Morgunblaðið - 22.01.2011, Blaðsíða 42
42 DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. JANÚAR 2011
Sudoku
Frumstig
7 3 6
1 6 9 3 7
9 2 1
3 5
5 4 1
1 3
4 2 6
9 5
7 3
4 8
2 9 6
9 5 7
9 5 3 6 4
4 8 9
8 7 6
2 4 9
7 6 9
8 5
7
8 6
9 5 6 3
5 9 6
2
7 3 5
1 7 2
5 3 4
8 4 7
4 7 9 6 1 8 5 2 3
8 3 5 7 9 2 4 1 6
1 2 6 4 5 3 7 9 8
3 8 7 1 4 9 2 6 5
6 1 4 2 8 5 9 3 7
9 5 2 3 6 7 1 8 4
2 6 8 9 7 4 3 5 1
7 9 1 5 3 6 8 4 2
5 4 3 8 2 1 6 7 9
1 5 8 7 2 6 3 4 9
6 2 3 4 8 9 7 1 5
7 4 9 5 3 1 8 2 6
5 6 2 8 1 3 4 9 7
9 1 7 2 5 4 6 3 8
8 3 4 9 6 7 2 5 1
3 7 5 1 4 8 9 6 2
2 9 6 3 7 5 1 8 4
4 8 1 6 9 2 5 7 3
8 4 5 9 2 3 7 1 6
7 3 6 5 8 1 4 2 9
1 9 2 7 6 4 8 3 5
4 2 8 3 9 6 5 7 1
3 6 9 1 5 7 2 4 8
5 1 7 8 4 2 9 6 3
6 5 1 2 7 8 3 9 4
2 8 4 6 3 9 1 5 7
9 7 3 4 1 5 6 8 2
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 22. janúar,
22. dagur ársins 2011
Orð dagsins: Guð hefur uppvakið oss í
Kristi Jesú og búið oss stað í him-
inhæðum með honum. (Ef. 2, 6.)
Víkverji dagsins ætlar ekki aðtuða neitt. Alls ekkert. Hann
ætlar eingöngu að benda á hluti,
þarfa hluti, sem betur mættu fara ís-
lensku samfélagi.
Í fyrsta lagi vill hann benda á, sem
íbúi í Hlíðahverfinu, að það er óþol-
andi að fara yfir á grænu ljósi alla
Miklubrautina vestur í bæ en þurfa
svo, þegar maður beygir inn í hverf-
ið sitt, að bíða á rauðu ljósi. Þetta
var ekki svona. Þessu var breytt.
Það finnst Víkverja ekki til sóma.
x x x
Annað mikilvægt mál. Þegar fólksendir tölvupósta og setur ekki
í „subject“ lýsingu á innihaldi pósts-
ins. Þannig þarf Víkverji að lesa all-
an póstinn til að komast að „frétta-
punktinum“ eða kjarna málsins.
Þessu þarf að breyta. Ættu allir að
taka sig á í þessum efnum.
x x x
Í þriðja lagi finnst Víkverjaómögulegt að götuljósin kvikni
ekki fyrr á morgnana. Orkuveitan
þykist spara peninga með því að
fresta því að kveikja ljósin í nokkrar
mínútur. Þetta er aðallega fúlt og út
í hött vegna þess að á sumrin loga
ljósin á ljósastaurum borgarinnar
oft allan daginn – þegar sól er hátt á
lofti! Eftir þessu hefur Víkverji
ítrekað tekið undanfarin sumur. Vik-
um saman blikka varla ljósin yfir
sumartímann en á veturna er verið
að spara svo foreldrar þurfa að
senda börnin út í myrkrið á leið í
skólann. Þessu þarf að breyta.
x x x
Að lokum: Víkverji lenti í því einnmorguninn milli jóla og nýárs
að nærfötum hafði verið dreift um
garðinn hans. Þegar hann staulaðist
út um morguninn mætti honum
ófögur sjón. Nærfötin héngu á trján-
um, á grindverkinu umhverfis garð-
inn og víðar. Þetta voru kvenmanns-
nærföt sem augljóslega hafði verið
hent inn í garðinn frá götunni. Ef
einhver saknar nærfata þýðir ekki
að hafa samband við Víkverja. Hann
samviskusamlega henti þeim í tunn-
una. Og ekki þessa umhverfisvænu.
víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Krossgáta
Lárétt | 1 löngu liðni tím-
inn, 8 hárflóki, 9 barefli,
10 kvendýr, 11 skjóða, 13
rifrildi, 15 svínakjöt, 18
ussa, 21 tryllt, 22 nálægð
dauðans, 23 hlífum, 24
fagnaði.
