:30 L
/ EGILSHÖLL