Lóðrétt | 2 angist, 3 hafna, 4
hárknippis, 5 blóðsugan, 6
ríf, 7 aula, 12 blóm, 14 eiga
sér stað, 15 planta, 16
mannsnafn, 17 smáseiðið, 18
hrædd, 19 uppgerð veiki, 20
sárt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 slétt, 4 fúlar, 7 feita, 8 liðug, 9 fól, 11 rauk, 13 krás,
14 ýtinn, 15 flór, 17 átök, 20 enn, 22 styrk, 23 alkar, 24 aftra,
25 glati.
Lóðrétt: 1 sefar, 2 élinu, 3 traf, 4 féll, 5 lúður, 6 regns, 10 Óð-
inn, 12 kýr, 13 kná, 15 fossa, 16 ólykt, 18 tukta, 19 korði, 20
ekla, 21 nagg.
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. c4 c5 2. g3 g6 3. Bg2 Bg7 4. Rc3 e5
5. a3 Re7 6. b4 d6 7. e3 O-O 8. Rge2
Ra6 9. Hb1 Hb8 10. O-O Bd7 11. d3
b6 12. Rd5 Rc7 13. Bb2 Rcxd5 14.
cxd5 Dc8 15. f4 f6 16. Dd2 Db7 17. e4
Bh6 18. Bc3 Dc8 19. Hb2 Da6 20.
Hfb1 exf4 21. Rxf4 Dc8 22. De2 Dc7
23. Hf1 Bg7 24. Hc2 Hf7 25. Bb2 Dc8
26. d4 g5 27. Rh5 Bg4 28. Bf3 Bxf3
29. Dxf3 Df8 30. dxc5 bxc5 31. Rxg7
Kxg7 32. Hcf2 Rg8 33. Df5 h6 34. h4
Dc8 35. Bc3 cxb4 36. Bxb4 Dxf5 37.
Hxf5 Hb6 38. H5f2 Kg6 39. Hc2 f5
40. exf5+ Hxf5
Staðan kom upp í annarri deild Ís-
landsmóts skákfélaga en fyrri hluti
mótsins fór fram í Rimaskóla sl. októ-
ber. Eiríkur K. Björnsson (2038)
hafði hvítt gegn Valgarði Ingibergs-
syni (1915). 41. h5+! og svartur gafst
upp enda hrókur að falla í valinn.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Dýrafræði varnarinnar.
Norður
♠Á32
♥K
♦KDG10
♣ÁKDG5
Vestur Austur
♠754 ♠D106
♥DG54 ♥Á9876
♦752 ♦986
♣863 ♣72
Suður
♠KG98
♥1032
♦Á43
♣1094
Suður spilar 6♠.
„Ugla, refur og kónguló“ heitir bók
eftir Pólverjann Krzysztof Martens,
sem kom út í enskri þýðingu í fyrra.
Bókin fjallar um varnarspilið en ekki
náttúrufræði, eins og ætla mætti af heit-
inu, en það eru hinir ýmsu eiginleikar
dýranna sem Martens telur mikilvæga
fyrir bridsmenn, ekki síst í vörn. Spilið
að ofan er tileinkað rebba. Útspilið er
♥D og austur fær fyrsta slaginn á ♥Á.
Hvað gerir hinn slægi refur nú?
Það virðist fátt til ráða, því spaðinn
liggur eins og klessa – drottning þriðja
rétt. En refurinn gefst aldrei upp, segir
Martens. Hann finnur leið þegar öll
sund sýnast lokuð. Refurinn spilar ♠10 í
öðrum slag!
Auðtrúa sagnhafi gefur sér að vestur
sé með drottninguna fjórðu í trompi og
hleypir næst níunni yfir til austurs. Og
refurinn glottir.
22. janúar 1962
Sæsíminn milli Íslands og
Skotlands um Færeyjar (Scot-
ice) var tekinn í notkun.
„Verður nú hægt að tala í síma
til Evrópu eins og verið væri
að hringja til Hafnarfjarðar,“
sagði Vísir.
22. janúar 1969
Bjarndýr var fellt í Grímsey.
Sjö ára drengur sem sá það
fyrst sagði í samtali við Morg-
unblaðið að hann hefði verið
„ægilega hræddur“. Dýrið var
stoppað upp og sett á safn á
Húsavík.
22. janúar 1983
Tvö snjóflóð féllu á hús á Pat-
reksfirði, annað úr fjallinu
Brellum, hitt úr Litladal. Fjór-
ir menn létust og á fjórða tug
urðu heimilislausir. Meira en
tuttugu hús skemmdust og
fjöldi bifreiða. Hundruð
manna unnu að björg-
unarstörfum.
22. janúar 1988
Paul Watson, leiðtoga Sea
Shephard, var vísað úr landi
en hann hafði komið daginn
áður. Samtökin sögðust hafa
sökkt hvalbátunum í Reykja-
víkurhöfn rúmu ári áður.
22. janúar 2009
Lögreglan beitti táragasi á
mótmælendur á Austurvelli kl.
00:27, í fyrsta sinn í fjölda ára.
Áður hafði fólk safnast saman
við Þjóðleikhúsið og Stjórn-
arráðið, en þar var grjóti kast-
að að lögreglunni. Einn lög-
reglumaður rotaðist.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson.
Þetta gerðist …
„Ég ætla nú bara að bjóða fjölskyldunni heim til
mín í mat. Það verður enginn þorramatur heldur
bara það sem mér finnst gott. Þeir sem koma
verða að taka þá áhættu,“ segir Hólmkell Hreins-
son, bókasafnsfræðingur og amtsbókavörður á
Akureyri, sem verður fimmtugur í dag. Hann hef-
ur eðlilega góða tilfinningu fyrir þessum degi og
vonast eftir að fá sigur í afmælisgjöf í leik Íslend-
inga og Þjóðverja á HM í handbolta síðdegis.
Hólmkell hóf störf á Amtsbókasafninu árið 1989
og hefur verið amtsbókavörður frá 1996. Í gær
fagnaði hann 116 ára afmælisdegi forvera síns í
starfi, Davíðs Stefánssonar. Hólmkell segir starfið á bókasafninu hafa
verið gjöfult og skemmtilegt, jafnt í niðursveiflu sem uppsveiflu. Á
uppgangstímum dró eitthvað úr aðsókn á bókasafnið en eftir hrunið
hefur hún aukist til muna. Á næstu dögum liggur leið Hólmkels síðan
til Indlands sem hann segist hafa gefið sjálfum sér í afmælisgjöf. Með í
för verður eiginkonan, Kristín Sigursveinsdóttir, deildarstjóri Bú-
setudeildar Akureyrarbæjar. Þau voru að velta fyrir sér ferð til Ástr-
alíu, þar sem bróðir Kristínar býr, en því verður frestað þar til hún
verður fimmtug. bjb@mbl.is
Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður 50 ára
Á leiðinni til Indlands
Nýirborgarar
Reykjavík Sonur
Sigurdísar Söndru
Jóhannsdóttur og
Guðmundar Páls
Andréssonar fædd-
ist 12. janúar. Hann
vó 17 merkur og var
52 cm langur.
Flóðogfjara
22. janúar Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólaruppr. Sólsetur
Reykjavík 1.49 0,1 7.58 4,4 14.19 0,1 20.24 4,1 10.38 16.42
Ísafjörður 3.56 -0,0 9.54 2,4 16.28 -0,1 22.22 2,0 11.05 16.24
Siglufjörður 0.23 1,2 6.05 0,0 12.26 1,3 18.45 -0,1 10.49 16.06
Djúpivogur 5.17 2,2 11.30 0,1 17.30 2,0 23.42 -0,1 10.13 16.06
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Nú er rétti tíminn til að skipuleggja
lífið upp á nýtt. Taktu því rólega og leyfðu
hinum aðilanum að heilla þig.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Það er ekkert leyndarmál að lífið bros-
ir við þér og mun gera lengi. Slappaðu af og
njóttu þess að vera þú sjálf/ur.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Skjótar ákvarðanir gera mest úr
hæfileikum þínum og peningar koma óvænt
inn í líf þitt. Lærðu að treysta öðrum.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Þú hefur verið þekktur fyrir að ör-
vænta ef þér finnst hlutirnir ekki ganga sem
skyldi. Einhver sendir þér hlut og fylgir því
einhver óþolinmæði.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Það getur verið gaman að fara ótroðn-
ar slóðir en athugaðu að til þess þarf bæði
kjark og þrautseigju. Reyndar er sá vinur
sem til vamms segir og þú ættir því að
meta hann þeim mun meir.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Vertu alveg óhrædd/ur við að reyna
nýjar aðferðir. Einhver sem þú þekkir vel
ætti að fá tækifæri.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Ástin er sérgrein þín þessar vikurnar.
Taktu þér samt tíma til þess að íhuga stöðu
þína í tilverunni.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Þú stendur á krossgötum og
það skiptir óvenjumiklu máli að þú veljir
rétta framhaldið. Huggaðu þig við það að
öðrum líður eins og þér á þessum tíma-
punkti.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þetta er tilvalinn dagur til að
skipta eignum eða ræða hvernig vissir fjár-
munir skulu notaðir. Haltu þig frá undirferli
og ráðabruggi og gefðu ekki höggstað á þér.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Það er farsælla að segja hug sinn
en að byrgja hlutina inni. Leggðu þig fram
og sjáðu til þess að skoðanir þínar séu öll-
um ljósar.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Samstarfsfólk ætti að veita því
athygli sem þú hefur að segja. Leggðu allt
kapp á að finna farsæla lausn svo þú getir
sofið róleg/ur.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Gættu þess að þú látir ekki erfiðleika
þína bitna á þínum nánustu. Engir eru eins
heyrnarlausir og þeir sem ekki vilja hlusta.
Stjörnuspá